Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 15
Föstudagur 11. október 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 stór 5 herbergja íbúð laust til ábúðar 1. nóv. n. k. íbúð- inni fylgir stór bílskúr. — Tilboð merkt: „5 herbergi — 150 — 6947“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 16. þ. m. Til sölu Höfum kaupanda að Fiat 1400 ’57 eða enskum 5 manna nýjum bíl. Staðgreiðsla. Uppl. í BIFREIÐASÖLUNNI Njálsgötu 40 — Sími 11420 Nauðungaruppboð verður haldið hjá Gasstöðinni við Hverfisgötu hér í bæn- um þriðjudaginn 15. október nk. klukkan 1,30 e. h. eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-337., R-515, R-1964, R-2148, R-2217, R-3671, R-3739, R-4030, R-4135, R-4324, R-4632, R-5314, R-5566, R-5676, R-5872, R-5920, R-6498, R-7098, R-7100, R-7402, R-7441, R-8108, R-8428, R-8457, R-8602, R-8613, R-9272 og R-9680. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógeíinn í Reykjavík. ^J^uen^óÉin oc^ lieimiÍJ m.eð ferskum liðunarvökva er laust við lykt eins og liðun getur verið Engin römm ammoníak-lykt. Engin svæla, sem pestar loftið og loðir á hárinu. Hið nýja Toni með „ferska“ hár- liðunarvökvanum er það mild- asta og þó árangursríkasta, sem enn er völ á. Hárþvottur og liðun á litlum hluta kvöldsins Hið nýja „ferska" Toni er sér- stakt í sinni röð. Hvernig hárteg- und, sem þér hafið. þá tekur lið- unin aðeins 15 stuttar mínútur. Engar tímaágiskanir. Enginn mis- tök. Þér þurfið ekki að bíða alla nóttina, nei, spólurnar eru tekn- ar úr eftir fyrsta klukkutímann. Toni bregst ekki — og kvöldið er yðar. Er rétt oð hræða börnisi, til þess ió þon til nð gætn sín? FORELDRAR eru oft á báðum áttum um þetta atriði uppeldis- ins. Annars vegar vilja þeir að börnin séu glöð og áhyggjulaus og með óskerta öryggiskennd. Hins vegar finnst mörgum rétt að vara börnin við hættum með því að segja frá þeimásvo áhrifa mikinn hátt að barnið minnist þess, þ. e. a. s. með því að hræða það. Hvort er rétt og hvort er rangt? Ollú lífi er meiri og minni hætta búin en sjálfsbjargar- hvötin gerir það að verkum að við snúumst móti hættunum í verki. Ef kviknar í húsinu, björg- um við okkur út. Ef óður tuddi verður á vegi okkar, forðum við okkur út fyrir girðinguna. Þessi tegund hræðslu er heilbngð og byggist á reynslu. Við vitum að eldsvoði og tarfar eru hættu- legir og því forðum við okkur. Þegar útskýrt hefur verið fyrir börnunum greinilega og rólega, hvers vegna eitthvað sé hættu- legt, þá geta þau vel verið hrædd við drukkna menn á götunni, öku níðinga og brattar brekkur, en það er heilbrigð hræðsla, vegna þess að þau hafa fengið skýrirgu á því að slíkt sé aðeins hættulegt fyrir þá sem ekki gæta sín. En til er önnur tegund hræðslu, sem er jafnskaðleg fyrir börn sem fullorðna, og það er hin óljósa hræðsla, sem grípur okkur stundum, þegar við vitum ekki vel hvað það er sem við óttumst. Margir fullorðnir eru hræddir við að vera einir á ferð í myrkri á fáförnum stöðum eða í nám- unda við kirkjugarða, svo nokk- uð sé nefnt. Þessi hræðsla getur hrjáð fólk mjög enda þótt skyn- semin segi að mjög litlar líkur séu til að nokkurt óhapp komi fyrir. Þessi hræðsla á oft rót sína að rekja til þess að viðkomandi hefur verið hrelldur með ein- hverju í æsku. „Tröllið kemur og tekur þig, ef þú ert ekki góður drengur", eða eitthvað því um líkt. Til eru meira að segja for- eldrar, sem hræða börn sín með lögreglunni og lækninum, þótt þetta séu einmitt menn, sem Gott er að ná beinunUm úr síldarflökunum með flísatöng. vinna að því að hjálpa barniru. Þetta styður eingöngu að því að svipta barnið öryggiskennd og gera það huglaust og myrkfælið. Ekki ber þó að skilja þetta svo að öll hræðsla síðar í lífinu eigi or- sök sína í röngu uppeldi. Foreldr- ar þurfa ekki að taka á sig þá byrði. Sum börn eru svo við- kvæm að hjá því verður ekki komist að þau verði hrædd við eitt og annað, þó að uppeldinu sé alls ekki um að kenna. Það er nú svo að heimurinn er ekkert barna herbergi og ekki er hægt að vernda börn sín fyrir öllum ógn- um. En foreldrar geta að minnsta kosti mildað hræðsluna með því að útskýra málið fyrir barninu rólega og sannfærandi, í stað þess að skammast og rífast. Ungbörn hræðast aðeins tvennt, hvell hljóð og þegar þeim finnst þau vera að detta. Þau rétta fram hendina og vilja strjúka kisu og stórum illúðlegum hundum. Hrædd verða þau ekki, nema hundurinn gelti eða velti peim um. Lítil börn þurfa ekki á hræðslutilfinningu að halda. Hún gerir þeim ekkert gagn, þar sem þau komast hvort eð er ekki und- an né heldur geta þau gert nokk- uð til að verjast. Aðrir verða að bjarga þeim. Þegar barnið er orðið 3—4 ára þá horíir málið öðru vísi við Nú getur barnið gætt sín sjálft fyrir bílum, hlaupið burt, komið ser í örugga höfn. Hræðsla hefur feng ið sinn tilgang, en aðeins hin heil- brigða hræðsla, sem útskýrð hef- ur verið fyrir barninu á rólegan hátt, en ekki með eilífum nót- unum og ógnandi aðvörunum. Því á þessum aldri blómgast ímynd- unaraflið og forvitnin, og það, sem barninu er ógnað með á dag- inn, fyllir myrkrið skelfingu á næturna. Slík hræðsla er algeng- ust meðal barna, sem hafa orðið taugaveikluð af of mikilli af- skiptasemi, afskiptasemi við mál- tíðir, aðfinnsum við hreinlætið, og aðvörunum við hinu og þessu. Og vegna þess að foreldrarnir eru áhyggjufull, verða börnin ósjálfstæð og meir seinþroska en jafnaldrarnir. Augljóst er, að barnið missir sj álfstraustið, ef faðirinn og móðirin eru alltaf að brýna fyrir því að hættur séu alls staðar ,og alltaf fyrir hendi. Þá finnst þeim fleira vera hættu- legt fyrir sig en önnur börn. Og hvers vegna? spyrja þau sjálf sig og sjúga fingurinn. Er það vegna þess að ég er ekki eins duglegur og hin? Ef sú hugmynd nær að festa rætur, getur orðið erfitt. að losna við hana. Þau eru sér þess ef til vill ekki meðvitandi, en þetta getur orðið til þess að þau veigra sér við erfiðleikum, síðar meir, sem þau raunverulega áttu að ganga beint til móts við. Hins vegar verðum við að vernda börn okkar gagnvart hin- um sönnu hættum. T. d. verður barnið að læra umferðarreglur áður en það eignast hjól, og við megum aldrei fara yfir götu móti rauðu ljósi með barn okkur við hönd, eins og mun þó ekki óþekkt fyrirbrigði. Börn verða að lærá að rétta út hendina, ef þau ætla að beygja fyrir horn á hjóli. Við verðum að kenna þeim að sýna tillitssemi og nota vit sitt. Með því þarf ekki að skapast óeðlileg hræðsla, heldur ætti það að stuðla að því að gera þörnin glöggskyggn og athugul og fær um að bregðast við á skynsam- legan hátt, svo þau þurfi ekki að vera myrkfælin eða hrædd við ímyndaðar hættur. (Lausl. þýtt). Kvikmynd vantar Sá, sem hefir að láni brezku kvikmyndina „Adventure On“, sem á ísle'nzku nefnist „Gróður og grænar lendur“, er beðinn að skila henni strax til fræðsludeildar SÍS, Sambandshúsinu. Fyrir fegurri endingarbetri hár- liðun, sem er laus við lykt. eins og liðun getur verið þá veljið TONI við yðar hæfi. — GENTLE fyrir fínt hár SUPER fyrir gróft hár REGULAR fyrir meðal hár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.