Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. október 1957
MORCVNBT4ÐIÐ
11
v
ir og frændur þeirra hjóna, sýndu
okku kvikmyndir af fyrstu fram-
kvæmdunum í Sellandi. Verða
þær, einkum síðar, skemmtilegar
til samanburðar þegar Sellands-
skógur er vaxinn.
Að morgni næsta dags held eg
snemma af stað fram að Reykj-
um. Þar hafði ég heyrt að rekið
væri myndar- og glæsibú, sem
mig hafði lengi fýst að skoða.
Að örskammri stundu liðinm
blasir við mér glæsilegör stað-
ur. Byggingar eru af steini gerð-
ar og hvítmálaðar. Einnig sé ég
gamlar byggingar hlaðnar úr
torfi og grjóti. Eitt er hinum
gamla og nýja tíma sameiginlegt
hér. Allt er snyrtilegt og ber vott
um sérstaka hirðusemi.
Á hlaðinu hitti ég gamlan
mann, fremur lágan og grannan.
Ég hef ekki séð hann fyrr tii
þess að þekkja hann. Þetta reyn-
ist vera Gunnar Jónatansson
fyrrum bóndi hér, en segist nú
vera hættur og hafa falið sonum
sínum forsjá búsins. Ég ber upp
erindið og bið um að fá að skjóta
hestunum í hús.
Við heita uppsprettu.
kartöflugarður. Einu sinni var
þessi hvammur uppblásin og
vatnssorfin urð. En þarna hefir
frá ómunatíð verið ofurlítil lind
með sjóðandi heitu vatni og
kringum hana hefir nú risið þessi
fallegi reitur. Eftir þessari lind
mun bærinn hafa hlotið nafn
sitt. Og lindin sprettur upp í ein-
um garðinum miðjum. Frá henni
liggja leiðslur inn í gróðurhúsin.
Annað gróðurhúsanna er 130
fermetrar og byggt 1943. Hitt ei
70 ferm. byggt 1954. 1 stærra hús-
inu eru ræktaðir tómatar, en
agúrkur í hinu minna. í görðun-
um eru gulrófur, gulrætur og
ýmsar káltegundir, og svo skraut
blómareitur sem þeir feðgar
rækta sér til ánægju. Synir
Gunnars eru tveir, Tryggvi og
Guðmundur, báðir ungir menn.
Skipta þeir að nokkru leyti með
sér verkum, Tryggvi annast garð-
ræktina að mestu en Guðmundur
sér um búið en þeir feðgar eiga
um 100 ær og nokkrar kýr og
hafa dálitla mjólkursölu að
sumrinu.
Uppskeran úr gróðurhúsunum
1 tonn
Reykir í Fnjóskadal.
Brátt erum við á næsta áfanga-
stað í Sellandi hjá Sigurði O
Björnssyni skógræktarbónda. Hér
er mér boðin gisting og hagi fyr-
ir hestana, hvað ég þigg með
þökkum. Það er orðið kvÖldsett
og fast að því myrkur er við Sig-
urður komum frá því að flytja
hestana á haga.
Sigurður segir plönturnar sín-
ar hafa þrifizt vel í sumar, þrátt
fyrir þurrt vor. Um kvöldið sát-
um við og ornuðum okkur við
arineld þar sem ylinn bar af
íslenzku birki. Strákar litlir, syn-
Hinn fallegi og gróðursæli hvammur þar sem heita lindin er aflgjafinn. (Myndirnar tók vig).
,BændabýHn þekku,
bjóða vina til'
Heimsókn að Reykjum i Fnjóskada/
MIG hafði lengi langað til að
heimsækja dalinn hennar
mömmu, eins og Fnjóskadalur
hefir lengst af verið nefndur á
heimili mínu. Ég vildi virða hann
fyrir mér í kyrrð förtíðarinnar
• en ekki þjóta um hann á hunda-
vaði nútímans.
Það var síðarihluta laug-
ardags að við tókum okkur upp
þrír félagar og lögðum af stað
hina gömlu þjóðleið Fnjóskdæl-
inga til Akureyrar um Bíldsár-
skarð. Félagararnir heita Brúnn
og Blesi, tryggir og æðrulausir
vegbræður. Það er dumbungs-
veður þennan milda september-
dag er við höldum austur yfir
Eyjafjarðarárhólma og upp í
brekkur Vaðlaheiðar. Enginn
okkar hefir farið Bíldsárskarð
fyrr, en mér hafði verið sagt að
um það lægju greiðar götur. Ekki
skal mig undra þótt brekkan
fyrir ofan Fífilgerði sé nefnd
Sprengibrekka, svo snarbrött
sem hún er. Uppi á brúninni
hvíldum við okkur fyrir næsta
áfanga upp á skarðið, sem er
brattur og krókóttur sneiðingur
sunnan Bíldsár. Þarna liggur
grýttur og næsta leiðinlegur veg-
ur. Enn blésum við mæðinni
þegar hæsta hjallanum var náð
og fram undan lá greiðfært skarð-
ið. Ég settist niður á þúfu og
virti íyrir mér Akureyri og það
sem ég sá af Eyjafirðinum. Þetta
var nýtt útsýni fyrir mig af þess-
um stað.
Báru þungar byrðar
Mér kom í hug gamall maður,
sem ég hafði séð fyrir mörgum
árum frammi í Eyjafirði. Hann
var svo boginn í baki að furðu
mína vakti. Ég spurði því hverju
þetta sætti. „Ætli það stafi ekki
af því hve margan pokann hann
hefir borið á bakinu yfir Bílds-
árskarð", var svarið. Ég komst
síðar að raun um að þessi gamli
maður hafði verið bóndi austur
í Fnjóskadal. Og nú mörgum
árum síðar á ég einkar auðvelt
með að trúa því að það hafi ver-
ið bakraun að klöngrast upp þess
ar snarbröttu brekkur með um
eða yfir 100 punda bagga á bak-
inu. En þetta gerðu Fnjóskadals-
bændur margir hér áður fyrr.
Þeir skruppu gangandi inn yfir
heiði í kaupstaðarferð til Akur-
eyrar. En það voru fleiri úr
Fnjóskadal sem bognuðu í baki,
en gamli maðurinn sem ég sá á
unglingsárunum. Sögu hef ég
heyrt um Jón Mýrdal er bendir
til hins sama. Þó mun vera tal-
ið að bak hans hafi fremur bogn-
að við hefilbekkinn en af þung-
um byrðum þótt hvort tveggja
geti valdið. Hann var eitt sinn
á ferð og mætti kunningja sín-
um er hann hafði ekki séð um
nokkurt skeið. Hafði kunningi
hans lifað góðu lífi og safnað
nokkru framan á sig frá því er
þeir sáust síðast.
Kunninginn segir við Jón, er
þeir hafa heilazt:
„Ósköp er að sjá þig, Jón. Það
er eins og þú berir allar syndir
heimsins á bakinu.“
„En þú á kviðnum, lagsmað-
ur“, svaraði höfundur „Manna-
muns“ og var fljótur til.
Að Grjótagerði
En ekki dugir að eyða tíman-
um svona. Áfram var haldið
greitt austur yfir skarðið, en
síðan hægar niður brekkurnar
að austan og brátt erum við
komnir að Grjótárgerði, eyðikoti
í litlum hvammi sem liggur við
grýtta á, sem bærinn heitir eft-
ir. Fyrsta byggingin sem ég kem
að er gluggalaus kofi, en rx'ér
virðist þó vera hurð fyrir. Ég
gríp því í hespuna og opna og
þarna reynist vera gat á kofan-
um. Þessi kofi getur varla verið
notaður til nema eins, hunda-
hreinsunar. Jæja, svo þetta er
þá eina byggingin sem uppi stend
„Þetta er svo sem ekki mikið
að sjá“, segir Gunnar, „en það
er velkomið að lofa þér að skoða
það.“. — Við héldum nú frá bæn-
um austur yfir melhól og þá get-
ur að líta fallega sjón. Hér eru
Gunnar Jónatansson á Reykjum t. v. og sonur hans Tryggvi í
öðru gróðurhúsanna
ur á fæðingarstað fóstru minn-
ar. En hverju skiptir það? Þó
finnst mér eitthvað raunalegt við
að horfa yfir þennan eyðilega
stað, þar sem eitt sinn undu marg
ir glaðir við sitt.
Og áfram höldum við félag-
arnir fram dalinn. Á báðar hend-
ur rísa falleg sveitabýli „hvít
með stofuþil". Skógi vaxnar hlíð-
arnar blasa við austan árinnar
og gefa þröngum dalnum hlýleg-
an svip.
Gist í Sellandi
garðar í hvammi umhlaðnir
grjóti, sem bera vott sömu ná-
kvæmni og snyrtimennsku og var
heima við bæinn. í görðunum
eru alls kyns garðávextir auk
skrautblóma, ennfremur bein og
falleg röð lævirujatrjáa, sem
gróðursett voru 1919. Fjær i
hvamminum rísa tvö gróðurhús
og í norður frá þeim liggur stór
Brátt kemur fryggvi til okk-
ar Gunnars þar sem við erura
í gróðurhúsunum. Tómatarækt-
uninni er lokið á þessu ári en
ennþá stendur síðari uppskera á
agúrkunum. Þótt komið sé fram
á haust er enn mikil vinna eftir
þarna í hvamminum á Reykjum.
Það er eftir að taka upp kartöfl-
ur og alla garðávexti. Tryggvi
segir mér að uppskeran úr gróð-
urhúsunum einum nemi um einu
tonni á ári en annar garðagróður
er mismunandi eftir árferði, en
sumarið í sumar hefir verið gott
og búast þeir við mikilli upp-
skeru.
Ég sé að ofan úr fjalli liggur
langur garður. 1 þessum garði er
vatnsleiðsla, sem liggur ofan í
heitu lindina og þaðan aftur heim
að bæ. Kemur hún úr kaldri upp-
sprettulind 600 m upp í fjallinu,
en heim að bænum er hún svo
700 m löng. í lindinni hitnar vatn
ið en er síðan notað til þess að
hita upp íbúðarhúsið. Skammt
fyrir norðan garðahvamminn er
jarðýta. Þar er verið að brjóta
meira land til ræktunar.
Allt er á einn veg hér á Reykj-
um, framfarir, aukning og end-
urbætur. Við ný steinsteypt fjár-
hús er verið að byggja yfir súg-
þurrkunarmótorinn sem notaður
er til að þurrka heyið í hinni
reisulegu fjárhúsahlöðu.
Hyffgja allt sjálfir
Og allt þetta hafa þeir feðgar
byggt sjálfir, aðeins fengið
nokkra aðstoð verkamanna. —
Gunnar er sjálfur smiður og hef-
ir kennt sonum sínum handverk
sitt. Hann er fimmti ættliður í
beinan karllegg, sem býr að
Reykjum.
Við göngum nú heim til bæj-
ar og röbbum þar saman nokkra
stund. Ber þar ýmislegt á góma,
m. a. vegamál þeirra Fnjóskdæl-
inga. Vegasamband hafa þeir í
mesta lagi 6 mánuði ársins. Enn
er aðeins þriðjungur leiðarinn-
ar frá Fnjóskárbrú og fram í
Reyki upphækkaður vegur, en
þetta kemur með tímanum, segja
þeir feðgar, þótt hægt miði. Þeir
feðgar eiga traktor, jeppa og
„trukk“, og með þessum farar-
tækjum má lengi brjótast áfram
í hinu myndarlega íbúðarhúsi,
sem byggt er 1947—48 er allt með
Framh á bls. 19
Hin reisulegu fjárhús eru gerð úr steini.