Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVISBI 4 ÐIÐ Föstudagur 11. október 1957 * í höll bókelskra Eeykvíkinga i Bæjarbókasafninu eru 54.512 bindi, það rekur 3 útibú og auk þess 4 lesstofur fyrir börn H Ú S Bæjarbókasafnsins við Þingholtsstræti sunnanvert er ein af þeim fáu byggingum í Reykja- vík, sem með sanni má kalla höll. Það minnir á ævintýri lið- ins tíma, — ætli ókunnugir gestir myndu láta sér bregða, þó að þeir hittu þar fyrir silkiklædda hotð- ingja dansandi menúett? Frá göt- unni er gengið inn um stórt járn- grindahlið, þá tekur við skraut- garður, þar sem haustveðrin ham ast nú á lævirkjatrjám og reyni, morgunfrúm og stjúpmæðrum, og eftir Nonna og Manna eða Hróa hetti. Aftan við afgreiðsluborðið eru geymdar þær bækur ,sem ætlað- ar eru fullorðnum. Þeim er raðað eftir efni og höfundum, stundum tungumálum, og öllum viðskipta mönnum safnsins er frjálst að ganga um og skoða eins og þá lystir. Fréttamenn Morgunblaðs- ins hittu þarna gamlan mann, sem fletti Nokkrum Árnesingaættum eftir Sigurð E. Hlíðar, og konu vestan úr bæ, sem sagðist vera „Nei, slíkar bækur getum við ekki haft til útláns . . Gestirnir skoðuðu biðlistann, hann var óvenjustuttur þennan dag, enda jólabækur enn á próf- arkarstiginu og vetrarmyrkrið ekki komið með sitt lestrarnæði. Þó var beðið eftir Beverly Gray á ferðalagi, Ofjarli hertogans, Unga leynilögreglumanninum, örlög- um á Litla-Hrauni og Dalalífi. Og 15 menn biðu eftir Brekku- kotsannál og einn eftir Sölku Völku á ensku. Nýjar bækur eru oftast á biðlista, og svo þær, sem komið hafa við sögu í útvarpi eða kvikmyndum. Staldrað var við í skrifstofu safnsins. Starfsliðið er 12 manns. Þegar það upplýstist, varð gest- unum hugsað vestur í háskóla, þar sem Björn Sigfússon raðar i einn aðalvísindabókasafni lands- ins og hefur í mesta lagi einn mann sér til hjálpar hluta úr degi. Þetta 12 manna starfslið hefur þó nóg að gera! í aðalskrif- stofunni er tekið við þeim nýjum bókum, sem safnið eignast. Þær eru skrásettar og gengið frá þeim til útláns fyrir aðalsafnið og aðrar deildir þess. Útlán hvers dags er talið næsta morgun og Það' er gaman að fylgjast með ævintýrum Nonna, hvort sem þau gerast á Skipalóni eða í borginni við sundið. Og svo eru það aliar Dórubækurnar hennar Ragnheiðar Jónsdóttur. Myndin er tekin í herbergi barnanna í útibúi Bæjarbókasafnsins við Hólmgarð. Snorri Hjartarson yfirbókavörður. einnig gerðar spjaldskrár yfir nýja lánþega aukmargra annarra verka. Þar er einnig daglega gerð skýrsla um hve margar bækur eru fengnar að láni eftir hvern rithöfund íslenzkan, sem safnið á bækur eftir og hafa nú á þessu ári þegar verið lánaðar bækur eftir 579 íslenzka höfunda. Sú skýrsla er gerð fyrir hann Guð- mund Hagalín. Hann hefur sem sé eftirlit með bókasöfnum fyrir ríkið og bæjarbókasafnið nýtur nokkurs ríkisstyrks, þó að bærinn leggi því til nærri 8 sinnum hærri fjárhæð. í fyrra greiddi bærinn til þess 1.243.000 kr., en ríkið 159.000 kr. Af öllu fénu fóru 647.000 kr. til að greiða starfs- fólki kaup, 310,000 kr. til að kaupa bækur og 159.000 til að binda inn. Bæjaryfirvöldin hafa yfirstjórn safnsins, ráða starfs- lið, þau hafa keypt húsakynni handa því o. s. frv. Úr skrifstofunni er haldið nið- ur í kjallara, en þar eru bóka- geymslur í mörgum herbergjum, og loks upp á loft. Þar er skrif- stofa Snorra Hjartarsonar yfir- bókavarðar, lestrarsalur safnsins og bókageymslur þær, sem hon- um tilheyra, en í þeim er eitt e.intak af öllum íslenzkum bók- um, sem safnið kaupir. Lestrar- salurinn er mjög vistlegt herbergi með 22 sætum, opinn frá 10 að morgni til 10 að kvöldi. Ný dag- blöð og tímarit liggja þar frammi, og er ráð að leita þangað, ef þarf að fletta upp í dagblaði, sem er svo gamalt, að maður er búinn að fleygja því, en þó ekki nógu gam- alt til að það sé komið til útlána í Landsbókasafnið. Af skýrslum má sjá, að í fyrra rituðu um 20.000 manns nöfn sín í gesta- bækur í lesstofum Bæjarbóka- safnsins, en þær eru reyndar víð- ai en við Þingholtsstræti. Höllin með frönsku gluggun- um er að vísu aðalaðsetur Bæj- a,bókasafnsins, en það á sér úti- bú á þremur stöðum og á þess vegum eru lesstofur í 4 barna- skólum bæjarins. Útibúin eru að Hofsvallagötu 16, Efstasundi 26 og Hólmgarði 34. Áður var útibú í Austurbæjarskólanum ,en því var öllu pakkað í kassa í vor og ekið inn í Hólmgarð. Frétta,- mennirnir skruppu þangað. Á leiðmni var spjallað um sitt- hvað, er safnið varðar, m.a. bóka- lán til skipa. Þangað fóru í fyrra 60 kassar með 40 bókum hver. Og nú er í ráði að kaupa bóka- safnsbíl og aka honum um borg- ina. Talið barst einnig að börn- um og bókalestri þeirra. í fyrra fékk 4641 maður lánuð 134.524 bmdi úr Bæjarbókasafninu, og loks húsið sjálft, byggt fyrir 40 árum af þýzkum kaupmanni, skreytt háum, frönskum glugg- um, sveigðum og breiðum tröpp- um, — og jafnvel gangsvölum meðfram þremur hliðunum endi- löngum. Inni mun þó lítið dansað. Þar er fjölmennt þjónalið skipað lærdómsmönnum um bókavörzlu, en húsbændurna er ekki að hitta holdi klædda og blóði, þeirra sér aðeins stað á prentuðum síðum bókanna. Fréttamenn Morgun- blaðsins litu inn í þetta hús 54.512 bóka fyrir skömmu og skoðuðu sig þar um með hjálp bókavarðanna. Úr lítilli forstofu er komið inn í stóran sal. Þar sitja 3 starfs- menn við borð andspænis dyr- unum og afgreiða þá, sem skila eða fá lánaðar bækur. Til vinstri er hurð, sem á er letrað SKRIF- STOFA, en til hægri stigi upp á loft. Hjá stiganum er afhýsi, þar sem barnabækurnar eru geymd- ar, og hópur af smáfólki les þar á bókakilina, klifrar upp á tröpp- ur og teygir stutta handleggina á höttunum eftir bókinni hennar óiinu Jónasdóttur, sem lesið var úr í útvarpið um daginn. Bæjarbókasafnið er rekið í þeim tilgangi fyrst og fremst að lána fólki bækur heim til sín. Menn borga 2,00 kr. — já, tvær krónur — á ári, og fyrir það fé mega þeir hafa hjá sér eina bók í senn allan ársins hring. Hverja bók má þó ekki hafa undir hönd- um lengur en 20 daga í cinu. Safnið kaupir allar íslenzkar bækur, sem út koma. 7—25 ein- tök af hverri, og auk þess mikið af erlendum bókum. „Allar íslenzkar bækur?“ hváðu fréttamenn. „Ja, — nema verstu sorpritin". „En jafnvel 25 eintök hrökkva stundum skammt". „Þá skrifa menn sig á biðlista, og svo sendum við tilkynningu, þegar bókin kemur“. „Nokkrar ákveðnar reglur um val erlendu bókanna?" „Nei, við kaupum bækur, ef þær eru góðar og vinsælar". „Þá líka Rauða rúbíninn?“ Reykvíkingar á öllum aldri koma og skoða í skápana. (Ljósm.: Gunnar Rúnar)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.