Morgunblaðið - 24.09.1957, Side 8
8
MORGUWBl AÐIÐ
Þriðjudagur 24. sept. 1957
Annan vélstjóra
vantar strax á góðan reknetjabát frá Hafnarfirði. —
Upplýsingar í síma 50165.
Vönduð 3jn herb. íbúðarhæð
við Blönduhlíð til sölu.
Nýja fasteignasalari
Bankastræti 7, sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546
HÚSEIGNIN 1
Laufásvegur 48
er til sölu. Tilboð í eignina ber að senda fyrir 27.
þ.m. til Bjarna Bjarnasonar, lögfræðings, Túngötu
16, Reykjavík, sími 12448 eða Eiríks Pálssonar, lög-
fræðings, Suðurgötu 51, Hafnarfirði, sími 50036.
Kaupmenn - Kaupfélög
Herkúles
barnaúlpur
Stærðir 4—10
þrír litir. —
Söluumboð:
BRÆDRABORGARSTIG 7 - REYKJAVÍK
Sími 22160 (5 línur)
Tillögur frá stjórn V. H.
Samningar við Vinnuveitendasamband Islands.
Aðalfundur V.R., haldinn 20. febrúar 1956, harmar að
Vinnuveitendasamband íslands skuli eigi hafa sinnt til-
mælum V. R. um að gerast samningsaðili við félagið,
vegna þeirra fyrirtækja í V. L, serti hafa verzlunar- og
skrifstofufólk í þjónustu sinni. Vill fundurinn vekja at-
hygli alls verzlunarfólks á því, að stjórn V. í. virðist með
þessu vilja setja launþega í verzlunarstétt skör lægra en
launþega í öllum öðrum atvinnugreinum, sem hún hefur
gert samninga við.
Heimilar fundurinn stjórn félagsins að leita samstarfs
við önnur samtök um að mál þetta fái jákvæða lausn sem
fyrst.
Brot á kjarasamningi V. R.
Þar sem talið er að nokkuð kveði að því að verzlunar-
fólk njóti ekki þeirra lágmarkskjara, sem því eiga að vera
tryggð með samningum V. R. skorar aðalfundur V.R. á
alla launþega, sem telja að samningarnir séu ekki háldn-
ir að snúa sér til skrifstofu V. R. sem mun aðstoða þá
Ieftir föngum. Sérstaklega vill fundurinn vekja athygli
á ákvæðum 8. gr. samningsins, sem kveður á um greiðslu
I fyrir eftirvinnu.
Jafnframt felur fundurinn stjórn félagsins að beita við-
eigandi ráðstöfunum gegn þeim atvinnurekendum, sem
verða uppvísir að því, að sniðganga ákvæði kjarasamn-
ingsins.
Úr verinu
Togararnir *
ÞESSA VIKU hefur verið ein-
muna tíð um allt land, austan og
noðaustan hægviðri.
Togararnir, sem veiða karfa
við Grænland, skiptast hér um
bil í tvennt, helmingurinn fyrir
vestan landið og hinn fyrir aust-
an.
Á hemiamiðum eru sárafá skip
að karfaveiðum, en nokkur skip
veiða þar fyrir erlendan markað.
Hjá karfaskipunum hefur afli
verið með tregara móti, þótt eitt
og eitt skip hafi gert góðan túr.
Skip þau, er veiða fyrir erlend-
an markað, hafa aflað vel út af
Vestfjörðum og á Halanum. —
Karlsefni fékk t.d. fullfermi á
viku, sem má teljast ágætt um
þetta leyti, og er hann á leiðinni
út til Þýzkalands með aflann og
selur á mánudaginn.
Egill Skallagrímsson kom inn
í vikunni úr fiskileitarleiðangri
til austur Grænlands. Leitaði
hann allt frá Hvarfi og norður til
Angmasalik á að gizka þrjú til
fjögur hundruð mílur. Kom hann
með 108 lestir af fiski. Fann hann
ekki nein ný mið. Var mikið um
festu hjá þeim og þeir rifu vörp-
una. Þó hittu þeir sums staðar á
sæmilegan togbotn, en fengú
hvergi viðunandi afla. Það er oft
erfitt vegna íss að komast að því
svæði, sem þeir reyndu á.
Það má vera, að einhver vis-
indalegur árangur hafi verið af
þessari ferð, þótt sýnilegur ár-
angur sé ekki meiri en þetta.
Eftirtalin skip lönduðu í vik-
unni:
Pétur Halldórss 292 tn 16 dagar
inu, og hefur Benóný ásamt sam-
eignarmanni sínum í Gullborgu
fest kaup á veiðarfærunum. Hinn
báturinn verður Sigurður Pét-
ur. Nælonvarpa verður nú not-
uð, en hún var lítills háttar
reynd í fyrra, en var of veik, og
hefur verið pöntuð önnur sterk-
ari. Benóný hefur óbifandi trú á
þessari veiðiaðferð.
Seint í fyrrahaust gerði hinn
landskunni togaraskipstjóri
Bjarni Ingimarsson tilraunir til
að veiða þessa suðvesturlands-
síld í botnvörpu á togaranum
Neptúnusi. Ekki báru þessar til-
raunir mikinn árangur, hvað afla
magn snerti, frekar en bátanna,
enda seint byrjað á þeim og stóðu
stutt. Þó verður að segja, að þær
voru jákvæðar og það, sem brast
í þeim, var, að varpan var ekki
nógu sterk. En Bjarni skipstjóri
telur engan vafa á, að ná megi
síld í vörpu, sé rétt að því staðið.
Hann lét Fiskifélaginu í té
teikningu að vörpu eins og hann
áleit að hún þyrfti að vera, en
þeim ,er þetta ritar, hefur ekki
tekizt að fá upplýst, hvað gert
hefur verið í málinu.
Báðar þessar tilraunir voru
styrktar af því opinbera.
Hér er svo mikið stórmál á
ferðinni, að ekki má láta neins
ófreistað til þess að leysa það.
Afli togaranna þverr með hverju
ári, a.m.k. á heimamiðum, og
Sjómenn eru enn vongóðir með
síldveiðina minnugir þess hversu
síldin hagaði sér í fyrra, þegar
ekkert veiddist um þetta leyti
og fór ekki að veiðast, fyrr en
komið var fram undir miðjan
október, en þá kom bullandi síld.
Togarinn Akurey kom inn í vik
unni með 204 lestir af karfa.
Vestmannaeyjar
Sjóveður var gott alla vikuna,
og reru bátar daglega.
Týr, sem rær með línu, hefur
aflað vel, fengið við 8 lestir í
róðri miðað við óslægðan fisk.
Er langsótt, um 18 tíma verið í
róðrinum.
Handfærabátar hafa aflað all-
vel suma dagana, allt upp í 10
lestir af .ufsa. Einnig hafa sumir
þeirra lagt lúðulínu og fengið dá
góðan afla, mést um 1000 kg. í
lögn.
Nokkrar trillur róa með línu á
heimamið, en afla lítið, 300—500
kg. í róðri.
Til þess að ýta undir róðra í
haust hefur Dæjarstjórnin áitveð-
ið að greiða helminginn af
lágmarkstryggingu sjómanna á 1 ÞaS er mjög hætt við, að afkoma
Hvalfell 277
Egill Skallagr. 108
Uranus 280
Askur um 260
Geir um 260
Austfirðing um 220
12
12
14
14
13
16
Samtals 1697 tn
Sölur í vikunni:
Röðull 270 tn DM 168.500
Jón forseti 193 — DM 129.000
Salan hjá Röðli er metsala.
Bezta sala á undan var hjá Sur-
prise í nóvember 1955, DM 148.
00.
Reykjavík
Netjabátarnir hafa aflað mis-
jafnt, skástu bátarnir hafa kom-
izt upp í 3 lestir eftir nóttina, þó
féKk Aðalbjörg einn daginn 5
lestir og Hermóður 9 lestir. Var
það tveggja nátta hjá honum.
Nokkrir trillubátar róa með
handfæri og afla illa.
Einn daginn í vikunni kom
trillubátur frá Akranesi með
1000 kg. af ýsu, sem hann hafði
fengið á línu í einni lögn.
5—6 bátar stunda reknetjaveið
ar, en leggja upp afla sinn suður
með sjó.
Vélbáturinn Tálknfirðingur fór
út á þriðjudaginn, og var ætlun-
in að leita að síld. Er báturinn
með mjög fullkomin asdiktæki.
Veiðistjóri er Ingvar Pálmason,
skipstjóri.
Akranes
24 bátar stunda nú síldveiðar
og eru tveir af þeim leigubátar,
annar frá Dalvík, hinn frá Húsa-
vík.
Venjulega komu ekki inn nema
10—11 bátar, og var aflinn sam-,
tals 150 tn. til 270 tn. yfir daginn.
Um helmingur af flotanum kem-
ur ekki inn, liggur ýmist úti eða
fer til Sandgerðis eða annarra
hafna, sem styttra er til en Akra-
ness, en þangað er 8—9 tíma sigl-
ing, þar sem bátarnir eru langt
úti.
móti útgerðarmanninum, ef til
þess skyldi koma, að ekki aflað-
ist fyrir tryggingu. Þá hefur
beitusíldin verið lækkuð í haust
um kr. 1,00 pr. kg., og greiðir
bæjarsjóður helminginn af lækk
uninni, en frystihúsir. taka á sig
hinn helminginn.
Þegar þetta var ákveðið í fyrra
dag, fóru þrír bátar þegar að láta
beita, og búizt er við, að fleiri
bætist við.
Keflavík
Mjög dauft er yfir síldveiðun-
um sem stendur. Veiðin fór versn
andi, eftir því sem a vikuna leið.
Um 50 bátar róa nú með reknet
úr verstöðinni. Framan af vik-
unni komu daglega inn um %
hlutar af þessum flota og voru
með að meðaltali um 30 tunnur,
er, þeim smáfækkaði, sem inn
komu daglega, eftir því sem á
v;kuna leið, og í fyrradag komu
ekki nema um hlutinn og var
þá meðaiafhnn kominn niður í
20 tunnur a skip.
Það, sem veiðist, er stór og fal-
leg síid, er hún ýmist fryst eða
söltuð.
Sildveiðar með vörp«u
Það er súrt í broti að vita af
því ógrynni síldar, sem hér er
við Suðvesturlandið, og geta ekki
náð meiru af henni vegna frum-
stæðra veiðitækni.
Ef tækist að veiða síld þessa
með einhvers konar vörpu í stað
netja, myndi það valda byltingu
í fiskveiðum íslendinga á borð
við notkun línunnar, botnvörp-
unnar, snurpunótarinnar og
þorskanétjanna.
Ein tvö, þrjú undanfarin ár
hafa tveir menn úr Vestmanna-
eyjum, Jóhann Sigfússon og
Kjartan Friðbjarnarson, gert til
raunir með flotvörpu af svo-
nefndri Larsensvörpu. Hafa þess
ar tilraunir borið lítinn árangur,
hvað veiði snertir, en hins veg-
ár veitt dýrmæta reynslu um
styrkleika og gerð veiðarfær-
anna og orðið til þess að vekja á-
huga á þessari veiðiaðferð hjá
þeim, er að þeim hafa starfað.
Annar skipstjóranna, en bátarn
ir eru tveir, sem draga vörpuna,
var hinn mikli aflamaður Benó-
ný Friðriksson, sem hefur verið
aflakóngur Vestmannaeyja marg
ar vetrarvertíðir og raunar alls
íslands, að því er vélbátana varð-
ar. Hinn var Þorsteinn Gíslason
frá Görðum, einnig kunnur sjó-
sóknari og fengsæll skipstjóri úr
Eyjum.
Nú er ætlunin að halda þessum
tilraunum áfram í haust, en eig-
endaskipti hafa orðið að úthald-
þeirra verði tvísýn í náinni fram
tíð, nema þeim takizt að veiða
síld í einhvers konar vörpu. Rík-
ið hefur riðið á vaðið með þessar
merku tilraunir og má ekki gef-
ast upp á miðri leið. Það þarf að
tryggja það, að 'þessar veiðar
verði stundaðar bæði af bátun-
um og togara, alveg til n.k. ára-
móta. Hér er til svo mikils að
vinna.
Rússar og brezkur freðfiskur
Rússar hafa hafnað boði brezka
fiskiiðnaðarins um kaup á freð-
fiski, en hafa hins vegar tjáð sig
vilja atnuga kaup á síld, ef verð-
ið væi’i aðgengilegt.
Fiskveiðasýningin danska
Danir héldu í fyrra mikla fisk-
veiðasýningu. 27. þ.m. hefst önn-
ur sams konar ’sýning og stend-
ur til 6. október. Á sýningu þess-
ari verður m.a. fullkomin flök-
unarstöð með nýjustu fiskvinnslu
vélum, pökkunarborðum og hrað
frystitækjum, þar sem sýnd verð
ur nýjasta aðferð á vinnslu fisks
íns frá fyrstu hendi yfir í frosin
flök. Einnig verða sýndar vélar
til vinnslu á síld. í fyrra sóttu
margir íslendingar þessa sýn-
ingu.
ís úr söltu vatni
Nýjustu tilraunir hafa leitt I
ljós.að ís framleiddur úr vatni
með vissu magni af salti í, geym
ir betur fisk en ís framleiddur úr
fersku vatni.
Á 9. degi var fiskurinn ágæt-
ur, hvor tegundin af ísnum sem
notuð var. Fiskurinn var einnig
nothæfur, þótt hann hefði legið
allt að 13 daga í ís. En úr því var
tvísýnt um gæði hans. Fiskurinn
úr ísnum, sem framleiddur var
úr vatni blönduðu salti, var kald-
ari en hinn. Hins vegar kom í ljós
að sá ís bráðnaði fyrr, og þurfti
því meira af honum.
Hver vill gera þessar tilraunir
hér?
Svíar neyta mikils frosins fisks
í Svíþjóð selja 10.000 smásölu-
búðir frosinn fisk, og er frosinn
fiskur 50% af sölu frosinna mat-
væla. í Bretlandi eru þetta hins
vegar ekki nema 15% og í Banda
ríkjunum 8%.
Þarna er vaxandi markaður
fyrir íslenzkan freðfisk.
Saxtikomur
K. F. U. K.
Saumafundur í kvöld kl. 8,30.
Upplestur, kaffi o. fl. Fjölmenn-
um á fundinn.