Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 6. okt. 1957 MORGUNBLAÐIÐ ir Erfiðleikar húsmæðranna SKORTUR á brauðum heíur gert húsmæðrunum erfitt fyrir á þessu sumri. í 3 mánuði voru eng in brauð bökuð vegna verkfalls- ins, og loksins er brauðgerðar- húsin hefja bakstur á nýjan leik, virðist svo, sem ekki sé hægt að baka nóg af brauðum, að minnsta kosti ekki um helgar. Sl. sunnudag vantaði mig hveitibrauð. Ég fór í allar nær- liggjandi brauðbúðir, og hringdi í 4 brauðgerðarhús, en alls staðar var sama svarið, — engin brauð til. Það vekur furðu, að ekki skuli vera hægt að fá keypt brauð á meðan brauðsölur og brauðgerð- arhús eru opin. Kjötið En þetta með hveitibrauðin er ekkert einsdæmi. Það er svona á ótalmörgum sviðum. Húsmæðurn ar sjálfar virðast varla geta á- kveðið hvað þær ætla að kaupa, a.m.k. í úthverfunum. Úrvalið er ótrúlega lítið í verzlunum, — einn daginn er ekkert hægt að fá nema lambakjöt og innmat, (náttúrlega eðlilegt í sjálfri slát- urtíðinni), en ef húsmóðirin ætl- aði nú t.d. að fá nautakjöt? Ja, þá verður hún annaðhvort að fara niður í bæ, eða bara hætta við að hafa nautakjöt og kaupa lambakjöt í staðinn. Rjóminn Nú það er nú alltaf sama sag- an með blessaðan rjómann. Hús- mæðurnar verða að láta sér lynda að fá ekki minni skammt en einn pela, víðast hvar í bæn- um. Það eru nú áreiðanlega um það bil 3 ár síðan fyrst var far- ið að tala um þetta óréttlæti sam sölunnar hér á kvennasíðunni, en hún orkar víst ekki mikils, þvi allt situr í sama horfinu. Þó náði hún svo langt að fyrir um það bil ári hringdi einn af for- stjórum samsölunar til kvenna- síðunnar og bauð henni að koma og skoða framleiðsluna, og sagði jafnframt að í náinni framtíð yrði farið að selja mjólk og rjóma í handhægum pappaum- búðum og þá í litlum skömmt- um eins dr. umbúðum. — En vegna anna komst kvennasíðan aldrei £ samsöluna og varð ekkert úr heimsókninni, en ekkert bólar ekki konum sínum til þess, en samt ætti það að liggja í augum uppi að konurnar ættu að hafa hönd í bagga með að stjórna þjóð arbúinu, eins og þær hafa hönd í bagga með að stjórna hverju ein- asta öðru búi í landinu, og ekk- ert þeirra er eins á hvínandi kúp unni og þetta blessaða þjóðarbú. — A. Bj. „Hristi“-glasið, sem nú er orðið ómissandi á hverju heim- ili má fyrir utan að hrista í því hveitijafninga, nota til þess að þeyta rjóma. Þuð gengur bæði fljótt og þar að auki slettist ekki. MOLAR Það er ekki rétt Ef svo vill til að kork-biti lendir í glasi, fara menn óðar að veiða hann upp úr. Ekki má verða ögn eftir. Sumir halda að korkurinn festist í hálsinn, aðr- ir að hann sitji eftir í þörmunum eða jafnvel í botlanganum og það geti valdið dauða manns, og þess vegna liggur við að menn vilji heldur fleygja víninu en eiga slíkt á hættu. Þetta er þó óþarfa hræðsla. Engin hætta er á ferð- um þótt svolítill korkbiti fari of- an í mann, því korkur er eins og menn vita, bara trébörkur og ekki ómeltanlegur. Hins vegar er hann ekki góður á bragðið og þess vegna kannske bezt að veiða stærri bita upp úr. ENDURSKINEFNI Og Flugbrautum ér Centerlite Hvítt á daginn Hvítara en hvítt á nóttunni CODIT endurskinefninu. Umhoðsmenn fyrir: MINNEASOTA MINING Mfg. Co. ÍHISniNSSÍNtJOmSIH R f Grjótagötu 7 — Sími 2-42-50 á pappaumbúðunum og dl. skömmtunum. Smjörið Skýrt hefur verið frá þvi 1 fréttum blaða og útvarps að mikl ar- smjörbirgðir hefðu hlaðizt upp í landinu á meðan á brauð- leysi höfuðborgarinnar s*óð í sumar. Ég hugsa að mörgum hús- mæðrum hafi þá orðið 4 að hugsa gott til glóðarinnar að nú myndi verðið á smjörinu lækk- að, til þess að koma því út áður en það ske.mmdist. En hvað ger- ist? Ekki am.að en það að niður- greiddi s; jörskammturinn ev minnkaður um helming. Sem sagt, smjörverðið er hækkað. Alveg má það furðu sæta, hvílíkt ráðslag er hér á öllum sköpuð- um hlutum. Viðast annars staðar mótast verð af framboði og eftirspum, en hér virðist það alveg öfugt, eða a.m.k. kemur framboðið verð inu ekki hið minnsta við. Nei, hér vilja ráðamennirnir heldur láta t.d. smjörbirgðirnar skemmast og fara 1 sapu og smjör líkisgerð (eða hvað það nú er), heldur en að gefa íslendingum færi á að smyrja brauðið sitt og borða góða og heilnæma fæðu. Þetta stafar trúlega af því að á flestum ef ekki öllum sviðum eru karlmennirnir einráðir í því að stjórna og ráðsmennskast með Þjóðarbúskapinn. Þeir treysta BUTTERICK - HAUSTTÍZKAN HÚSMÆÐUR! Skólafötin verða ódýrari, ef þér kaupið BUTTERI C K-snið og saumið sjálfar. SNIÐ 1957 DÖMUR! Hafið þið athugað, hve auðvelt er að sauma kjól eftir B U T T E R I C-sniðum? Ný snið mánabarlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.