Morgunblaðið - 24.09.1957, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.1957, Side 6
MORGVJSBL AÐ1Ð Þriðjudagur 24. sept. 1957 Sósíalistinn, sem gerðist verjandi einkaframtaks ÞAÐ vakti ekki litla athygli í þýzku kosningabarátt- unni, sem nú er nýlega umliðin, að Jafnaðarmannaflokk- ur landsins afneitaði nú berum og ótvíræðum orðum allri þjóð- nýtingu. Þetta gekk jafnvel svo langt, að flokksforustan reyndi að þagga niður í gömlum fylgismönn um sínum, sem gengu með gömlu grilluna og úreltu hugmyndirnar um ríkisrekstur. Að vísu er þetta ekkert eins dæmi í Þýskalandi. Jafnaðar- mannaflokkar um heim allan eru að hverfa frá þjóðnýtingarstefnu sinni. Orsökin er sú óvefengjan- lega staðreynd, að víðtækur ríkis- rekstur hefur reynzt mjög ilia, hvar sem hann hefur verið reynd- ur. Það hefur komið í ljós, að hann hefur hvarvetna í för með sér stórfellda sóun í fjármunum og verðmætum þjóðfélagsins. Þetta er sem sagt ekkert nýtt fyrir Þýzkaland, munurinn er að- eins sá, að hin breyttu viðhorf hafa komið skýrar í ljós hjá Jafn aðarmannaflokki Vestur Þýzka- lands, en nokkurs staðar annars staðar. Það var ekki nóg með það að flokkurinn varaðist að nefna sósíalisma, heldur skyldu forustu menn hans, að það var lífsspurs- mál fyrir þá í kosningunum að hreinþvo flokkinn af öllum þjóð- nýtingaráformum. Þróunin hefur náð svo langt, að almennir kjós- endur hræðast spor ríkisrekstrar- ins og heimta tryggingu fyrir að ekki verði farið út á þær hálu brautir. ★ Sérfræðingur þýzka Jafnaðar- mannaflokksins í efnahagsmál- um, heitir dr. Heinrich Deist. Hann er sá maður sem tekið hefði við embætti Erhards nú- verandi efnahagsmálaráðherra, ef Jafnaðarmenn hefðu sigrað i kosningunum. Deist er 54 ára, og er alinn upp við sósíalisma. Faðir hans var prentari og hófst til mikiila met- orða í starfsemi verkalýðsfélaga og Jafnaðarmannaflokksins. — Hann var foringi Jafnaðarmanna í þýzka sambandsríkinu Anhalt og forsætisráðherra þess um nokkurra ára skeið. Hinn ungi Heinrich Deist nam lögfræði í Þýzkalands, beztu háskólum Leipzig, Ham- Dr. Heinrich Deist burg og Halle. Ungur gerð- ist hann forustumaður í æsku- lýðsfélagsskap Jafnaðarmanna og var ákaflega róttækur i skoðunum. Á þeim árum krafðist hann vægðarlausrar þjóðnýtingar á öllum sviðum. Það var nú í þa daga áður en reynsla var komin á ríkis- reksturinn. Eftir námið hélt Deist út á em- bættisbrautina. Hann hækkaði fljótt í tign og varð ríkis- ráð í innanríkisráðuneyti Prúss- lands og sérstakur trúnaðarmað- ur Severings ráðherra. Eftir að nazistar komust til valda var hann að sjálfsögðu sviptur em- bætti, þar sem hann var Jafnað- armaður. Eftir styrjöldina tók að fara orð af Deist sem fjármálaspek- ingi. Herilámsyfirvöld Vestur- veldanna völdu hann m. a. í yfir- stjórn stáliðnaðar Þýzkalands. Hann varð nú einn af forustu- mönnum Jafnaðarmanna og eftir að efnahagsmálasérfræðingur flokksins Erik Nölting andaðist 1953 tók hann hans sess. ★ Eins og áður segir var dr. Heinrich Deist á yngrj árum rót- tækur og ákafur Jafnaðarmaður, sem barðist fyrir ríkisrekstri. Við horfin eru orðin nokkuð breytt ef fara má eftir ummælum hans í kosningabaráttunni nú. Hann og aðrir forustumenn Jafnaðarmannaflokksins réðu því að í kosningastefnuskránni var lögð aðaláherzla á varðveizlu einkaframtaks og frjálsrar sam- keppni. Urh þetta komst Deist svo að orði: — Þjóðnýting, jafnvel á sviði kola, stáls og raforku- framleiðslu kemur yfirhöfuð alls ekki til greina lengur. Vegna reynslunnar, sem feng- in er á þjóðnýtingu bæði í þriðja ríki Hitlers og komm- únistalöndunum erum við orðnir frábitnir henni. Og hann bætti við sem dæmi: — Hugsum okkur nú t. d. námugröft, sem væri algjör- lega undir stjórn ríkisins. Hann væri þá til fullnustu und ir hæl rikisvaldsins og yrðu þvi áhrifin frá skriffinnsku- bákni þess mjög mikil. Við álít um, að það sé ekki hollt fyrir atvinnufyrirtæki, þegar ríkis- valdið fer að skipa stjórnendur þeirra og hafa eftirlit með rekstri þeirra. Þá fer skrif- finnskail ófrávíkjanlega að ríkja og valda hættulegum hindrunum á eðlilegri starf- semi fyrirtækisins. ★ Þannig er þá komið sjálfri grundvallarstefnu Jafnaðar- manna. Flokkur þeirra er nú allt í einu farinn að berjast fyrir einkaframtaki. Og nú spyrja menn, hvað þá sé yfir höfuð eftir af upprunalegri stefnu þeirra. Einu leifarnar af stefnu þeirra, sem komu fram í kosningabar- áttunni eru þær að Jafnaðar- menn vilja láta hefta og skera niður stærstu auðhringan (kar- tell), sem Kristilegi flokkurinn vill ekki vegna þess að fram- leiðslukostnaður á sumum vörum t.d. bílum og fleiru verður miklu lægri í stórum fyrirtækjum. Þá lýstu þeir sig einnig fylgjandi því að ríkið tæki að sér rekstur kjarn orkuvera, einkum vegna þess, að einstaklingar hefðu ekki fjárhags legt bolmagn til að byggja þau og standa fyrir kjarnorkutil- raunum. I- Hlustað á útvarp shrifar úr daglega lífinu NOKKUR vafi virðist hafa ver- ið á um það, hvar í röðinni Ólafur, hinn nýi Noregskonungur skyldi vera. En hann hefur nú tekið sér heitið Ólafur V. Velvak- andi hefur fengið um þetta eftir- farandi upplýsingar frá Gísla Sveinssyni fyrrum sendiherra 'ís- lands í Noregi: Hin sögulegu rök ÞAÐ einkennilega hefir 1 til ’ borið, að undanfarna daga hafa jafnvel Norðmenn sjálfir, hvað þá aðrir, verið í nokkrum vafa um, hvort Ólafur konungur skyldi teljast 5. eða 6. í röð kon- unga Noregs með því heiti, og fréttasendingar frá Noregi munu fyrst hafa kallað hann hinn 6. Ríkisútvarpið hér tilkynnti það einnig í byrjun, er það greindi frá andláti’ Hákonar konungs hins 7., en það heiti tók sér Carl Dana- prins, er hann hreppti konung- •dóm í Noregi 1905, vafalaust að ráði fræðimanna norskra. Fleiri höfðu og þessa vitneskju eina fram á síðasta laugardag, þar á meðal sendiráð Norðmanna hér í Reykjavík, dagblöðin og líklega einhverjir í utanríkisráðuneytinu o. fl. Hin bláberu sögulegu rök virðast sem sé eins vel styðja þá niðurstöðu, en af einhverjum ástæðum hefir hitt orðið ofan á við norsku hirðina. — Fimm Ólafar SAGAN greinir Noregskonunga með Ólafs nafni fyrrum, er réðu fyrir Noregi öllum (en þeir konungar voru ekki tölusettir, heldur kenndir við föður eða ætt ið „hinn sjötti“ samkvæmt fram- eða höfðu viðurnefni) þannig: Fyrstan Ólaf Tryggvason, er ríkti árin 995—1000 og var sonur Tryggva Ólafssonar, er kallaðist undirkonungur í Víkinni. Ólafur Tryggvason taldist sonarsonar- sonur Haralds hárfagra. Næstur verður Ólafur Haraldsson, hinn digri eða helgi, ríkti 1015—30, sonur Haralds grenska konungs á Vestfold og var talinn sonarsonar sonarsonur Haralds hárfagra. Hinn þriðji var Ólafur kyrri Har- aldsson hins harðráða Sigurðar- sonar, ríkti 1066—93. 'Síðan verð- ur sagan lausari í reipunum, af ýmsum ástæðum, m. a. var brátt farið að efast um, hvort allir væru rétt til ríkis bornir, þeir er konungdóms kröfðust í Noregi. En óvefengjanlegt virðist þó, að hinn fjórði konungur með þessu nafni var Ólafur Magnússon, kon ungs berfætts. Ríkti hann 1103— 15, ásamt bræðrum sínum Ey- steini og Sigurði (Jórsalafara), og var þó unglingur aðeins. Og loks hinn fimmti Ólafur (Ólufr) Hákonarson, konungs Magnús- sonar, og Margrétar Valdimars- dóttur Atterdags Danakonungs, og var hann, einnig unglingur, konungur bæði Noregs og Dan- merkur 1375—87, undir umsjá móður sinnar, eins og kunnugt er. N Hverjum var sleppt? Ú er spurningin, heldur Gísli áfram, hverjum hefir verið sleppt úr röðinni, er núverandi Noregskonungur, Ólafur, telst hinn fimmti, þótt hefði getað ver- ansögðu? Um þetta hefi ég ekki enn fengið fregnir frá Noregi, en sendiráðið norska hér t. d. hefir nú fyrir satt, að niður hafi verið látinn falla Ólafur Magnússon, þótt segja megi, að eins hefði það Jón skáld Ólafsson ásamt tveim ÞÆTTIR Gunnars G. Schram Á ferð og flugi hafa í sumar mjög lífgað upp á fremur daufa sum- ardagskrá. Mér virðist Gunnar hafa staðið sig af prýði að út- vega eftirtektarvert efni, annað mál er það, að margt hefur þar verið sagt, er orkar tvímælis, enda viðhorf manna mjög mis- munandi. Það er slæmt að Gunn- ar G. Schram hættir nú þessum þáttum, sem mörgum hafa verið til ánægju, en eg skil það vel að þreytandi hlýtur að vera að halda áfram að leita efnis, mán- uð eftir mánuð. — Því miður gat eg ekki hlustað á síðasta þátt- inn á sunnudaginn 15. sept. og sé eg eftir því. Er nú eftir að fá þátt er getur orðið skemmti- legur og hressandi, en sjálfsagt hefur útvarpsráð og aðrir er þar stjórna eitthvað gott í pokahorn- inu til þess að gæða hlustendum á. Og eg vona að Gunnar Schram komi síðar með eitthvað sem hresst getur upp á maun í skamm deginu. Erindi Sigvalda Hjálmarssoh- ar, blaðamanns, Um daginn og veginn, var áheyrilegt og margt þar sagt athyglisvert. Talaði hann mikið um æskulýðinn hér í höf- uðborginni. Æskufólkið er nokk- uð öðru vísi nú, en er eg var ung- ur, eií þegar öllu er á botninn hvolft, held eg að það sé nú ekki lakara en þá var. Það er langtum djarfara og fullorðins- legra í framkomu nú, eða réttara sagt verður fyrr fullorðið, eða vill verða það. Ekki ætla eg mér að reyna að skrifa meira um þetta mál, verða sjálfsagt skiptar skoðanir um hvað gera skuli fyr- ir börn og ungt fólk, en aldrei verður of mikið gert fyrir upp- vaxandi kynslóð eftir því sem efni standa til. A þriðjudagskvöld var erindi er próf. Magnús Jónsson flutti um Alaskaför Jóns Ólafssonar. Þegar Ameríkuferðir voru mest- ar á nítjándu öld var það von og draumur margra útflytjenda, að takast mætti að stofna alíslenzka nýlendu vestan hafs, þar sem ís- lenzkt mál, búskaparhættir og venjur mættu haldast um aldir. Margir áttu erfitt með að sætta sig við þá hugsun, að þúsundir Islendinga, er vestur fluttu, ættu að hverfa inn í það sambland þjóða er byggja Norður-Amer- íku, íslenzkt mál hverfa og ís- lenzk þjóðareinkenni — er 2—3 kynslóðir hefðu lokið sínu skeiði. Var þá fyrst að leita að stað, sem hentugur væri íslendingum til bústaðar. í þeim tilgangi fór mátt verða Ólafur Hákonarson. Tónlistin í útvarpinu ÞANN 13. sept. s.l. var auglýst- ur í Útvarpinu þátturinn „ís- lenzk tónlist“. lög eftir Árna Thorsteinsson, þeirra á meðal var lagið „Kirkjuhvoll“. sungið af karlakór. En, viti menn: þá er leikið lag sr. Bjarna Þorsteinsson- ar við sama texta. Ég beið eftir leiðréttingu á þessum mistökum, en árangurslaust. Seinna í sama þætti heyri ég að l^ikið er „í dag skein sól“ eftir Pál tsólfsson, til enda — en þá afsakar þulurinn og tilkynnti að þarna hefðu orðið mistök. Mér er spurn: er ekki sæmra að leggja niður þennan þátt út- varpinu, ef ekki er hægt að hafa hann betur undirbúinn? — Hversvegna var ekki greint frá mistökunum á fyrra laginu? Héldu þessir menn, sem þarna voru að verki, að þjóðin þekkti ekki þessi lög, sem þúsundir ís- lendinga hafa sungið á undan- förnum áratug? Mér varð að orði: ekki er víst að allt sé að marka sem þeir segja’ blessaðir um verk hinna stóru meistara, þegar kæruleysið í þess um málum er svo greinilega aug- lýst. Kona í Eyjafirði. ur öðrum mönnum til Alaska og þóttust þeir þar fundið hafa hentugan bústað þjóð vorri, þeim hluta er vestur fluttist. Um þessa för o. fl. ræddi Magnús Jónsson, — og gerði málinu góð skil. Erindið Þýtt og endursagt nefndist: Voru Essenar fyrirenn- ara fyrstu kristnu safnaðanna? flutt af Haraldi Jóhannssyni hag- fræðingi. Það er víst enginn efi á því, að þeir er fyrstir trúðu á Krist voru Gyðingar og krist- indómur byggist á lögmáli Gyð- inga og ritum spámannanna. Ess- enar voru sértrúarflokkur meðal Gyðinga, eins og Saddúkear og Farísear. Essenar voru mjög strangtrúaðir meinlætamenn og lifðu munkalífi, þar eð sagt er að þeir hafi hatað konur og forðazt þær. Regla þeirra var, að því er t. d. Josefos, Sagnritari, segir (en hann var sjálfur um skeið í flokki Essena), ákaflega ströng í kröfum til meðlimanna, enda þoldu þeir pyndingar og dauða með glöðu geði og æðrulaust, vissir um að annað betra líf tæki við að þessu loknu, ef þeir aðeins stæðust raunir allar og hlýddu boðum reglu sinar og brytu ekki eiða þá er þeir höfðu unnið. Sögnin um að Jesús hafi gengið í reglu Essena er alveg ósönnuð og ekki líkleg, svo mjög er kenning hans frábrugðin ýmsu er segir um Essena og þeirra kenningar. Friðjón Stefánsson las smásögu úr nýrri bók sinni: Marsbúinn. Efni sögunnar er vel fyrir kom- ið til þess að höf. geti þar komið sínum eigin skoðunum fram. — Verður að telja söguna af betra tæi smásagna sem nú eru að koma út, enda þótt nokkuð skorti á, að höf. takist að gera þessu góða máli þau skil, sem ég tel að efni hafi staðið til. Á fimmtudaginn 19. sept. talaði Gretar Fells skáld og nefndi hann erindið Hamskipti daúðans. Fells þykir dauði líkamans ekki ægilegur né neinu að kvíða, þeim er sæmilega hafa lifað. Telur harin að fólk kvíði nú minna fyr- ir dauðanum en óður var, orsök sé sú, að spíritismi og austræn heimspeki (guðspeki) hafi orkað á menn. Grétar Fells er sjálfsagt kunnugri þessum málum en eg, en á æskuárum mínum, varð eg þess ekki var að fólk væri hræddara við dauðann en nú er. Sveitafólkið í Skagafirði var held eg miklum mun rólegra og æðrulausara, en fólk er nú, hér í höfuðborginni, að minnsta kosti á ytra borðinu. Og sannleikur- inn mun vera sá, að langflestir eru hræddir við dauðann, hvað sem hver segir, en menn bera sig misjafnlega vel. En mesta sönn- un fyrir framhaldslífi, eftir lík- amsdauðann, er þrá allra heil- brigðra manna að lifa sem lengst. Ævar Kvaran flutti þátt sinn á föstudaginn, að venju. Ég mun aldrei gleyma snilldarfrásögn hans um bóndann í Indókína, er kommúnista-ræningjar hröktu frá jörð og búi — og slapp ásamt börnum sínum sjö — og húsgoð- inu, La-dong-Tan, út í amerískt skip í Hanoj. — La-dong-Tan var líkneski af guði einum er lengi hafði verið heimilisguð fjölskyld- unnar. Laugardagsleikritið Vasapelinn var ágætt, enda eftir heimskunn- an höfund, Alexandre Metaxas. Gerist í eyðimörk Norður-Afríku, rétt á undan orustu, er tveir Bretar verða fyrir því slysi, að bíll þeirra bregzt og þeir verða að ganga langan veg vatnslausir. Lýsir Metaxas vel hugarástandi og lyndiseinkunnum þessara manna, svo og hinni alkunnu seiglu Englendinga. Endir leik- ritsins er óvæntur og ágætur, og með honum verður leikritið, í heild, meðal betri stuttra út- varpsleikrita. Mér fannst þó þýð- ingin fremur dauf á köflum. Sagan Prestafjölskylda heldur innreið sína, eftir Hope Shelley Miller, í þýðingu Hólmfríðar Jónsdóttur, er vel gerð smásaga og vel lesin af Herdísi Þorvalds- dóttur, leikkonu. — Þorsteinn Jónsson. Ný Hönnu-bók ÞRIÐJA Hönnubókin er komin í bókaverzlanir. Ég vildi með þess- um línum vekja athygli á bók- unum um Hönnu. Þær eru að mínum dómi góðar bækur handa ungum stúlkum, skemmtilegar og heilbrigðar. Hanna hefur þá heil- brigðu lífsgleði og athafnaþrá, er hver stúlka þráir að eiga. Lífs- gleði hennar og dugnaður ryður hverri torfæru úr vegi og störfin verða leikur. Ég.hef gefið dóttur minni bæk- urnar, sem út eru komnar, og þá verð ég að segja, eins og satt er, að ég hef lesið þær með jafn mikilli ánægju og hún. Vel skrif- aðar unglingabækur eru í raun og veru jafnskemmtilegar fyrir heilbrigt fólk á öllum aldri. Málið er smekklegt og tilgerð- arlaust, enda hefir Knútur lækn- ir, sonur séra Kristins heit. Dan- íelssonar þýtt Hönnu-bækurnar á íslenzku. S. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.