Morgunblaðið - 22.09.1957, Síða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. sept. 1957
ustan
Edens
eítir
John
Steinbeck
„O, allir menn. Og nú eru pabbi
þinn og mamma kannske mótfall-
in því að þú giftist mér ?“
„Þá tala ég bara ekkert um það
við þau“, sagði Abra.
„Þú ert alveg örugg með sjálfa
þig“.
„Já“, sagði hún. — „Ég er ör-
ugg með sjálfa mig. Viltu kyssa
mig?“
„Hérna? Úti á miðri götunni?"
dagana. 1 þessu sambandi var á
það bent af mörgum, að Samúel
Hamilton hefði líka verið mesti
aulabárður og hvað Tom Hamilton
snerti — þá hafði hann nú verið
hreint og beint brjálaður.
Þegar Lee fann, að nægur tími
var liðinn, gekk hann beitt til
verks. Hann settist beint andspæn
is Adam, til þess að halda eftir-
tekt hans vakandi.
„Hvernig líður yður?“ spurði
hann.
„Ágætlega".
„Þér eruð þá ekki að hugsa um
að draga yður inn í gömlu skelina
aftur?“
„Hvers vegna datt yður í hug,
að ég myndi gera það?“ spurði
Adam.
„Það var sami svipurinn á and-
liti yðar og í þá daga og augun
í yður eru eins og augu manns,
sem gengur í svefni. Særir þetta
mjög tilfinningar yðar?“
„Nei", sagði Adam. — „Ég var
bara að hugsa um það, hvort ég
stæði nú uppi, algerlega eignalaus,
með tvær hendur tómar“.
„Ekki alveg“, sagði Lee. — „Þér
eigið enn þá eitthvað nálægt tíu
þúsund dollurum og svo jörðina".
„Hérna er tvö þúsund dollara
reikningur fyrir vinnu við að fjar
lægja salatdrulluna, í New York“,
sagði Adam.
„Ég gerði ráð fyrir því“.
□—--------------------□
Þýðing
Sverrn Haraldsson
□----------------------n
„Svo skulda ég talsvert fyrir
nýju frystivélarnar".
„Hún er greidd“.
„Og ég á þá samt eftir tíu þús-
und dollara?"
„Og jörðina", sagði Lee. —
„Kannske getið þér svo selt ísgerð
ina með vélum og öllu saman“.
Það kom harka í svip Adams og
brosið hvarf af vörum hans: „Ég
er enn sannfærður um að þetta er
framkvæmanlegt“, sagði hann. —
„Ólánið elti mig bara alveg sér-
staklega í þetta skiptið. Ég ætla
mér að eiga íshúsið framvegis. —
Kuldinn er og verður gott varnar
meðal við skemmdum á matvælum,
hvað sem hver segir um það. —
Auk þess gefur íshúsið af sér
nokkra peninga. Kannske dettur
mér svo eitthvað nýtt í hug“.
„Reynið samt ekki að láta yður
detta í hug eitthvað sem kostar
peninga", sagði Lee. — „Mér þætti
slæmt að missa gasvélina mína“.
S.
Tvfburarnir tóku sér mistök
Adams mjög nærri. Þeir voru orðn
Byrja aftur að kenna
Frönsku-þýsku-ensku
Sérstök áherzla lögð á talæfingar. — Undirbúning-
ur undir sérhvert próf.
DR. MELITTA URBANCIC
Til viðtals 12—2 Sími 34404
Úrvals húsgögn
Útskorin sófasett
Hringsófasett
Armstólasett
Nýtízku sett:
Svefnsófar
Sófaborð
Skrifborð • g
Smáborð, 3 gerðir
Jólaannríkið er byrjað. Pantið húsgögnin tíman-
lega. — Munið að afborgunarfyrirkomulag á hús-
gögnum hjá okkur er þannig, að allir geta ráðið
vtð að eignast þau.
Bólsturgerðin h.f.
Brautarholti 22 — sími 10388
ir fimmtán vetra gamlir og þeir
höfðu svo lengi vitað, að þeir væru
synir auðugs manns, að þeim veitt
ist erfitt að venjast öðru. Verst
fannst þeim þó það, að viðburður-
inn var yfirleitt hafður að háði
og spotti meðal almennings. Þeir
minntust með hryllingi stóru aug-
lýsingaspjaldanna á flutningavögn
unum. Þótt kaupsýslumennirnir
gerðu grín að Adam, þá var það
þó ekkert í samanburði við allar
þær skapraunir sem drengirnir
urðu að þola í skólanum. Lengi á
eftir voru þeir oftast kallaðir:
„Aron og Cal Salat“, eða blátt
áf.am: „Kálhöfuðið“.
Aron ræddi málið við Öbru: —
„Nú verður allt öðru vísi, hér eft-
ir“, sagði hann.
Abra var orðin stór og falleg
stúlka. Brjóstin voru hvelfd og
stin: . líkaminn farinn að fá á sig
mjúkar vaxtarlínur þroskaðrar
konu og svipurinn rólegur og hlýr.
Hún var meira en falleg og hríf-
andi. Hún var sterk, örugg og
kvenleg.
Hún virti fyrir sér áhyggjufullt
andlit hans og spurði: — „Hvað
er það, sem verður öðru vísi?“
„Ja, í fyrsta lagi, þá erum við
víst orðnir fátækir".
„Þú hefðir a. m. k. unnið, hvort
sem var“.
„Þú veizt að ég hafði hugsað
mér að fara í skóla“.
„Þú getur gert það. Ég skal
hjálpa þér. Tapaði pabbi þinn öll-
um þeim peningum sem hann
átti?“
„Ég veit það ekki, en menn
segja það“.
„Hvaða menn?“
„Já, því ekki það?“
„Menn gætu séð til okkar".
„Ég vil að menn sjái það“, sagði
Abra.
„Nei“, sagði Aron. — „Ég kæri
mig ekkert 'um að gera slíkt á al-
mannafæri".
Hún gekk fram fyrir hann og
stanzaði hann: — „Mér er full-
komin alvara", sagði hún. —
„Kysstu mig“.
„Hvers vegna?"
„Svo að allir viti að ég sé til-
vonandi frú Kálhöfuð', sagði hún
hægt og með áherslu.
Hann kyssti hana stuttum,
feimnislegum kossi. — „Kannske
ætti ég að slíta trúlofun okkar
sjálfur", sagði hann.
„Hvað áttu við, Aron?“
„Ég er ekki lengur nógu góður
fyrir þig. Ég er bara fátækur
strákur, sem ekki hef upp á neitt
að bjóða. Heldurðu kannske að ég
hafi ekki tekið eftir breytingunni
á pabba þínum í viðmóti við
mig?“
„Þetta er bara tóm vitleysa",
sagði Abra. En hún varð samt ör-
lítið óróleg á svipinn, því að einn-
ig hún hafði tekið eftir breyting-
unum, sem Aron minntist á.
Þau fóru inn í Bells-barinn,
settust við eitt borðið og pöntuðu
rjómaís. Aftur fór Abra að hugsa
um þá breytingu, sem orðið hafði
á föður hennar, síðan mistökin
með frysta grænmetið höfðu átt
sér stað. Hann hafði sagt við
hana — „Heldurðu að þú ættir
ekki að reyna að eignast einhverja
aðra kunningja, svona til tilbreyt-
ingar?"
„En við Aron erum trúlofuð".
„Trúlofuð", hreytti hann út úr
sér hæðnislega. — „Hvenær varð
það venja að hörn trúlofuðust? Þú
i
Skrifsfofustúíka
Stúlka vön algengum skrifstofustörfum og síma-
vörzlu óskast sem fyrst. — Upplýsingar á skrif-
stofunni (ekki í síma) Laugaveg 15.
& Co.
4ra herb. íbúðarhœð
með sér hilaveitu og sér þvottahúsi við Þórsgötu til
sölu.
Nýja Fasteignasalan
Bankastræti 7, sími 24300
MARKÚS EftirEdDodd
1) Eldurinn fer vaxandi vegna | 2) — Nú verða allir að fara | 3)—Við getum snúið aftur til. 4) — Jæja, þá er tækifærið
pess að nokkur vindur er á. Hann og berjast við skógareldinn. — hans, ef eldurinn nálgast hest- komið. ^ , y
stefnir að Týndu skógum, En á ekki að gæta blinda folans. húsið. 1 ý
verður nú víst að horfa betur í
kringum þig fyrst, telpa mín. Það
eru fleiri fiskar í sjónum en
hann“.
Og hún minntist þess, að hann
hafði nýlega talað eitthvað um
það, að eplið félli víst oftast ná-
lægt ti'énu og einu sinni sagði
hann eitthvað um fjölskyldu-
h:ieyksli, sem ómögulegt væri að
halda leyndu endalaust. Svona
hafði hann aldrei talað, fyrr en
orðrómurinn komst á gang um það
að Adam hefði misst allar eigur
sínar.
Hún hallaði sér fram yfir borð
ið: — „Veiztu hvað við skulum
gera?“ sagði hún. — „Það er í
rauninni jafnauðvelt og að súpa
kalt vatn“.
„Hvað er það?“
„Við getum rekið búskap á jörð-
inni hans pabba þíns. Pabbi minn
segir að það sé mjög góð bújörð“.
„Ég ætla ekki að verða bóndi
og þú átt ekki að verða bónda-
kona“, sagði Aron ákveðið.
„Ég ætla mér að verða eigln-
kona Arons, hvaða atvinnu
sem hann kann að stunda“.
„Ég ætla mér ekki að hætta við
námið“, sagði hann.
„Nei, þú þarft þess heldur
ekki“, sagði Abra. — „Ég skal
hjálpa þér“.
„Og hvar ætlarðu að fá pen-
inga til þess?“
„Ég stel þeim“, sagði hún.
„Ég vil fara burt úr þessarri
borg“, sagði hann. — „Hérna
hlæja allir að manni. Ég þoli það
ekki lengur“.
„Innan skamms verða allir bún-
ir að gleyma þessu“.
„O, nei, nei. Það gleymist
aldrei, sannaðu bara til. Ég get
alls ekki verið hérna á skólanum
í tvö ár til“.
SHUtvarpiö
Sunnudagur 22. septembert
Fastir liðir eins og venjulega,
11,00 Messa i barnaskóla Kópav,
(Prestur: Séra Tómas Guðmunds
son á Patreksfirði. Organleikari:
Guðmundur Matthíasson). 15,00
Miðdegistónleikar (plötur). 16,30
Veðurfregnir. Færeysk guðsþjón-
usta (Hljóðrituð í Þórshöfn). —
17,00 „Sunnudagslögin". — 18,30
Barnatími (Baldur Pálmason),
19,30 Tónleikar: Laurindo Al-
meida leikur á gítar (plötur). —
20,20 Myndlistarþáttur: Júlíana
Sveinsdóttir og yfirlitssýningin á
verkum hennar (Björn Th. Björna
son listfræðingur). 20,35 Tónleik-
ar (plötur). 21,00 Upplestur: —
Kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson
(Andrés Björnsson). 21,16 Kór-
söngur (plötur). 21,35 Upplestur:
„Palmira gamla", smásaga eftir
Tom Kristensen (Hannes Sigfúa-
son þýðir og les). 22,05 Danalög
(plötur). 23,30 Dagekrárlok.
Mánudagur S9. septemberi
Fastir liðir eins og venjulega,
19.30 Lög úr kvikmyndum (pl.><
20.30 Útvarpshljómsveitin; Þór-
arinn Guðmundsson stjórnar. —
20,50 Um daginn og veginn (Séra
Sveinn Víkingur). 21,10 Einsöng.
ur: Nan Merriman syngur spænsk
lög; Gerald Moore leikur undir á
píanó (plötur). 21,30 Útvarpssag
an: „Barbara" eftir Jörgen-
Frantz Jacobsen; VI. (Jóhannes
úr Kötlum). 22,10 Fiskimál: Með
rannsóknaskipi kringum land (Að
alsteinn Sigurðsson fiskifræðing-
ur). 22,35 Nútímatónli«t: Verk eft
ir Béla T,artók (plötur). 23,00
Dagskrárlok.
Þriðjudagur 24. septemberi
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Þjóðlög frá ýmsum löndunt
(plötur). 20,30 Erindi: Blaðamenn
á landshöfðingjatímabilinu (Magn
ús Jónsson fyrrum prófessor).
20,55 Tónleikar (plötur). — 21,20
Iþróttir (Sigurður Sigurðsson).
21,40 Tónleikar (plötur). — 22,10
Kvöldsagan: „Græska og getsak-
ir“ eftir Agöthu Christie; XI,
(Elías Mar les). 22,30 „Þriðju-
dagsþátturinn". — Jónas Jónas-
son og HaukUr Morthens hafa um-
sjón með höndum. 23,20 Dagskrár
lok. —