Morgunblaðið - 10.10.1957, Side 15

Morgunblaðið - 10.10.1957, Side 15
Fimmtudagur 10. okt. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 Ný ijóðabók eftir Guðm. Frímann saman í ferginspytti. Stendur í grænni stekkjartjörn störin vot upp í mitti“. Framreiðslustúlka FYRIR nokkrum árum var mjög í tízku að sagna- og ljóðskáld skírðu bækur sínar nöfnum, sem að litlu eða engu leyti gáfu efni þeirra til kynna. Vera má að þetta þyki enn góður siður. En hin nýja ljóðabók Guðmundar Frímanns er laus við slíkan á- lappaskap; heiti hennar segir skýrt og rétt frá meginefni og innræti bókarinnar, sem er sann- nefnd: „Söngvar frá sumarengj- um“. Varla mun nokkur sá, sem ljóðum ann, les þessa bók um stund og leggur eyra við söng- inn, geta varizt því, að horium hlýni um hjartarætur og samúð, mildi og hlýja vakni í brjósti hans. Og því meir verður þessa vart sem oftar er lesið. í bókinni eru 32 kvæði, og af þeim er mikill meirihluti sum- arsöngvar og vor- og haustljóð. Hin kvæðin eru um ýmisleg efni. Fjögur þeirra eru um skugga- legan lífsferil og váleg endadæg- ur ógæfumanna, rammaukinn og kyngimagnaður skáldskapur; en minnisstæðast verður kannske „karlmennsku hugurinn harði“ og storkandi æðruleysið í Grenja- dals-Tobba. Haustnótt hjá Gálga- gili er draugalegt og geigþrungið kvæði, mætavel ort. I>á eru þarna falleg eftirmæli um unga lronu, vísur um villibráð, sem ungt fólk, og reyndar fleiri, ættu að lesa vandlega og skilja til hlít- ar. Kvæðið um Gullinkollu er ljómandi gott, frumlegt, elskulegt og smellið. Og víðar gægist dá- lítið af hlýjum, hógværum gáska upp úr kvæðunum. Hörpusálmur heitir fyrsta kvæðið í bókinni, það er helgað vordísinni með bæn um það, að hún leggi blessun sína yfir dali og strendur, þíði hjarnið af engi bóndans og græði sinuhaga, láti mikil undur gerast, ástarævintýri vorsins rætast og gefi huggun Kennarafundur fyrir Mið-Vesturland STYKKISHÓLMI, 7. okt. — S. 1. laugardag og sunnudag var hald- inn í Stykkishólmi kennarafund- ur fyrir Mið-Vesturland. Sátu fundinn um 40 kennarar af sam- bandssvæðinu. Auk þess mætti þar námsstjórinn Þorleifur Bjarnason, Guðmundur G. Haga- lín og Þorsteinn Einarsson íþrótta fulltrúi. Á laugardagskvöldið flutti Guðmundur Hagalín erindi í barnaskólanum og talaði um bók- menntir og skólana. Var erindið mjög vel sótt og góður rómur að því gerður. Síðar um kvöld- ið bauð hreppsnefnd Stykkis- hólmshrepps fulltrúunum til kaffidrykkju á hótelinu og stóð sá fagnaður fram undir miðnætti og margar ræður fluttar. Á sunnudaginn hlýddu fulltrú- ar messu hjá séra Sigurði O. Lárussyni prófasti, en fundinum var slitið kl. 6. —Árni. Danir græSa á grænlenzku blýi KAUPMANNAHÖFN, 7. okt. — Zink- og blývinnsla Dana í Meist- aravík, Austur-Grænlandi, hefur gengið vonum betur. í fyrra unnu Danir þessa málma fyrir 8V2 millj. d. kr., en í ár verður verð- mæti þeirra um 20 millj. d. kr. í fyrra var unnið í 6 mánuði að námugreftri í Meistaravík, en á þessu ári tæpa 10 mánuði. í síð- ustu viku kom „Kista Dan“ með síðasta farminn til Antverpen. Á þessu ári hafa samtals verið flutt til Belgíu og Þýzkalands 8750 tonn af blýi og 13.650 tonn af zinki. Sérfræðingar álíta, að um 400 þús. tonn af málmi séu í námun- um við Meistaravík, en Danir vonast til þess, að þeim takist að finna fleiri námur. hverju barni; í stuttu máli: Skáld ið biður innilega öllu á láði og legi blessunar vordísarinnar. Þess vegna kom hálfónotalega við mig, þegar hún er beðin um það í næstsíðustu vísunni að gefa góðum dreng á öngul beztu brönd una úr Blöndu. Sams konar hugs un, ósk og bæn er auðvitað al- geng með okkar þjóð og eðlileg, óskin sú, að veiðimaðurinn fái góðan afla. En þarna þykir mér hún skemma yndislegt kvteði. Næstsíðasta kvæði Ijóðanna heitir „Mansöngur". Það er mesta gersemi í allri bókinni. Eins og áður getur er í um- ræddri bók mest af söngvum frá sumarengjum, þessum yndislegu lýsingum á seiðandi töfrum nátt- úrunnar og samlífi skáldsins við hana. Þetta samlíf er svo náið og með svo miklum innileik og blíðu að fáu verður við jafnað. En það er ekki hið stórskorna, hrika- lega, hamramma í svipbragði náttúrunnar, sem einkum hrífur skáldið til að ýrkja, heldur lág- gróður jarðar, hin smágerðari, hlédræga fegurð hennar. Það er svo að sjá, að ekkert veiti skáld- inu meiri unað en að reika um sumarengjar á æskustöðvum, fara um heiðar og dali, beita athygli og blanda geði við gróðurilm og lágfiðlutóna náttúrunriar. Það dylst víst fáum sem lesa þessi kvæði, hve blítt er milli hans og lyngs og víðis, starar og stráa og hversu hann fagnar því að fá að greiða mýksta lokkinn í fífu- flánni. Og hann kætist með, þeg- ar hann er í Brunnárdal og „lækurinn ljómar og syngur og leikur við hvern sinn fingur". Sumarkvæði heitir innilegt og fagurt ljóð sem skáldið yrkir með heimahagana umhverfis sig. Þar í er þessi vísa: „Sunnan af engjum blærinn ber blómangan heita að vitum. Blessaður fífuflóinn er fannhvítur yfirlitum. Leika sér síglöð sílisbörn Þetta mun ef til vill ekki talin stórbrotin vísa, en hún er fádæma yndisleg, og svo er um margt fleira í „Söngvum frá sumar- engjum“. Það eru mörg ágæt kvæði af þessari söngvategund, sem ekki er rúm til að minnast á hér, og aðeins ein heil vísa úr ljóðunum er birt í greinarstúfnum. En það skiptir ekki miklu. Oft mun það fremur verða til skemmda en á- vinnings fyrir skáld að láta siíta eina eða fleiri vísur úr kvæðum þess sem sönnun fyrir ágæti þeirra. Þessir söngvar Guðmundar Frímanns sverja sig í ættina. Þar er sama næma fegurðarskynið og snilldarmeðferð hátta, máls og ríms, eins og áður er kunnugt, og sömu skáldlegu tilþrif og ang- urblíðu seiðtöfrar í ljóðum hans. En tregaþungt örvæni er þar ekki til, en hins vegar má víða sjá að skáldið hefir verið þar, sem það leit „sól skína sunnan á salar- steina“. Jakob Kristinsson. VISITOLUBREF Veðdeildar Landsbanka íslands (B.-flokkur 3) eru til sölu í af- greiðslusal Útvegsbankans. Grunnvísitala flokksins er 187. Bankavaxtabréfin og vextir af þeim, sem er 514% eru undan- þegin framtalsskyldu og skattfrjáls og má verja fé ómyndugra og opinberra stofnana til kaupa á þeim. Greiða má skatta og opinber gjöld með vaxtamiðum bréfanna. Bréfin eru tryggð með ábyrgð ríkissjóðs auk annarra trygginga. Utvegshanki Islands óskast nú þegar eða 1. nóvember. — Góð laun og vinnuskilyrði. — Ennfremur vantar stúlkur til af- greiðslustarfa í verzlun. — Uppl. milli 5 og 7. Adlon Aðalstræti 8 — Sími 16737 Afturfjaðrir og fjaðrablöð fyrir Chrysler, Plymouth, De Soto og Dodge fólksbifreiðar. Ennfremur fram og afturfjaðrir í Fargo og Dodge vörubifreiðar Ræsir hf. Skúlagötu 59 — Sími 19550 BÓKAUPPBOÐ í Sjálfstæðishúsinu föstud. 11. þ.m. kl. 5 síðd. Bæk- urnar verða til sýnis í dag frá kl. 2—7 og á morgun frá kl. 10—4. Sigurður Benediktsson, Austurstræti 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.