Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 8
f MOrtfíVlSfíT At)1Ð Sunnudagur 6. okt. 1957 \ frá og flytja skrokkana á itlakk til byggða. Þetta varð að ráði og hófst nú sláturtíð við Ströngu- kvíslarkofa. Gangnastjórinn hafði fjárbyssu meðferðis og voru nú sunnankindurnar skotnar og far- ið innan í þær og síðan ákveðið að reiða skrokkana í gæ* unum til byggða. Fyrir þessum aðgerð- um var að vísu ekkert fordæmi þarna efra, því slíkt hafði aldrei komið fyrir áður. En við höfum fengið nóg af sauðfjárveikævin- týrum hér á landi svo að borið saman við það allt telst þetta ekki. mikil fórn, enda var hirt það sem mögulegt var að flytja hitt var vendilega grafið. Að þessu loknu var gengið frá hestunum eins og venjulega og menn tóku á sig náðir. Nú var ekkert sungið og aðeins drukkið svart kaffi. Fram undan var erfið ur gangnadagur og því eins gott að sofa vel. Gangnadagsverk metið á 160 kr Þennan dag hafð ég fræðzt um margt viðkomandi göngum. Hafði ég orðið samferða Sigurði gangna stjóra nokkurn spöl um daginn og sagði hann mér ýmislegt. Ég spurði hann m.a. hvað gangna- dagsverk væri metið hátt í krón- um nú til dags og hvernig gangna niðurjöfnun væri hagað. Göngur eru lagðar á menn á miðju sumri. Hlýtur hver bóndi gangnadagsverk eftir fjárfö)u. Þessa niðurjöfnun annast fjall- skilastjórar. Eru þeir ekki alltaf hinir sömu og gangnastjórar þótt það geti farið saman. Fyrir kemur að bændur geta ekki sjálfir farið hendi. En lítið er nú gangnamann inum ætlað að hafa fyrir sjálfan sjálfan sig, þrjá hesta og allan útbúnað. Víst er um það að vísi- töluútreikningur er ekki nákvæm ur á gangnadagsverkin. Einfaldur útbúnaður Það var enn náttmyrkur er við skriðum úr „hýðum okkar morg- ininn eftir. Þetta var nú tekið að fara nokkuð í vana fyrir manni að hleypa hestunum í haga og brynna þeim, sötra síðan svart kaffi og sneiða kjöt úr hnefa. Hnífapörinn voru ekki önnur en sjálfskeiðungurinn og ílátin ekki önnur en óbrotgjörn kanna til þess að drekka úr kaffið. Hún var aldrei þvegin upp og hníf inn hreinsaðj maður á læri sér, eftir að hafa smurt með honum brauð, sneitt kjöt og hrært með honum í könnunni. Ég held að það sé hreinasti óþarfi að maður þurfi til sjós til þess að venja sig af tildri og tiltektum nútímamenn- ingarinnar. Aldrei þvoði ég mér eða rakaði í ferðinni og ég gleymdi að spyrja þá sem í slátr uninni stóðu kvöldið áður hvort þeir hefðu þvegið sér á eftir. Það kann að vera að þeir hafi brugðið sér ofan í Ströngukvísl og skolað af sér blóðið úr jökulköldu vatn- inu. Þó er ég ekkert viss um það. Ég draslaðist með innvols og hausa niður í gröfina þar sem það var jarðsett og lét mér nægja að þurrka mér lauslega um hendurn ar á eftir. Enda er það svo að húsakynni öll og aðbúnaður krefst alls engrar sérstakar snyrt ingar. Glettur og gásk VIÐ erum staddir á bökkum Svörtukvíslar. Héðan eru aðeins um 10—12 km á Hveravelli. Við sjáum hvar gufan úr hverunum stígur til lofts í haustsvalanum. En nú skal ekki lengra haldið. Baki er snúið við jöklum og Sig- urður gangnastjóri raðar mönn- um sínum þannig að þeir gangi Guðlaugstungur allar með hæfi- legu millibili. Ekki fjárvon í Guðlaugstungum Áður fyrr, eða fyrir fjárskipti, voru gengnar bæði Svörtutungur og Biskupstungur, eða svæðið frá Svörtukvísl að Seyðisá. Það svæði gengu undanreiðarmenn bæði norðan og sunnanmanna og drógu sundur í Seyðisárrétt. Héldu síðan hvorir í sína áttina Önnur grein og höfðu lokið þessum undanreið- argöngum er aðalgangnaflokkarn jr komu upp. Nú eiga norðanmenn ekki fjárvon framan við Ströngu- kvísl, vegna þess að hinir nýju fjárstofnar, sem til komu eftir fjárskiptin, hafa ekki vanizt á að leita sér haglendis í Guðlaugs- tungum. Það er því aðeins um að ræða stóð, sem okkur er ætlað að smala á mánudaginn. Þeir sem ganga eiga niður með Svörtukvísl og Blöndu eru þegar farnir, því að þeir eiga lengri leið fyrir höndum en við, sem göngum rniðsvæðis. Austasti mað urinn fer hartnær sörnu leið til baka og við komum eftir. Ég lendi nokkuð miðsvæðis og á að fara niður með Heriólfslæk. Eig- um við að vera þrír saman og taka við hestum gangnamanna, því skammt neðan við hraunin eru mýrarflár, sem óreitt er yfir. Að sönnu eru það aðeins fáir menn miðsvæðis, sem þurfa að stíga af hestum sínum, því bæði þeir sem austast fara og vestast hafa reiðveg allan tímann. Við ríðum nú niður Tófumela og nið- ur á Miðlækjarhól og bíðum þar. Þangað kemur gangnastjórinn og annar maður með honum. Hafa þeir með sér hesta félaga okkar / á fjöllum uppi sem hafa skilið þá eftir jafnóðum og þeir urðu að stíga af baki. Þeir yfirgefa okkur þrímenningana, sem höldum af stað með hrossin. f mýrarfenjum Ekki gekk okkur vel til að byrja með, því hestarnir lágu í mýrardragi norðan við hólinn. Einn reif af sér hnakkinn í drag- inu, sleit bæði móttak og reiða en gat rifið sjálfan sig upp úr feninu. Annar hestur settist að í foraðinu og urðum við allir að bregða við til þess að draga hann upp úr. Það ætlaði ekki að ganga vel, því við sátum ekki síður fastir í drull unni en hestarnir. Munaði því minnstu að við yrðum undir hon- um í umbrotunum og einn okkar Jón á Eirríksstöðum, lenti hálf- vegis undir síðu hans en tókst þó að rífa sig lausan. Ég hékk í taumnum á þeim rauða og þegar hann reif sig upp úr í einni kvið- unni skall hann aftan a mig og munaði ekki hársbreidd að hann hefði mig undir þar sem ég sat fastur í leðjunni. En sem betur fór var hann svo rólegur að hann teið meða.i c-g losaði mig og höfð um við okfcur upp nr í næstu ictu. Ekki vst ég frínilegii.- ásýnd um þegar upp úr kom, en aur- sletturnar þornuðu fljótt því veð- ur var gott. Enn var haldið af stað og gekk allt þolanlega um stund þótt hægt yrði að íara. En skyndilega sat bleikur hestur, sem ég teymdi, fastur í foraði og sleit af sér hnakkinn. Ég sat á Vind gamla en hnn var sýnilega vanur mýrunum í Hólminum og fór að öllu með gát. Nú var úr vöndu að ráða. Hnakkgjörðin var slitin. Ég hafði enga auka- gjörð. Þær sátu allar niðri í kofa við Ströngukvísl. Það var því ekkj um annað að gera en leita uppi snærisspotta og hníf, en til allrar hamingju hafði ég hvort tveggja í vasa mínum og gat ég tjaslað saman gjörðinni og lagt á þann bleika á ný. Gekk nú allt sæmi- lega greitt úr þessu enda fór reið vegurinn batnandi. Brátt tóku svo gangnamennirnir að koma ofan úr flánum og afhentum við þeim þá hesta sína og xældum svo allir af stað ríðandi. Talsvert af hrossum hafði fundizt í Guð- laugstungunum og voru þau nú öll rekin norður yfir Herjólfslæk Þannig þurfa gangnamenn oft að reiða lömb fyrir framan sig á linakknefinu ekkj við og færu fram fyrir aftur um nóttina. Hrólfur kemur með 5 kindur Enn vantaði einn gangnamann- inn, Hrólf Jóhannesson, aldursfor setann í hópnum, en hann varð fimmtugur á þessu ári. Hrólfur hafði fundið fimm kir.dur frammi undir Svörtukvísl og gengið illa að reka þær. Voru menn næsta forvitnir að vita hvaðan þær gætu verið. Tveir voru sendir honum til aðstoðar en aðrir riðu heirn á leið. Biðu þar allir eftirvæntingar fullir eftir komu þeirra félaga. Þegar þeir komu heim að kofa voru kindurnar settar inn í nýja hesthúsið og þær athugaðar. Reyndust þær vera sunnan úr Árnessýslu. Nú var úr vöndu að ráða. Á tímum hinna ströngu sauðfjár- veikivarna var skylda að drepa allt fé, sem fór á milii varnar- svæða, en engin varnargirðing er yfir Kjöl þveran, þótt svæðin norðan og sunnan við teldust sitt varnarsvæðið hvort. Gangnamenn voru ekki of margir hjá okkur, ekki sízt þar sem tvo þurfti alltaf til þess að fara með trússhestana. Það var því illmögulegt að fórna manni til þess að fara með þessar kindur til byggða aðgreindar frá öðru gangnafé. Sláturtíð við Ströngukvísl Ein leið var þó eftir enn, en hún var að lóga fénu þarna upp í göngur eða haft mann þar fyrir sig. Láti þeir vita um þetta í tísna er þeim gert að greiða 160 kr. fyrir gangnadagsverkið en fjall- skilastjóri útvegar gangnamann. Það er þó hrein undantekning að þetta þurfi að koma til. Gangna- niðurjöfnun er hagað þannig að menn geti leyst verkefni sín af Það gekk því hver til sinna verka um leið og hann var skrið- inn úr pokanum um morguninn. Haldið niður í Álfgeirstungur Á þriðjudagsmorguninn héldu menn misjafnlega snemma af stað. Sumir þurftu að fara fram fyrir Áfangakofa og smala Áfangaflá með miðflokksmönn- um, en þeir halda síðan frá kofa sínum austur á Eyvindarstaða- heiði og niður um Buga. Við göng um aftur á móti niður Álfgeirs- tungur og niður með Blöndu um Galtarárdrög og eru austustu menn á Vesturheiði, en svo nefn- ist gangnasvæði það er ég var á á Öfuguggavatnshæðum. Tveir menn voru sendir suður fyrir Ströngukvísl, því 4 hross höfðu rásað fram fyrir aftur um nótt- ina. Um helmingur okkar, eða rúm- lega það, varð eftir heima við kofa. Var nú tekið saman dótið og búið upp á klifjahestana. Tók þetta allt sinn tíma, enda iá okk- ur ekkert á. Það mun hafa verið komið fram undir hádegi þegar austanmenn okkar komu á móts við kofann. Hélt þá lestin af stað og eins þeir sem áttu að ríða út Hér sjáum við mynd af tófu. Ekki er óalgengt að gangnamenn rckist á tófur, stundum tekst að ráða niðurlögum þeirra. Svo hefir farið í þetta sinn. Síðan hafa einhverjir gárungar stillt henni upp í girðmguna rétt hjá hliðinu þar sem féð rennur í gegn. Myndin er tekin skammt ofan við Fossa. Gangnastjórar eða fjallkóngar milli Jökulsár og Blöndu. Frá hægri: Páll Ólafsson gangnastjóri í Austflokk stjórnar 24 mönnum, Haraldur Jónasson gangnastjóri í Miðflokk stjórnar 15 mönnum, Magnús Helgason gangnastjóri i Vestflokk stjórnar 15 mönnum, Guðmundur Gúð- mundsson frá Fossum, sem var gangnastjóri á Vesturheiði í 30 ár en er nú hættur og við af honum hefir tekið sonur hans Sigurðurf lengstt.v.) og stjórnar hann 22 mönnum. í GÖNGUM og niður með Ströngukvísl en vöðin yfir kvíslina eru um það bil miðsvæðis milli kofans okkar og Blöndu. Þar sameinaðist allur hópurinn og hrossin runnu yfir. Tveir gangnamenn riðu svo á eft- ir til þess að tryggja að þau snéru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.