Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 17
Fostudagur 11. október 1957 MORGUNBLAÐIÐ 1? I Lífeyrissj. verzlunarmanna hefur þegar iánað stórfé Sjóðurinn eflist óðym með frjálsri þátttöku verzlunarfólksins VARAFORMAÐUR Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Hjörtur Jónsson kaupmaður, sem starfað hefur í rúmt ár, hefur skýrt blöðunum frá því, að sjóðurinn hafi þegar lánað rúma eina milljón króna til sjóðsfélaga, og sjóðsstjórn hafi ákveðið að um næstu ára- mót verði aftur veitt lán úr sjóðn- um. Lífeyrissjóður þessi var stofn- aður með samningum um kaup og kjör er kaupsýslumenn cg Verzlunarmannafél. Reykjavík- ur gerðu með sér vorið 1955. Lífeyrissjóðurinn er fyrst og fremst eftirlaunasjóður, sem greiðir sjóðfélögum allt að 60% eftirlaun, þegar þeir eru orðnir 67 ára að aldri, og miðast sá hundraðshluti við meðalárslaun síðustu 10 árin, er þeir taka laun. Eftirlaununum halda sjóðfélag- arnir meðan þeir lifa. Þá greiðir sjóðurinn árlegan makalífeyri, ef sjóðsfélagi fellur frá, svo og börnum hans til 16 ára aldurs. Loks greiðir sjóðurinn örorkulífeyri í þeim tilfellum að sjóðfélagi verður ófær til að gegna störfum að einhverju eða öllu leyti. Hætti sjóðfélagi að gegna verzl unarstörfum, þá fær hann allt það fé endurgreitt, sem hann hefur lagt í sjóðinn, ásamt vöxt- um. Iðgjaldagreislum til sjóðsins er þannig háttað, að sjóðfélaginn greiðir 4% af launum sínum í sjóðinn og fyrirtæki það, sem hann starfar við greiðir þá 6% miðað við sömu upphæð. Annar meginþáttur lífeyris- sjóðsins er lánastarfsemin og er svo kveðið á um í reglugerð að sjóðfélagarnir skuli hafa for- gangsrétt til lántöku að öðru jöfnu. verzlunarmanna frábrugðinn öðr um lífeyrissjóðum, að verzlun- arfólk er ekki skyldað til þess að vera aðili að sjóðnum, heldur er það í sjálfsvald sett. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur- nú starfað í eitt og hálft ár og hefur hann á þessum tíma farið stöðugt vaxandi. Upphaflega gerðust rúmlega 200 manns sjóðfélagar, en nú nemur tala sjóðfélaga nálega 700 manns og víst er, að enn á mikill fjöldi verzlunarfólks eftir að ger- ast aðilar að sjóðnum. Stjórn lífeyrissjóðsins skipa þessir menn: Magnús J. Brynjólfs son, kaupm., sem er formaður, Hjörtur Jónsson, kaupm., Guð- aaundur Árnason, forstjóri, Guð- jón Einarsson, fulltrúi og Gunn- laugur J. Briem. Framkvæmda- stjóri sjóðsins er Ingvar N. Páls- son. Öll dagleg afgreiðsla fyrir líf- eyrissjóðinn fer fram í Verzl- unarsparisjóðnum. Að því leyti er Lífeyrissjóður GERMANÍA Kvikmyndasýning verður í Nýja Bíói á morgun, laugardaginn 12. október kl. 2 e. h. — Sýndar verða þýzkar fræðslu- og frétta- myndir. — Aðgangur ókeypis. Félagsstjórnin. VETRARGARÐURINN DANSIEIKUB í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. IN GÓLFSC AFÉ INGÓLFSCAFÉ Eldri dansarnir í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 12826. SoG.T. Félagsvistin í G. T.-húsinu í kvöld klukkan 9. Dansinn hefst um klukkan 10,30. Gjörið svo vel að koma tímanlega. Aðgöngumiðar frá kl. 8. —- Sími 13355. Silfurtunglið Félagsvist í kvöld klukkan 8,30 Góð verðlaun. Gömlu dansarnir leiknir á eftir til klukkan 1. Stjórnandi: Helgi Eysteinsson. ' ATH. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 25.00. Komið tímanlega. Forðist þrengsii. Dragið ekki að panta miða. Símar: 19611, 19965, 18457. — Útvegum skemmlikrafta. Silfurtunglið. W/'ÉajfflriBgari yý/c'W mL jasxj HfíjjjGSa] i GjP* HRINOUNUM FRA Síarí’M' LS Cf MAFNARftTW 4 LOFTUR h.f. Ljósmyndastofan Ingólfsstræti 6. Pantið tíma i sima 1-47-72 Hljómsveit Vetrargarðsins leikur, Miðapantanir í sima 16710, eftir kl. 8. V. G. örscafe FOSTUDAGUR DAIMSLEIKIJR að Þórscafé í kvöld kl. 9. Hljómsveit Björns R. Einarssonar. OPIÐ / KVÖLD Aðgm. frá kl. 8, sími 17985 Qfion /juLnteít'atf eí!y vilhjáíms Sími: 23-333. Gömludanso klúbhunnn heldur skemmtun í Skátaheimilinu í kvöld klukkan 9. Gamanvísur Happdrætti, Kappát. Dansað til klukkan 1. Þriggja manna hljómsveit. Baldur Gunnarsson, dansstjóri. Komið öll og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Dansað í kvöld milli klukkan 9 og 11,30. Hljómsveit Gunnars Ormslev. Söngvari: Haukur Morthens. IMýkomnar finnskar KVENBOIVISIJR fyrir hæla Svartar og gráar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.