Morgunblaðið - 24.09.1957, Page 19

Morgunblaðið - 24.09.1957, Page 19
Þriðjudagur 24. sept. T957 HfOncrrmnr aoiq 19 Flest vitni eru mjög hlíbhoii Agnar Mykie Osló, 23. sept. (NTB). VITNALEtÐSLUR í Mykle- málinu í dag eru taldar mikill sigur fyrir vörn málsins. Sá atburður gerðist að jafnvel vitni saksóknarans Per Ancher sen yfirlæknir mælti Rúbínan- um bót. Hann sagði að ekkert væri hneykslanlegt í bók Mykles. Hún væri heldur ekki til þess fallin að skaða ung- menni. Það sem við þurfum þvert á móti mest að glíma við, sagði læknirinn, er tjón sem unglingar verða fyrir ▼egna fáfræði í kynferðismál- unum. Meðal annarra vitna var Tarj- ei Vesaas, sem sagði að Rúbín- inn væri alvarleg bók eftir höf- und, sem vildi vera heiðarlegur. Þá lét Henrik Groth bókaút- gefandi í ljós skoðanir sinar sem útgefanda. Hann lýsti Rúbínan- um sem mikilvægu listaverki, þó verkið væri allmisjafnt. Hann kvaðst mundu telja það fráleitt Og ábyrgðarlaust ef nokkur bóka útgefandi hefði neitað að gefa þessa bók út. Ef höfundurinn verður sakfelldur fyrir þessa bók, sagði Groth munu allir fylgjend- ur skoðanafrelsis í landinu óska þess að bætt verði nýrri grein inn í stjórnarskrána, sem veiti NÝLEGA hefur verið skipaður í fyrsta skipti bandarískur sendi- kennari við Háskóla íslands. Er það dr. Hjalmar O. Lokensgard og er hann fyrir skömmu kominn hingað til lands. Hann hefur áður starfað að kennslu í Minnesota. Dr. Lokensgard er af norsk- um ættum fæddur í Hanley Falls í Minnesota 1906. Hann lauk B.A.- prófi frá St. Olaf College í North- field í Minnesota. Árið 1932 lauk hann meistaraprófi við Háskól- ann í Iowa og doktorsprófi lauk hann í bandarískum bókmenntum við Háskólann í Minnesota 1942. Hann hefur kennt ensku við St. Olafs College, Central Was- hington College og loks við — Utan úr heimí Framh. af bls. 10 ekki gengið frá festingunum á réttan hátt stöðvast hreyfillinn, þegar loftskrúfan er tengd við hann — og fer ekki í gang fyrr en allt er í lagi.“ Of lítill hávaði, en . . . . Flugbíllinn hefur það fram yfir allar flugvélar, að hávaðinn í hreyfli hans er í rauninni eng- inn miðað við gnýinn í flestum flugvélum. Hann er ekki meiri en gengur og gerist í bílhreyflum — og er ekki hægt að segja annað en, að flugvél þessi sé nýstár- leg að því leyti. Það er þó ekki algilt, að flugbílseigendur fagni þessu. Einn þeirra sagði t.d. um daginn, að hann hefði komizt í vandræði, er hann flaug út í sveit til þess að hitta kunningja sinn. Ætlaði hann að lenda bíln- inn við búgarð vinar síns, en þar var krökt af nautpeningi, sem hann þurfti að reka burtu. Hann flaug lágt yfir hópnum og bjóst við því að skepnurnar mundu fælast hávaðann. Honum til mikillar gremju komst ekki hreyf ing á hópinn, enda þótt hann end- urtæki þetta nokkrum sinnum. Hávaðinn var ekki nógu mikill. Ef hann hefði verið í venjulegri flugvél, hefði hópurinn tvístrazt á stundinni. „Þá fann ég gott ráð“ — segir hann. „Ég flaug lágt yfir og þeytti hornið, eins og þegar ég fer fram úr öðrum b&L. Og það hreif“. höfundum og bókaútgefendum að gang að opinberri ritskoðun sem fyrirfram leggi dóm á hvort bæk- ur eru ósiðlegar. Næst kom í vitnastúkuna Ny- gaard menntaskólarektor. Hann sagði að mikill fjöldi menntaskóla nema hefði lesið bókina „Sang- en om den röde Rubin“. Þeir hefðu ekki orðið fyrir neinu tjóni af að lesa hana. Taldi rektor- inn, að það væri allt annað hvort kynferðismál væru rædd í has- arblöðum eða í alvarlegri skáld- sögu. Taldi hann það fjarstæðu að banna bókina meðan tímarit með klámi ganga Ijósum logum. Evang landlæknir skýrði frá því í vitnisburði sínum, að til- brigðin í kynlífi manna væru á- kaflega margbrotin. Hann taldi að ekki væri hægt að segja að kynlífslýsingar í bók Mykles væru óeðlilegar. Þá benti hann á eina athyglisverða staðreynd: — Hundruð þúsunda manna til sjávar og sveita í Noregi hafa nú lesið bókina. Kynlífslýsingar bókarinnar eru ekki óeðlilegar, en ef höfundurinn verður sak- felldur fyrir þær og bókin stimpl- uð ósiðsamleg, getur það valdið geigvænlegu tjóni hjá þeim mörgu hikandi og óvissu sálum, sem hafa lesið hana. Minnesota State College. Hann hefur ritað fjölda greina í nokk- ur bókmenntatímarit. Hann er giftur og á þrjú börn og mun fjölskyldan flytjast hingað til lands. Miklar stutt- bylgjutruflanir ERLENDU fréttirnar í útvarpinu voru með rýrasta móti í fyrra- kvöld. Höfðu tíðindamennirnir ekki heyrt neitt í hinum erlendu stuttbylgjustöðvum, sem þeir hlusta á til að afla sér fregna. Vandræðin stöfuðu af segultrufl- unum, og sáust önnur merki þess ara fyrirbrigða í óvenjumiklum og litfögrum norðurljósum þetta sama kvöld. Truflanir þessar eru vísindamönnum enn nokkur ráð- gáta, en álitið er, að þær standi í sambandi við umbrot í sólinni. Truflanirnar voru mun minni í gær. Sendingar fréttaskeyta til Morgunblaðsins bárust óhindrað á langbylgjum enda eru þær ó- háðar þessum náttúrufyrirbær- um. Ekki verður með vissu um það sagt, hvort líklegt sé, að truflana á stuttbylgjusendingum gæti mikið á næstunni. Þeirra hefur orðið nokkuð vart í sum- ar, en 2 undanfarin ár hefur þeirra annars ekki gætt að ráði. Vinna Ilreingerningar Vanir og liðlegir menn. — Sími 12173. — — Boðskapur Olafs Framh. af bls. 1 allri þjóðinni í elU hans og veikindum. Við höfum misst mikið, en við munum finna huggun í hinum mörgu minningum um Hákon konung, sem munu varðveitast í sögu Noregs. Ég finn nú til þungrar á- byrgðar, þegar ég tek sæti hans, en fordæmi hans verður mér ætíð styrkur og ég vona að með Guðs hjálp megi verk mín verða þjóð minni til blessunar. Ég hef í dag unnið embætt- iseið minn samkvæmt stjórn- arskránni, þar sem ég heiti því að stjórna Noregi í sam- ræmi við stjórnarskrá og lög. En ég er mér þess fullkom- lega meðvitandi, að meiri kröfur en það eitt verða gerð- ar til mín. Ég bið yður alla um stuðning og traust til verka minna. Það mun veita mér styrk til að vinna Noregi gagn. Guð verndi föðurlandið. — Árbæiarsafnið Frh. af bls. 3 hlóðir og hánga soðpottar yfir. Við hlóðirnar stendur móexi, sem er mjög sjaldgæfur gripur, þá er þar og myllusteinn o. fl. Gestabók liggur frammi í Ár- bæ og áður en gestir kvöddu skrifuðu þeir nöfn sín í hana og skrifaði borgarstjóri fyrstur, en síðan forseti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns og þá aðrir gest- ir. Árbæjarsafnið muni verða op- ið fram á haustið og nokkuð eftir því hvernig veðráttan verður.Það er t. d. hugmyndin, sagði Lárus Sigurbjörnsson tíðindamanni blaðsins, að skólabörn skoði safn- ið áður en þvi verður lokað. Safnið verður opið kl. 3—5 á virkum dögum og kl. 2—7 á sunnudögum. & SKIPAUTGCRB RIKISIN* HERÐUBREIÐ austur um land til Bakkafjarð- ar hinn 27. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð ar, Fáskrúsfjarðar, Borgarfjarð- ar, Vopnafjarðar og Bakkafjarð- ar í dag. — Farseðlar seldir á fimmtudag. SKAFTFELLINGUB fer til Vesfcmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. I.O. G. T. St. Daníelshe. nr. 4 Fyrsti fundur þriðjudaginn 24. sept. kl. 8,30. Fjölmennið. Æ.t. St. Verðandi nr. 9 Fundur í kvöld kl. 8,30. 1. Inntaka nýliða. 2. Kosning embættismanna. 3. Ferðaþættir: Þóranna og Þorsteinn. 4. Önnur mál. — Æ.t. Innilegustu þakkir til allra sem heiðruðu mig og glöddu á einn eða annan hátt á sextugsafmæli mínu. Óskandi ykkur alls góðs. Aðalsteinn Baldvinsson. Innilegustu þakkir flyt ég öllum þeim, sem glöddu I mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum á sextugsafmæli mínu 18. þ.m. Gæfan fylgi ykkur öllum. Hermann Ólafsson, Holtsgötu 41. Bandarískur sendikenn- ari við Háskóla íslands Ég þakka öllum þeim er glöddu mig á afmælisdegi mínum. Sérstaklega vil ég þakka félagsmönnum í Knatt- spyrnufélaginu Þrótti og forstjóra Fiskhallarinnar, Stein- grími Magnússyni, og starfsmönnum hennar fyrir höfð- inglegar gjafir. Halldór Sigurðsson, Melaveg 21. Eiginmaður minn ÓLAFUR T. SVEINSSON fyrrverandi skipaskoðunarstjóri, andaðist að heimili okkar, Eskihlið 20, aðfaranótt sunnudags hins 22. þ.m. Ólöf Sigurðardóttir. Systir okkar GEIRÞRÚÐUR FANNEY NIKULÁSDÓTTIR frá Kirkjulæk verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 24. þ.m. kl 3 e.h. Sigríður Nikulásdóttir, Halldóra Nikulásdóttir, Bryndís Nikulásdóttir, Þóra Nikulásdóttir, Páll Nikulásson, Bogi Nikulásson. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON frá Stórulág andaðist í Landsspítalanum þann 21. þ. mán. — Kveðju- athöfn fer fram í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 26. sept- ember klukkan 1,30 e. h. Fyrir hönd vandamanna Guðlaugur Eyjólfsson. Jarðarför konu minnar, móður okkar, systur, tengda- móður og ömmu GUÐRÚNAR EGGERTSDÓTTUR Aðalbóli, Sandgerði, fer fram frá heimili hennar mið- vikudaginn 25. þm. kl. 2 e.h. Sigurður Oddsson og aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR MAGNÚSSON fyrrv. umsjónarmaður í Verkamannaskýlinu verður jarð- sunginn frá Aðventkirkjunni miðvikudaginn 25. sept. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Sigriður Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför eiginkonu minnar KRISTÍNAR MEINHOLT fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. þ.m. kl. 1,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Axel Meinholt. Konan mín og móðir GUÐLAUG TÓMASDÓTTIR sem lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins, að morgni 21. þ.m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 26. sept. kl. 1.30 e.h. — Blóm afbeðin. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Barnaspítala Hringsins njóta þess. Sigurður Guðmundsson, Tómas Sigurðsson. Eiginmaður minn ERLINGUR JÓNSSON vélstjóri, Sandgerði, lézt af slysförum 24. ágúst sl. — Útför hans verður gerð fimmtudaginn 26. þ.m. og hefst með bæn að Vallargötu 15, Sandgerði kl. 14. Jarðsett verður að Útskálum. Helga Eyþórsdóttir. Elskulegi sonur okkar GESTUR sem andaðist á Barnadeild Landsspítalans 20. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. þjn. kl. 2 e.h. — Athöfninni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala- sjóð Hringsins. Gunnar Guðmundsson, Hulda Elsa Gestsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.