Morgunblaðið - 24.09.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 24.09.1957, Síða 2
2 MortcrnvnT 4f>i© ÞriSjudagur 24. eept. ’937 Kynning skákmanna Ingi R. Jóhannessnn í KYNNINGU skákmanna er þátt taka í Stórmóti Taflfélagsins er nú komið að Inga R. Jóhannes- syni. Hann er fæddur árið 1936 og því yngstur þátttakenda í Stór- móti T.R. Hann vann sig upp í meistaraflokk 1952 og náði saeti í landsliði ári síðar. Ingi var skák meistari íslands 1956 og skák- meistari Reykjavíkur 1956 og nú aftur 1957. Ingi hefur teflt fyrir íslands hönd á Olympíuskákmót- unum í Amsterdam 1954 og í Moskvu 1956 og á Norðurlanda- mótunum 1955 og 1957. Hann varð annar í B-úrslitum á heims- meistaramóti unglinga í Antwerp en 1955. Ingi er nú starfsmaður Búnaðarbanka íslands. Nýtt sláturhús í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI. — Á sunnudag- inn var tekið í notkun nýtt Sxátur hús, sem er eign Guðmundar Magnússonar kaupm., Kirkju- vegi 14, og staðsett vestur í Víðistöðum. Það er 30 metra langt og 8 m breitt, klætt bárujárni. Áfast við það er fjárgeymsla, er tekur um 200 fjár. Er öllu þar haganlega fyrir komið, svo og í sláturhúsinu, en í því er hægt að slátra 150—170 fjár á dag og kom fyrsta sendingin síðdegis á sunnu dag. 8 manns munu vinna par. Verður mikið af fé slátrað í húsi Guðmundar núna næstu daga og fólki selt þar slátur, er, þetta er eina sláturhúsið í Hafnarfirði. Guðmundur Magnússon fékk sláturleyfi 1920 og hefir ætíð síð- an slátrað á hverju hausti, mest árið 1937 eða 3000 fjár Siðustu árin hefur hann slátrað í húsi, sem hann á við Norðuxbraut, en það var fyrir löngu orðið allsend- is ófullnægjandi og þar að auKÍ óheppilegt að vera með sláturhús inni í sjálfum bænum. -Sýndi hann fréttamönnum blaða og nokkrum gestum hið nýja hús sitt á sunnudaginn, en það er eins og fyrr segir mjög rúmgott og vel gengið þar frá öllum hlutum. — G.E. Tosca frumsýnd FLUTNINGUR Tosca í Þjóðleik- húsinu á sunnudagskvöldið var mikill merkisviðburður í alla staði. Aðalhlutverkin þrjú voru sungin af þeim Stefáni íslandi (Cavaradossi), Guðrún Á. oírnon ar (Tosca) og Guðmundi Jóns- syni (Scarpia). Var söngur þeirra allra mjög glæsilegur, en hið sama má einnig segja um söng allra, sem þátt tóku í sýningunni. Voru söngvarar, söngstjóri dr. Urbancic og Holger Boland, er var leikstjóri, hylltir ákaft að sýn ingunni lokinni, en hjartanlegast þó heiðursgesturinn sjálfur, Stef- án íslandi, sem boðinn var hingað til að syngja hlutverk Cavara- dossis, en þetta hlutverk söng hann í Mílanó fyrir réttc.,i 25 árum. Á hann því nú 25 ára scng- varaafmæli, en fimmtugur verð- ur hann 6. október n.k. „Um sögueyjuna er hezt að lesa í hókurrí' sagd’ Harry Martinson fyrir 25 árum, e.i nú er hann kominn aftur Áhrifamikil augnabliks- mynd af œvintýrinu um einstaklinginn @—------------ SÆNSKI rithöfundurinn Harry Martinson kom flug- leiðis til Reykjavíkur seint í gærkvöldi ásamt konu sinni. Mun hann halda hér tvo fyr- irlestra á vegum Sænsk-ís- lenzka félagsins, og verður sá fyrri fluttur á samkomu, sem það heldur í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld. Harry Martinson fæddist árið 1904 í Suður-Svíþjóð. Faðir hans lézt meðan sveinninn var enn í bernsku, og móðirin tók sér far til Vesturálfu, en sendi son sinn á guð og gaddinn. Tíu ára gam- all fór hann á vergang, en var síðar til sjós um 6 ára skeið. Hann veiktist af tæringu og varð að fara í land, en áhrif þau, sem hann varð fyrir á sæförum sín- um, urðu honum síðar drjúgt yrkisefni. Harry Martinson hefur samið mörg ritverk: ferðabækur, skáld- sögur og ljóðmæli. Hann þykir rita öðrum höfundum fegurri sænsku, og nýtur mikillar hylli meðal landa sinna. Kristmann Guðmundsson segir um hann í Heimsbókmenntasögunni: „Sem skáld er hann talsvert ofmetinn í' heimalandi sínu, en naumast Harry Martinson réttilega viðurkenndur utan Sví- þjóðar. Gáfur hans eru ótvíræð- ar, og á síðari árum hefur hann skrifað margt merkilegt, er sýn- ir mikinn og víðfeðma þroska hugsunar hans.“ Martinson tók sæti í sænsku akademíunni árið 1949, og vakti það athygli á sín- um tíma, því að óskólagengnir rithöfundar úr alþýðustétt höfðu ekki áður fengið inngöngu í þann virðulega félagsskap. Martinson býr nú nokkuð fyr- ir sunnan Stokkhólm og hefur sig ekki mikið í frammi í opin- beru lífi. Þó fer hann við og við fyrirlestraferðir og ræðir um mannlífið og vandamál þess, svo að eftir er tekið. A sínum tíma lét hann mikið að sér kveða, er Finnar og Rússar börðust hið fyrra sinnið, flutti erindi, hvatti til stuðnings við Finna og barð- ist með þeim. Hann er tvígiftur, fyrri kona hans var hinn kunni rithöfund- ur Moa Martinson. Síðari kona hans er Ingrid, fædd Lindcrantz. Martinson hefur haft nokkuð samband við íslendinga í Stokk hólmi, — fyrir rúmum 20 árum talaði hann t. d. á fundi, sem stúdentafélagið íslenzka þar í borginni boðaði til, og mun það hafa verið í fyrsta skipti, er hann hélt fyrirlestur á akademiskum vettvangi. Hann kom eitt sinn hingað til lands fyrr á árum, svo sem síðar greinir. Um sjómennsku sína hefur hann ritað ferðabækurnar: Ferð- ir án fyrirheits (1932) og Hvarf (Kap Farval, 1933). Um upp- vaxtarár sín hefur hann fjallað í skáldsögunum: Netlurnar blómgast (1935) oð Á útleið (1936). Viðamesta skáldsaga hans til þessa er Vegurinn til Klukku- ríkis (Vagen till Klockrike, 1948), — um landshornamenn. Eftir henni var gerð kvikmynd fyrir nokkrum áirum. Gárungarnir skírðu bókina upp og kölluðu hana Veginn til Frakkaríkis, því að hún varð til þess, að höfund- urinn komst í hóp hinna útvöldu og frakkaklæddu merkismanna í akademíunni. Þá hefur Martin- son gefið út nokkur ljóðasöfn. Mörg ljóða hans eru rímlaus og mjög knöpp í formi, en bregða upp myndum, sem brenna sig í vitund lesandans. Helztu ljóða- söfnin eru Hirðingjar (1931), Staðvindar (1945), Söngbjallan (1953) og Aniara (1956). í hinu síðasttalda lýsir hann ferðum mannanna til annarra hnatta og hruni lífsins á jörðinni. Martinson hefur látið frá sér fara nokkrar fleiri bækur. Ekk- ert af ritum hans hefur enn ver- ið þýtt á íslenzku og lítið af ein- stökum kvæðum. ★ I bók sinni, Ferðum án fyrir- heits, segir Harry Martinson frá því, er skip hans kom til Reykja- víkur á æskuárunum. „Við reikuðum um í Reykjavík, ég og aðalkyndarinn. Það var kvöld. Götuluktirnar vögguðust í rokinu, ég hökti áfram, tognað- ur í fæti. Við sáum konur, þær Jíktust karlmönnum í kvenföt- um. — „íslenzka konan“, hugs- uðum við. En þá mættum við stúlkum, sem voru fagrar eins og dagurinn. Það var eins og þær spryttu allt í einu upp úr göt- unni, skyndilega voru þær fleiri en hundrað saman alls staðar í kringum okkur. Þær leiddust, — tvær og tvær og þrjár og þrjár. Þær hafa sjálfsagt verið að koma úr skóla. En þær voru fallegar, þó að þeim litist ekki á okkur. Þær gengu burt. Við fórum inn á kaffihús, sem minnti á Noreg. Þar drukkum við súkkulaði og borðuðum kök- ur, sem við höfðum ekki smakk- að áður, grammófónn var dreg- inn upp, og við hlustuðum á Caruso af plötu. í blaðagrindinni sáum við tímarit, sem við skild- um ekki, en við horfðum á mynd irnar eins og börn. Kolarykið var gróið inn í svitaholurnar á fingrunum, og þær skilduf and- styggilega mynd sína eftir á hvít- um pappírnum. Við földum hend- urnar undir borðinu, þegar þjón- ustustúlkan kom. Gulur dverg- páfagaukur var í búri. Þegar grammófónninn þagnaði, tók hann að syngja: — Pipelepippip o tjiiiik, o tjiiiik, jik tjikk koitrr. Stundum þagnaði hann stundarkorn og stökk á milli prikanna eins og eldtunga. Ef til vill söng hann af gleði yfir því að sjá okkur. Hver veit? Lyktin var máske suðræn. — Pipilepipepip o jtiiiik, o tjiiiik, tjik tjikk koitrr, — söng dvergpáfagaukurinn. Þessi söng- ur og hinn hvimleiði norðangarri og söngur Carusos af plötu. Þetta voru söngvarnir, sem við heyrð- um á íslandi. í skini götuljósanna gengum við um borð. 1 hásetaklefanum logaði á kertisstubb, því að olían var búin. Langi Láfi lá og las glæparit. Brátt skyldi aftur hald- ið suður á bóginn, yfir öldu- hryggi Atlantshafsins. Ef til vill kæmum við aldrei aftur til „sögu eyjunnar". Um „sögueyjuna“ er bezt að lesa í bókum.“ En nú er Harry Martinson kominn aftur. Ávarp Ragnars Jóns- sonar við opnun Ijós- myndasýningarinnar ÞEGAR hin glæsilega og fagra sýning, „Fjölskylda þjóðanna“ var opnuð s.l. laugardag flutti Ragnar Jónsson forstjóri Helga- fells eftirfarandi ávarp: Ljósmyndasýningin, sem komið hefir verið fyrir í sölum Iðnskól- ans ,hefir hlotið hér nafnið „Fjöl- skylda þjóðanna". Heimsfrægur amerískur ljósmyndari, listamað- urinn og mannvinurinn Edward Ragnar Jónsson Steichen, vann að því í þrjú ár samfleytt, með fjölda aðstoðar- manna í 68 löndum, á vegum listasafnisins „Museum of modern art“ í New York, að safna ljós- myndum er síðar ættu að mynda þá heild, er staðið gætu undir þessu fallega nafni. Ferðast um lönd og álfur Listasafnið „Museum of mod- ern art“ efndi til sýningar á mynd unum í New York á tuttugu og fimm ára afmæli sínu 1955, en síðan hafa þær ferðazt um lönd og álfur, og alls staðar /ið ein- dæma hrifningu. Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna og sendiherra þeirra hér hafa haft milligöngu um útvegun myndanna, en til þeirra hafði einnig borizt fjöldi áskorana frá fólki, sem séð hafði sýninguna eða heyrt frá henni sagt. Okkur, sem nú fáum að horfa á þessa yfirgripsmiklu og hríf- andi sýningu næstu vikurnar, verður áreiðanlega jafntítt hugs- að með hlýrri þökk til þeirra, sem hafa fært okkur sýninguna hingað heim og hinna, sem við ekki náum til að þakka, er tekið hafa myndirnar og unnlð úr þeim listræna heild. Ég vil einnig þakka sérstaklega þeím Stefáni í HAUST eru 10 ár frá því að Málaskólinn Mímir tók til starfa. Stofnandi skólans var Halldór Dungal og bar skólinn upphaf- lega nafnið Berlitzskólinn. Skólinn var stofnaður með það fyrir augum að veita kennslu í tungumálum eftir öðrum aðferð- um er yfirleitt tíðkast hérlendis og gera hið lifandi mál að /eiga- meiri þætti í kennslunni en áður. Var skólinn upphaflega til húsa í Barmahlíð 13 og hefur flutt tvisvar síðan, en hefur nú loks hlotið góð húsakynni í miðbæn- um. Skólinn er nú í Hafnarstræti 15. Á fyrsta ári skólans voru kenn- arar tveir og nemendur sextíu yfir veturinn. Kennarar eru nú 10. Nemendatala er breytileg, en er frá 400—600 árlega. Halldór Dungal stjórnaði skól- anum til 1953 en þá urðu eig- endaskipti og hefur Einar Pálsson Jónssyni, Haraldi Ágústssyni, Þórði Einarssyni og aðstoðar- mönnum þeirra, er annazt hafa allan undirbúning hér heima og komið sýningunni fyrir í 'tofum Iðnskólans. Og þá vil ég loks þakka skólanefnd Iðnskólans og skólastjóra fyrir að hafa gert þetta ævintýri mögulegt, með því að lána hin vistlegu salarkynni skóla síns. Þjónusta við háleitan sannleika Ljósmyndasýningin „Fjöl- skylda þjóðanna" er ekki, eins og nafnið raunar ber með sér, fyrst og fremst sýning á úrvals ljós- myndum frá mörgum löndum og af ólíku fólki og lifnaðarháttum. Hún er heldur ekki í venjulegum skilningi saga mannsins frá fyrsta neista ástarlogans yfir langan og torfarinn veg hans til grafar. Og fljótt á litið sýnist henni jafn vel ekki einu sinni ætlað að flytja neinn sérstakan boðskap. En við nánari aðgæzlu munum við kom- ast að raun um, að hver einstök deild sýningarinnar er sett saman með svipuðum hug til viðiangs- efnisins og við þekkjum hjá hin- um beztu listamönnum, einiægri þjónustu við háleitan sammann- legan sannleika ofar öllum tíma- bundnum kennisetningum. Sýningin „Fjölskylda þjóð- anna“ er í heild áhrifamikil augna bliksmynd af því furðulega ævin. týri um einstaklinginn, hinn ein- staka mann, hamingju nans í blíðu og stríðu í samfélagi ann- arra einstaklinga. Þessar svip- myndir glitra af ómótstæðilegum lífsþroska og áleitnum húmor, eins og mannlífið, sjálft. Og hér birtist kyngikraftur stálvilja og sterkra vöðva jafnt og reginafl hógværrar bænar og heitra ástar játninga. Þetta er dans lífsins í hlátri og tárum eins og lesa má hér á einum veggnum. En rauði þráðurinn, sem fer eins og sólargeisli um alla veggi sýningarinnar er sjálft evangelí- um húmanismans — eða eins og Tómas orðar þetta: Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímnesinu. Framfærsluvísifalan óbreytf KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út visitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. septem- ber s.l. og reyndist hún vera 191 stig, eða óbreytt frá fyrra mán- uði. (Frá Viðskiptamálaráðuneytinu). rekið skólann og stjórnað síðan. Það hefur frá upphafi verið Markmið forráðamanna skólans að koma upp fullkominni kennslu í talmáli hverrar þjóðtungu og reyna að fá til kennslunnar inn- lenda menn í hverju máli. Núverandi kennarar skólans eru þessir: Davir Evans, Erik Sönderholm, Carol Knudsen, Her mann Höhner, Pedro Riba, Cesare Fiorese, Odd Didriksen, Britta Björnsson, Baldur Ingólfsson, Ingi Jóhannesson og Einar Páls- son. Til skamms tíma hefur verið hér tilfinnanleg vöntun á kennslu í íslenzku fyrir útlendinga og var því íslenzkukennslu bætt við í fyrra. Þar sem ekki er til kennslu bók í íslenzku, er skólinn telur henta við talmálskennslu, voru í skyndi samdir nokkrir kaflar í fyrra, er notaðir voru við kennsl- una, en nú er verið að semja ítar- lega kennslubók á vegum skólans. Málaskólinn Mímir 10 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.