Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 14
14 MORCVHBL AÐ1Ð Föstudagur 11. október 1957 H appdrœttisbáfur 4,25 rúmlestir að stærð, smíðaár 1955, með 18 hestafla Lister-dieselvél, línuspili og dýptarmæli, er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. — AHar nánari upplýsingar gefur undirritaður. JÓN HJALTASON, hdl. Heimagötu 22 — Sími 447 Vestmannaeyjum Ulpupoplin Regnkápupoplin Fallegir litir, breidd 1,40. Verð kr. 47.90. Höfn Vesturgötu 12. Unglinga vantar til blaðburðar v/ð Hiíðarveg Laugarnesvegi Herskálakamp JBorgwtíilaiiiJ) Sími 2-24-80 Elísabet Egilson minning ELÍSABET EGILSON var fædd 15. ágúst 1888 í Reykjavík. Hún var dóttir Halldórs Þórðarsonar, prentsmiðjueiganda og bókaútgef anda og eiginkonu hans Maríu Kristjánsdóttur, útvegsbónda að Heiði á Álftanesi. 31. okt. 1908 giftist hún Þórarni Egilson, sem brátt gerðist mikill athafnamaður í útgerðarmálum Hafnfirðinga eins og kunnugt er. Þótt þau hjón væru um margt ólík, þá var hjóna band þeirra ástríkt mjög allt þar til Þórarinn lézt á síðastliðnu ári. Gagnkvæmur skilningur og virðing héldust þar í hendur, svo ekkert misjafnt komst þar að. Máske hefur að einhverju leyti líka hjálpað til minningin um afana, sem á svipuðum tíma voru öndvegismenn á Álftanesinu, hvor á sínu sviði, og gerðu þar garðinn frægan, því þau voru bæði ættrækin. Þau eignuðust tvær dætur: Erlu, sem gift er Ólafi Geirssyni lækni á Vífils- staðahæli og Maríu, konu Frið- jóns Skarphéðinssonar, bæjar- fógeta og alþingismanns á Akur- eyri. Fyrstu kynni mín af Elísabetu voru þá er við vetrartíma, rétt eftir aldamótin, sátum saman í 6. bekk barnaskólans í Reykjavík. Mér er minnisstæð hin gjörvi- lega stúlka, sem var höfði hærri en við strákarnir og var því ekki laust við að gætti nokkurrar feimni hjá okkur í hennar garð. Það var ekki fyrr en leiðir lágu aftur saman og þá hér í Hafnar- firði að ég komst að raun um, betur og betur eftir því sem árin liðu, hve mikill kvenkostur hún var. Það hefur verið gifta okkar bæði fyrr og síðar, hve margar mikilhæfar konur hafa skipað húsmóðurstétt hér á landi. Kon- ur, sem hafa fyrst og fremst haft það í huga og skoðað það 'sem sitt háleitasta takmark að búa manni sínum og börnum gott og friðsælt heimili, þar sem þau fundu hlýhug streyma til sin og nutu umhyggju og ástríkis mynd- arlegrar og reglusamrar móður. Þennan sess skipaði Elísabet með prýði. Á heimili hennar þótti líka vinum og kunningjum gott að koma. Þar var sami hlýhugurinn í þeirra garð og viðfeldna brosið, sem hélt áfram að leika um and- lit hennar, þrátt fyrir erfiða og langa sjúkdómslegu, þegar vini og kunningja bar að garði. Þrátt fyrir það að hún var einbirni efnaðra foreldra og meir gætti stéttaskiptingar í uppvexti henn- ar í Reykjavík en nú, þá var ekki unnt að sjá það í einu eða öðru, að hún færi í manngreiningar- álit er hún valdi sér vini, þar var annað heilbrigðara sem réði. Hún var að vísu skapstór, en stillt í framgöngu, trygglynd og vildi láta gott af sér leiða. Við söknum þessarar góðu konu og húsmóður, þó við á hinn bóginn fögnum því, að hin langa sjúk- dómsþraut hennar er liðin og end- urfundur hennar og elskulegs maka hefur átt sér stað. Við hjónin og börnin okkar færum þér Elísabet, okkar inni- legustu þakkir fyrir órofa tryggð og góðvild frá því fyrsta, og fær- um dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur, og veit ég að fjölmarg- ir Hafnfirðingar taka undir þær þakkir og kveðjur. Bj. Snæbjörnsson. Bifreiðarstjórinn ölvaður - bíllinn valt SUNNUDAGINN 29. april 1856, kl. 00,10 ók jeppabifreið með miklum hraða inn á Melatorg og valt á hliðina. í bifreiðinni voru 4 farþegar auk bifreiðarstjórans. Þeir sluppu allir með minnihátt- ar skrámur, en bifreiðarstjórinn missti 2 fingur og lágu fingur- stubbarnir eins og hráviði á göt- unni, aftan við bifreiðina. Bif- reiðarstjórinn var ölvaður. Sjáif- ur sagði hann síðar við lögreglu- rannsókn: „Er slys þetta skeði, þá var ég talsvert mikið ölvaður, enda hafði ég neytt áfengis um- rætt kvöld og alveg þar til skömmu áður en slys þetta skeði. Ennfremur: „ÉG gerði mér ljóst, að við engan er að sakast í máli þessu nema við mig sjálfan, þar sem ég veit að orsök slyssins er sú, að ég ók bifreiðinni undir áhrifum áfengis og of hratt“. Til sölu efri hæð, þrjú herbergi og eldhús, ásamt bílskúr í Norð- urmýri. — Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunblaðshúsinu) Símar 1-20-02, 1-32-02 og 1-36-02 Húseign til sölu Hef til sölu steinhús á eignarlóð í Suðausturbænum. Hitaveita. — Húsið er þrjár 3ja herb. hæðir, 95 ferm., og lítil íbúð í kjallara. íbúðirnar geta verið lausar strax. Húsið þarf allt að seljast, en einstakir kaupendur að hverri íbúð koma þó mjög til greina. — Húsið verður aðeins stuttan tíma til sölu. Sala og samningar Laugavegi 29 — Sími 16916 Sölumaður Þórhallur Björnsson, heimasími 15843 Duglegur sendill óskast sem fyrst Vátryggingafélagið h.f. Klapparstíg 26 — Sími 11730 Tilboð óskast í eftirtaldar olíur og smurning, sem selst í hlutum eða allt í einu: 7 tunnur Grease, Cable Compound, Surett no. 310 144 tunnur Grease, Track Roller, no. 0. 4 tunnur Grease, Water Pump, Esso Catroleum. 101 tunna Grease, Gear Case, Esso Pen-Oiler, EP-3. 44 tunnur Grease, Universal Gear Lube, Esso XP Comp 20 tunnur Oil, Rock Drill, Sta-Vis 46 lunnur Oil, Straight Mineral, SEA 10. Sýnishorna má vitja í útsölu vorri að Skúlatúni 4. •— Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri þriðjudaginn 15. þ. m. kl. 11 f. h. Sölunefnd Varnarliðseigna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.