Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. október 1957 ir Operan EINS OG kunnugt er varð okkar ágæti og vinsæli söngvari, Stetán íslandi, sem farið hefur með hlut verk Cavaradossi í „Tosca“, að Vincenzo Maria Demetz hverfa héðan fyrir nokkrum dög- um til starfa sinna við Kgl. leik- húsið í Kaupmannahöfn. — í hans stað hefur tekið við þessu vanda- sama hlutverki ítalski tenorsöngv arinn Vincenzo Maria Demetz sem dvaizt hefur hér undanfarin tvö ár við söngkennslu. Það er vissulega ekki vandalaust, að „Tosca" taka við þessu hlutverki af Stefáni svo ákaft sem honum var fagnað af leikhúsgetum. — En Demetz leysti hiutverið af hendi með miklum ágætum. — Rödd hans er að vísu ekki eins björt og Stefáns og hann var nokkuð hikandi í fyrstu, en „söng sig upp“ af miklum krafti og náði list hans hámarki í turn- aríunni í síðasta þætti. Söng hann þessa aríu afbragðsvel og með miklum skaphita, enda var hann ákaft hylltur er hann hafði sung- ið hana. Hann beitir röddinni af mikilli kunnáttu og leikur hans er prýðilegur, túlkunin o£t frá- bær innlifun sterk og tilfinning- arnar suðrænar í bezta lagi. Er þessi frammistaða söngvarans enn lofsverðari fyrir það, að hann átti ekki kost á neinni æfingu með hljómsveitinni. — Má vænta þess að óperan verði enn fiutt mörgum sinnum. — Um söng okkar eigin söngvara er óþarft að fjölyrða meira en þegar hefur verið gert. Hann er í alla staði hinn glæsilegasti og allt yfirleitt frjálslegra á sviðinu nú en í fyrstu svo sem oft vill verða. Er óhætt að fullyrða, að ekki eigi ýkja- mörg leikhús betri söngkröftum á að skipa, en þeim, sem við heyrum nú í Tosca á sviði Þjóð- , leikhússins. P. í. — S. Gr. Hotto- o§ tískusýamg halda Hattaverzl. „Hjá Báru“ og tízkuverzl. Guðrún í Sjálfstæðishúsinu laugar- daginn 12. okt. kl. 4.15. ★ Miðar í Hattaverzl. „Hjá Báru“, Austurstræti 14. GOLFTEPPI n ý k o m i n ULLARGOLFTEPPI HAIVfPGÓLFTEPPI COCOSGÓLFTEPPI margar stærðir Hollensku gangadreglarnlr Breiddir: 70-90-100-120-140 cm. Margir mjög fallegir litir. Geysit h/t Teppa- og dregladeildin, Vesturgötu 1. „Háskólinn“, sem Jón Ólafsson nam efnafræðina í. Þaðan kom hann efnat'ræðingur og heill heilsu. Meðan þjóð hefur ekki stálframleiðslu verður hún ekki sjálfri sér nóg segirV.-íslendingurinn Jón Ólafsson,verkfr. MARGIR kannast við Vestuv-ís- lendinginn Jón Ólafsson, stáleína fræðing, enda ekki að ástæðu- lausu, því mikið hefur verið um hann ritað bæði hér og erlendis vegna uppfinninga hans á sviði stálframleiðslu. Varla þarf að geta þess í þessum línum, hve mikla athygli og viðurkenningu hann hlaut 1923 er hann fann upp nýja hita- og kuldasamsetningu stáls í stáliðjuveri því er hann veitti forstöðu í Manitoba og gjör breytti stálframleiðslu Kanada eða þegar árið 1941 var farið að framleiða bryndreka úr þessu stáli, en þeir þóttu bera af að styrkleika í síðustu styrj- öld. Þá flaug nafn þessa manns stranda á milli í Ameríku og raunar víðar. Jón í Ólafsson er kanadískur ríkisborg- ari, og kvæntur skozkri konu. En hann heimsækir ættjörð sína öðru hverju og nú í sumar hefur hann dvalizt hér heima. Hann verður sjötugur í dag, og í tilefni þess átti fréttamaður Morgunbiaðsins stutt viðtal við hann, þar sem hann nú dvelst hjá vinafólki sínu að Hellusundi 3 hér í bæ. Ættaffur úr Hreppunum Jón Ólafsson er fæddur að Vestrá-Geldingaholti í Gnúpverja hreppi í Árnessýslu 11. október 1887. Hann er af merkum ættum kominn, sonur Ólafs Jónssonar, sem var sonur séra Jóns á Stóra- Núpi og Guðrúnar Ámundardótt- ur, Ámunda smiðs frá Sandlæk, sem þekktur var um allt Suður- land og víðar fyrir trésmíðar sínar er þóttu frábærar. Jón Ólafs son hóf nám við Flenzbogarskól- ann og lauk prófi við hann ungur maður. Nokkru síðar sigldi hann til Skotlands og ætlaði að nema þar búfræði, en hugur hans hneigðist að öðru meira, efna- fræði, svo hann ákvað að gefa sig að þeirri grein. Tvö ár las hann efnafræði í Skotlandi en hvarf þá heím aftur. Tók þá að kenna hér ensku og gerði það um hríð. Vestur um haf — Hvaða atvik urðu til þess að þér fóruð vestur um haf? — Það var vegna heilsubrests árið 1913. Ég fann að ég þurfti að skipta um umhverfi og langaði einnig að reyna eitthvað nýtt. Efnafræðin var líka rík í huga mér. Ég fór þetta ár til Kanada og settist að úti á landi, bæði mér til hressingar og til að geta sinnt efnafræðináminu. Ég var búsett- ur í Klettafjöllunum. — Hvenær fenguð þér svo stöðu út á nám yðar? — Tveimur árum seinna. Þá réðst ég sem eftirlitsmaður við Kyrr ahaf sstrandar j árnbrautarf é- Jón Ólafsson lagið mikla. Vann ég þar í eitt og hálft ár. „Háskólinn minn“ — En svo fluttuzt þér til Mani toba? Hvernig atvikaðist það? — Það skeði þannig, að ég tók mér ferð á hendur fyrir félagið og settist að í litlu húsi, sem fé- lagið átti þar. Þar var ég einn, viðaði að mér bókum um sfna- fræði, hráefnum, málmum, sýrum og því, sem til þurfti. Þetta var „háskólinn minn“, og þaðan kom ég heill heilsu og efnafræðingur með dálítið af peningum. — Og hvaða starf fenguð þér þá? — Skömmu seinna réðst ég sem málmverkfræðingur við Vulcan Iron Works Ltd. í Winnipeg. Þar starfaði ég í 25 ár. Ég er hreint ekki að hæla mér þótt ég segi, að það fyrirtæki byggði ég upp frá engu upp í að framleiða 300 le.ftir af gæðastáli á mánuði, þegar bezt gekk. Fyrirtækið var einkafyiir- tæki þegar ég byrjaði að starfa hjá því, en er nú orðið hlutafélag, mjög voldugt. — Starfið þér ennþá hjá þessu fyrirtæki? — Nei, ég er hættur fyrir þrem- ur árum. Nú er ég seztur í helgan stein á búi mínu í British- Columbia. — Það er sagt að þér séuð milljónamæringur? — Ég skal segja yður, að þar fer fólk með rangar getgátur. „Grímsnesið góffa og Gull- Hrepparnir“ — Hvernig þykir yður að koma heim til íslands? — Mér þykir það ljómandi gam an. Ef ég væri úngur, þá færi ég að búa í Hreppunum. Líklega í Gnúpverjahreppi. Það eru mikl- ar framfarir sem orðið hafa í Ár- nessýslu síðustu 20 árin. Nú er stórbýli á hverjum bæ og mikil ræktun, enda er sýslan frjósöm. Biskupstungnamenn og Flóa- menn eru sannarlega búnir að gera ómerkt vísukornið „Gríms- nesið góða og Gull-Hrepparnir, Sultar-Tungur og Svarti-Flói“. í sumar hefi ég ferðazt um allt Suðurland og alls staðar eru mikl ar framfarir. Og það verð ég að segja, að Reykjavík er nýtízku borg, langtum nýtízkulegri en borgir á Norðurlöndum. Ég ferð- aðist í sumar til Danmerkur, Nor egs og Svíþjóðar, og mér finnst að sums staðar á þeim stöðum ætti að setja jarðýtu á nokkur borgarhverfin og jafna við jörðu. Svo gamlar byggingar og úreltar sá ég, en hvergi hér. Vill stálframleiðslu á íslanöi — Finnst yður ekki að iðnaður á íslandi hafi tekið framförum? — Jú, það finnst mér. Ég er til dæmis mjög hrifinn af Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi og Rafha í Hafnarfirði. Mér þótti mikið koma til þessara fyrir- tækja. En, það er hægt að gera langtum meira. íslendingar þurfa að koma á fót stálframleiðsiu og það fljótlega. 'Satt að segja biöskr ar mér að sjá allt það brotajárn, sem flutt er úr landinu á sama tíma og peningum þjóðarinnar er varið í langtum ómerkilegri fjár- festingar en það, að framleiða stál. Ég tek ekki undir þann söng, að það þurfi grjót til stálfram- leiðslunnar hér, enda höfum við ekki grjót, sem er nægilega málmi blandað til þess. Nei, það þarf bara brotajárn og aftur brota járn, og af því er nóg í landinu, því yrði ekki varið í annað þarf- ara. Því er líka borið við að hér skorti peninga til stálframleiðslu, en ég tek ekki undir þau orð, að auðurinn sé afl til allra hluta, sem koma skuli. Ég segi aftur á móti: Stálið er afl til allra hluta, sem gera skal. Það er stálið, sem hefur fleytt heiminum á það stig iðnaðarlega, sem hann nú er á, ef það væri ekki, þá væri ennþá steinöld. Ég álít, að engin þjóð geti nokkurn tíma orðið sjálf- stæð og sjálfri sér nóg iðnaðar- lega séð, fyrr en hún hefur stál- framleiðslu. Og þessu beini ég ekki hvað sízt til íslendinga. M. Th. Þetta er bústaffur Jóns Ólafssonar nú. Húsið byggffi ur af þeim viffi, sem landið gaf af sér. Þarna aff eyða ellinni í kyrrð og næði. hann sjálf- ætlar hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.