Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ S-stinningskaldi, þokusúld eða rigning með köflum 226- tbl. — Sunnudagur 6. október 1957. Reykjavíkurbréf er á bls. 13 RIYKJAVIK HATNARFJÖRÐUR NORÐFJÖRÐUR AKRANES Kr.2240,- Kr. 3535 - Kr. 3590,- Kr.3850,- Hvað hefur verka- maður í útsvar? MARGUR verkamaður með stöðuga vinnu hafði á síðasta ári um 50 þúsund krónur í tekjur. Ef hann á konu og 3 börn fær hann nú í útsvar: 3850 kr. 3590 kr. 3535 kr. 2240 kr. í ríki framsóknar, krata og kommúnista á Akranesi. í ríki kommúnista á Norðfirði. í ríki krata og kommúnista í Hafnarfirði í Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðis- manna. 2. umferðarvika Slysavarnafélag íslands og Eindindsfélag ökumanna, í ná- inni samvinnu við Umferðar- nefnd Reykjavíkur, verða helztu aðilar í herferðinni gegn um- ferðaröngþveiti og umferðarslys um vikuna 6.—12. október. Munu þessi félög ræða umferðarmálin í blöðum og útvarpi og halda sam eiginlega sýningu. Þá munu og verða sýndar umferðarmyndir í nokkrum kvikmyndahúsanna. Mark og mið allra aðila með um ferðarvikunum er: Endurbætur í umferð, meiri umferðarmenn- ing, færri slys. Skipulagsupp- drætti af SkiM- inganesi mótmæll GERÐUR hefur verið skipulags uppdráttur af Skildinganesi sunnan flugvallarins. Þar á að rísa íbúðarhverfi, raðhús, og hef ur skipulagsuppdrátturinn verið lagður fram til sýnis. Þeir, setn þess óska að gera athugasemdir við slíka uppdrætti, er það heinri- ilt lögum samkvæmt. Hefur Ingi mar Brynjólfsson, stórkaupmað- ur, Baugsvegi í Skerjafirði, mót- mælt skipulagsuppdrættinum í bréfi sem lagt var fram á fundi bæjarráðs á föstudaginn. Bæjar- ráð vísaði erindi þessu til sam- vínnunefndar um skipulagsmál. Klukkunni verður seinkað 27. október ÞAÐ var misskilningur í blaðínu í gær, að klukkunni yrði seink- að um þessa helgi. Það verður ekki fyrr en fyrsta sunnudag í vetri, sem er 27. þ. m. Lesendur blaðsins eru beðnir veivirðingar á þessum mistökum. Úiiil fyrir landlegu hjá Akranesbálum Akranesi, 5. október: Sjö rek- netjabátar héðan voru á veiðum í nótt. Sá aflahæsti var með 40 tunmir, næsti 25 og síðan stig- lækkandi niður í tvær tunnur á bát. Síldin er ekki góð. Sunnan og suð-vestan stormur er og vaxandi sjór úti fyrir. Stöð- ug rignirig er ' dag. Hjá trillubátunum hefur verið að heita má, aflalaust hér í sum- ar. Síðustu f jóra dagana er þetta að breytast til batnaðar. Eru sjó- menn nú að vona að ný síldar- ganga sé að koma á miðin. — Oddur. Dælustöð reist við Fúlutjörii Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var lagt fram bréf frá hjtaveitunefnd bæjarins er á fundi sínum daginn áður hafði fjallað um dælustöðvar- fcyggingu við hina vatasmiklu borholu við Fúlutjörn. Nefndin lagði til við bæjarráfJ að nú þegar yrði hafizt handa um byggingu dælustöðvarinnar, og að frá henni verði lagðar aðalæð ar um Borgartún og Nóatún og þær tengdar inn á hitaveitukerf- ið. Bæjarráð féllst á þessar tillög- ur hitaveitunefndarinnar. Happdrætti SÍCS í GÆR var dregið í 10. fl. vöru- happdrættis S.Í.B.S. Dregið var um 500 vinninga að fjárhæð alls 570.000 kr. Hæstu vinningarnir eru þessir: 100 þús. kr. nr. 2172, seldur í Kópavogi. 50 þús. kr.: 28031, seldur í Siglufirði, 10 þús. kr.: 5393, 11039, 16086, 20978, 21398, 32283, 38131, 42126, 48133, 48982. (Birt án ábyrgðar). AKUREYRI, 5. okt. — M.s. Súlan komst á flot af eigin rammleik í gær. Er hún óskemmd en verður tekin í slipp til nánari athugun- ar. —vig. Forsetinn i Kaupmannahöfn Eftir að Ásgeir Ásgeirsson forseti og frú hans höfðu verið viðstödd útför Hákonar konungs VII fóru þau með járn- brautarlest suður eftir Svíþjóð áleiðis til Kaupmannahafn- ar. Þar munu þau dveijast í um vikutíma og fá tækifæri til að ræða við ýmsa danska forustumenn. Mynd þessi var tekin af forsetanum við komuna til Kaupmannahafnar. — Til vinstri er frú Bodil Begtrup fyrrv. sendiherra Dana á Islandi. Til hægri er H. C. Hansen forsætis- og utanríkis- ráðherra Dana. 13 árekstrará mótum Laugavegs ojí Snorrabrautar SKYRSLUR lögreglunnar í Reykjavík um árekstra 1956 bera með sér eftirfarandi: Gatnamót Laugavegs og Snorra- brautar = 13 árekstrar. Langsamlega algengustu á- rekstrar við þessi gatnamót eru „aftanáárekstrar“. Tíðastir eru þeir á Laugaveginum enda um- ferð mest við gatnamótin vestur þá götu. Á Laugav. milli Snorra- brautar og Rauðarárstígs urðu auk þess 11 árekstrar vegna stöðvunar við gatnamót Snorra- brautar. Stöðvun við þessi gatnamót veldur því umferðarhættu allt austur undir Rauðarárstíg. Ökumenn! Hafið þetta hugfast er þér akið á þessum slóðum. (Umferðarvikan) Erfið flug- skilyrBi Nokkrar truflanir urðu á flug- samgöngum í gær vegna veðurs. í nótt voru 2 vélar frá Flug- félaginu á Akureyri. Voru þær á leið til Þórshafnar og Egils- staða, en vegna slæmra veður- skilyrða lentu þær á Akureyrar flugvelli og héldu þar kyrru fyr- ir. Flugvélin, sem fór til Kaup- mannahafnar í gær, lagði í seinna lagi af stað héðan, en var vænt- anleg aftur í nótt. Edda, flugvél Loftleiða, hélt kyrru fyrir í nótt x Osló vegna veðurs, en átti að koma til Reykjavíkur kl. 10—11 í morg- un. Reykjavíkurflugvöllur var lokaður við og við í gær. „Sérhagsmunaöflin verði sett til hliðar, og kreddutrúarmenn kommúnista gerðir áhrifalausir" YfirIýsing Eysteins Jónssonar tyrir siðustu kosningar EFTIR að Morgunblaðið hafði birt myndir af yfirlýsingum mál- gagna Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins fyrir síðustu kosningar um að aldrei skyldi unnið með kommúnistum á Tím- inn þá afsökun eina, að „engar yfirlýsingar af hendi Eysteins Jónssonar eða Hermanns Jónas- sonar, sem útilokuðu samstarf við Alþýðubandalagið" hafi verið gefnar. í þessu felst, eins og bent var á hér í blaðinu í gær, að ekkert mark sé takandi á málgögnum Hræðslubandalagsins. En auðvit- að voru þau þó að endurtaka yfirlýsingar aðalleiðtoga Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins, þeirra Eysteins Jónssonar og Haralds Guðmundssonar. Það vill líka svo vel til að í ræðum Eysteiij^ Jónssonar frá því fyrir kosningarnar sumarið 1956 liggja fyrir skýlausar yfirlýsing- ar um að Framsókn og Alþýðu- flokkurinn muni aldrei vinna með kommúnistum. Borgarnesyfirlýsing Eysteins Hinn 24. apríl 1956 birti Tím- inn útdrátt úr ræðu, sem blaðið segir að Eysteinn Jónsson hafi haldið í Borgarnesi sunnudaginn 22. apríl og í Hafnarfirði föstu- daginn þar á undan. í fyri'rsögn Tímans á í-æðunni er m. a. kom- izt að orði á þessa leið: „Engin samtök um farsæla framfarastefnu möguleg meðan sérhagsmunaöfl íhalds og komm- únista hafa stöðvunarvald í mál- efnum landsins vegna sundrung- ar annarra“. Síðan kemst E. J. að orði á þessa leið í ræðu sinni og eru ummælin Ijósmynduð upp úr Tímanum hinn 24. apríl 1956: þessum orðum, samkvæmt frá- sögn Tímans 24. apríl 1956: , s-,-. verM *<*« M J, f,i 5. * ' ;>’< - i« ■» h..... t,v< a< ',r Síðar kemst Eysteinn Jónsson að orði á þessa leið í sömu ræðu: Loks lýkur Eysteinn Jónsson Borgarnesboðskap sínum með Þarf frekar vitna við? Þarf frekar vitna við um það, að Eysteinn Jónsson lýsti því skýrt og skorinort yfir fyrir hönd Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 1956, að stjórnar- samvinna við kommúnista kæmi ekki til greina? Áreiðanléga ekki. Það eru þess vegna ekki aðeins „Dagur“, „Tíminn“, „Alþýðublað- ið“ og fyrrverandi formaður AI- þýðuflokksins, Haraldur Guð- mundsson, sem lýstu því yfir að samvinna við kommúnista væri útiiokuð. Eysteinn Jónsson kemst ekki framhjá sínum fyrri um- mælum um að þjóðinni sé nauð- synlegt að gera „kreddutrúar- menn kommúnista áhrifalausa". Eymd hans og niðurlæging nú, þegar hann segir stjórnarsam- starf sitt við kommúnista vera í „samræmi við fyrri yfirlýsingar“ sínar hlýtur þess vegna að verða aiþjóð Ijós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.