Morgunblaðið - 24.09.1957, Side 13

Morgunblaðið - 24.09.1957, Side 13
24. sept. 1957 MORGUWBLAÐIÐ 15 Cunnar Björnsson fyrrv. skattstjóri ÞEGAR ég frétti andlát vinar míns, Gunnars Björnssonar í Minneapolis, fann ég bæði til saknaðar og gleði, því að svo margar myndir vöktust upp í huga mínum frá sambandi mínu við þennan kæra vin. Vil ég gjarn an lýsa nokkrum af minning- um mínum um hann. Það var árið 1913, 7. desember, að fundum okkar bar fyrst sam- an. Eg var þá nýkominn til Winnipeg á ferð minni um ís- lendingabyggðir vestan hafs og átti að prédika þar í borg á sunnu deginum í hinum íslenzka söfn- uði dr. theol. Jóns Bjarnasonar. Næsta dag átti ég að fara suður til Minnesota í Bandaríkjunum til þess að ferðast í mánaðar- tíma á vegum St. Pauls-safn- aðarins í Minneota, Minn., á veg- mn sóknarprestsins B. B. Jóns- sonar. Ég kveið mikið fyrir því langa ferðalagi með járnbraut- um, þar sem oft þurfti að skipta um lestir, og ég mjög ónýtur í ensku máli. En þá barst mér sú gleði á sunnudagskvöldið, að þeir komu sunnan frá Minneota, Gunn ar Björnsson og Bjarni Johns, en þeir voru báðir stólpar í íslenzku söfnuðunum í Minnesota-ríki. Ætluðu þeir að taka mig með sér þangað suður alla leið. Var mér það mikið gleðiefni. Við lögðum svo af stað í þetta ferðalag á mánudagskvöldið kl. 5 og fórum með næturlestinni suður til Minneapolis og St. Paul, höfuðborgarinnar í Minnesota- ríki. Við höfðum ákaflega skemmtilega samveru á járnbraut arlestinni og komum til Minnea- polis kl sjö um morguninn. Með því að þeir Gunnar vildu sýna mér stórborgina þá um daginn, var svo ráð fyrir gert að dvelja í Minneapolis þann dag og fara svo með næsturlestinni þaðan til Minneota. Gunnar var leiðtogi fararinnar og sýndi mér margt, bæði í Minneapolis og St. Paul — en það eru tvíburabæir, sam- vaxnir. Hann fór með mig á aðal- stöð KFUM í St. Paul til þess að sýna mér hina stóru og veg- legu byggingu félagsins. Þá var ég svo heppinn að hitta aðal- framkvæmdastjóra KFUM fyrir Minnesota-ríki, Mr. Peck. Gunn- ar gerði honum ýtarlega grein fyrir mér og framkvæmdastjór- inn tók mér mjög vingjarnlega og eftir að hafa spurt mikið um KFUM á íslandi og ísland yfir- höfuð, stakk hann upp á því, að ég færi til Kansas City eftir jólin til þess að vera þar á sam- eiginlegum fundi kristilegra stúdentafélaga í Bandaríkjunum og Kanada, en sá fundur átti að . I vera þar um áramótin. Þurfti hann þó fyrst að bera þetta undir miðstjórn sambands KFUM í New York. Mér fannst í fyrstu þetta vera allt of erfitt fyrir mig og var kominn á flugstig með að neita þessu boði. En Gunnar stappaði í mig stálinu svo að Mr. Peck ákvað að koma mér á framfæri. Ætlaði hann að láta mig vita nánar um þetta til Minneota. Síðan héldum við næstu nótt með lest til Minneota, en það er lítill bær ó suðvesturhorni Minne sota-ríkis. Þar í bæ voru þá ná- lægt 400 íslenzkir borgarar og kirkja þeirra hét St. Pauls- kirkja. En tveir aðrir söfnuðir íslendinga voru í þessu héraði og tilheyrðu þeir líka presta- kallinu. Ég átti að dveljast í þess- um bæ og grennd hans til janúarloka. Sóknarprestur ís- lendinga var séra B. B. Jónsson, sem seinna varð prestur í Winni- peg eftir dauða dr. Jóns Bjarna- sonar. Við komum til Minneota morg- uninn 10. des. Var mér tekið mætavel, bæði af presti og söfn- uði. Ég bjó hjá prestinum, en fór mikið um bæinn og kom m. a. daglega eða oftar á skrifstofu blaðsins Minneota Mascott, en Gunnar Björnsson var eigandi og ritstjóri þess blaðs. Það var gefið út á ensku og var þá þeg- ar komið í mikið álit. hjá öllum landslýð þar um slóðir. Þar luk- ust upp augu mín til fulls fyrir því, hvílíkur maður Gunnar var. Margt var þar um manninn dag- lega, bæði íslendingar og aðrir en aldrei átti Gunnar svo ann- ríkt, að hann gæti ekki sinnt hverjum og einum, þótt annríki hans væri vitanlega mjög mikið. Margt nýstárlegt bar mér fyrir augu og eyru á ritstjórnarskrif- stofunum. Ég rak augun í stóra veggauglýsingu frá eiganda og ritstjóra blaðsins, svo látandi hér um bil: „Vér viljum, að öllum vorum viðskiptavinum líði hér sem allra bezt og að þeir séu sem heima hjá sér. Ef einhver er vanur því að hrækja á gólf- ið heima hjá sér, þá gjöri hann svo vel og noti gólfið hér á sama hátt“. Ég komst að því, að þetta hafði þau áhrif, að enginn dirfð- ist að hrækja á gólfið þarna, en áður mun slíkt hafa verið alltitt þar, eins og hér á íslandi í þá daga. Eftir nokkra daga fékk ég til- kynningu frá aðalstöðvum KFUM í New York um, að ég væri boð- inn til Kansas City á stúdenta- mótið. Á þessu móti voru um þrjú hundruð gestir frá ýmsum löndum Evrópu og Ameríku. Fylgdi boðinu til mín hálft far- gjald og dvalarkostnaður allur í Kansas City í 5 daga. Gunnar greiddi för mína með margvís- legu móti, meðmælum og leið- beiningum. Ég lagði af stað í þessa ferð fimmta dag jóla og fór háttfari og dagfari. Kom heilu og höldnu til hinnar stóru borgar, Kansas City, daginn fyrir gamlársdag. Á skrifstofu mótsins var mér næsta morgun eftir komuna feng- inn verustaður á stærsta hóteli bæjarins. Þetta mót varð mér mjög mikilsverður viðburður, einn hinn eftirminnilegasti á þessari ferð minni í Ameríku. Þótttakendur voru alls fimm þúsund þrjátíu og einn stúdent, fyrir utan okkur þessa þrjú hundruð gesti. 5. janúar 1914 kom ég heim aftur til Minneota og sagði ferða- sögu mína í samkomusal St. Pauls kirkjunnar daginn eftir á stórri samkomu safnaðarins. Síðan dvaldist ég tæpan hálfan mánuð í Minneota, en hélt þá áfram ferð- um mínum um íslendingabyggð- ir. Á þessum dvalartíma í Minne- ota kynntist ég nónar heimili Gunnars Björnssonar, hans ágætu konu og börnum þeirra. Næsta samvera mín og Gunn- ars var á kirkjuþinginu í júní 1914. Ég varð þess glögglega var, að hann var mjög starfandi og hinn mesti áhrifamaður meðal íslendinga. En aðalvináttusam- band mitt við hann hófst haust- ið 1914, þegar ég tókst á hendur prestsþjónustu í söfnuði íslend- inga í Minneota og hafði hana á hendi í tvo vetur. Gunnar var einn mesti áhuga- maður um kirkjumál íslendinga. Aldrei brást það, að hann skip- aði sitt sæti, ásamt fjölskyldu sinni, í kirkju safnaðarins, þegar ekki hömluðu óviðráðanleg for- föll. Heimili þeirra hjóna var vissulega kristið heimili. Þar voru allir samtaka um að hlynna að starfsemi safnaðarins, örva kirkju rækni og trúarlíf. Má ekki gleyma þeim hlút, sem móðir Gunnars átti í þessu. Hann var aðeins fjögurra ára, þegar hann fluttist með henni vestur um haf, en hún var um margt frábær kona og elskaði hvort tveggja, trú sína og tungu. Áhrif hennar á heimili sonar síns voru stórmikil, bæði í trúarlegum efnum og þjóðernis- legum, en það var sanníslenzkt heimili, þar sem íslenzk tunga og góðar þjóðlegar siðvenjur voru í heiðri hafðar. Þessa tvo vetur, sem ég dvald- ist í Minneota, var ég heima- gangur á þessu ágæta heimili og naut í prestsstarfi mínu mikil- vægrar aðstoðar Gunnars. Auk þess sem Gunnar var hinn mesti atkvæðamaður meðal ís- lendinga, lét hann mjög til sín taka almenn mál lands síns og hafði mikil afskipti af stjórnmál- um. Hann var þingmaður um skeið og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Blað hans hafði víðtæk áhrif. Það var ekki ótítt, að forystugreinar ritstjórans væru prentaðar upp í heimsblöð- unum, enda voru þær oft frábær- ar bæði að hugsun og orðfæri og tóku langt fram greinum eins og þær gerðust í hliðstæðum blöðum. Eina grein Gunnars, sem mér féll ekki, var sú, sem hann skrifaði um mig, þegar ég var farinn. Henni stakk ég undir stól, en ekki var það af því, að hún væri ekki vinsamleg og drengileg í minn garð. Gunnar hafði for- göngu um að söfnuðurinn kallaði mig til prestsþjónustu hjá sér áfram með miklum kostakjörum, en ég vissi, að' á íslandi átti ég að vera og starfa. Vinátta okkar Gunnars Björns- sonar hefur haldizt óhögguð alla tíð og mikil gleði var mér það, er mér auðnaðist að sjá hann, þegar hann heimsótti ættland sitt árið 1930. Síðan hefur fundum okkar ekki borið saman, en bréf hafa farið milli okkar. Drenglundaðri, betri og víð- sýnni vin en hann get ég ekki hugsað mér. Friðrik Friðriksson. Gís/f Einarsson héraðsdómslögmaður. Málflutningsskrifslofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Enskukennsla elnkatímar áherzla lögð á að lært sé að tala málið. ODDNÝ E. SEN Miklubraut 40, sími 15687. Sendisveinn Röskan sendisvein vantar frá 1. október Vinnutími frá kl. 9—12 og 1—6. Sími 2-24-80 Námskeið til undirbúningsprófs til löggildingar endurskoðenda verður haldið við Háskóla íslands. Skilyrði til þátttöku eru þau, að hlutaðeigandi hafi lokið gagnfræða- eða verzlunarskólaprófi eða hafi hlið- stæða menntun, sé 21 árs gamall og hafi unnið að endur- skoðunarstörfum undir stjórn löggilds endurskoðanda eitt ár. Umsóknir ásamt skilríkjum sendist formanni próf- nefndar Birni E. Árnasyni, Hafnarstræti 5, fyrir 26. þ.m. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. ér erum sannfærðir um að Parker „51“ penni er sá bezti, sem framleiddur hefir verið, miðað við verð. í hann eru aðeins notuð beztu fáanleg efni . .. gull, ryðfrítt stál, beztu gæði og ennfremur frábært plastefni. Þessum efnum er svo breytt, af málmsérfræðingum, efnafræðing- um og verkfræðingum í frægasta penna heims . . . Parker „51“. Veljið Parker, sem vinargjöf til vildarvina. Til þess að ná sem beztum árangrl við skriftir, notið Parker Quink i Parker 61 penna. Verð: Parker ”51“ með gullhettu: kr. 580. — Sett: kr. 846. _ — Parker ”51“ með lustraloy hettu: kr. 496.00. — Sett: kr. 680 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík 7-5124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.