Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 13
Sunnudagur 6. okt. 195' MORCZJNBT AÐ1Ð ts Ingólfsstyttan í Reykjavík REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 5. október Iugólfs-stytta VEGNA andláts og útfaiar Há- konar Noregskonungs hefur hug- ur íslendinga beinzt enn frekar til Noregs og Norðmanna undan- farnar vikur en ella. Þegar á reynir finna tslendingar glögg- lega til skyldleika síns við Norð- menn, og fylgir vinátta frænd- seminni. Þau bönd vináttu og frændsemi ber að styrlcja. Svo sem frá hefur verið skýrt> vildi svo til, að íslendingar þeir, sem voru í Egilsferðinni um Nor- eg í sumar, heimsóttu ættstöðv- ar og heimkynni Ingólfs Arnar- sonar 1 Rivedal í Dalsfirði, ein- mitt 17. júní. Allir ferðalangarn- ir voru sammála um, að dvöl- in þar mundi verða þeim ógleym- anleg. Kom þá upp sú hugmynd, að þeir beittu sér fyrir því, að íslendingar gæfu til Noregs steypu af Ingólfsstyttunni hér í Reykjavík. Skyldi hún reist í Rivedal við nátíðlega athöfn, er fulltrúar íslendinga vottuðu norsku þjóðinni virðingu sína og vinsemd. Sumir munu ef til vill segja, að þetta væri stæling a því, er Norðmenn færðu okkur að gjöf styttu Snorra Sturluson- ar. Vel má svo vera. En það er gamall og góður siður að skipt- ast á gjöfum. Þvílík minms- merki rifja svo ætíð upp liðna atburði og hjálpa til að tengja nútíðina fornum minningum. Þess vegna á þessi hugmynd ekki.. að eyðast, heldur komast í framkvæmd. Alþingi íslendinga kemur saman til fundar í næstu viku. Ef að líkum lætur, verður þar meira um deiluefni en þau mál, er sameina hugi allra. Á Alþingi eiga sæti nokkrir þeirra, er þátt tóku í Noregsferðinni í sumar. Þeir eru úr öllum flokk- um. Færi vel á því fyrir þá að hefja þingstörfin með því að flytja í sameiningu tillögu um að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Frásögn Olafs Johfisons Viðtalið við Ólaf Þ. Johnson, stórkaupmann, sem birtist hér í blaðinu fyrir rúmri viku, lýsti merkilegum þætti, ekki aðeins úr verzlunarsögu heldur þjóðar- sögu íslendinga. Á seinni árum er það tíðkanlegt hjá sumum að níða starf og stétt heildsala, býsnast yfir gróða þeirra og velja þeim ýmis konar hæðiyrði, kalla þá „óþarfa milliliði" o. s. frv. í þeirri stétt eru misjafmr menn, eins og hvarvetna. En hin yfirlætislausa frásögn Ólafs Johnsons lýsir glögglega, hví- líkt þjóðnytjastarf forystumenn þessarar stéttar hafa leyst af höndum. Upphafið var ekki auðvelt. Þar þurfti á hugrekki, framsýni og ráðdeild að halda. Viðtökurnar voru kaldar hjá ýmsum, enda höfðu margir hagsmuna að gæta við það, að verzlunin héldist í sínum fyrri farvegi. Hollur lærdómur Rrásögn Ólafs Johnsons af mót- tökunum í Danmörku og af fyrstu ferðinni vestur um haf, er í senn skemmtileg persónuleg endur- minning, um leið og hún hefur verulegt gildi fyrir skilning seinni kynslóða á erfiðleikum frumherjanna og þýðingu þess að geta staðið á eigin fótum. ís- lendingar höfðu oft ástæðu til að kvarta undan stjórnarháttum Dana á íslandi, en þó var það verzlunin, sem lék þá verst. Það var starf manna eins og Ólafs Johnsons, Garðars Gíslasonar og annarra slíkra, sem braut gamla einokunardrauginn endanlega á bak aftur. í því áttu kaupfélög- in einnig sinn mikilsverða þátt. Engin ástæða er til að metast um, hver hafi orðið þar athafna- drýgstur, heldur þakka öllum, er lögðu sitt fram. Með því hafa þeir drjúgum stutt að vaxandi velsæld ís- lenzku þjóðarinnar og einnig stórum bætt sambúð okkar við Dani. Breytingin á hugsunar- hætti málsmetandi Dana í þess- um efnum kemur fram á skemmtilegan hátt í viðtali Ólafs Johnsons. Það var og fyrst eftir að fullt jafnrétti var skapað, eft- ir að íslendingar gátu sjálfir val- ið og hafnað, sem við kunnum rétt að meta, að Danir eru í flestu yfirburðaþjóð, sem sjálf- sagt er að halda vinfengi við. Greinar um mótið í Moskvu Magnús Þórðarson, stud. jur., hefur skrifað hér í blaðið nokkr- ar greinar um æskulýðsmótið mikla í Moskvu í sumar. Grein- ar þessar hafa að vonum vakið mikla og alveg óvenjulega at- hygli. Þær eru fjörlega og hisp- urslaust ritaðar af manni, sem auðsjáanlega var að leita hins sanna, laus við alla kreddútrú á hvorn bóginn sem var. Hani hafði áður allvíða farið, kynnzt mörgu og er bersýnilega laginn á að afla sér kunningja, spjalla við þá og fá fram skoðanir þeirra. Vegna alls þessa hafa menn veitt skrifum Magnúsar meiri athygii en tíðkanlegt er um slíkar grein- ar. Gremja kommúnista segir og til sín. Viðbrögðin eru hin venju- legu: Persónulegar árásir og nart, í stað málefnalegrar um- ræðu. Sú viðleitni verður aðeins til þess að vekja enn meiri at- hygli en ella á hinum afbragðs góðu greinum Magnúsar Þórðar- sonar. Kommúnismiim líður undir lok t lokaorðum sínum kemst Magnús svo að urði: „Sá, sem punktar niður 10—20 helztu einkenm týpisks aftur- haldsríkis, sér, að flest þeirra eru einkennandi fyrir Sovétríkin, sem í rauninni eru einhver mestu afturhaldsríki veraldarsögunnar og þar sem ríkiskapítalisminn er á svipuðu stigi og var meðal Inka í Peru. Það er því tragiskt, að margir þeirra, sem vel vilja og telja sig róttæka, skuli hafa ánetjast hugmyndakerfi komm- únismans. Margir hafa fórnað lífi sínu og lífsstarfi til þess að berj- ast fyrir stefnu, sem þeir héldu að væri vegurinn til þúsund ára ríkisins. Það er því e. t. v. skilj- anlegt, að þeir eigi bágt með að viðurkenna, hve hrapallega þeim hefur skjátlazt. Þeir halda dauða- taki í bernskutrúna, þrátt fyrir efann, sem hlýtur að naga þá. Aðrir skilja ekki raunverulegt eðli og inntak kommúnismans, notfæra sér ekki þær upplýsing- ar, sem þeim standa til boða, en trúa í blindni á skrif leiðtog- anna.------- Fyrr eða síðar líður kommún- isminn undir lok, því að hann ber dauðann í sjálfum sér. Það er óvíst með öllu að honum verði afneitað í orði kveðnu, heldur gæti stjórnarfarið sveigst smám saman í áttina til lýðræðis og úreltar hagfræðikreddurnar orðið sveigjanlegri. Sjálfsagt gerist þetta með rykkjum og skrykkj- um, ráðherradrápum og útlegðar- dómum, en er nokkuð fjarstæðu- kenndara að hugsa sér í framtíð- inni „kommúnistaríki“ með lýð- ræðisstjórn, heldur en konungs- ríki með lýðræðisstjórn, lýðveldi með fasistastjórn eða kommún- istískt ríki með fasistastjórn?" Vel má vera að kommúnism- inn líði undir lok með þeim hætti er Magnús Þórðarson nefn- ir. Ómögulegt er þó að sjá þró- unina fyrir með nokkurri vissu, og ef hinar frjálsu þjóðir verða ekki varar um sig, má svo fara, að kommúnisminn geri ósegjan- legan skaða áður en að skapa- dægri hans kemur. Uiiímæli Bevaes E. t. v. verður atburða síðustu ára einkum minnzt fyrir það j að þá hafi fyrst gætt að ráði upplausnarmerkja í ríkjum kommúnista. Sérstaka athygii hlýtur að vekja, að heljartak það, er menn hugðu, að hin kommúnistisku yfirvöld hefðu á æskulýðnum í löndum sínum, er engan veginn eins sterkt og menn hugsuðu. Atburðirnir 1 Ungverja- landi sönnuðu það svo skýrt, að ekki verður um deilt. Þótt í smáu sé, sést það einnig af frásögn Magnúsar Þórðarsonar af viðtöl- um hans við æskumenn austur í Rússlandi. Enginn skyldi þó treysta því, að kommúnisminn væri kominn að því að líða undir lok. Einræðið er ævafornt, senni- lega elzti stjórnarhátturinn í ver- öldinni. Lýðræðið er tiltölulega ungt og hefur ekki fest rætur nema í tiltölulega fáum þjóðlönd- um. Baráttan milli frelsis og ófrelsis er því um margt óviss og kann vel að verða lang- vinn. Þessa dagana voru höfð um- mæli eftir Bevan, foringja vinstri arms verkamannaflokksins í Englandi í þá átt að hann gerði ráð fyrir frjálslegri stjórnarhátt- um í Rússlandi. Allir vildum við vona, að svo reynist. En rétt er að vera viðbúnir því gagn- stæða. Sagt var, að Bevan byggði von sína einkum á vaxandi iðn- væðingu rússnesku þjóðarinnar. En víst var Þýzkaland iðnvætt 'á dögum Hitlers og áður fyrri miklu þroskaðra þjóðfélag en hið rússneska er enn. Þó tókst að koma þar á einhverju iilyrmis- legasta einræði, sem sögur fara af. Alveg eins og iðnvæðinghi getur orðið undirstaða ósegjan- legra framfara, þ. á. m. aukins frelsis, þá er einnig hugsanlegt, að hún verði nýtt tæki í höndum kúgaranna til að halda almenn- ingi í áþján. Enn verður því að vera við öllu búinn. Af hverju ekki raimsókn? Um það bil, sem Moskvumótið hófst, skömmu eftir, að þátttak- endur þess voru farnir héðan af landi brott, skýrði Morgunblaðið frá tilteknum, vægast sagt grun- samlegum, gjaldeyrisviðskiptum í sambandi við ferðina. Þrátt fyrir, eða e. t. v. öllu heldur vegna þess, að Morgunblaðið bar fram alveg ákveðin sakaratriði, skaut Þjóðviljinn sér lengi undan að minnast á málið og gaf að lok- um þá yfirlýsingu ,að hann mundi alls ekki um það tala á hverju sem dyndi! Þar kom, að hann gat þagað. Alþýðublaðið tók um sinn und- ir kröfuna um rannsókn, en fór síðan að tvístíga í málinu. — Leyndi sér ekki, að það var fyrir bendingar frá æðri stöðum. Tím- inn hefur reynt að leiða málið hjá sér, enda er ekki kunnugt um, að þrátt fyrir ákveðin kæru- atriði, hafi dómsmálastjórnin lát- ið málið til sín taka. Þetta gat verið skiljanlegt á meðan ferða- langarnir voru fyrir austan. En eftir að þeir komu heim og fregn- azt hefur, hvað ýmsir þeirra hafa um þetta sagt, þá verður það ekki lengur varið, að yfirvöldin láti málið afskiptalaust. Einar yfirlætislaus Fyrir hálfum mánuði, þ. e. laugardaginn 21. sept., birti Þjóð- viljimf neðst á öftustu síðu sak- leysislega fregn svohljóðandi: „Einar Olgeirsson kominn heim. Einar Olgeirsson kom heim í fyrradag úr utanför sinni. Ferð- aðist hann til Kína ásamt fjöl- skyldu sinni í boði miðstjórnar kínverska Kommúnistaflokksins og dvaldist einnig í Tékkósló- vakíu og Sovétríkjunum". Um Einar má segja, að hann minni helzt á fugla himinsins. Hann þarf hvorki að vinna né spinna, eins og aðrir menn, en þó er honum séð fyrir öllum þörf úm. Hvort sá, sem það gerir, er hinn sami og fuglana fæðir,' skal ósagt látið. Að sinni er og meiri ástæða til að fjölyrða um, hversu fáorð stjórnarblöðin hafa verið um ferðir þessa foringja síns, eftir heimkomu hans. Þjóðviljinn hef- ur lítt eða ekki minnst á hann. Hin stjórnarblöðin hafa einnig gætt sem allra mestrar þagnar. Það er því furðulegra sem Al- þýðublaðið gerði ferðalag Ein- ars í sumar að umræðuefni, á meðan hann var víðs fjarri. Tím- inn hafði að vísu ekki manndóm til að bera sakir á Einar, en allir skyldu við hvað var átt með skrif um Tímans sömu dagana og Al- þýðublaðið var með beinar get- sakir um, að Einar hefði tekið þátt í fundarhöldum með öðrum kommúnistaforingjum, sero kvaddir voru til Moskvu í sumar til að sækja þangað fyrirskip- anir um starfshætti í heimalönd- um sínum. Verður Einar endurkosinn v íorseti neðri deildar? Ætla hefði mátt, að Alþýðu- blaðið hefði eftir heimkomu Ein- ars gert sér títt um að öðlast nán- ari fregnir af ferðum hans. Ef ekki þykir ástæða til þess, voru getgátur blaðsins í sumar út í bláinn og raunar ósamboðnar málgagni menntamálaráðherrans í garð þess af foringjum stjórnar- liðsins, sem til einna mestra met- orða hefur verið settur. Hálf- yrði Alþýðublaðsins um Rússa- þjónustu Einars á meðan hann var svo langt í burtu, að hann gat ekki borið hönd fyrir- höfuð sér, en þögn eftir að tækifæri gefst til að ganga rösklega í skrokk á honum, er glöggt dæmi um ó- einlægnina í athöfnum stjórnar- liðsins. Dáðleysið verður þó yfirgengi- legt, ef það á eftir að koma á daginn, að Alþýðuflokksmenu og Framsóknarmenn greiði Einari enn atkvæði til þess að verða forseti neðri deildar Alþingis. — Hvernig á nokkkur að taka mark á fjasi þessara manna um at- ferli Einars, er helzt verður líkt við landráð, ef þeir láta svo verða sitt fyrsta verk að kjósa hann til æðsta trúnaðar á elzta löggjafarþingi veraldar? „Engin stéttaskift- ing til á ísJandi” Hinn 26. sept. birti Þjóðviljinn pistil undir þessari fyrirsögn og voru í honum færð rök fyrir, að rétt væri það, sem í fyrirsögn- inni segir. Morgunblaðið vakti athygli á þessum boðskap, sem vissulega er nýstárlegur í mál- gagni kommúnista og benti á, að hann bryti illilega í bága við kenningarnar um stéttabaráttu og allt, er henni fylgir. Hinn 1. október segir svo Þjóðviljinn: „Eins og allir geta séð, sem vilja sjá, neitaði Pósturinn alls ekki tilvist stéttaskiptingar á Is- landi eða þörf stéttabaráttu, enda væri það fávíslegt." Játa verður, að erfitt er að sjá, hvernig samrýmanlegt er, að lýsa því fyrst yfir með stórum stöf- um og rækilegum rökstuðningi, að engin stéttaskipting sé til á íslandi, og segja síðan, að allir geti séð, að því hafi alls ekki verið neitað, sem með stórum og ótvíræðum stöfum var neitað. — Það eru fleiri í stjórnarliðinu en Eysteinn Jónsson einn, sem nú keppast við að afneita sínum eig- in orðum. Traust Ilelga Beiiediktssonr Dauflegur var hann boðskapur inn, sem þeir Eysteinn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason fluttu hvor á sínum fundi s.l. þriðjudags- kvöld. Gylfi sagði að því væri „tak- mörk sett“ „hversu lengi er unnt að halda“ stjórnarstefnunni á- fram. Með auðheyrðum örvænt- ■ingar hreim spurði hann: „Er unnt að halda þessari stefnu á- fram eitthvað enn-------“ Báðir kvörtuðu ráðherrarmr sárlega yfir peningaleysi, halla bæði á útflutningssjóði og ríkis- Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.