Morgunblaðið - 11.10.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 11.10.1957, Síða 1
20 s’íður Annað fjárlagafrumvarp vinstri stjórnarinnar: 71 millj. króna grei&sluhalli — algjört úrræðaleysi Rikisstjórnin lofaði „nýrri stefnu I stað greiðsluafgangs kemur greiðslu- halli, þrátt fyrir lægri framlög til verklegra framkvæmda FRUMVARF til fjárlaga fyrir árið 1958 var lagt fram í gær, er Al- {•ingi kom saman til funda. í frumvarpinu kemur þetta fram m.a.: 1) „Ríkistekjur hafa, það, sem af er árinu, brugðizt verúlega frá því, sem Alþingi áætlaði þær í fjárlögum þessa árs“ eins og segir orðrétt í athugasemdum við frumvarpið. 2) Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir greiðsluhalla ríkissjóðs á næsta ári, sem nemur hvorki meira né minna en rúmlega 71 milijón króna. í fjárlagafrumvarpinu i fyrra var gert ráð fyrir rúml. ]4 millj. kr. greiðsluafgangi og geiðsluhalli hefur ekki verið á fjár- lögum undanfarin ár. f þessu er fólgin stefna stjórnarinnar, sem ætlaði sér að „brjóta blað“ í stjórnmálasögunni. 3) í athugasemdunum við frumvarpið segir, að ákveðið hafi verið að greiða niður verðhækkanir á landbúnaðarvörum, a.m.k. fyrst um sinn. Eigi að gera það til frambúðar mun greiðsluhallinn aukast „um f járhæð eigi fjarri 20 millj. kr.“ 4) í athugasemdunum segir ennfremur orðrétt: „Ríkisstjórnin tel- ur sér engan veginn fært að ákveða það, án náins samstarfs við þing- flokka þá, sem hana styðja, hvernig leysa skuli þann vanda, sem við blasir í efnahagsmálum landsins.“ 5) Síðan segir, að ríkisstjórnin hafi „ekkert tækifæri haft til að ráðgast við stuðningsflokka sina.“ Að sjálfsögðu hefði stjórnin getað gert ráðstafanir til að marka einhverja stefnu í efnahagsmál- unum — og henni bar skylda til að gera það. Af frumvarpinu verður ekki annað séð en það, að öngþveiti er fyrir dyrum og að rikisstjórnin kann engin ráð til að bægja því frá. Ef bornar eru saman einsl akar®' greinar núgildandi fjárlaga og fjárlagafrumvarpsins, sem lagt var fram í gær, kemur þetta í ljós: Skattar og tollar eru áætlaðir rúmlega 41 millj. kr. lægri nú en áður. Að sjálfsögðu stafar þetta ekki af því, að fjármála- ráðherrann hafi hugsað sér að Eysteinn Jónsson — Nú vantar 71 milljón — og 20 í viðbót, nema hætt verði niðurgreiðslunum, sem ákvcðnar voru um daginn. létta skattabyrðina, heldur því, að nú er af minna að taka. Ríkis- stjórnin gerir með öðrum orðum m.a. ráð fyrir minnkandi inn- flutningi til að taka tolla af. Gert er ráð fyrir, að aðrar ríkis tekjur verði einnig lægri en á fjárlögum þessa árs. Hins vegar er gert ráð fyrir, að allar gjaldagreinar fjárlaga hækki, — nema 13. gr., sem fjallar um framlög til verk- legra framkvæmda. Þar er lækkunin tæpar 8 millj. kr. Ástæða er til að benda á, að það fé, sem er til aðstoðar út- Framh. á bls. 2 Mykle sýknaður OSLÓ, 10. okt. — í dag var kveðinn upp dómur út af Rauða rúbíninum. Höfundur bókarinnar, Agnar Mykle, var sýknaður, en forlaginu var gert að kalla inn það upplag af bókinni, sem er í bóka- búðum. Fribsamleg stjórn- arskipti i San Marinó SAN MARÍNO, 10. okt. — í dag náðist samkomulag um, að and- kommúnistastjórnin í San Marínó tæki við völdum í dvergríkinu á friðsamlegan hátt. Eins og kunnugt er af fréttum, hefur mikil óöld ríkt í landinu undan- farna daga. Asíuveikin breiðist út Evrópu og Ameríku 75 þúsund veikjast á dag í Hollandi^ LUNDÚNUM, 10. okt. — Asíu-inflúenzan er nú orðin að faraldri bæði í Evrópu og Ameríku. Fréttaritarar Reut- ers síma, að yfir hálf milljón Hollcndinga hafi fengið in- flúenzuna, í Frakklandi hefur mörgum skólum verið lokað vegna veikinnar, frá Belgíu berast fregnir um mörg hundruð þúsund tilfelli af vægri inflúenzu og í Ant- werpen og fleiri borgum hef- ur skólum verið lokað og í Ítalíu er talið, að um 1 milljón manna hafi fengið veikina og um 50 látizt. í fyrradag var öllum skólum í Bonn lokað - eftir að faraldur- Rússneskur vísindamaður segir fyrir um funglferðir „Sputnik<£ heídur áfram ferð sinni. LUNDUNUM, 10. okt. — Rúss- neski gervihnötturinn „Sputnik“, heldur áfram ferð sinni umhverf- is jörðina. f dag skýrði rúss- neskur vísindamaður frá því, að Rússar mundu senda annan hnött upp innan mánaðar. Vísinda- maður þessi heitir Bragankavov og er um þessar mundir staddur í New York. Hann sagði, að næsti hnöttur mundi vera útbúinn ýms um mælitækjum til að rannsaka geimgeisla. Þegar hann var spurð ur um það, hvenær geimför yrðu send til tunglsins, svaraði hann því til, að nú þegar væri fræði- legur möguleiki á því, en þó mundi nokkur tími líða, áður en það mundi takast í reynd. Það yrði þó áreiðanlega í hans tíð. inn var kominn í algleyming í Vestur-Þýzkalandi. Er áætlað að skólarnir verði ekki opnaðir aft- ur fyrr en í byrjun næstu viku. — Einnig hefur inflúenzan herj- að í Berlín, en læknar gera ráð fyrir, að hún hafi náð hámarki þar. Síðan á sunnudag hafa 5 menn dáið úr veikinni þar í borg. í Sviss hefur verið tilkynnt um 14 þús. tilfelli og þar hafa 5 menn látizt úr veikinni. í Austur- ríki hafa nokkrir menn látizt og í Vínarborg er öllum skólum lokað. 1 Belgrad hafa 30 þús. manna fengið Asíuveikina undanfarnar vikur og í mörgum héruðum þar í landi er helmingur íbúanna rúmfastur. Eins og fyrr getur hafa um hálf milljón Hollendinga fengið veikina. Því má bæta við þessa tölu, að heilbrigðisyfirvöldin segja, að um 75 þús. menn legg- ist daglega. Heilbrigðisyfirvöld- in í París segja, að þar í borg liggi 20% skólabarna í veikinni. Frá Stokkhólmi berast þær fregnir, að inflúenzan breiðist út í Svíþjóð og sama er að segja um Danmörk, en þó er ekki enn hægt að tala um faraldur. í síðustu viku höfðu um 300 þús. Bandaríkjamenn fengið veik ina, en í dag voru sjúkdómstii- fellin komin yfir milljón. Bann við notkun gervihnatta í hernaði \ Tillaga Bandaríkjanna um þettaeíni NEW YORK, 10. okt. — Cabot Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkj- anna hjá S.Þ., sagði í stjórnmála- nefndinni í dag, að Bandaríkja- menn væru fúsir að athuga, hvort ekki væri unnt að koma á samn- ingi milli stórveldanna, sem fæli í sér bann við notkun gervi- hnatta í hernaði. Lagði Lodge fram tillögu um þetta efni. — Nú fara fram í stjórnmálanefndinni umræður um afvopnunarmál og virðist „Sputnik“ ætla að hafa allmikil áhrif á þær. Gromyko, utanríkisráðherra Rússa, tóli einnig til máls í nefnd inni. Hann svaraði ekki tillögu Lodge, en ræddi almennt um af- vopnunarmálin, sagði m.a., að stórveldin ættu að skera niður um helming herafla sinn í Þýzka- landi og einnig ættu þau að minnka heri sína í löndum Atl- antshafs- og Varsjárbandalagsins. Afhenti trúnaðarbréf STEFÁN Jóhann Stefánsson af- henti Danakonungi í gær trúnað- arbréf sitt, sem sendiherra ís- lands í Danmörku, í Amalíuborg. við hátíðlega athöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.