Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. okt 1957 VORClJyBT AÐIÐ » Sigurður Sigurðsson undanreiðarmaður leggur reiðing á trúss- hestinn sinn. í göngum á Norðurheiðum er hesturinn enn þarf- asti þjónninn. Þangað hefir tæknin ekki náð enn. þarna“. Engan heyrði ég malda í móinn eða láta í ljós óánægju yfir því hvar hann ætti að vera. Umyrðalaust gekk hver til síns verks. Hér virtist mér ríkja sami andi og hjá skipstjóra á "jónum. Gangnastjórinn var algerlega ein valdur og mér virtist þessi bæði réttsýnn og mildur einvaldur. Hann valdi stöður manna sýni- lega eftir kunnugleika þeirra og hæfni sem gangnamanna er stillti svo til að sjálfur gæti hann haft auga með viðvaningunum. Ég held líka að enginn hafi' látið í ljós ósk um að lenda á einum stað fremur en öðrum. Heima í kofanum tók Sigurður þátt í glensi og gamni okkar hinna af sinni meðfæddu hógværð og still- jngu. Raunar vissi ég aldrei hver honum höfðu verið i göngum, hann heim og sátu veizlu hjá honum og færðu honum reiðhest með ölum tygjum. Þetta eitt sýnir hve vinsæll Guðmundur hef ir ver ið í stöðu sinni. Hitt lízt mér og að sonur hans muni einnig verða með afbrigðum vinsæll. Með lömb á hnakknefinu Fátt bar til tíðinda á leið okkar niður yfir Álfgeirstungurnar. Reiðvegur var víðast hvar sæmi- legur þar sem ég átti leið um og svifuðum við okkur til frá hægri til vinstri, riðum upp á hæðir og hóla, bæði til þess að sjá vel til næstu manna og svo til þess að ganga úr skugga um að hvergi yrðu hross eða fé eftir i iægðum og drögum. Veðrið var gott og Hittum káta mótmenn Við Galtará yfirgáfu undan- reiðarmennirnir okkur og héldu heim í kofa. Er þetta gamall siður sem lengi hefir haldizt. Við hinir fylgdum enn fénu niður vestan Öfuguggavatnshæða. Hélt svo fram undir myrkur. Er þetta nauð synlegt til þess að féð nái ekki að renna fram fyrir ána að nýju, því morguninn eftir hefjast göng- ur við ána, en rollurnar eru fjall- sæknar jafnvel þótt komið sé svo langt fram á haust. Við Galtará mæta okkur fjórir mótmenn, sem kallaðir eru. Skammt fyrir neðan ána komu þeir á móti okkur með pati og miklum handaslætti og sungu við raust. Taka þeir út sunnudags- gleði sína þarna um kvöldið, líkt og við gerðum við StrönguKvísl. Eftir að við höfðum yfirgefið safnið riðum við hratt heim i lcofa og verð ég að segja að ég varð hvíldinni feginn. Var ég orðinn kveðnar beinakerlingavísur við Hólastemmu. Margar þessara vísna eru lítt prenthæfar eins og menn munu þekkja. Beinakerl- ingin er látin kveða, en svo voru vörður á almannaleiðum nefnd- ar þar sem menn stungu legg inn á milli steina og lögðu í skammar eða klámvísu. Jósep undanreiðarmaður er vísnafróður vel og kann auk þess margar smellnar skrítlur um ná- ungann. Allt er þetta þó græsku- laust gaman, sé það tekið eins og það er meint. í gaspri því öllu sem fram fór í Galtarárkofa um kvöldið var að ýmsum sneitt og það óvægilega Enginn reiddist en allir hlógu dátt. Það mun gam all siður ef snöggur blettur finnst á einhverjum að láta hann hafa það óþvegið ekki sízt ef honum mislíkar. Reynir þá sá er fyrir verður að verja sig eftir föngum og fjúka þá ýmsar glettur Eftir söng og mas hugðist ég leggja mig í hreindýrsfeldinn góða. Ætlaði ég að sofa í hvammi rétt hjá kofanum því þröngt var Við, sem fénu fylgdum, kom- neina þeysireið að ræða framar. um á þriðja tímanum niður að Fossum og vorum þar með lausir við allar okkar gangnamanna skyldur nema hvað okkur bar að reka safnið í nátthaga um kvöld- ið. Heima á Fossum var okkur tek ið með ágætum og veittur góður beini Ennfremur fengum við þar að þvo okkur og raka. Verð ég að segja það, þótt óþarfi sé að snur- fusa sig mikið í göngum, að lof- aðir skulu þeir sem fundu upp sápuna og rakvélina I. O. G. T. Víkingur Fundur annað kvöld, mánudag, í G.T.-húsinu kl. 8,30. — Skýrslur og innsetning embættismanna. — Við gluggann. önnur mál. Fjöl- sækið stundvíslega. — Æ.t. Tökum upp um lielgina ÞÝZKAR 5 herbergja íbúðarhæð Ijósakrónur, standlampa, vegglampa, borðlampa, gangaljós og loftskálar. 140 ferm. í mjög góðu ástandi, til sölu við Háteigs- veg. — Bílskúrsréttindi. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 1-67-67 Vesturgötu 2 — Laugavegi 63 Sími 24-330 (2 línur) Safnið rennur niður í Fossadal rétt hjá bæ gangnastjóranna að Fossum. — Myndirnar tók vig. með Blöndu. Urðum við seinast eftir þrír með gangnastjóranum og áttum að ganga miðsvæðis. Mín staða skipaðist þannig að á hægri hönd mér hafði ég hinn reynda gangnamann Sigurð und- anreiðarmann og á vinstri hönd Kristján Sigurpálsson, hinn yngsta í leiðangrinum. Hógvær og mildur gangnastjóri Aldrei varð ég var við hastar skipanir gangnastjórans okkar. Af einstakri prúðmennsku sinni sagði hann okkur hljóðlega hverj um fyrir sig hvar við ættum að vera. Orðaði hann gjarnan að sér væri að, detta í hug að biðja þann og þann að ganga þarna og gangnastjórinn var fyrr sn á mánudagsmorguninn að ég spurði einn félaga minna úr SKagafirði um það. Sigurður Guðmundsson frá Fossum er ungur maður og var nú í annað sinn gangnastjóri. Tók hann við af föður sínum Guð- mundi Guðmundssyni á Fossum, sem hafði verið gangnastjóri i 30 ár en hann hafði tekið við af föð- ur sínum er stjórnað hafðj göng- um í 40 ár. Þegar Guðmundur á Fossum faðir Sigurðar, átti, stórt gangnaafmæli, mig minnir að mér væri sagt það vera er hann hafði verið gangnastjóri í 30 ár og hafði farið í göngur í 50 ár, þá sóttu Skagfirðingar, sem með sólskin öðru hverju. Get ég vart hugsað mér ánægjulegri stundir en að ríða þarna hóandi um hól- ana. Nokkur hluti gangnamann- anna mættist við vaðið á Hauga- kvísl því þar rann féð saman nið- ur með kvíslinni. Jaðarsmennirnix héldu áfram sína leið og sá ég þá ekki fyrr en um kvöldið. Eins og yfirleitt kemur fyrir í göngum varð að taka lamb og lamb á hnakknefið og reiða það ýmist I lengri eða skemmri tíma og kom það einnig fyrir nú. Stundum eru lömbin hölt eða hafa bilazt i fæti. Sum eru líka feit og þung á sér og gefast fljótt upp . Það er held ur leiðinlegur starfi að þurfa að reiða slíkan böggul á hnakknef- inu og skiptast menn því oft á um það. Ég slapp þó við þetta, enda þungt á mínnum klárum fyrir. Við sem miðsvæðis fórum fylgd um nú safninu sem þéttist óðum og fjölgaði. Var því ekki um neina þeysireið að ræða framar. Nú var hjakltað fót fyrir fót og gekk fremur hægt. svangur, því ég hafði ekki étið annað en ofurlitinn kjötbita við Haugakvísl. Spretti ég af klárun- um og sleppti þeim á beit og tók til óspilltra málanna við átið. Brátt varð ég þess var að myrk- ur var dottið á og brá við til þess að leita að hestunum mínum. Trússhesturinn minn og einn reið hestanna höfðu komið með lest- inni framan að og fann ég þá ekki, Hina fann ég brátt, þá er ég hafði haft til reiðar um daginn. Hélt ég nú með þá upp að réttinni, sem er þarna skammt frá til þess að láta þá inn í girðingu, sem þar er einnig. Einhver sagði mér að verið gæti að félagar mínir hefðu tekið hina tvo með sér, en flestir voru úti að smala hestum sínum í myrkrinu. Og það stóð heima. Þegar ég kom upp að rétt var kallað til mín og spurt hvort ekki ætti að taka út úr hestunum mínum. Ég kvað já við og þakk- aði þeim ágæta manni fyrir að hafa tekið klárana með sér. Mér leizt það lítt björgulegt ef ég þyrfti að fara að leita hesta minna þarna í kosvarta myrkri og öllum staðháttum ókunnur, en auðvitað verður hver að sjá um sína hesta. Gleðskapur við Galtará Eitthvað slæddist ofan í menn af brennivíni og hófst nú almenn- ur söngur og gleðskapur og voru inni svo að ekki var komið niður fæti á milli manna En félagar mínir sóttu mig út í hvamminn og sögðu að svo hefði aldrei verið þröngt í Galtarárkofá að menn hefðu þurft að liggja úti. Skipti engu máli þótt ég segði þeim að ekkert gæti grandað mér í pokan um góða. Inn skyldi ég og svo varð að vera. Sýnir þetta giöggt félagslyndi þeirra gangnamanna og að „þröngt mega sáttir sitja“. Lofuð veri rakvél og sápa Næsti dagur rann upp með þol- anlegu veðri þótt nokkuð væri skýjað. Hófst nú enn sama sagan og morguninn áður. Mönnurn var raðað á göngurnar, trússið bund- ið upp og lestin hélt af stað og fóru tveir menn með hana. Munu milli 15 og 20 hestar hafa verið í lestinni flestir með klyfjum. Ég lenti nú nokkuð austan við miðju og bar fátt til tíðinda. Húnvetn- ingar komu á móti okkur fram undir Stóruflá en síðan var safn- ið allt rekið niður með Stórufláar læk og niður í Fossárdal um tún- ið á Fossum og skilið eftir í hlíð- inni austan til í dalnum þar sem nokkrir menn vöktuðu það fram undir kvöld. Stóðið hafði verið rekið niður nokkru á undan fénu enda rennur það á undan þótt því sem smalað samtímis fénu. og yfirgáfu þá nokkrir gangnamanna stöður sínar og fylgdu því Slátra þurfti fimm kindum sunnan úr Árnessýslu við Ströngu- kvíslarkofa. Hér sést hvernig skrokkarnir voru reiddir á klakk til byggða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.