Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVISBL 4Ð1Ð Miðvikudagur 16. okt. 1957 T. Green, öldungadeildarmaður, gekk í gær á fund Ásgeirs Ás- geirssonar forseta að Bessastöðum og var sendiherra Banda- ríkjanna hér, 1. Muccio, í för með öldungadeildarmanninum, en P. Thomsen tók þessa mynd að Bessastöðum í gær. Kristján Albertsson: Roðasteinninn og lögin lnflúenzan nálgast faraldursstigið t FRÁSÖGNUM Skúla Skúla- sonar af Mykle-réttarhöldun um í Noregsbréfum til Morg- unblaðsins eru staðir þess virði, að við lesum þá tvisvar, meðan enn er óvíst hvort Söngurinn um roðasteininn kemur út á íslenzku, og hvað þá verður gert. „Játið þér yður sekan?“ spyr dómarinn rithöfundinn. „Þá kem- ur hik á Mykle, og svo segir hann, á báðum áttum: „Ég hef hugsað málið og komist að þeirri niðurstöðu, að ég vil ekki svara því“. (Síðar bað hann bókunar á því að hann neitaði sig sekan)“ (Mbl. 28. sept.). í Noregsbréfi Skúla Skúlason- ar í Morgunblaðinu í gær er m.a. sagt frá því, að áður en málið út af bók Mykle hófst, hafi for- lagið tekið þá ákvörðun, að á- góði af henni skyldi renna í rit- höfundasjóð. Hvers vegna? Slík ákvörðun er vafalaust einsdæmi um ágóða af nýrri skáldsögu. For lagið virðist — eins og höfundur- inn — hafa verið „á báðum átt- um“ — eftir að bókin var komin út En rétturinn var það ekki. Hann ákvað að gera skyldi upp- tækt það sem enn væri til af bókinni hjá forlaginu og í bóka- búðum, „og „satsinn“ af bókinni skal eyðilagður". „Rétturixm komst sem sé að þeirri niður- stöðu, að ýmislegt af bókinni varðaði við lög, og væri refsivert samkvæmt 211. gr. ’hegningar- laganna, sem ákveður allt að tveggja ára fangelsi fyrir að skrifa klám og breiða það út. En með því að þessari grein hafi svo sjaldan verið beitt, vill rétt- urinn afsaka höfund og forleggj- ara með því, að þeir hafi ekki verið sér þess vitandi, að athæfi þeirra varðaði við lög, og sýknar þá báða“. Skúli Skúlason bætir við: „í Noregi eru menn yfirleitt ánægð ir með dóminn og telja hann vit- urlegan og sanngjarnan". Ég er ekki í neinum vafa um að hér á íslandi myndu menn al- mennt telja það viturlegt og sann gjarnt, að ekki yrði beðið vikur og mánuði með að banna íslenzka útgáfu á kláminu, heldur yrði það gert þegar í stað — á út- gáfudegi. Samkvæmt blaðafregnum hef ur lögreglustjórinn í Osló falið „stjórnum allra almennings- bókasafna, að hætta að lána skáldsöguna Sangen og den röde rubin eftir Agnar Mykle. Lög- reglustjórum út um land hefur verið skipað að senda bókasöfn- um í sínum lögsagnarumdæmum sams konar fyrirmæli". Hér í Reykjavík var skáldið Snorri Hjartarson, yfirbókavörð- ur Bæjarbókasafns Reykjavíkur, spurður að því nýlega, í blaða- viðtali, hvort safnið hefði eignast þessa bók. Hann svaraði: „Nei, slíkar bækur getum við ekki haft til útláns . . .“ (Mbl. 11. okt.). Og svo heldur eitt blað hér í Reykjavík að það geti í forustu- grein boðið lesendum upp á þá fræðslu, að það þurfi alveg maka lausan sadista og bóka-brennu- varg til að amast við því, að Söngurinn um roðasteininn verði ein af jólabókum ársins! Að hugsa sér — svona blað. Klámið í þessari skáldsögu hlýtur að varða við lög, jafnt á íslandi sem í Noregi. Og hér mun hvorki verða hægt að afsaka þýðara né útgefanda með þvi, að þeir viti ekki hvað þeir gera — það verður ekki hægt eftir allt sem á undan er gengið. Kristján Albertsson. Vegir í Dalasýslu FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON hefur lagt til á Alþingi, að bætt verði í veglög ákvæðum um þrjá vegi í Dalasýslu: Neðribyggðarveg (af þjóðveginum hjá Knarrar- höfn um „Neðribyggð", fyrir Skorravíkurmúla, á þjóðveginn hjá Hellu), Dagverðamesveg (af þjóðveginum við Fábeinsá að Dagverðarnesi) og Hjarðarholts- veg (af Vesturlandsvegi innan Búðardals um Hjarðarholt, norð- an Laxár í Dölum að Sámsstöð- um). LONDON, 15. okt. — Brezka stjórnin tilkynnti í kvöld, að kjarnorkutilraunum Breta á Kyrrahafi yrði haldið áfram inn- an nokkurra mánaða. Athugasemd í GÆR benti kunningi minn mér á, að í útvarpsþætti blaðs yðar 8. þ.m. er umsögn þess efnis að ég hafi í einni morgunhugvekju minni í útvarpinu tvívegis tekið fram, að „Suðurnesjamenn væru sérstaklega hættulega staddir í andlegum efnum“. Hið góðkunna skáld, er þáttinn ritar, hefir tekið skakkt eftir. Ég var að tala um íslenzku þjóðina í heild, en skaut tvívegis inn í, að „svo væri a.m.k. hér á Sudur- nesjum". Með orðunum „liér á Suðurnesjum“ taldi ég mig gera ljóst, að ég ætti við Reykjavík og svæðið þar suðvestur af (kaup staðina). Hins vegar fullyrti ég ekkert um að ástandið væri verra þar en annars síaðar í landinu. Ég sagði m.ö.o. að svona væri það í larfdinu yfirleitt eftir áscand inu hér að dæma. „Felli“ í Garðarhr. 13. okt. 1957. Björn O. Björnsson. Bréí; Sagt í gamni ®n ekki alvöru Athugasemd frá þjóð- leikhússtjóra Herra ritstjóri! Eftirfarandi vildi ég biðja yð- ur að gjöra svo vel að birta, út af ummælum í Morgunblaðinu í dag: Það sem ég sagði á blaðamanna fundi þann 14. þ.m. og blaða- maður Morgunblaðsins rangfær- ir og reynir að gera að einhverju pólitísku númeri var þetta: Fjar- stæðu eins og komið hefur fram í blaði, að ég hafi úthlutað öll- um aðgöngumiðunum að hinni umræddu sýningu á „Tosca“ til kunningja minna, ætla ég ekki að svara. Það lítur helzt út fyrir, að blaðið segi slíkt af einhverri óvild til mín, líklegast af því að það heldur, að ég kjósi ekki þann flokk, sem það tilheyrir. Sagði ég þetta 1 gamansömum tón, en ekki með þeirri alvöru, sem blaðamaðurinn viðhefur. Al- gengt er, að við á þessum blaða- mannafundum röbbum um sitt af hverju í gamni og alvöru, án þess að tilætlunin sé að birta það, enda hafa blaðamenn ekki gert það fyrr en nú, að umrædd- ur blaðamaður gerir það, og í árásarskyni á mig. SKYNDILEGA hefur inflúenzan færzt töluvert í aukana hér í bæn um, og hefur inflúenzutilfellum fjölgað mikið. Eru svo mikil brögð nú talin að henni að segja má að um faraldur sé að ræða. I skólunum eru þó ekki enn til- takanlega miklar fjarvistir, hvorki meðal eldri né yngri nem- enda. I Borgamesi hefur veikin náð faraldursstiginu og víða er allt heimilisfólk rúmliggjandi, að því er héraðslæknirinn þar segir. Það sem veldur því hve inflú- enzan hefur farið hægt yfir telja læknar að þakka megi hinni góðu hausttíð, og svo að sjálfsögðu EINS og flestum reykvískum hús mæðrum er kunnugt, hefur Hús- mæðrafélag Reykjavíkur undan- farin ár haldið fjölda kvöld- og dagnámskeiða að vetrinum, í saumum, matreiðslu og sýni- kennslu í Borgartúni 7. Nám- skeið þessi hafa verið mjög vel sótt, enda á hagkvæmum tímum fyrir húsmæður. Að þessu sinni hefur félagið hafið þessa starf- semi sína og er nú tveim fyrstu námskeiðunum að ljúka, en það eru saumanámskeiö. Blaðið átti í gær tal við frú Jónínu Guðmundsdóttur, form. Húsmæðrafélagsins. Hún kvað næsta námskeið, sem verður kvöldnámskeið í grænmetisrétt- um, hrásalötum, ábætisréttum og smurðu brauði, hefjast næstkom- andi mánudag. Hún kvað konur mikið hafa spurzt fyrir um þetta námskeið og geta þær fengið all- ar upplýsingar um það í símum 11474, 13652 og 11810. Þetta nám- skeið mun standa yfir í 2—3 daga og hefjast kl. 8 á kvöldin svo sem venja er um kvöldnámskeið fé- lagsins. Eftir um það bil tvær vikur hefst saumanámskeið, kvöldnám- skeið, sem stendur yfir í mámuð. Alls heldur félagið 9—10 nám- skeið alls ár hvert í saumum, matreiðslu og sýnikennslu og hef ur árangurinn verið mjög góður. í vetur ætlar Húsmæðrafélagið að taka nýjan lið inn í starfsemi hinum góða aðbúnaði fólks al- mennt. Á nokkrum skipum hefur in- flúenzan stungið sér niður og hafa þá stundum 60—70% af áhöfn skipsins tekið veikina. Fólki skal enn .á það bent, að verði það lasið, þá er bezt að fara sem fyrst í rúmið, fara í alla staði varlega til þess að fá ekki í ofanálag einhvern slæman fylgi kvilla. — Inflúenzu-einkennin eru mjög glögg: Hitinn gýs upp fljótlega og dettur niður jafn- skjótt aftur eftir fáeina daga, beinverkir, höfuðverkur, sem byrjar mjög skyndilega, hár hiti. sína. í ráði er að halda föndur- námskeið í bastvinnu fyrir jólin og verður það kvöldnámskeið. Frá Aiþingi I GÆR voru stuttir fundir í báðum deildum Alþingis. í efri deild flutti fjármálaráðherra ræðu um frumvarp til laga um gjaldaviðauka (sjá Mbl. s.l. laug- ardag) og var því siðan vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefnd- ar deildarinnar. í neðri deild var ráðherrann einnig eini ræðumaður. Fylgdi hann þar úr hlaði frumvarpi um bifreiðaskatt o. fl., sem fjallar um áframhaldandi viðbótarálög á benzín, bifreiðir, hjólbarða og gúmmíslöngur. (Sjá Mbl. laug- ard.). Málinu var vísað til 2 umr. og fjárhagsnefndar neðri deildar. í gær var útbýtt tveim nýjum þingskjölum: Benedikt Gröndal (A) leggur til, að ríkisstjórninni sé veitt heimild til að selja Óskari Hjart- arsyni eyðijörðina Skógarkot í Andakílshreppi. Friðjón Þórðarson flytur til- lögu um breytingar á vegalög- um, og er hennar getið sérstak- lega annars staðar i blaðinu. Fundir verða ekki á venjuleg- um fundatíma í dag, en í kvöld verður útvarpað upphafi 1. umr. fjárlaga. Guðl. Rósinkranz. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt í A-Þýzkala ndi, að seðlaskipti myndu fara fram þann dag í landinu. Var hverjum einstaklingi heimilað að skipta 300 mörkum. Tók a-þýzka lögreglan fyrir nær allar samgöngur milli V- og A-Berlínar þann dag. Fólk var stöðvað við markalínuna af vopn- aðri lögreglu og þær fáu bifreiðir, sem hleypa varð í gegn, voru grandskoðaðar. Myndin er tekin við Potsdamer Platz, við markalínuna. — Hópur fólks, sem ætlað hefur vestur yfir, hefur verið stöðvaóur — og lögregiumenn stöðva þarna bifreið, sem ekið cr inn í A-Berlín. Námskeið í gerð grænmetisrétta á vegum Húsmæðrafélags Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.