Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. okt 1957 MORCVNBlAÐIÐ 17 Stefán Íslandi sem Cavaradossi í óperunni Tosca, sem nú er sýnd hér í Þjóðleikhúsinu. hliðholl því Áslaug fórst skömmu eftir að hún lét úr höfn, og þá hefði ég síðan legið dauður á sjáv arbotni, hefði ég ekki skipt um skip. Ég hélt síðan til Mílanó og leitaði þar að söngkennara, sem líklegur var til þess að eyðileggja mann á sem lengstum tíma. Það var ég sem prófaði kennarana, en þeir ekki mig, og eftir að hafa prófað þá fjóra fann ég einn, sem mér líkaði, barytonsöngvara frá Sikiley, ekki víðkunnan, en hinn ágætasta kennara. — Og í Flórenz söngstu fyrsta óperuhlutverkið? — Já, það var einmitt í Tosca, hlutverk Cavarradossi. Ítalíudvölin var mér ógleyman- legt ævintýr. Ég hygg, að þau ár hafi í lífi mínu komið næst stú- dentsárum þeirra, sem hafa verið svo hamingjusamir að ná þeim áfanga að nema við háskóla. Það voru yndisleg ár. Allt var svo bjart framundan og syngjandi glatt, áhyggjur fyrirfundust eng- ar, engar peningaáhyggjur og vissulega er hver maður sæll sem er laus við þær! Já, það voru hamingjusöm ár. — Þú hefir sungið við konung- legu óperuna dönsku lengst af síðan námi lauk? — Já, í 19 ár. Fyrst eftir að ég kom frá Ítalíu fór ég í mikla söngferð um Evrópu með vinum mínum í Karlakórnum. Síðan við Konunglega. — Og þú kannt því vel? — Já, Konunglega óperan er perla. Vandað hús. Mér hefir lík- að vel við Dani og ég held að þeim hafi líkað sæmilega við mig. Annars hefðu þeir ekki haft mig á sviðinu í nær tuttugu ár. Þú getur bölvað þér upp á að það er ekki bara vegna þess að ég er íslendingur........ Annars skiptast á skin og skúr ir í lífi söngvarans eins og geng- ur. Maður verður stundum fyrir barðinu á blöðunum og það er þá að kunna að taka því. En eitt hefi ég lært, að það er ekki eins erfitt að gangrýna eins og margur heldur. Sumir halda að við óperusögnv arar séum miklir fjárgróðamenn, eignumst gull og græna skóga. En það er mesti misskilningur. Það eru ekki nema heimsnöfn, al- heimssöngvarar sem þéna Við hinir förum líklega á hreppinn á endanum. — Þú hefir verið hamingju- samur á óperusviðinu, Stefán? — Ég hefði orðið lélegur bóndi. Það veit ég fyrir víst. Ég var svo óskaplega ófjárglöggur heima í Skagafirði. Já, hamingjusamur, spyrðu. Operusöngur er yndisleg list- grein og svo hafði ég alltaf gaman af ljóðum. En þegar maður fer að gera listina að atvinnugrein, þá fer ævintýraglansinn af þessu mikla Eldorado. Þannig ar það með allt, þegar brauðstritið kem- ur til sögunnar. Það er gaman að syngja, en það er bara gaman að syngja, þegar maður er upp- lagður og langar til þess. En óperusöngvarar verða að syngja á hverju kvöldi. Það er mergur málsins. Meira hef ég ekki að segja. — Og samkeppnin er hövð? •— Já, eins dauði er annars brauð. í óperusöng eru menn ekki látn- ir lafa í stöðunni vegna þess að þeir hafi gegnt henni svo lengi, eins og sums staðar annars staðar. Nei, það er sent boð eftir öðrum yngri og betri. Fólkið vill ekki nema það bezta og fóíkið á að fá það bezta. Það þarf járnheilsu til þess að vera óperusöngvari. Og listin er sú að kunna að gera sér starfið létt. Það er enginn galdur að standa á sviðinu og blána og belgja sig út af áreynslu framan í áhorfendur. Listin er að kur.na að syngja alveg fyrirhafnarlaust. Þess vegna halda sumir, að það sé ekki annað en stinga tungunni út um glugga, og biðja mann í öllum bænum að syngja nú eina eða tvær aríur fyrir sig áður en maður fari í háttinn. Stundum fær maður iöðvunga, mikla löðrunga í þessu staríi. Og við kunnum kannski síður að bera þá en aðrir. Við er- um kannski viðkvæmnari en aðrir. En það er eins með það og annað í þessu lífi. Ei engir skuggar væru til væri heldur ekkert sólskin. Og ég er þakk- látur fyrir sólskinið. — Hver er stærsta stundin í lífi þínu, Stefán? — Ég held að þær séu tvær. Onnur sú þegar ég kom lifandi út úr Tosca 1932, þegar ég söng í óperu í fyrsta sinn. Hin var eftir fyrstu hljóm- leikana mína hér í Reykjavík, eft- ir að ég kom heim frá námj á Ítalíu. Richard Thors og hin yndis lega fjölskylda hans sat þar á fremsta gekk og mér var mikið í mun að sýna honum að góðvild hans hefði ekki verið á glæ kast- að. — Hvernig þykir þér að koma heim og syngja? — Það er stórkostlegt að vita hve mörgum þykir vænt um mann. Það er ekki lítill styrkur fyrir mann í lífinu að finna hlý- hug næstum allra, sem maður hittir, jafnt þeirra sem maður þekkti áður og þeirra sem ókunn ugir eru. Ég fer ekki í launkofa með það. Það hefir verið mér ómetanlegt. Þegar maður dvelst í Dan- mörku þá sér maður laridið í ævintýrabjarma. Það er satt þetta með fjarlægðina og fjöllin bláu. Það er kannski ekki allt jafn blátt, þegar maður kemur nær því. En ef til vill er það fyrirtak samt að trúa því að hlutirriir séu betri en þeir raunverulega eru. Það er mín skoðun, og það skaðar engan. Já, það er mér ævintýri að koma hingað heim, því hér bera mig allir á höndum sér. Og hvers vegna ekki að lauga sig í sólinni meðan hún skín? Ég er svo óskammfeilinn að ég tek á móti öllu þessu með þakk- læti og gleði. ggs. Sólarorka er nú byrjað að reisa fyrstu sól- orkustöð í heimi. Miðhluti stöðv- arinnar er 40 metra hár turn með gufukatli, sem snýst um ás. Um- hverfis turninn er komið fyrir stórum endurvarpsspeglum, er snúast á hringlaga sporbrautum. Þeir eru 1300 að tölu. taka á móti sólargeislunum og beina þeim að yfirborði gufuketilsins. Vatnið I honum hitnar upp í suðumark, og gufan er leidd eftir pípum og látin reka 1200 kílóvatta gufu- hverfil. Sólorkustöð þessi mun fram- leiða hér um bil 2.500.000 kíló- vattstunda raforku á ári. , í SOVÉTLÝÐVELDINU Armeníu % LESBÓK BARNANNA Struturinn R \ SIVIIJ S Einu sinni fóru Rasmus ©g negrakóngurinn í gönguferð. Þeir höfðu fíl- inn Jumbó með sér, því það er alltaf gott að hafa einhvern sterkan til að gæta sín. Loksins komu þeir að krókódílafljótinu og þeir fengu sér báðir bað, meðan Jumbó sá um, að krókódílarnir kæmu ekki of nálægt. En hvað þetta var gaman. þeir blésu frá sér niðri í vatn- inu, svo að loftbólurnar gusuðust upp. En svo fór Jumbó að hnerra og þeir urðu að fara í land. „Sjá- ið þið, hvað ég fann í ánni“, kallaði Jumbó, og sýndi þeim fiösku með tappa L tsbólt (ðlDðtlttð 17 1. árg. Kitstjári: Kristján J. Gunnarsson 6. okt. 1957 Þetta er flöskuskeyti", sagði Rasmus, þegar hann sá flöskuna. „Kannske er það bréf um stóran fjár- sjóð, sem við getum fund- ið“, — „Sækið þið Samma og Simma", kallaði negra kóngurinn. — Rasmus hringdi til þeirra og þeir söfnuðust allir saman kring um flöskuna. Þeir tóku bréfið úr henni og Rasmus las það fyrir þá: „Kæri negrakóngur, þetta er bréf frá litla, sæta drengnum þínum, honum Bamba. Mannstu eftir mér? Ég hljóp að lieim- an fyrir Ianga löngu. Nú er ég fangi hjá stórum sirkusflokki og ég verð að Ieika fífl allan daginn. Getur þú ekki komið og hjálpað mér?“ Aumingja góði negra- kóngurinn fór að gráta, þegar hann heyrði þetta. Úr bréfi: Ástin mín, fyrir þig gæti ég vaðið gegnum eld og vatn. Á morgun kem ég og heim- sæki þig —, ef ekki rignir. — ★ ,— Rakarinn: Óskar herr- ann, að ég geri meira? Viðskiptavinurinn: Nei takk, ég vildi gjarnan fá að halda nefinu eftir! EINU SINNI voru þrír litlir kettlingar, sem hétu Gosi, Glettir og Glanni. Litli drengurinn, sem átti þá, var kallaður Tommi. Einn fagran vormorgun sátu þeir allir á tröppun- um fyrir framan húsið og spjölluðu saman. „Við eigum allt of hversdagslega ævi,“ sagði Glanni, „hér gerist aldrei neitt, sem fær hárin til að rísa á rófunni . . . .“ „Þú hefur rétt fyrir þér“, svaraði Gosi. „Við nútíma kettir vitum ekki, hvað við förum margs á mis. Við ættum að læðast um hagann og vera á veiðum eins og forfeður okkar gerðu“ »Ég er ykkur báðum sammála", sagði Glettir. „Við gerum ekkert ann- að en að láta eftir öllum duttlungum Tomma. — Hann og vinir hans vekja okkur af værum blundi, hvenær sem þeim dettur í hug að vilja leika sér við okkur. Þeir toga okk- ur og teygja, svo við höf- um aldrei stundlegan frið. Mér liggur stundum við að óska, að ég hefði enga rófu, sem hægt er að toga í“. „Eftir hverju erum við þá eiginlega að bíða“, sagði Glanni, um leið og hann spratt á fætur. „Ég skal vísa ykkur leiðina út á stóru veiðilöndin, þar sem hagamýsnar eru. Verðið þið samferða?" „Já, við komum“, svör- uðu Gosi og Glettir einum rómi. Kettlingarnir voru komnir hálfa leið út að hliðinu, þegar þeir heyrðu að útidyrnar voru opnað- ar. Þeir litu við og sáu Tomma koma á eftir sér með mjólkurskál í hend- inni. Kettlingarnir þrír snéru eldsnöggt við og flýttu sér, hver sem betur gat í áttina til Tomma. Og áð- ur en hann gat látið skál- ina niður, hlupu þeir upp um hann og mjálmuðu sultarlega. Svo fóru þeir að lepja í sig mjólkina af mikilli græðgi, mal- andi og iðandi af ánægju. Tommi settist hjá þeim og strauk þeim um bakið. Á eftir settust kettling- arnir aftur á tróppurnar og fóru að þvo sér. „f raun og veru“, sagði Gosi um leið og hanu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.