Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 8
8
MonnvNfít ifíiÐ
Miðvikudagur 16. okt. 1957
Veitingastaður í Arabahverfi í Aden.
r
Arabísk máltíð. Arabar nota engin áhöld, borða með berum
fingrunum.
eftir
Ólaf Ófafsson
kristniboða
SNEMMA morguns hinn 15. sept.
hóf SAS vél sig til flugs frá
Fornebuflugvelli fyrir utan Osló,
og lenti 20 klst. síðar í Kairó.
Flugleiðin, sem farin var, er hátt
á fimmta þús. km. Viðkomustað-
ir á leiðinni voru í alls fimm lönd
um, þessir: Kaupmannahöfn,
Prag, Vínarborg, Istanbul og
Beirut. Allt þetta á einum degi.
Þannig er nútímaferðatækni.
Hinn mikli sigur ferðatækninn-
ar yfir vegalengdum hefur ekki
unnizt án nokkurs taps. Enn
þekkja flestir íslendingar mun-
inn á því, að þeysa inn til dala á
góðhesti eða sitja í lokuðum bíl.
Á valdi vélarinnar er maðurinn
sviptur, að ekki óverulegu leyti,
hollum áhrifum og yndisauka
náinna samvista við náttúruna.
Hraðinn sljóvgar athyglisgáfuna
— að svo miklu leyti, er hún fær
notið sín, þegar ekið er eða flogið
í nær því alveg lokuðu búri. Við-
komu- eða áningarstaðir flugvél-
anna eru ekki skógarrjóður eða
grösugir balar, og ekki heldur
á borgartorgi. Flugvellirnir eru
í útjaðri eða nágrenni stórborg-
anna. Ef viðstaða er stutt er úti-
lokað að tími gefist til að sjá
þær, nema þegar heppni er með,
úr flugvélinni. Útsýni úr flugvél-
arglugga er mjög oft stórfenglegt
og ógleymanlegt.
Þannig er það. Flestu má sitt-
hvað finna til foráttu, jafnvel
líka flugsamgöngunum, sem
ekkert land getur án verið sér
að skaðlausu — og allra sízt ís-
land.
Svo er fluginu fyrir að þakka
að nú orðið er engin nýlunda
að íslendingar sjáist á götum
Kairóborgar, á úlfaldabaki við
rætur pýramídanna, inni á forn-
minjasafninu eða Hassans mosku.
Að vísu naut ég ekki sam-
fylgdar landa. Það kann að hafa
sína kosti ekki síður en ókosti,
að vera einn síns liðs á ferða-
lögum úm framandi slóðir. En
gott þóttí mér að kynnast Norð-
manni einum, sem reyndist á-
gætur ferðafélagi. Hann var full-
trúi útgerðarfélags í Noregi á leið
til Súez —' hins þrönga hliðs
heimssamgangnanna. Norðmenn
eiga mikið undir að það lokist
ekki.
Klukkan 2 um nóttina — eftir
tæplega sólarhringsviðdvöl í
Kairó — var ég vakinn. í her-
berginu á Hótel Heliopólis, var þá
27 stiga hiti og hafði mér ekki
orðið svefnsamt. Ekið var í vagni
frá eþíópska flugfélaginu til flug
vallarins. Seinna um morguninn
ók norski ferðafélaginn í allt
aðra átt. Einn varð ég að ganga
í gegnum hreinsunareld útlend-
ingaeftirlitsins. Egyptar voru
hinir hæverskustu. Flestir, sem
að slíkri fyrirgreiðslu standa á
vegamótum alþjóðasamgangna,
hafa nokkra kunnáttu í ensku,
en eru ekki allir jafnvel að sér
í landafræði.
Mér kom mjög á óvart, þegar
stúlka ein sem tók við vegabréfi
mínu, spurði mig á mjög góðri
ensku, hvar ég ætti heima á ís-
landi, hvort ég kæmi frá Reykja-
vík. Ég kvað svo vera og bætti
við:
— Ég dáist að því, að ekki
einungis vitið þér að til er iand,
sem ísland heitir, heldur og að
höfuðstaður okkar er Reykjavík.
— Já, svaraði hún brosandi, ég
var einu sinni gift íslendingi.
— Einmitt það. Hvað hét
hann?
— Hann hét--------------
— Voruð þér lengi á íslandi?
— Þangað hef ég aldrei komið.
Mér skildist að hjónabandið
muni ekki hafa átt sér langan
aldur og forðaðist nærgöngulli
spurningar en orðið var, stúlkan
var naumast yfir tvítugt.
— Eruð þér Englendingur eða
ftali, spurði ég.
— Hvorugt, ég er Egypti, svar-
aði hún og dökku augun virtust
ljóma af duldri gleði yfir að einu
sinni hafði hún verið gift ís-
lendingi — eða kannske af því
að hún hafði skilið við hann.
Gott útsýni var úr glugga, sem
ég sat við alla leið frá Kairó til
Aden, hinnar miklu siglinga- og
flugmiðstöðvar Breta við suður-
enda Rauðahafs. Á þeirri löngu
leið sást ekki ský á himni. ’Sagt
er mér, að 4—5 sólarhringa sigl-
ing sé frá Port Said til Aden.
Flugvélin hélt sig að ströndinni
Afríkumegin. Austurauðnir Eg-
yptalands eða Núbíueyðimörkin,
landsvæðið milli Nílar og Rauða-
hafs — um 1000 km. langt að mig
minnir — eru allhálent meðfram
ströndinni. Undirlendi er sama
og ekkert, gróður hvergi sjáan-
legur, veigalitlir lendingastaðir
á einum 'tveim stöðum. Ljósguiir
sandskaflar hafa hlaðizt upp frá
fjallabrúnum niður í fjöru. Sand-
rif í sjó fram eru jöðruð hvítri
saltskán og grænum sjó.
Fyrsti viðkomustaður var —
eftir langt flug — Port Súdan á
Rauðahafsströndinni. Hiti var þar
svo óbærilegur, fannst að minnsta
kosti meirihluta farþega, að við
flúðum fljótlega inn í flugvél-
ina aftur, þrátt fyrir kæfandi hita
þar inni. Staðurinn er, eins og
nafnið bendir til, innan landa-
mæra Súdans og ekki ýkjalangt
frá Karþúm. En nokkru norðar
á austurströnd Rauðahafsins, er
Jidda, hafnarborg Saudi-Arabíu.
Meðfram allri Rauðahafsströnd
Afríku er fjallgarður, sem fer
hækkandi því meir er sunnar
dregur og er hæstur nyrzt í
Eritreu, hinu 1100 km. langa
strandhéraði Eþíópíu. Meðfram
sjó er alger auðn, að því er séð
verður bezt, þar sem vottar fyrir
gróðri í þurrum árfarvegum og
einnig á fjallgarðinum sjálfum
allt suður að hálendi Norður-
Eþíópíu. Yfirleitt er þar gróður-
sæld mest í 1400—2000 m hæð
yfir hafflöt og þar yfir. Þetta
kemur ferðalang frá Norðurlönd-
um einkennilega fyrir sjónir. Þar
er gróður jafnan mestur á lág-
lendi með sjó fram og inn til dala,
en öræfi og jöklar á hálendinu.
Hér er þetta sem sagt þveröfugt.
Flugvélin settist snöggva stund
í Asmara. Við vorum komnir til
Eþíópíu, á fyrsta lendingarstað-
inn og höfðum þá flogið rúmlega
1800 km. frá því er lagt var af
stað frá Kairó. Þar varð ég að
skipta um flugvél, leggja krók á
leið mína, fara til Aden til þess að
fá þar vegabréfsáritun, landvist-
arleyfi til skamms tíma í Eþíópíu,
en það er alls ekki auðfengið.
Við hliðina á mér sat kaþólsk
nunna í svörtum klæðum, ítölsk,
roskin nokkuð og Hklega óvön
að fljúga. Hún var geðfelld kona,
hrædd eins og barn og ríghélt
sér í handlegginn á mér, þegar
vélin lét sem verst á fluginu nið-
ur af hálendinu, en þar er upp-
streymi mikið. Hún var hitanum
vanari en ég auðsjáanlega, lét
sig hafa það að klæðast líkt og
nunnur í Reykjavík, þó að öðrum
farþegum, sem flestir voru karl-
menn og gerðu því meiri kröfur
til lífsþæginda, þætti nóg að vera
í ermalausri skyrtu og stuttbux-
um.
Síðasta spölinn var flogið yfir
marsléttar sandbreiður með
hvítri saltskán hér og þar. Þær
liggja að botni hafnarsvæðisins
í Aden og er þar ágætur flugvöll-
ur. Flugvélar sjö erlendra flug-
félaga, með áætlun til ýmissa
landa að minnsta kosti þriggja
heimsálfa, hafa þar viðkomu.
Mér var kunnugt að £ Aden
hafa danskir kristniboðar starf-
að — aðallega meðal Araba —
um margra ára skeið, og hafði
hugsað mér að snúa mér til
þeirra, þiggja þeirra aðstoð á
ókunnum stað. En þess þurfti
ekki með. Ég flæktist inn á röng-
um stað en hitti þar réttan mann.
Hefði ég ekki getað kosið betri
mann mér til félagsskapar og
leiðsögu í Aden, en brezka flug-
foringjann Mr. E. J. Harrod.
Höfðum við þó aldrei sézt áður.
En hann var leiddur — eins og
hann orðaði það — inn á stað,
þar sem hann ekkert erindi átti,
að hann hélt og sannfærðist brátt
um, er hann sá mig þar, að til
mín var hann sendur. Það efaðist
ég heldur ekki um. Það eru fleiri
en M.R.A. menn, sem treysta
handleiðslu Guðs.
Mr. Harrod • var nýkominn frá
alþjóðamóti M.R.A. — Moral
Rearmarment — hefur verið út-
lagt á íslenzku siðgæðishervæð-
Arabískur þorpsstjóri slekkur
þorstann.
ing — á Mackinaceyju í Michigan
vatni í Bandaríkjunum. Hann átti
eftir þrjá daga af sumarleyfi sínu.
Helming þess tíma varði hann
til að vera með mér, aka með mig
um alla nýlenduna — hún er
reyndar ekki nema 200 ferkm. —
en hann er þar gerkunnugur.
Mr. Harrod átti heima í borgar-
hverfi, sem er alveg hulið sjón-
um aðkomumanna í Aden — niðri
í víðum gíg. Er haldið að þar
hafi staðið elzta byggð Araba í
Aden.
Höfnin í Aden — en henni á
borgin og þeir, sem í henni búa,
tilveru sína að þakka — er milli
tveggja skaga. Fyrir botni henn-
ar er marflöt sandslétta, en á
skögunum báðum eru löngu
kulnaðir eldgígir allt að því 700
m háir. Borgin stendur í kletta-
krika upp af höfninni á eystri
skaganum. Á hinum skaganum er
olíuhreinsunarstöð, sem var full-
gerð 1954 og kostaði 45 millj.
sterlingspunda. Við ókum þang-
að. Allar dyr voru vini mínum
Heimili hirðingja (bedúina) í eyðimörkinni.