Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 19
Föstudagur 11. október 1957
Mor.r.v'sr?r áðið
iö
ViB tökum samveld-
iB fram yfir frjáls-
an markað,
segir landbúnaðarráðherra Brefa
BRIGHTON, 10. okt. — Efnahags-*
og hermál hafa einkum verið til
umræðu á landsþingi brezka
íhaldsflokksins, sem haldinn er
hér í borg um þessar mundir.
Duncan Sandys skýrði frá land-
varnaáætlunum stjórnarinnar og
samþykkti þingið þær. Peter
Thorneycroft f jármálaráðherra
ræddi um efnahagsmálin og
stefnu stjórnarinnar í þeim og
gat þess, að hún hefði einkum
beinzt að því að hindra verðbólgu
og efla gengi sterlingspundsins.
Áður höfðu allmargir ræðumanna
gagnrýnt efnahagsstefnu stjórnar
innar. Á þinginu var samþykkt
áskorun til stjórnarinnar um það,
að hún geri allt, sem í hennar
valdi stendur, til að stemma stigu
við frekari útgjöldum ríkisins,
koma í veg fyrir verðbólgu i
landinu og efla pundið.
Allmargir fundarmenn lýstu
því yfir, að rússneski gervihnött-
urinn hefði rýrt álit vestrænna
þjóða og stafaði seinagangur
Vesturveldanna af því, að þau
skiptust ekki á upplýsingum um
kjarnorku- og geimrannsóknir.
Ný vargöld
á Kýpur?
LUNDÚNUM, 10. okt.: — Einn
af leiðtogum EOKA, Miehael
Ashiotis, sem hefur gefið sig fram
við Breta, hefur skýrt svo frá,
að búast megi við nýjum ofbeld-
isverkum á eynni, ef SÞ taka
ekki afstöðu í málinu, sem EOKA
getur sætt sig við. — Þá segir
hann, að Grivas hafi gefið skæru
liðum sínum fyrirmæli um að
láta aft'úr til skarar skríða, eftir
umræðurnar um Kýpurmálin hjá
SÞ, ef nauðsyn krefur.
Ashiotis hefur afhent brezkum
yfirvöldum lista yfir mörg hundr
uð menn, sém Grivas hyggst
koma fyrir kattarnef, ef óöldin
á Kýpur hefst aftur.
150 þús. njósnarar
í Vestur-Þýzka-
landi
FRANKFURT — Blaðið „Ameri-
can Weekend“ skýrir frá því, að
nú séu um 150 þúsund njósnarar
starfandi í Vestur-Þýzkalandi á
vegum Rússa. Segir blaðið, að
starf þeirra sé aðallega fólgið í
því að veita Rússum upplýsingar
um hernaðarstyrk Bandaríkja-
manna í Vestur-Evrópu, svo og
hernaðarþróunina í Vestur-
Þýzkalandi. — Flestir þessir
njósnarar eru á vegum vestur-
þýzka kommúnistaflokksins, sem
var bannaður á sínum tíma og
„hvarf þá í jörðina". í kosningun-
um 1953, þegar flokkurinn bauð
síðast fram í landinu, fékk hann
rúmlega 600 þúsund atkvæði.
Landvarnaráðherrann minnti á,
að samkvæmt MacMahon-lögun-
um mættu bandarísk stjórnar-
völd ekki vei'ta upplýsingar um
þessi efni. Það stendur ekki á
okkur um samvinnu, sagði ráð-
herrann.
Þá sagði landbúnaðarráðherra
Breta, að þeir gætu ekki fallizt
á, að matvörur heyrðu undir
væntanlegan frjálsan markað í
Evrópu. Það gæti komið sam-
veldislöndunum í koll, sagði
hann, og ef við eigum að velja
á milli hins frjálsa markaðar
og samveldisins. þá veljum við
samveldið.
Nunnum boðið
í bíó
HAFNARFIRÐI — Það rak marg
ur maðurinn upp stór augu, sem
leið átti fram hjá Hafnarfjarðar-
bíói um tvöleytið í gærdag, en
þá mátti sjá allmargar nunnur
streyma inn í bíóið. Það kom
brátt í ljós, að bíóstjórinn, Niels
Árnason, hafði boðið öllum
systrunum á spítalanum hér í
Hafnarfirði og af Landakoti í
Reykjavík að sjá hina frábæru
mynd Marcelino. Gátu 28 þeirra
þegið boðið, og urðu þær mjög
hrifnar af myndinni. Hún flytur
hinn háleitasta boðskap og hríf-
ur hvern þann, sem hana sér.
Myndina átti að senda til Kaup
mannahafnar sl. miðvikudag, en
sökum mikillar aðsóknar, fær
bíóið að hafa hana fram £ næstu
viku. — G. E.
Tónlislarskólinn á
Seifossi seffur
SELFOSSI, 5. okt. — Tónlistar-
skóli Árnessýslu var settur af
skólastjóra Guðmundi Gilssyni
kl. 3 í dag í Selfosskirkju. Að-
sókn að skólanum er mjög mikil.
Umsóknir lágu fyrir frá 50 nem-
endum.
Breytingar á kennaraliði eru
þær að Ásgeir Sigurðsson kenn-
ari í klarinett og trompetleik hef-
ur starf við skólann og Zída Bene
diktsdóttir kennari í fiðluleik fer
nú frá skólanum til framhalds-
náms í Danmörku. Hefur ekki
verið ráðinn kennari í hennar
stað.
Skólinn nýtur styrks frá sýslu-
nefnd Árnessýslu, ríkinu og Sel-
fosshreppi.
Skólastjóri gat þess í setning-
arræðu sinni að Tónlistarfélag Ár
nessýslu hefði nú þegar fest kaup
á konsertflygli og mundi það
bæta aðstöðu til tónleikahalds.
Að lokum var sýnd kvikmynd
úr lífi Arthurs Rúbinsteins.
— Páll.
íslendiegar
þau séu enn
fái handritin -
um sinn 1 Höfn
KAUPMANNAHÖFN, 10. okt.:
— Hópur þekktra fornleifafræð-
inga á Jótlandi hefur komið fram
með tillögu um það, að leysa
handritamálið á þann hátt, að
Islendingum verði nú gefin hand
ritin í Árnasafni með því skil-
yrði, að þau verði í Kaupmanna-
höfn þangað til að forn-íslenzka
orðabókin, sem þar er unnið að,
verður fullgerð. í tillögunni er
bent á, að meðal þeirra, sem hafa
lagzt gegn því, að íslendingum
verði afhent handritin, séu mál-
vísindamenn, er vinna að orða-
bókinni. Nú sé komið til móts
við þá í þessari tillögu.
Kom upp um 522
rússneska njósnara
CANBERRA — Vladimir og
Evdokia Petrov, rússnesku
hjónin, sem struku úr sendi-
ráði Sovétríkjanna í Canberra
1954, hafa bent á 522 rúss-
neska njósnara, sagði Menzies
forsætisráðherra Ástralíu í
þinginu í fyrradag. — For-
sætisráðherrann veitti þing-
inu þessar upplýsingar, þegar
fram kom fyrirspurn um það,
hvar hjónin væru niður kom-
in og í hverju starf þeirra í
Ástralíu væri fólgið. Menzies
— Bændabýlin
Framhald af bls. 11
hinum sama snyrtibrag og úti
við. Skrautblóm eru í gluggum
og á borðum og haglega gerðir
munir eftir þá feðga prýða heim-
ilið.
En það er ekki einasta gróður-
húsaræktin sem veldur hagsæld
þessa bús. Fé er óvenju vænt í
Fnjóskadal. Til er að meðalþungi
dilka komist upp í 19 kg í daln-
um og hér á Reykjum er hann
oft 16—17 kg.
Það er komið hádegi og meðan
við sitjum yfir matborðinu ber
m. a. þjóðmálin á góma. En þar
sem í öðru einkennir hógværð-
in þessa geðþekku feðga. Þó
kemst ég ekki hjá því að verða
þess var að Gunnar er ekki á-
nægður með ástandið.
andi, en sveitafólkið ekur I
jeppa. En svona var þetta þegar
haldið var úr hlaðinu á Reykj-
um þennan sunnudag.
vig.
Félagslíf
Ármenningar!
Æfingar í kvöld í íþróttahús-
inu. —
Stóri salur kl. 7 frjálsar íþr. —
Kl. 8 fiml. dreigja; kl. 9 fiml.
karla. —
Minni salur: kl. 8 fiml., öld-
ungaflokkur; kl. 9 Jú-jitsu. Mætið
vel. — Stjórnin.
FARFUGLAR
Unnið verður í Heiðabóli um
helgina. — Á laugardagskvöldið
verður efnt til kvöldvöku. — Fjöl-
mennið. — Nefndin.
sagði ennfremur, að hjónin
fengju fjárhagsaðstoð frá
Ástralíu og væru undir
verndarvæng áströlsku leyni-
lögreglunnar.
Petrov bað um hæli í Ástralíu
sem pólitískur flóttamaður 1954,
eins og menn muna. Er talið, að
hann sé þýðingarmesti flóttamað-
ur frá Rússlandi, ef svo mætti
segja, að undanskildum Walter
Krivitsky, sem var yfirmaður
rússnesku leynilögreglunnar í
Vestur-Evrópu, en sagði skilið
við kommúnismann 1937 og flýði
til Bandaríkjanna. Hann fannst
skotinn í hótelherbergi í New
York 1941.
Hömlnr á innfluln-
ingl sólaleðurs
Á ÁRSÞINGI Landssambands
skósmiða, sem haldið var 28.
f. m., voru auk venjulegra þing-
starfa, tekin til umræðu ýmis
vandamál stéttarinnar, meðal
annars erfiðleikar á gjaldeyris-
yfirfærslu á hvers konar efni til
skóviðgerða, sérstaklega frá þeim
þjóðum sem leðurkaupmenn hafa
iengið beztar vöiur, eins og t. d.
sólaleður frá Englandi og Kanada
en það hefur reynzt betra og
ódýra:a í notkun en sóialeður,
sem fáanlegt er frá öðrum þjóð-
um.
Skósmiðir leggja því mikla
áherzlu a að halda þessum við-
skiptum, eins og fram kemur í
eftirfarandi samþykkt:
„Þrátt fyrir margra ára við-
skiptaörðugleika hafa undan-
farnar ríkisstjórnir séð sér fært
að leyfa leðurkaupmönnum að
flytja inn sólaleður frá þeim
löndum, sem vér höfum fengið
það bezt og ódýrast.
Á þessu hafa nú á síðustu
mánuðum orðið nokkrar hömlur,
„Bændabýlin þekku.“
Eftir hádegið tek ég eftir því
að heimilisfólkið er að búa sig
af stað. Guðmundur er þegar
farinn fyrir nokkru svo mér gefst
ekki tækifæri til þess að hitta
hann. Það á að vera skemmtun
niðri við Fnjóskárbrú til styrkt-
ar Illugastaðakirkju. Þangað ætl-
ar unga fólkið, en það eldra sit-
ur heima.
Þegar ég er að leggja á klár-
ana mína koma mér í hug ljóð-
línur Steingríms Thorsteinsson-
ar:
„Bændabýlin þekku
bjóða vina til.“
Þannig virtist mér hei nsókn-
in að Reykjum.
Það kann einhverjum að finn-
ast breyting á orðin þegar kaup-
staðarbúinn heldur af stað ríð-
Körfuknattleiksdeild l.R.
Æfing í kvöld fyrir meistara-
og II. flokk kl. 7,40—9,20 að Há-
logalandi. -— Áríðandi að allir
mæti. — Stjórnin.
3000 m. hindrunarhlaup Reykja-
víkurmótsins og einnig 4x400 m.
fer fram á íþróttavellinum,
mánudaginn 14. þ.m. og 10 km.
hlaupið 16. n.k. Keppnin hefst kl.
6 e.h. báða dagana.
Stjórn F. í. R. R.
Frá Guðspekifélaginu
Reykjavíkurstúka Guðspekifé-
lagsins heldur fund í kvöld, 11.
október kl. 8,30, í húsi félagsins,
Ingólfsstræti 22. Grétar Fells flyt
ur erindi, er hann nefnir „Skap-
andi draumar". Félagar, sækið
vel og stundvíslega. — Allir vel-
komnir.
Innilega þakka ég öllum, sem vottuðu mér vináttu sína
í tilefni af 60 ára afmæli mínu 3. þ. m.
Sigríður A. E. Nikulásdóttir.
Hjartanlega þakka ég öllum fjær og nær, er glöddu
mig með gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum á 80 ára
afmæli mínu 4. október sl.
Guð blessi ykkur öll.
Þóra Jónsdóttir,
frá Arnarbæli, Ártúni 6, Selfossi.
Lokað í dag
vegna útfarar.
ÓSKARSBAKARI
Laugavegi 5 — Skúlagötu 61
sem vér leyfum oss að fara fram
á, að háttvirt ríkisstjórn sjái sér
fært að bæta úr, með því að leyfa
innflutning á sólaleðri frá Eng-
iandi og Kanada“.
Samþykkt með samhljóða at-
kvæðum.
Stjórn Landssambandsins var
endurkosin, en hana skipa: Þór-
arinn Magnússon, form., Páll
Jörundsson ritari og Kjartan
Jensson gjaldkeri.
— ÞjóBskráin
Frh. af bls. 3
stofnun hennar, en hins vegar er
hún starfrækt sem deild í Hag-
stofunni. Hagstofustjóri er for-
maður stjórnar Þjóðskrárinnar,
en aðrir stjórnarmenn eru: Einar
Bjarnason aðalendurskoðandi,
skipaður af fjármálaráðuneytinu,
forstöðumaður endurskoðunar-
deildar Reykjavíkurbæjar,
Guttormur Erlendsson skipaður
af borgarstjóra Reykjavíkur, dr.
Sigurður Sigurðsson, skipaður af
heilbrigðismálaráðuneytinu fyrir
hönd berklavarna ríkisins, Sverr-
ir Þorbjörnsson forstjóri, skipað-
ur af Tryggingarstofnun ríkisins
og Þormóður Pálsson bæjarfull-
trúi, skipaður af félagsmálaráðu-
neytinu.
(Frá Hagstofu íslands).
Móðir okkar og tengdamóðir
ÁSTRÍÐUR PETERSEN,
andaðist í gær.
María Petersen, Ólafía Petersen,
Adolf Petersen, Ragnar Petersen.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
HELGU STEFÁNSDÓTTUR
Þjórsárholti,
fer fram að Stóra Núpi, laugardaginn 12. þ. mán.
Húskveðja að heimili hennar klukkan 1.
Börn og tengdabörn.
aaawfflMwaaMUMiiii«!iiM»i<i»iffli'ii»i 'BiffMBwmii iwrMMiiiiBiiriiimMwiniii iiijii himmwm——BwnH—
Innilegt þakklæti fyrir hluttekningu við andlát og
jarðarför
KARÓLÍNU JÓHANNESDÓTTUR
Vandamenn.
Ég þakka hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför eiginmanns míns
INGIMUNDAR STEFÁNSSONAR,
Fagrahvammi.
Margarethe Stefánsson.