Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVHBLAÐIÐ Sunnudagur 6. okt. 1957 / fáum orðum sagt: KVÖLDSAMTAL- Guðmundur Frímann segir blaðamanni Mbl. frá vitleysunni, sem hann átti sjálfur — ÉG er eiginlega Húnvetning- ur að ætt og uppruna, en slæptist í Reykjavík á æskuárum mínum og orti óskiljanleg grátljóð í atómstíl. Ég vil sem minnst tala um það, en fyrst þú ert að spyrja get ég sagt þér það. Þegar ég gaf út fyrstu ljóðabókina mína, var ég aðeins 19 ára gamall, en þetta var svo voðalegur hlutur, svo óskaplegt áfall, að það liðu 11 ár, áður en ég gaf út aðra. Það er langur tími. Á Reykja- víkurárum mínum þekkti ég mörg ung og efnileg skáld, já sum þeirra eru nú orðin höfuð- skáld þjóðarinnar, líttu bara á Tómas Guðmundsson, hann stóð við fyrirheitin. Það var mikið drukkið á þessum árum og ég hafði gaman af því að drekka vín, fannst ég verða óvenjulega gáfaður af því, en það er hættu- legt að umgangast vín, hættulegt að láta blekkja sig. Þegar yfir lýkur, er nauðsynlegt að geta tekið undir þessi orð Churchills gamla: Víst er að ég hef grætt meira á víni, en það á mér. Þú fyrirgefur, þó ég vitni í Churc- hill, en það ætti að vera óhætt, hann hefur fengið Nóbelsverð- launin fyrir bókmenntir, er það ekki? — Já, góði minn, þetta voru dýrlegir dagar og dýrlegar nætur. Stefán frá Hvítadal var andlegt átrúnaðargoð okkar, en Ólafur Friðriksson veraldlegt. Jú, sjáðu til, Ólafur var leiðtogi bolsje- vikka á íslandi og hélt reglulega sellufundi. Þangað fórum við, ungir og uppvöðslusamir, með ábyrgð alls heimsins á „þreytt- um herðum“ og leituðum að sannleikanum, eða kannski við höfum ekki verið að leita að honum, heldur einhverju öðru, ég veit það ekki. Kannski veit ég það aldrei. Einveran er ógur- leg, ekki sízt á þessum árum. Það er alltaf gott að eiga ein- hvern að og Ólafur tók á móti okkur. Við fundum að við vor- um ekki einir, þegar við vorum með honum, hann talaði, við hlustuðum. En það bar lítinn ár- angur, góði minn, því að þetta var engin pólitík. Það var engin pólitík á þessum árum að vera bolsjevikki, heldur tízka. Nú er mér sagt, að það sé orðið trú, svona geta hlutirnir breytzt. En það er kannski ekki undarlegt, þó ég skilji þetta ekki. Ég hef aldrei verið mikill pólitíkus, eins og sagt er, ég var aldrei eins stöðugur x trúnni og t. d. Krist- mann og Vilhjálmur S. Já, þeir voru líka bolsjevikkar, það heyrði til, bókmenntir og bolsjev- ismi voru eins sjálfsögð blanda og whisky og sódi. En svo feng- um við nóg af þessu, gengum af trúnni og nú segir Kristmann að kommúnistar sitji um líf sitt. Vígamóðurinn rann líka fljótt af mér, en ekki held ég að neinum finnist líf mitt svo merkilegt, að nauðsynlegt sé að farga því. Ég er alveg ósmeykur, því máttu trúa. — Þú hefur auðvitað kynnzt fjölmörgum mönnum á þessum árum? — Já, ég sagði, að þetta hefðu verið dýrlegir dagar, mikið drukk ið, sungið og ort. Ég kynntist Magnúsi Ásgeirssyni mjög vel, hann er greindasti maður, sem ég hefi þekkt. Þó var hann dul ur og seintekinn og nokkuð drykkfelldur á stundum. Við verzluðum aðallega við sprútt- sala innst á Laugavegi, ég held hann sé orðinn ríkur maður núna. Einu sinni fór ég með Magnúsi til Hafnar- fjarðar. Hann sagði að ein- asta konan, sem hann hefði elskað, væri að fara austur á firði og hann þyrfti að kveðja hana. Ég spurði: Hvað heitir hún? Það veit ég ekki, svaraði hann. En þegar hann stóð á bryggjuhausnum og horfði á skipið sigla út úr höfninni, tók hann pening úr vasa sínum, henti honum í sjóinn, og sagði upphátt: Teningunum er kastað. Það voru stór orð í þá daga. — Það var annars mikið vín drukkið í þess- ari ferð eins og endranær og ég man eftir því að við urðum við- skila. Ég þurfti auðvitað ein- hvern veginn að komast til Reykjavíkur aftur og varð þá fyr- ir því láni að hitta önnu. konu Ólafs Friðrikssonar. Hún hafði fylgt Ólafi til skips. Hann var að fara til útlanda, sennilega til að sækja nýja línu. Frú Anna bauð mér að vera með í bílnum og þáði ég það. En þá lenti ég í óskaplega slæmri klípu, skal ég segja þér, því ég varð að þykj- ast vera ófullur. Frúin var nefni- lega í stúku, já gott ef hún hefur ekki verið í sömu stúku og ég. — Þið voruð miklir knæpu- menn? — Já, knæpurnar komu sér vel fyrir fátæk og soltin séní eins og okkur. Aðallega héldum við til í kaffistofunni í Traða- kotssundi, þar sem Steindór heit- inn Sigurðsson var daglegur gest- ur, og einnig hjá Hannesi í Litla Kaffi á Laugavegi. Þar fengum við kolsvart kaffi með dósarjóma. Fyrst eftir að ég fór að venja komur mínar 1 kaffistofuna í Traðakotssundi, tók frúin úrið mitt að veði fyrir kaffinu, en svo hætti hún því, sagði að ég leysti það alltaf út hvort eð væri. Maður var ákaflega samvizku- samur í peningasökum. Já, eig- inlega hefur maður alltaf verið mjög heiðarlegur í viðskiptum miðað við okkar tíma. Mér þótti merkilegt, það sem Guðmundur Frímann sagði mér um fyrstu bók sína og reyndi að koma henni aftur að. Ég sagði því við hann: — Þú varst að tala um fyrstu bókina þína. — Já, ég var að segja þcr frá íyrstu bókinni minni. Það var voðalegur hlutur að gefa hana út og sennilega hef ég aldrei beðið þess bætur. Ég held menn eigi aldrei að gefa út ljóðabækur fyrr en þeir eru komnir um þrítugt, en það getur verið erfitt að bíða. Sennilega hefur ungur maður aldrei ort svo kvæði að hann hafi ekki verið sannfærður um, að það væri bezta kvæði, sem ort hefur verið. Það er því ekki undarlegt, þótt það geti vexið erfitt að bíða. Og svo mátt þú ekki gleyma því, að kvæði öðl- ast ekki persónulegt líf, fyrr en það hefur verið prentað. Líf, sagði ég það? Ojæja, ég hefði kannski frekar átt að segja persónulegan dauða. Það er ein- mitt það. Ætli það eigi ekki bet- ur við, svona yfirleitt. — Jú atómskáld, ég hef áreið- anlega verið atómskáld á mæli- kvarða þeirra tíma. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki rímað, þvert á móti, ég rímaði undir Guðmundur Frímann: Einna líkast því að fara á kenderí! drep. En þú veizt kannski, að sum atómkvæði eru einmitt rím- uð. Og sum beztu ljóð tungunn- ar eru órímuð. Þetta er nú einu sinni svo, þótt fólk eigi erfitt með að átta sig á því, Á ég að segja þér eitt, ég hef aldrei ort órímað ljóð, en ég gæti vel hugs- að mér að gera það. Ég hef nefni- lega alltaf átt mjög erfitt með að ríma. — Þessi fyrsta bók mín, sem hefur elt mig eins og vondur sbrifar úr daglega lífinu AÐ hefir oft verið um það(stjóri upp á þeirri nýbreytni að klæða allt starfslið Flugmála- stjórnarinnar í einkennisbx'minga og kenna því að koma fram að kurteisisháttum. Þetta vakti at- hygli og reiði sumra manna, eink um kommúnista. Fór þar sem við mátti búast að þeir eru á móti öllu því sem skynsamlegt er og til framfara horfir. Starfsskil- yrði flugmálafólksins breyttust strax til batnaðar og þetta var gert. Á Keflavík vann það við hlið einkennisbúinna manna er- lendra daglangt. Eftir að íslend- ingar klæddust einkennisbúning- um var starfið á jafnréttisgxund- velli sem á hafði þótt skorta áð- ur. En fleira flugfólk þarf að klæð ast einkennisbúningi. Ég hefi sér- staklega teklð eftir því hvað leið- inlegt er að koma í afgreiðslu Flugfélags íslands hér á flug- vellinum. f sjálfu sér er afgreiðsl an.öll óaðfinnanleg og mjög lip- ur, en maður veit stundum ekki hverjir eru afgreiðslumenriirnir og hverjir ekki. Nauðsynlegt er að aðgreina starfsmenn Flugfél- agsins frá farþegunum svo þeir viti hvert þeir eiga að snúa sér og einnig kæmi við það mun meirí reisn og starfsbragur á alla afgreiðsluna. Ég minntist þess er ég heyrði nýlega gamla konu vinda sér að einum manni sem stóð við afgreiðsluborðið og ávarpa hann á hreinni vestfirzku si svona: Hvenær fer flugvélin til ísafjarðar heillin. Maðurinn varð klumsa við og svaraði kon- unni: I beg your pardon. Ég vissi af tilviljun að hann var úr fcanda- ríska sendiráðinu. En það var ekki von að gamla konan vissi það. rætt í blöðunum hve æski- legt það væri að breyta tii um þann hátt sem hafður er á sölu mjólkur í kaupstöðum hér á landi, varðandi umbúðirnar. Vantar mjólk í pappaflöskum LENGI vel fengust engar mjólk- urflöskur eftir stríðið, en síð- an var því kippt í lag og vissu- lega var það mikil framför. En ennþá betra fyrirkomulag er til á umbúðum utan um mjólkina en fiöskur, sem oft vilja brotna og verk er að þrífa. Það eru pappa- kassar. í Bandarikjunum hefir það allengi tíðkazt að mjólkin er öll seld í pappaformum mis- munandi stærð eftir því sem við- skiptamaðurinn óskar. Og nú mun þessi háttur einnig tekinn upp í Evrópu. Eru miklir kost- ir þessu samfara. Bæði er það engin fyrirhöfn fyrir húsmóð- urina að þvo flöskurnar, halda þeim til haga eða fara með þær tómar í mjólkurbúðii’nar. Og einnig það að ef mjólk geymist daginn í glerflösku þá er yfir- leitt komi af henni glerbragð, eða geymslubragð. Ef mjólkin er geymd í pappaíláti þá kemur þetta geymslubragð frá umbúðunum miklu síður. Að lokinni tæmingu er pappa flösk- unni síðan hent í öskutunnuna og eru engin frekari fyrirhöfn af því. Mjög væri æskilegt að unnt væri að taka upp þennan hátt á dreifingu mjólkur hér á landi, og ættu mjólkuryfirvöldin að gera ýtarlegar ráðstafanir til þess að það takist. Afgreiðslufólkið í einkennisbúning FLUGMAÐUR ritar: Fyrir nokkrum árum tók flugmála- PT Myndabók ástarinnar ÝLEGA var frá því skýrt í frétt hér í blaðinu eftir inn- kaupasambandi bóksala að önriur söluhæsta bókin erlenda hér í Reykjavík væri þessa mánuðina dönsk bók sem nefnist á frum- (vjy|\iOA S KýTAgtNMftgj málinu „Kærlighedens Billede- bog“ eða Myndabók ástarinnar. Mun það vera mikið verk í tveim ur bindum með myndum af fræg- um listaverkum frá öllum öldum af ástarlífi karls og konu m.a. merkar myndir úr húsunum í Pompei rómversku. Ég sé að dönsk blöð skýra frá því að bók- in hafi verið þýdd á norsku ný- lega en þá brá svo við í heima- landi Mykle að bóksalar í Staf- angri hafa bundizt samtökum um að selja ekki bókina, teija hana jaðra við klám. Blaðið getur þess að í Dan- mörku hafi bókin fengið góða dóma og ekki verður annað séð en sama hafi orðið upp á teningnum hér af viðtökunum sem bókin hefir fengið í Reykja vík að dæma. skuggi öll þessi ár, kom út 1922. Hún heitir Náttsólir. Stundum hefur mér dottið í hug að útgáfa hennar hefði verið réttlætanleg vegna þess hve hún er djörf í dellunni. Hún er ef til vill fyrsti vísirinn að atómskáldskap hér á landi. Einhver merkilegur og stórgáfaður maður skrifaði um bækur ungra skálda á þessu timabili og sagði, að mín ljóða- bók væri bezt vegna þess að ég ætti alla vitleysuna sjálfur. Ekki ómerkileg viðurkenning það. — Annars get ég sagt þér úr því að við erum farnir að tala um atóm- skáldskapinn, að það kemur mér mjög undarlega fyrir sjónir, þeg- ar atómskáldin svonefndu telja Stein Steinarr lærimeistara sinn. Það get ég ómögulega séð. Ég hef aldrei séð neina hendingu hjá Steini, sem hefur ekki ein- hvern tilgang. Steinn hittir venju lega í mark, hann er djúpur og stundum óljós. Það er allt og sumt. — Heyrðu Guðmundur, það er hægt að fá Náttsólir ennþá. Ég leit upp í Helgafell um daginn og sá að hún var á boðstólum þar. — Jæja, þetta eru slæm tíðindi. Kannski eru þetta verstu tíðindi, sem ég hefi heyrt í mörg ár. Ég hélt, að hún væri loksins farin. Það var ætlunin að farga henni, áður en ég færi úr bænum á sín- um tíma. Ég kom upplaginu fyr- ir í stórum skáp á vinnustofu Guðjóns vinar míns Þórðarsonar skósmiðs. Þegar ég kom hingað suður 16 árum síðar, rakst ég á bókina á ýmsum stöðum — mér til mikilla leiðinda. Hélt hún væri úr sögunni. Þá mundi ég eftir því, hvar ég hafði sett hana, arkaði upp á vinnustofuna, sem komin var í eigu annars skóara, og ætlaði að sækja upplagið. En það var horfið. Já, það var bók- staflega gufað upp mér til óskap- legrar skelfingar. Skóarinn sagði mér, að einhver fornbóksali hefði skotið upp kollinum einn góðan veðurdag og haft upplagið á brott með sér. Svona geta menn lent saklausir í klónum á fornbóksölum og öðrum ástríðu- fullum kaupsýslumönnum. — Við erum búnir að tala svo mikið um þá gömlu og góðu daga, að ég held það sé bezt við snú- um okkur að nútímanum. Þú ert að gefa út bók núna. Hvað viltu til dæmis segja okkur um síðustu ljóðin þín? — Það er lítið að segja, góði Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.