Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 16
íe MORGV1SBLAÐ1Ð Sunnudagur 6. okt. 1957 Matvœlageymslan hf. við Langholtsveg hefir mótttöku í sláturtíðinni, sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 5—7, nema á laugardögum frá kl. 11—2. — Tekið á móti greiðslu á staðnum. Nokkrum hólfum er óráðstafað. Matvælageymslan við Langholtsveg. Hvítt sement Sá, sem getur útvegað 15—20 poka af hvítu sementi, fær 500 krónur. — Tilboð merkt: „Hvjtt sement — 6876“ sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Viðsklptafræðingur með talsverða þekkingu og reynslu í inn- og útflutnings- verzlun og öllum algengum skrifstofustörfum, óskar eftir atvinnu. Góð meðmæli fyrir hendi. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Laus— 6871“. Þeir sögðu að málnytin dytti úr kúnum, þegar ég söng í fjósinu fyrir norðan Afmœlisrabb við Sfeián íslandi fimmtugan R Ö D D I N er bæði lítil og ljót, sagði Geir vígslu- biskup á Akureyri við mig, þegar ég kom til hans innan við tvítugt vestan úr Skaga- firði og bað hann að prófa í mér röddina; hvort ég myndi nokkurn tímann geta orðið söngvari. Líklega er það vitni um dæmalausa bjartsýni æsk- unnar, að ég lét þetta ekkert á mig fá. Örlögin báru mann áfram. Þú spyrð hvers vegna ég hafi orðið söngvari. Bæði ó- viljandi og vísvitandi mundi ég svara. Maður var ginntur, laðaður og hrint út í söng- listina! Þannig komst Stefán íslandi að orði einn daginn í vikunni, þegar Innanhússmálning og lökk Allir litir lagaðir Bankastræti 7 — Sími 22135 Laugavegi 62 — Sími 13858 ég hitti hann að máli í búnings- klefa númer fimm í Þjóðleikhús,- inu. Valdimar dyravörður hafði vís- að mér upp skömmu áður, og þegar ég hitti Stefán var hann í óða önn að taka á sig gervi Ca- varadossi listmálara, en sem slík- ur hefir þessi hugljúfj söngvari og mikli listamaður enn einu sinni hrifið alla þá sem til hans hafa heyrt. í dag á 'Stefán fimmtugsafmæli og í kvöld heldur hann upp á það með því að syngja í Tosca, — sama hlutverki og hann fór fyrst með á sviði suður í Flórenz fyrir 25 árum, þá ungur sveita- drengur kominn alla leið norðan frá íslandi til þess að læra söng. Það er langur vegur frá Syðra- Vallholti í Skagafirði upp á óperu svið heimsborga sem dáður og virtur söngvari, elskaður af að minnsta kosti einni og hálfri þjóð — og þó líklega miklu fleirum. Þá leið ganga ekki aðrir en lista- menn af Guðs náð, en prúð- mennskan, Ijúfmennskan og lítil- lætið auk afbragðs raddar hafa gert Stefáni þá leið óvenju greið- færa. ★ Stefán situr fyrir framan speg- ilinn, ber farða á andlitið og smám saman meðan við spjöllum fæðist ítalski listmálarinn Cavara dossi. — Ég hefi víst alltaf orgað, segir Stefán. Að minnsta kosti frá því ég man eftir mér. Ég æfði mig í fjósinu í Syðra-Vallhoiíi, en það líkaði fjósamanninum ekki sem bezt. Hann sagði að mál- nytin dytti úr kúnum við hljóð- O F LONDON SNYRTIVÖRUR Varalitur nr. 1—17 Cream Puff, 3 litir Velvet Touch, 3 litir Púður, 3 litir Augnabrúnalitur Naglalakk HárrúIIur, plast Hárkambar Hárspennur með hnúð Hár-clips Hárlakk Hárlagningavökvi Háralitur PETUR PETURSSON HAFNARSTRÆTI 7 Heildverzlun Hafnarstræti 4 — Símar 19062, 11219 Réttirnar og sláturtíðin voru tímar mikils söngs, þegar ég var strákur. Þá fórum við inn á Krók- inn og karlarnir söfnuðust saman í skjóli undir vegg hjá Apótekinu þar sem þeir fengu sprittið og síðan var tekið að kveða og syngja. Menn kváðu Hólastemmu og margar aðrar og sungu tví- söng, þá var ég alltaf látinn syngja með, 12 til 14 ára gamall. Svo man ég eftir því að eitihvað fór ég að syngja á böllum um sveitina, og það fór að kvisast um fjörðinn að strákurinn í Vall- holti væri alltaf gaulandi. A Króknum var ég tíður gestur hjá Kristjáni kaupmanm Gísla- syni, en Dúa dóttir hans var sú eina þá í Skagafirðinum sem spil að gat fyrir söng. Og eitt sinn þegar Esjan gamla er stödd á Sauárkrók var Hjalti Jónsson kon súll með henni og sat hjá Krist- jáni. Það atvikaðist þannig, að ég var fenginn til þess að syngja og Dúa spilaði undir. Og líklega hef- ir Hjalti verið það vel við skál að hann varð hrifinn af söngnum og sagði, að ég skyldi koma og finna sig þegar ég kæmi suður. Skildum við svo mestu mátar. Nokkru seinna fór ég til Akur- eyrar og hitti Geir vígslubiskup, sem var ekki alveg á sama máli og Hjalti, en ég lét það ’ítið á mig fá.. Og svo fór ég að velta því fyrir mér að fara suður. Á leiðinni söng ég á fyrsta plássi á skipinu fyrir atbeina Guðjóns Jónssonar bryta, ágætis söng- manns, og skutu farþegarnir sam an og urðu það alls 70 krónur i beinhörðum peningum sem ég fékk fyrir sönginn, meira fé en ég hafði nokkurn tímann áður séð. í Reykjavík tók Hjalti mér afbragðsvel og borðaði ég hjá þeim hjónum endurgjaldsiaust allan veturinn á Bræðraborgar- stígnum. Þá var ég 19 ára gamall. Um vorið vantaði mig vinnu og þá sagði maður við mig: Hvers vegna ferðu ekkitilThors Jensens það er bóngóður maður sem mikið hefur umvélis. Ég gerði það, kvaddi dyra á Fríkirkjuveginum og Thor tók mér ljúfmannlega. Hann bað mig að fara upp að Lágafelli og hitta ráðsmanninn Kristin Guðmunds- son. Hann myndi strax láta mig fá vinnu. Þar var ég sumarið og hjólaði upp eftir á hverjum morgni frá Reykjavík. Næsta vetur söng ég með Karlakór Reykjavíkur og þá hófust kynni mín af þeim ágætu mönnum sem í honum eru og hafa verið. Þar hefi ég eignazt marga af mínum traustustu og beztu vin um. Og sumir eru þeir enn í kórnum sem ég söng með þennan fyrsta vetur — eftir 30 ár. Svo hélztu til Ítalíu? — Já, en það var ákaflega ( merkilegt. Einn daginn kom Ric- , hard Thors að máli við mig og bauð mér, án þess að ég þekkti hann nokkuð, að kostá mig til söngnáms á Ítalíu. Það skyldi aldrei kosta mig eyri. Og endur- gjaldið skyldi ekkert annað vera en það að námið bæri þann bezta árangur sem unnt reyndist. Mér varð svo mikið um þetta boð að ég labbaði heim og lagðist í rúmið. Svo tók ég því auðvitað, því þá kostaði offjár að læra söng á Ítalíu, þótt ekki sé það ódýrara núna. Og í dag get ég dæmt um það að þetta boð Richards er einn af þessum stóru, fágætu hlutum í veröldinni. Liklega hefir ungur maður aldrei haft betri að- stæður en ég að fara að læra söng. Þar skorti ekkert. Ég átti að fara með norska fiskflutningaskipinu Áslaugu til Ítalíu veturinn 1930, en ég kunni enga norsku og tók mér far með öðru fiskflutningaskipi Thors Jen sens, Vestra, sem fór um svipað leyti. Þar var hamingjan mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.