Morgunblaðið - 10.10.1957, Qupperneq 13
Fimmtudagur 10. okt. 1957
MORGVNBLAÐ1Ð
13
Krisfmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
Heimhvörf.
Eftir Þorstein Valdimars-
son.
Heimskringla.
Þorsteini hefur farið fram, en
ennþá er hann beztur þegar hann
gleymir sér í hreinni lýrik, —
þegar hann gerir eins og segir í
þessari vísu:
„Ég legg mínar einstiga leiðir
og lyng og grjót undir il;
mig varðar ei heldur en vindinn
um vega og átta skil“.
Því eru fyrstu erindin í „Sum-
arkvöld á heiði“ gullfalleg:
„Blækyrrð næturvinda
djúp af niði linda,
angan úr sortnandi lynginu
við stararflóann græna,
og hvítar álftir mæna
niður í lygnu tjarnanna,
spegilhimin stjarnanna
og hins rauða mána“.
En svo man hann allt í einu
eftir fugli þeim, er friðardúfa
nefnist og þá kárnar nú gamanið:
„Hve má lýði leyna
lifandi holds og beina
kestinum þeim. er taka sér
við himins ræfurboga?
— Og fyrr en vörn má voga,
fyrr en við rofin draumagrið
sofendurnir hrökkvi við,
ljóst mun í loga!“
Þetta kalla Norðmenn að snýta
sér í grautinn sinn. En sem bet-
ur fer gleymir skáldið dúfuskratt
anum öðru hverju. — „Gýgjar-
stef“, „Eldur“ og „Hvíld“ eru
fögur litrík Ijóð, einkum hið síð-
asta, sem er eitt bezta kvæði
Þorsteins:
„Blækyrrð, bliknað lyng
í breiðum, stafað sól.
Móða yfir hnjúkum,
sem blárri og blárri teygjast
fjær og fjær
og hverfa í himindjúp.
NOKKUR kveðjuorð um Brún
Gunnars Einarssonar að Braut
artungu í Lundarreykjatlal.
(Brúnn féll tvítugur 1956).
Funandi sál þín og fjúkandi
manir
fylltu upp lífið við dægursins ok.
En listin að fljúga
sem saklausir svanir
er sigurinn hinzti við ferðalok.
Ég verð að minnast þín
hrafnsvarti hestur
með háreistan makka
og skínandi bol,
með glaðlyndis yfirbragð
gæðinga mestur,
gripfagur, hástiga markaðir þol.
Þú undir þér bezt
inn á afrétta heiðum,
elskaðir frelsi, varst þústaður létt.
Þótt eigandinn góði
á alfara leiðum
óhikað hleypti þér
rjúkandi sprett.
Gærdagur ei, né morgunn —
miskunn friðar.
Lind, sem við grjót
og gráan mosa kliðar."
Vel gerð og falleg kvæði eru
einnig: „Á veg með vindum“,
„Fjólan í steininum" (fallegt!),
„Norðurljós“, „Koss“, „Andvari",
„Mater dolorosa", „Lauffok",
„Nótt“, „Við lindina“ og „Tungl-
ið og áin“. Allt þetta, sem hér
er talið, er hreinn og tær skáld-
skapur. Höf. hefur lært vel til
verks og öðlazt mikla leikni.
Vafalaust er hann efni í stór-
skáld, — en ofsatrúarmenn verða
sjaldan miklir listamenn (nema
innan flokka). Hins vegar er mað
urinn ungur og lífið á eftir að
dusta hann, — flestir vaxa á
því. —
„f tjarnarskarði“.
Eftir Rósberg G. Snædal.
Rósberg G. Snædal hefur áður
gefið út sögubók, kvæði og vísna-
kver. Hann hefur ekki verið tal-
inn mikið skáld, en hin nýja
ljóðabók hans sýnir, að hann er
vaxandi, — og sá sem vex getur
orðið stór! — Hann hefur gert
margar smellnar vísur, en það
er önnur saga. Skáldgáfu hefur
hann og fer lagtega með hana
á stundum. Sjá t.d. hið vel kveðna
og fallega: „Ljóð“:
„Þú komst til mín,
sem geisli í morgunmund,
sem minning ljúf
á beiskri reynslustund,
sem gróður vorsins,
gull í barnsins hönd,
sem gleði í harmi,
byr að óskaströnd,
sem bjartur draumur,
töfrar ljóðs og lags,
sem lækjarniður,
fegurð sumardags,
sem blævar þytur,
kvöldsins kyrrð og ró,
sem kliður fossins,
nótt í laufgum skóg.
Nú ertu horfinn mér,
hesturinn svarti.
Hnípinn ég geymi
í minni þín spor.
Það má engan undra,
þótt eigandinn skarti
í anda á þvílíkum gæðing
með þor.
Beinin þín rotna í Brautartungu,
braut þín var mörkuð
við heimili það.
Þú barst með þér fögnuð
í barnshjarta ungu
og brunaðir lífsglaður
þar heim í hlað.
Nú muntu glaður
um grundir skokka
paradísar á prúðu vengi,
þar til að ylja endurfundum
gætins vinar og garpi fylgja.
— Guðni Þorst.
Þú varst mín löngun,
vilji, geta og þor,
þú varst mér nálæg
hvert sem lágu spor.
Þú varst mitt fjöregg,
lán og lífs míns trú.
Að liðnum degi spyr ég: —
Hver ert þú?“
Dágóð kvæði eru einnig: „í
Tjarnarskarði", „f sefa minn
seitlar ótti“, „Gleymdu mér“,
„Vísir að ljóði“. „Gjöf“ er snjallt
ljóð, sem jafnvel þjóðskáldin
hefðu ekki þurft að skammast
sín fyrir. Þá er „Kínverskur múr“
dáindis gott. En skemmtilegasta
kvæðið — og kannski það bezta?
— er „Vítaspyrna":
„Ég þreytti lengi knattleik
við sifjalið Satans
og séð hefur enginn
þvílíkan djöfulgang.
Ég varðist einn
á vallarhelmingi mínum
með vindstöðu beint í fang.
En upphlaupum hinna
ég varðist þó vonum lengur
og víst fengu djöflarnir
frá mér hættuleg skot.
Að lokum varð ég í nauðavörn
að neita hnefans,
sem náttúrlega var brot. —
Og drottinn sjálfur
var dómari í þessum leik.
Þó dómarar hafi yfirleitt
nóg með sig,
var liði svo ranglega skipt
og mín vígstaða veik,
að ég vonaði hann mundi
sjá gegnum fingur við mig.
Hendi! kallaði drottinn,
og dæmdi þeim aukaspark.
Og djöfullinn skoraði mark.“
* KVIKMYNDIR *
„Milli tveggja elda"
ÞESSI ameríska sakamálamynd,
sem Stjörnubíó sýnir nú, er
byggð á leikritinu „Dead Pigeon“
eftir Lenard Kantor. — Ung
stúlka, Sherry Conley (Ginger
Rogers) hefur setið í fangelsi í
sex ár fyrir að hafa skotið skjóls-
húsi yfir afbrotamann. Hún er
stödd í þvottahúsi fangelsisins og
lætur móðan mása við meðfanga
sína, því að hún er glaðlynd þrátt
fyrir allt og kann frá mörgu að
segja. En nú kemur ein af eftir-
litskonunUm og segir Sherry að
koma með sér. Sherry er klædd í
gömlu dragtina sína og henni er
ekið í veglegt gistihús. Herbergin
eru glæsileg og henni eru bornar
dýrindis krásir og beztu vín. —
Hún er forviða, en fær brátt að
vita hvað þessu veldur. Hún á
að gefa lögreglumönnunum upp-
lýsingar um hættulegan bófa,
sem þeir eru að reyna að kló-
festa. En Sherry vill ekki bregð-
ast gömlum kunningja. Hún hef-
ur að vísu munninn fyrir neðan
nefið, en hún hefur líka hjartað
á réttum stað. Bófarnir eru að
sniglast í kringum Sherry og
lögreglumennina til þess að ráða
hana af dögum vegna þess sem
hún veit um þá. En það er ekki
fyrr en þeir drepa vin hennar,
Striker lögreglumann (Brian
Keith) að hún ákveður að leysa
frá skjóðunni.
Myndin er allspennandi og full
góðri kímni og skemmtilegum
orðaskiptum. Er leikur Ginger
Rogers fjörlegur og skemmtileg-
ur og Brian Keith og Edward G.
Robinson, er leikur saksóknara
ríkisins, fara ágætlega með hlut-
verk sín.
Ego.
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Cuðmundsson
Cubilaugur Þorláksson
Cuðmundur Pcfursson
Aðalstrœfi 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
Sér sundtímar kvenna
verða fyrst um sinn í Sundhöllinni mánudaga og
miðvikudaga kl. 9 e. h. — Ókeypis kennsla.
Sundfélag kvenna
Skylmingafélagið
Gunnlogi
byrjar vetrarstarfsemina eftir næstu helgi. — Inn-
ritun fer fram föstudaginn 11. okt. n k. kl. 5—7 í
íþróttasal Miðbæjarskólans. Þjálfari verður Klem-
enz Jónsson. -— Allar nánari upplýsingar gefnar hjá
formanni í síma 12690 frá kl. 7—9.
Stjórnin.
VERJIÐ TENNUR YÐAR
SKEMMDIM
og látið ekki holur myndast!
Farið reglulega til tannlæknis
og spyrjið hann um
NÝTT „SUPER“ AMM-I-DENT
með hinu undraverða
FLUORIDE
Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn
Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00.
HOLMENS KANAL 15 C. 174
I miðborginni — rétt við höfnina.