Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 20
Alþingi var sett í gær Emil Jónsson kosinn torseti Sam. þings ALÞINGI var sett í gær. Það var slydduveður í Reykjavík kl. 1.30, er þingheimur gekic úr Alþingishúsinu og til kirkju, en þar var hlýtt messu hjá séra Guðmundi Sveinssyni, skólastjóra. Síðan settist Sameinað þing á rök- stóla. Tók Hermann Jónasson, forsætisráðherra, fyrst til máls, og setti Alþingi í um- boði handhafa valds forseta íslands. Þing það, er nú var sett, er 92. þing frá endurreisn Alþingis og 77. löggjafarþing- ið. í lok ræðu sinnar minntist forsætisráðherra forseta Is- lands og fósturjarðarinnar, en þingmenn tóku undir með ferföldu húrrahrópi. Aldursforseti, Jóhann Þ. Jósefsson, þingmaður Vestmanna eyinga, tók síðan við fundar- stjórn. Hann minntist í upphafi Barða Guðmundssonar þjóð- skjalavarðar og fyrrverandi þing Bjarni Benediklsson hlaut verðlaun Hóðurmálssjóðs BLAÐINU barst I gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá stjórn Minningarsjóðs Björns Jónsson- ar, Móðurmálssjóðsins: Stjórn Minningarsjóðs Björns Jónssonar, Móðurmálssjóðsins, ákvað á fundi, sem haldinn var 8. október síðastliðinn, á fæðing- ardegi Björns Jónssonar, að veita að þessu sinni Bjarna Benedikts- syni, aðalritstjóra Morgunblaðs- u:s, verðlaun. í skipulagsskrá fyrir sjóðnum segir, að tilgangur hans sé að verðlauna mann, sem hefur aðal starf sitt við blað eða tímarit, fyrir vandað mál og góðan stíl. Stjórn sjóðsins skipa: Dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor í ís- lenzkum bókmenntum við Há- skóla íslands; er hann formaður stjórnarinnar; dr. Halldór Hall- dórsson, prófessor í íslenzku nú- tíðarmáli við Háskóla íslands; Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skipaður af menntamálaráð- herra; Karl ísfeld, blaðamaður, kjörinn af Blaðamannafélagi ís- lands, og Pétur Ólafsson, hag- fræðingur, fulltrúi niðja Björns Jónssonar. manns, sem lézt 11. ágúst sl. Rakti aldursforseti æviatriði hans og störf, en þingmenn risu úr sætum og vottuðu með því minn- ingu hins látna virðingu sína. Jóhann Þ. Jósefsson tilkynnti síðan, að þar sem ekki hefðu komið fram óskir um annað, yrði þegar gengið til forsetakjörs i sameinuðu Alþingi, eins og þing- sköp gera ráð fyrir. Um forsetakjörið urðu nokkur orðaskipti milli Ólafs Thors, for- manns Sjálfstæðisflokksins og Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra. Ólafur lýsti því yfir, að ráðherrann hefði tjáð sér degi áður, að forsetakjör myndi ekki fara fram fyrr en síðar. Her- mann Jónasson sagði, að senni- legt hefði verið talið, að kjöri yrði frestað og yrði það gert, ef eftir því væri óskað og það talið skipta máli. Ólafur Thors svaraði því til, að hið eina, sem hér skipti máli, væri að það stæði, sem forsætisráðherra ís- lands léti sér um munn fara. Óskaði enginn eftir frestun, og var gengið til atkvæða. Emil Jónsson var kosinn forseti Sam. þings með 28 atkv. Jón Pálmason hlaut 17 atkv. og Einar Olgeirs- son 1. . Hinn nýkjörni forseti frestaði eftir þetta fundi þar til í dag, án þess að kosnir væru varaforsetar, og er það óvenjuleg ráðstöfun. Við þingsetninguna í gær voru uandhafar valds forseta íslands: Emil Jónsson, Hermann Jónasson og Jónatan Hallvarðsson, einnig fulltrúar erlendra ríkja og nokkrir embættismenn. Einu þingskjali var útbýtt í gær: frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1958. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hélt fund eftir að Alþingi hafði verið sett í gær. Var þessi mynd tekin við það tækifæri. Á hana vantar tvo þingmenn, sem ekki voru komnir til þings, þá Pétur Ottesen og Kjartan J. Jóhannsson. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður þingflokksins. Fundur Sjálfslæðis- félaganna í kvöld HAFNARFIRÐI. — Fundur Sjálf stæðisfélaganna er í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Verður þar rætt um bæjarmálin og flytja framsöguræður þeir Stefán Jónsson, Jón Gíslason, Helgi S. Guðmundsson og Eggert Isaksson, en að því búnu verða frjálsar umræður. Gefst Sjálfstæðisfólki þarna gott tækifæri til að kynnast þeim málum, sem nú eru efst á baugi hér í bænum, en þessi fundur er jafnframt sá fyrsti, sem félögin efna til á vetrinum. — G. E. Alvarlegur skortor ú þokjórni Vöntun á íóðurbæti kemur sér einnig illa þunga eftir á þegar tillit er tek- ið til þess hve mikið af ánum var tvílembt. Má því hiklaust segja að útkoman sé góð þegar MYKJUNESI, 9. okt. — Nú er komin haustveðrátta, stormur og stórrigningar. Eru það mikil við- brigði eftir hina mildu tíð sum- arsins. Er nú jörð öll orðin mjög I á allt er litið. — M. G, blaut og algjör andstæða við það, sem hefur verið í sumar. Haust- verkin standa nú yfir og margs er að gæta fyrir veturinn. Mjög kemur það sér illa að nú er fóðurbætislaust hér. Má segja að það komi fyrir á versta tíma, þar sem nú er verið að binda inn kýrnar. Annars er og fer að verða skortur hér á ýmsu. Al- varlegastur er þó skorturinn á þakjárni. Þess eru dæmi að menn eru með opnar heyhlöður og vantar járn á fjölda bygginga, stórra og smárra. Er í þeim efn- um hreinn voði fyrir dyrum, ef ekki rætist úr bráðlega. Slátrun að ljúka Slátrun er nú að Ijúka hér í sýslu, hjá Sláturfélagi Suður- lands. í sláturhúsinu á Hellu er í haust slátrað 13—14 þús. fjár. Munu lömbin yfirleitt hafa reynzt misjafnari en í fyrra og líkast til heldur léttari að meðaltali. — Flestir munu þó hafa meiri kjöt- Cagsbrúnarkanp hefði ekki hrokkið til onstar í Vík sagði Benjamín Sigvaldason, þungur á brún EINN af tíðindamönnum Mbl. hitti í gærdag austur í ölfusi, Benjamín Sigvaldsson, fræði- mann og kjötmatsmann. Hann var þungur á brún. Hann var að koma frá kjötmatsstörfum austur í Vík í Mýrdal og sagði sínar farir ekki sléttar. Sagðist hann sjaldan hafa orðið eins vondur á ævi sinni, sjaldan fyllzt eins réttlátri reiði og í skiptum sín- um við Kaupfélag Skaftfellinga. Benjamín kvaðst vera búinn að vera þar eystra við kjötmat hjá Kaupfélagi Skaftfellinga og hjá Verzlunarfélagi V-Skaftfell- inga. Hefði nann dvalizt eystra um 3 vikna skeið. Ég bjó í hótel- inu sem Kaupfél. Skaftfellinga rekur. Hefði eg farið austur á venjulegu Dagsbrúnarmanna- kaupi, hefði það ekki einu sinni hrokkið fyrir fæði, og húsnæði — og ég e.t.v. verið fluttur hreppaflutningi til Reykjavíkur, sagði Benjamín. — Þegar ég gerði upp við kaupfélagsstjórann fyrir gistinguna, fylltist ég svo mikilli og réttlátri reiði að eg_ svaf lítið sem ekkert 1 nótt. — Fyrir gistingu og mat á þessu þriggja vikna tímabili var mér gert að greiða rúmar 2900 krón- ur. Hefði eg haft Dagsbrúnar- kaup þar eystra, hefðu tekjurnar, miðað við 8 stunda vinnudag, orðið um 2700 krónur, sagði Benjamín, sem ekki átti nægi- lega sterk orð til þess að lýsa reiði sinni. Hann sagðist hafa sagt kaupfélagsstjóranum það rétt eins og það var. Eg gat greitt þennan háa reikning, því sem kjötmatsmaður hafði eg nokkru hærra kaup en hið al- menna Dagsbrúnarkaup, sagði Benjamín, sem var á leið til Reykjavíku" Dýrbítur heima við fúii VALDASTÖÐUM, 9. okt.: Fyrir aðeins fáum dögum fann bónd- inn á Fossá, Björgvin Guðbrands son, veturgamla kind frá sér heima við túngirðingu mjög illa útlítandi eftir dýrbít. Hafði dýrið veitt henni allmikinn áverka á annan bóginn og einnig var hún illa bitin að framan. Þrjú undanfarin haust, segir Björgvin, að fundizt hafi kind- ur, sem greinilega hafi drepizt af völdum dýrbíts. Á sl. vori fannst greni ekki alllangt frá þessum slóðum er hér um getur, og vannst það að fullu. Nokkru áður en Björgvin fann þessa kind heima við tún, ók bílstjóri héðan úr sveitinni fram á hlaupadýr, ekki alllangt frá Fossá. Grunur leikur á að þarna geti verið um sama dýrið að ræða, sem þessum ófögnuði hef- ur valdið heima við tún. Sjáan- lega verður enn að herða sóknina gegn þessum vágesti, til þess að firra bændur því tjóni er af hon- um kann að hljótast frekar en orðið er, og koma í veg fyrir þann kvalarfulla dauða, sem skepnurn ar verða að líða. — St. G. Bókauppboð Sigurðar 1 dag í DAG kl. 5 heldur Sigurður Benediktsson fyrsta bókauppboð sitt á þessu hausti í Sjálfstæðis- húsinu. Á þessu uppboði eru alls 95 bækur þar á meðal margt ævi- og útfaraminninga. Nokkuð er þar sjaldgæfra bóka, og má nefna Eintal sálarinnar eftir Arngrím lærða 4. útg. Hólar 1746, „Vasa- qver fyrir Bændur og Einfalldn- inga“ Höfn 1728, „Leirgerður" Messu-saungs og Sálma-bók, Leirá 1801, íslenzk fornrit, alls 14 bindi, frumútgáfa sem nú er ó- fáanleg, og mjög sjaldgæf bók eftir Hagalín, Nokkur orð um sagnaskáldskap, Seyðisfirði 1923. Kona meiðist í bílslysi SLYS varð á Suðurlandsbrautinni í gærdag er jeppabíll ók inn und- ir vörupall á bíl. Kona sem sat í jeppanum meiddist og allmiklar skemmdir urðu á jeppabílnum. Þetta gerðist með þeim hætti að vörubíllinn sem á undan jeppan- um ók nam staðar vegna um- ferðartafa rann þá jeppinn inn- undir pall bílsins, með fyrrgreind um afleiðingum. Konan sem heit ir Ríkey Búadóttir, til heimilis suður við Fífuhvammsveg, skarst nokkuð. 10 ára afmælishóf Heimis Á MORGUN minnist Heimir, fé- lag ungra Sjálfstæðismanna í Keflavík 10 ára afmæli síns með hófi í Ungmennafélagshúsinu. Heimir var stofnaður 5. október 1947. Voru stofnendur hans 62 að tölu. Nú eru í félaginu 318 manns. Félagsstarfið hefir jafn- an verið öflugt og gott. Afmælishófið hefst kl. 9 meS borðhaldi. Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ávarp. Ennfremur Eyjólfur K. Jónsson, Guðmundur Jónsson óperusöngv- ari syngur og Karl Guðmunds- son leikari skemmtir. Þá verður stiginn dans. Allt Sjálfstæðisfólk er hvatt til að koma til hátíðar- innar. Hæslu vinningarnir komu á fjórðungs- miða DREGIÐ var í 10. flokki Happ- drættis Háskólans í gær um 838 vinninga að upphæð 1.050.000,00. 100 þús. kr. kom á 24053, fjórð- ungsmiða selda á Akranesi, Vík og Patreksfirði Kr. 50,000,00 kom á 12965, fjórðungsmiða, selda hjá Jóni Arnórssyni og Guðrúnu Ól- afsdóttur í Bankastræti 11. 10 þús. kom á 1096 hálfmiða selda hjá Frímanni í Hafnarhúsinu, 3795, fjórðungsmiða selda hjá Frímanni, 18590, fjórðungsmiða einnig hjá Frímanni, 32678, heil- miða hjá Jóni Arnórssyni og Guð lúnu Ólafsdóttur. 5000 kr. vinning hlutu 6850, 9932, 14599, 19163, 38334. (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.