Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 2
2 MORCr * ÐJÐ Föstudagur 11. október 1957 Dýpbvo Biisbsibj nouðsynleg Fréttabréf frá Hellissandi HELLISANDI, 20. sept. — Tveir bátar stunduðu síldveiðar héðan í sumar með reknetjum. Þeir hættu 4. sept. Veiði var sæmileg í júlí en annars mjög lítiL Aflaði annar 2760 tunnur, hinn 1900 tn. Var það mest hraðfryst hér og annars staðar. Einn bátur héðan var með hringnót fyrir norðan og aflaði hann um 1100 mál. Hann er nú farinn á veiðar með reknet i Faxaflóa. Reknetjabátarnir urðu oft að fara á aðra staði til að selja aflann vegna lítilla frystimöguleika hraðfrystihúss- ins, sem mikil nauðsyn er að auk- ist hið allra fyrsta, mundi þá at- vinna aukast mikið við hrað- frystingu. í sumar var lokið við og tekinn í notkun stór freðfisksgeymslu- klefi við frystihúsið, en saltfisks móttaka og geymsla er rúmgóð áfast beinamjölsverksmiðjuhús- inu. Eru því fiskmóttöku-mögu- leikar hraðfrystihússins allgóðir en frystitæki of fá og afkastalít- il, en verið er nú að vinna að úr- bót á því ásamt bættum vinnu skilyrðum sem kæmu með ráð- gerðri hækkun á aðalálmu húss- ins og færslu á vinnusal þangað. Aukast atvinnumöguleikar hér mikið er þetta kemst í fram- kvæmd og er því vonandi að það verði sem fyrst. Jóhannes Kristjánsson hefir nú lokið við að byggja beinaverk- smiðju og lifrarbræðslu í Rifi og er nú að byggja þar hraðfrysti- hús og hús fyrir fiskmóttöku og fisksöltun og verbúðir fyrir báta. Vonandi kemst þetta það langt áleiðis að það verði starf- rækr á næstu vetrarvertíð. Hreppurinn er að láta byggja verbúða- og beitningahús í Rifi fyrir 6 báta, verða þar frystiklef- ar fyrir beitu- og lóðabala- geymslu. Við báðar þessar fram- kvæmdir batnar mjög mikið að- staða til útgerðar frá Rifi. Því miður hefir ekkert verið unnið að landshafnargerðinni í Rifi á þessu ári. Sanddælan sem þar hefir verið, var tekin suður í fyrrahaust og er enn ókomin aftur. Væri þó full þörf fyrir hana til að halda við og endur- bæta innsiglingarleiðina og snún- ingsplássið við bryggjuna, sem hvorttveggja þrengist og grynn- ist við það að sandurinn úr bökk unum sígur fram, þar eð engin þil hafa enn verið sett til að varna þvi. Nokkur erlend og inn lend skip hafa komið í Rif til að taka freðfisk og saltfisk og með varning. Strandferðaskipið Skjald breið kom nokkrum sinnum í vet ur en nú telur skipstjóri þess ekki fært að koma þangað lengur og er það til mikils baga. Undrast það allir að ekki skuli einu sinni haldið við bryggjunni og innsiglingarleiðinni sem kom- in var í Rifshöfn og er það mik- ið áhyggjuefni þeim er gera út báta þaðan og yfirleitt allra íbúa Hellissands, sem raunverulega eiga alla afkomumöguleika sína undir því komin að hafnarað- staða sé góð til útgerðar frá Rifi. Auk heimamanna er vitað um marga útgerðarmenn sem vilja koma með báta til útgerðar frá Rifi, enda er þaðan skemmst og hagast að sækja á hin aflasæl- ustu fiskimið í Breiðafirði og Faxaflóa og því von um betri afkomu útgerðarinnar en þar sem lengra þarf að sækja á mið- in. Það er því ekki einungis af koma Hellissandsbúa sem undir því er komin að nýtt og alvar- legt átak verði nú gert í lands- hafnargerðinni í Rifi, heldur er inn ,sem þó er aðeins kominn 500 metra fram en rifið sem er sjálf gerð undirstaða og kemur að mestu á þurrt um stórar fjörur, er samtals um 1800 metrar að lengd og endar á ávalri klöpp. Innan við rifið er eingöngu sandur ásamt vikur og aurfram- burði sem mjög auðvelt er að dæla burtu eftir því sem með þarf til að dýpka og rýmka höfn ina, enda er ekki á því svæði nokkur steinvala til, aðeins hefir orðið vart við nokkra útlenda séglfestusteina frá þeim tíma er Rifshöfn var eftirsóttasta verzl- unar- og útflutningshöfn lands- ins en varð óskipgeng vegna framburðar ár, sem nú hefir ver- ið fjarlægð frá hafnarsvæðinu. Nokkur ný íbúðarhús eru nú smíðum hér og verið er að stækka og endurbæta mörg, en skortur á byggingarefni er til mikils baga. Verið er að enda við að endur byggja póst- og símahúsið hér svo það verður sem nýtt hús. Búið er að grafa fyrir grunni að félagsheimili. Ný steinsteypt brú var sett á Höskuldsá í sumar. Verið er að ýta upp vegi fram hjá Djúpudölum, skammt utan við flugvöllinn, en þar var helzt hætta á snjósöfnun á Útnesvegin um, en hann er nú orðinn svo greiðfær að ekki tekur nema 6—7 tima að aka til Reykjavík- ur. Mikill áhugi er nú bæði hér og í Ólafsvik á því að næsta sumar verði lagður vegur í Ólafs víkurenni, enda mundi það til mikils hagræðis fyrir bæði kaup- túnin og þann mikla fjölda fólks er nú fer kringum Snæfellsjökul og upp á hann til að sjá hann frá öllum hliðum og marga fagra og einkennilega staði á þeirri leið. Afli á trillubáta er nú góður, 1—2 tonn af góðum fiski á grunn miðum. B. S. Benediktsson. Kvikmyndasýningar Germaníu að hefjasl EINS og að undanförnu mun fé- lagið Germania efna til kvik- myndasýninga í vetur, og verður hin fyrsta í Nýja bíói á morgun laugardag, og hefst hún kl. 2 e. h. Urðu sýningar í fyrra vetur mjög vinsælar og allar vel sóttar. Á þessari fyrstu sýningu vetr- arins verða sýndar fréttamyndir frá Þýzkalandi, m. a. myndir frá Iðnaðarsýningunni í Hannover, frá opnun garðyrkjusýningarinn- ar í Köln, sem hinn kunni garð- yrkjumaður Dr. Adenauer opn- aði, frá heimili og sýningu hins fræga málara Emil Noldes, sem nú er nýlátinn, frá nýafstaðinni kosningabaráttu til þingsins í Bonn, og sjást báðir aðalmenn kosningabaráttunnar, Dr. Aden- auer og Erich Ollenhausr, halda ræður. Enn fremur verða sýndar tvær fræðslumyndir: „Wasser fiillt das Tal“ og „Pferde im Finale“. Sýn- ir hin fyrrnefnda byggingu mik- illar stíflu, en hin síðarnefnda hindrunarhlaup hesta, og er þar lýst undirbúningi undir kapp- reiðarnar, hvernig folarnir eru tamdir og æfðir í ýmsum þraut- um, en tilkomumest eru þó stökk hinna beztu hesta y>fir margar hindranir. Gæti leitt til heimsstyrjaldar WASHINGTON, 10. okt. Krúsjeff hefur átt viðtal við fréttaritara New York Times í Moskvu. í viðtalinu sagði Krúsjeff m. a., að Sovétríkin litu mjög alvarlegum augum á það, ef Vesturveldin reyndu að ná fótfestu í Miðjarðarhafslönd- unum og koma sér upp hernaðar- bækistöðvum þar frekar en nú er orðið. Gæti sú viðleitni orðið til þess að koma af stað ófriðar báli í heiminum. Ríkissjóður hefur ekki lagt neitt fram til Sogs- virkjunarinnar ,,Eysteinskan" og rafmagnsmál Reykvíkinga AÐ marggefnu tilefni frá Tím- anum, er rétt að rifja upp nokkr- ar staðreyndir í sambandi við Sogsvirkjunina fyrr og síðar. í upphafi hafði Reykjavíkur- bær alla forgöngu um virkjun Sogsins og stóð einn að fyrstu virkjuninni, sem um leið var fyrsta stórvirkjun hér á landi. — Síðar gerðist ríkið meðeigandi að Sogsvirkjuninni, en það greiddi ekki eyri í því sambandi. Þegar svo til þess kom að virkja Sogið annað skiptið, og byggja orku- verið við írafoss, var fengið hið svonefnda Marshall-lán til þeirra framkvæmda. Um það var samið að ríki _og bær legðu fram til viðbótar"við lánið sínar 12 millj. krónur hvor. Reykjavíkurbær rMíÁla||f áf Annhá ætlaði að dreifa þessu framlagi 4 ár, og hafði borgað 2 ára Nýll dagheimill í bygg- ingu við Foarnhaga Páll S. Pálsson, hrl. kosinn formaður Sumargjafar AÐALFUNDUR Barnavinafélags ins Sumargjafar var haldinn i Reykjavík dagana 25. júní og 2. okt. sl. í skýrslu stjórnarinnar, er for- maður félagsins, Arngrímur Kristjánsson, flutti á fundinum, kom það fram, m. a., að 440 börn hefðu sótt dagheimili félagsins á árinu og 1137 börn dvalizt á leik- skólum þess. Dvalarumsóknir voru fleiri en nokkru sinni fyrr, og engin tök að verða við þeim öllum. Félagið gerði samninga við Reykjavíkurbæ um byggingu nýs dagheimilis við Fornhaga, er Sumargjöf eignast síðan í skipt- um fyrir Tjarnarborg, er Reykja- víkurbær kaupir af félaginu. — Bygging nýja dagheimilisins hófst siðla á þessu sumri og standa vonir til að henni verði lokið að ári, ef ekki stendur á fjárfestingarleyfum. Framkv.stj. félagsins, Bogi Sigurðsson, flutti skýrslu um rekstrarútgjöld fé- lagsins, samkvæmt reikningum þess. Fyrir s.l. ár námu útgjöld- in samtals kr. 3.628.626,05, en til samanburðar voru rekstrarút- gjöldin 1955 kr. 3.022.850,13. Rætt var á fundinum um fram- tíðarskipun félagsins og stjórn þess falið að taka upp samn- það einnig til stórtjóns fyrir þjóð inga við Reykjavíkurbæ um nýj Srhlislfflrnnn liTfo A p/\vm jþflð * i _ • *: í íAl o ríc! n e xrí J arbúskapinn hvað dregst úr þessu. Hafnarstæðið er svo gott í Rifi að ekki er svo mikill vottur af súg nú, þegar bátur hreyfist við bryggjuna hversu mikið haf- rót og rok sem er utan við garð- ar leiðir í samstarfi félagsins við bæinn um rekstur leikskóla og dagheimila. Aðalfundurinn fól félagsstjórn- inni að vinna að því, að aukið framlag fáist frá ríki og bæ til Uppeldisskóla Sumargjafar. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Arngrímur Kristjánsson skólastjóri, og Jónas Jósteinsson, yfirkennari. Arngrímur Kristjáns son, sem setið hefur samfleytt í stjórn félagsins í 29 ár, skoraðist eindregið undan endurkjöri. — Kjörnir voru Jónas Jósteinsson og Sveinn Ólafsson, forstjóri. Lögum félagsins um kjör vara- manna 1 stjórn var breytt á fund- inum þannig, að framvegis eru varamenn aðeins 3 í stað 7 áður Kjörnir voru sem varamenn Bjarni Bjarnason, kennari, Arn heiður Jónsdóttir, kennari og Guðm. M. Þorláksson, kennari. Endurskoðendur voru kosnir Zophonías Jónsson, skrifstofu- maður og Jón Kristgeirsson kennari. Á fyrsta fundi stjórnarinnar hinn 9. þ. m., skipti hún með sér verkum þannig: Formaður: Páll S. Pálsson, hrl., varaform. Jónas Jósteinsson, yfirkennari, ritari Þórunn Einarsdóttir, forstöðu kona, gjaldkeri: Sveinn Ólafsson. forstjóri, meðstjórnendur: Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, séra Emil Björnsson og frú Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri. Þá var einnig kjörin bygging- arnefnd hins nýja barnaheimilis og var hún skipuð þremur möiinum, auk formanns félagsins, sem jafnframt er formaður nefnd arinnar, þeim Arngrími Kristjáns syni, Boga Sigurðssyni og Þór- unni Einarsdóttur. isstjórnarinnar, enda er ekkert stórlán unnt að taka á Islandi öðru vísi en að ríkisstjórnin hafi þar forgöngu. Hvorki Reykvík- ingar né aðrir hafa Eysleini Jóns- syni nokkuð að þakka í því sam- bandi, nema siður sé. Ef aðdrag- andi að lánatökunni til Efra-Sogs- ins væri nánar rakinn, mundi það koma í ljós, að Eysteinn Jónsson tafði þá lántöku meðan fyrrver- andi ríkisstjórn sat að völdum og kann að gefast nánara tækifæri síðar til að rekja þá sögu eins og liún er. Vegir vesfanlands framlag eða 6 milljónir, þegar það kom í ljós, að Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra var staðráð inn í að svíkja gerða samninga og borga ekkert. Þegar þessi svik urðu endanlega uppvís, sá Reykja víkurbær ekki ástæðu til að halda sínum framlögum áfram, þar sem var um sameign ríkis og bæjar að ræða. Hins vegar hirti Eysteinn Jóns- son í ríkissjóð 20 milljónir króna tolla og söluskatt vegna írafossvirkjunarinnar. Það sem Eysteinn Jónsson gerði í sam- bandi við írafossvirkjunina var því að taka af henni 20 milljónir á þennan hátt, en svíkjast um að greiða þær 12 millj. króna til framkvæmdanna, sem samið hafði verið um. Hvað viðvíkur framkvæmdun- um við Efra-Sog, sem nú eru hafnar, er skemmst að segja, að ríkissjóður hefur ekki lagt fram einn eyri til hennar, en hins vegar gerir Eysteinn Jónsson ráð fyrir að fá um 32 millj. króna sem tolla og söluskatt af þessari virkjun. Þegar leitað var eftir láni til þessarar virkjunar í Bandaríkj- unum, gerði Eysteinn Jónsson þá kröfu að Bandaríkjamenn lánuðu Sogsvirkjuninni einnig fé til þess að borga skatta og tolla í ríkis- sjóð. En lánveitendunum kom þetta eysteinska fyrirbrigði ó- kunnuglega fyrir sjónir og höfn- uðu þessari kröfu, sem hverri annarri fjarstæðu. Lántaka til virkjunar Efra-Sogsins fór vita- skuld fram fyrir milligöngu rík- Gefa 5 þús. kr. III skála HAFNARFIRÐI. — Slysavarna- deildin Hraunprýði hélt sinn fyrsta fund á vetrinum sl. þriðju- dagskvöld og var þá m.a. rætt um vetrarstarfið. Var ákveðið að gefa Skátafélagi Hafnarfjarðar 5 þúsund krónur til kaupa á full- komnum ljóskösturum, sem keypt ir verða frá Þýzkalandi. En þeir þykja t.d. mjög heppilegir þegar leyta þarf að týndu fólki eftir að skyggja tekur. Geta má þess, að Hraunprýðis- konur hafa nú komið fyrir litlum björgunarbáti á syðri hafnargarð inn, en annar er sem kunnugt er á gömlu bryggjunni. Var bátur- inn smíðaður í Bátalóni og gaf fyrirtækið mikinn afslátt á hon- um. Er báturinn í bryggjukrikan um á garðinum og þar vel fyrir komið. Vetrarstarf slysavarnadeildar innar er nú að hefjast og verður hinn árlegi basar haldinn fyrsta vetrardag. Er mikill hugur í fé- lagskonum að gera hann sem beztan úr garði. — G.E. PATREKSFIRÐI, 10 október. — Fjallvegir hér vestanlands eru enn snjólausir og víðast sæmi- lega færir, þótt föl sé stundum á hæstu fjallvegum, einkum eft- ir kaldar nætur. Þannig hafa bílar til þess alltaf komizt hindrunar- laust frá Reykjavík hingað. Vestfjarðaleiðir halda ennþá uppi reglulegum áætlunarferðum tvisvar í viku frá Reykjavík til Patreksfjarðar. S.l. föstudag þeg- ar áætlunarbíllinn var á leiðinni hingað frá Reykjavík brotnaði gírkassinn í nánd við Hjallaháls. Mun bíllinn nú vera í viðgerð í Bjarkarlundi. Að fenginni reynslu, má búast við því að ferðir þessar falli niður á næstunni vegna ófærðar. Hafa bílstjórar Vestfjarðaleiða sýnt framúrskarandi dugnað i starfinu. Mikil samgöngubót er að ferðum þeirra hingað. Yfir vetrarmánuðina flýgur Flugfélag fslands hingað aðeins einu sinni í viku. Er það á fimmtu dögum. — Karl. — Setning Albingis Framh. af bls 1 veginum vegna opinberra ráð- stafana, er ekki talið með á fjár- lögum. Er það í samræmi við þá stefnu Eysteins Jónssonar að reyna að dylja það, hver er raun- verulega hlutur ríkisins í rekstri þjóðarbúsins. í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir 105 millj. kr. framlagi til dýrtíðarráðstaf- ana, aðallega til niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum, og vantar þá sem fyrr segir 20 millj. kr. vegna niðurgreiðslna á þeim vei ð hækkunum, sem áttu að koma til framkvæmda í haust. Heildarniðurstöður á sjóðsyfir- liti eru nú 851.828.676 kr.. í fjár- lögum þessa árs er niðurstöðutal- an 811.602.000 kr., en í fjárlaga- frumvarpinu, sem lagt var fram í fyrra, þegar þing kom saman, var hún 713.465.000. Greiðsluhallinn, sem nn er gert ráð fyrir, er meira en þrisvar sinnum hærri en áður hefur þekkzt á fslandi, og markar þáttaskil í fjármáium ríkisins. í tíð fyrrverandi stjórnar var jafnan mjög veru- legur greiðsluafgangur á fjár- lögum, og hefur Eysteinn Jóns- son nú brugðið af þeirri venju, sem hann var síoltastur af til skamms tíma: að hafa ekkt greiðsiuhalla á fjárlögum. PATREKSFIRÐI, 10. október. — Hrísnesbrúin á Barðaströnd er nú fullsmíðuð. Sá Sigfús Krist- jánsson, brúarsmiður frá Reykja- vík um verkið. Ennþá er ekki fulllokið vegagerð að brúnni en tvær ýtur munu vera á leiðinni til að ljúka verkinu. — Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.