Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 6. okt. 1957 Sextugur á morgun: Hannes í Hœkingsdal „Bóndi er bústólpi, bú er landsstólpi, því skal hann virður vel“. HANNES í Hækingsdal er fædd- ur 7. október 1897 að Eyrarkoti í Kjós. Voru foreldrar hans særad- arhjónin, Guðfinna Þorvarðardótt ir frá Hækingsdal, og Guðbrand- ur Einarsson frá Vindási í sömu sveit. Hannes tók við búi af for- eldrum sínum, og hefur búið í Hækingsdal í rúman hálfan f jórða tug ára. Hannes er búinn að eiga tvær konur, og missa þær báðar. Fyrri konu sína, Guðrúnu Gísla- dóttur, missti hann eftir stutta sambúð, að öðru barni þeirra. Var Hannes þá orðinn ekkjumaður 25 ára gamall, svo að segja má, að snemma hafi erfiðleikar byrjað á hans fyrstu búskaparárum. — Nokkru síðar giftist hann Sigríði Elísdóttur. Eignuðust þau 9 börn, og eru 7 þeirra á lífi, þrjár stúlk ur og 4 drengir, og voru þau öll ung, er móðir þeirra féll frá. Allir skilja, hve mikið áfall þetta var fyrir Hannes. En þá, eins og raunar síða -, kom í ljós hvað í Hannesi bjó. Nú varð hann sjálfur að vera allt í öllu, bæði úti og inni, því fáar eða oftast engar fullorðnar lcvenhendur voru á heim ilinu til aðstoðar við innanhúss- störfin. En Hannesi tókst að hafa öll börnin hjá sér, með guðs og góðra manna hjálp, þó sérstak- lega næstu nágranna. Eflaust hefði margt heimilið leystst upp, við slíkt áfall sem get- ið er um hér að framan. En það var áreiðanlega fjarri Hannesi, að halda að sér höndum og hafast ekki að. Nú fyrst reyndi á þrek hans og þolgæði, og honum tókst með mikilli prýði að sigrast á þess um mikla vanda, að vera hvort tveggja í senn, faðir og móð- ir. Og nú getur hann glaður horft yfir farinn veg. Yngsti drengur- inn hans var fermdur s.l. vor. öllum börnum sínum hefur hann komið vel til manns, og allar dætur hans hafa gengið á kvenna- skóla. Eru sumar þeirra nú heima hjá föður sínum. Þó sérstaklega ein. Einnig eru 2 yngstu dreng- irnir heima. Einn son uppkominn á Hannes, eftir fyrri konu sína og nam hann búfræði á Hvanneyri. Hannes nam einnig búfræði á Hvanneyri í tíð Halldórs heitins Vilhjálmssonar. Hannes hefur gert miklar umbætur á jörð sinni, bæði að húsbótum og ræktun, og má segja að þar sé nú rekinn all- stór búskapur. Jörðin liggur nokk uð frá aðalvegi, og er yfir óbrú- aða á að fara. (Laxá). Getur hún orðið allslæmur farartálmi, sér- staklega á vetrum, og munu þeir feðgar oft íafa orðið að elda grátt silfur í slíkum hamförum, og geta stundum liðið margir dagar, sem hún er ófær með öllu. Hannes er mikill dugnaðar- og drengskaparmaður, félagslyndur í bezta lagi. Fyrr á árum starfaði hann sem ágætur ungmennafélagi, og um eitt skeið var hann formað- ur' U. M. F. Drengs, foi-m. f jár- ræktarfélags Kjósarmanna, í stjórn fiskiræktarfél., situr í hreppsnefnd sveitarinnar o. fl. mætti upp telja, sem Hannes starfar að í félagsmálum. Ekki kæmi mér á óvart, þó að mannmargt yrði hjá Hannesi þenn an dag, svo er hann vel kynntur, enda ekkert óvanalegt að gest- kvæmt sé í Hækingsdal, því þar er öllum vel og vinsamlega tekið. Til hamingju með daginn, og farsæla framtíð, góði kunningi. — St. G. Tillöour VÍ um skattaraál og ,9sér- fræðingaálitið46 A. AÐALFUNDI Verzlunarráðs íslands á dögunum var gerð svo- hljóðandi ályktun um skattamál: „Aðalfundur V.í. 1957 vill enn- þá einu sinni vekja athygli á, að brýna nauðsyn ber til, að nú þeg- ar verði hafizt handa um gagn- gerða endurskoðun á löggjöf um skatt- og útsvarsgreiðslur fyrir- tækja. Fjöldi fyrirtækja greiðir nú meira en hreinar tekjur sínar í skatta, en samvinnufélög og fyr- irtæki ríkis og bæja eru nær al- gerlega skattfrjáls. Fyrirsjáan- legt er, að nær allur einkarekst- ur í landinu mimi dragast veru- lega saman eða leggjast niður með öllu til óbætanlegs tjóns fyr- ir þjóðarheildina, verði ekki úr þessu ófremdarástandi bætt. Það hlýtur að vera skilyrðis- laus krafa, að allur sambærilegur atvinnurekstur í landinu búi við sömu reglur um skattlagningu'*. Þá samþykkti aðalfundurinn eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur V.í. 1957 lýsir furðu sinni á því, að álitsgerð sérfræðinga Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem hingað komu á veg- um ríkisstjórnarinnar, skuli vera haldið leyndri fyrir alþjóð, og skorar á ríkisstjórnina að birta hana nú þegar, svo að menn geti kynnzt því hvernig hlutlausir sér fræðingar litu á efnahagsástand þjóðarinnar fyrir rúmlega ári síðan, þegar álitsgerðin var sam- in, og hvaða úrlausnarleiðir þeir hafi bent á“. Findus-barnamaturinn er búinn til samkvæmt fyr- irmælum víðkunnra sænskra bamalækna og hefur hlotið opinbera viðurkenningu sænskra heilsu- verndarstöðva, barnaheimila og barnaspítala, — enda fylgist „STATENTS INSTITUT FÖR FOLKHÁLSAN“ stööugt rneð framleiðslu hanr Þær verzlanir, er selja Findus-barnamat hafa ná- kvæmar töflur samdar af sænsku ríkis-heilsuvernd- arstöðinni, er tilgreina efnagreiningu hverrar teg- undar af Findus-barnamat, næringargildi hennar og vítmín innihaldi. Sömuleiðis eru fyrir hendi fullkomnar leiðbeiningar um hvernig gefa skuli matinn og hvaða tegund henti bezt hverjum aldurs- flokki barna. Reynum jafnan að hafa 14 tegundir af Findus-bama- mat fyrirliggjandi: Aðeins það beztza er nógu gott handa ungbörnunum Mœgnús Kjtsran, Umboðs- og heildverzlun Bananamauk Bláberjamauk Eplamauk Plómumauk Blandað grænmeti Grænmeti með lifur Grænmeti með kjöti Gulrætur með smjöri Kjúklingamauk Apríkósumauk Pínut-mauk Fiskmauk Rósberjamauk Ertumauk FINDUS b arnamatur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.