Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1957 — Dagur i Berlln Framh. af bls. 11 A-Berlín um árabil: Ávexti og annan slíkan munað. Þjóðverji í A-Berlín skýrði mér svo frá, að nú orðið væri hægt að fá nóg af því, sem til lífsnauðsynja teldist — svo sem mjólk og kjöt og ann- að því um líkt. Hins vegar yrðu A-Berlínarbúar að greiða 4—5 sinnum hærra verð fyrir mikið af þessum varningi en V-Berlín- arbúar þyrftu að greiða í sinum borgarhluta. Margir freistuðust þess vegna til þess að fara yfir í Vestur-Berlín, skipta pening- um sínum þar og reyna að smygla matvælum austur fyrir. Slíkt væri hins vegar afar hættulegt, því að það teldist til stórglæpa og hegningin væri eftir því, ef upp kæmist. Allt annað, í smáu sem stóru, væri eftir þessu. „Þeir eru því margir, sem flýja“ — sagði hann „aðallega ungt fólk. Eldra fólkið sættir sig frekar við þetta. Það hefur kyíinzt ýmsu, á kannske einhverjar smáeignir, húskofa, sem staðizt hefur mold viðri styrjaldarinnar. Nú flýja 400—500 manns á dag til Vestur- Þýzkalands". Hreyknir af nýbyggingunum Ein aðalverzlunargata Berlín- ar er nú Kurfúrstendamm, í V-Berlín. Hún jafnast á við stærstu og fjölbreyttustu verzl- unargötur stórborga V-Evrópu. Fyrir styrjöldina taldist hún ekki verzlunargata frekar en aðrar götur í núverandi aðalverzlunar- hverfinu. Þar sjást nú vart húsa- rústir frá styrjaldarárunum. Hvar vetna gnæfa ný og myndarleg stórhýsi og Berlínarbúar eru mjög hreyknir af nýbyggingum sínum. Aðalathygli vekur nýbýla hverfið í útjaðri Tiergarten. Verkfræðingar frá fjölmörgum þjóðlöndum hafa lagt þar hönd á plóginn og þúsundir starfs- bræðra hvaðanæva að hafa að undanförnu lagt leið sína til Berlínar til þess að skoða þessar nýtízkulegu byggingar, sem þykja bera af öllu á því sviði. Herrar og dömur athugiö! Fóta-aðgerðir, andlitssnyrting, handsnyrting, nudd og háfjallasól. ★ Sér tímar fyrir herra mánudaga og miðvikudaga frá klukkan 4—8. Snyrtistofan Aida Hverfisgötu 106 — Sími 10816. Skálaskór Höfum fengið skólaskó í fjölbreyttu úrvali. Sterkir skór — Ódýrir skór. Brúnir — rauðir — svartir. Hector Laugaveg 11 Laugaveg 81 Til sölu Múrhúðunarnet, rör svört og galv., fittings til skólp- lagna, smíðatimbur, skrár og lamir, baðker o. fl. Byggingarsamvinnufélag starfsmanna ríkisstofnana. Hafnarstræti 8, sími 23873. Sparifé vekur grunsemdir Ég færði það í tal við þennan sama Þjóðverja og ég gat um hér næst að framan, að bifreiðir væru imdarlega fáar í A-Berlín. Enda þótt þær væru ef til vill dýrar — þá hefði ég búizt við að sjá meira en eina og eina á stangli. Hann sagði, að sjaldgæft væri, að bifreiðir væru keyptar í A-Þýzka landi á sama hátt og aðrar vör- ur — þ.e.a.s. fyrir peninga. Dag- launamenn gætu á engan hátt veitt sér slíkan munað, því að kaup þeirra, sem væri um 300 mörk á mánuði, hrykki ekki fyr- ir sómasamlegri framfærslu. Fiokksgæðingarnir og aðrir slík- ir opinberir starfsmenn, sem efni hefðu á að kaupa bifreið, þyrftu þess ekki, því að bifreiðina fengju þeir að gjöf frá ríkinu ásamt íbúð og öðru slíku. Góðir listamenn eru einnig vel launaðir — og ef þeir fá ekki bifreið í kaupbæti — þá geta þeir keypt hana — sagði hann. Urn síðustu helgi bárust þær fregnir frá A-Þýzkalandi, að á sunnudaginn hefðu þar farið fram seðlaskipti. Hverjum ein- staklingi hefði verið heimilt að skipta 300 mörkum, en það, sem fólk hefði viljað fá skipt um- fram þessi 300 mörk, hefði verið lagt í sérstakan sjóð þar til geng- ið hefði verið úr skugga um það, hvort fjárins hafi verið aflað á löglegan hátt. Það er því ljóst, að a-þýzka stjórnin telur í hæsta máta ólöglegt, jafnvel grunsam- legt, að nokkur óbreyttur borg- ari komist það vel af með laun sín, að hann geti lagt smáupphæð fyrir. Það er tekið að rökkva. Við erum komin aftur á Unter den Linden. Fáir eru á ferli. Hermað- urinn við garðhlið rússneska sendiráðsins virðist jafneinmana og húsgaflarnir, sem skaga hér og hvar upp úr múrsteinahrúg- unum dálítið neðar, handan göt- unnar. Ógerla mótar fyrir rauðu veifunni yfir Brandenburgarhlið- inu, a-þýzka lögreglan hefur eflt vörð sinn við hliðið. — h.j.h. VIT8Ð ÞER að ekkert er betra til að þvo ur ull, silki og nælon en KS Þér getiS verið öruggar með beztu ullarpeysuna yðar, ef þér þvoið hana úr ÞVOL, því ÞVOL inniheldur nýtt efni, sem jafnframt því að þvo vel, er algjörlega skaðlaust ullartaui, nælon og silki. ÞVOL hefir einnig þann eiginleika að skýra liti í ullartaui, þvo jafnt í heitu sem köldu vatni, og er mjög létt í skolun. ÞVOL er því ákjósanlegt til þvotta á barnataui. J»VOL er ótrúlega drjúgt. FER VEL MEÐ HENDU Oddný Jónsdóttir Borgnrnesi Minningarorð HINN 9. þ. m. lézt að heimili sínu í Borgarnesi einn af fyrstu íbúum þess staðar, Oddný Jóns- dóttir, í hárri elli. Hún var fædd 4. febr. 1859 að Hamrakoti í Hvanneyrarhverfi í Andakíl. dóttir hjónanna Jóns Sigurðsson- ar og Þórunnar Ólafsdóttur, er þar bjuggu. Hún giftist Teiti Jónssyni, og fluttust þau til Borgarness nokkru fyrir síðustu aldamót, þar sem þau áttu heim- ili jafnan síðan. Voru þau meðal hinna fyrstu, er reistu byggð í Borgarnesi, og var þar jafnan mjög gestkvæmt, eins og við mátti búast, þar sem öllum stóð jafnan búinn hinn bezti beini og alúðlegt viðmót húsbændanna. Reyndist Oddný mikill bjarg- vættur nauðleytamanna bæði nær og fjær, og þau hjón bæði, meðan beggja naut við, og munu þeir ótaldir, sem nú minnast með þakklæti þeirra stunda, er þeir nutu atlætis þeirra og umhyggju í Teitshúsi. Mann sinn missti hún á bezta aldri, ásamt tveim upp- komnum börnum þeirra, er fór- ust öll saman í Borgarfirði, og var þá hart sorfið að móður og eiginkonu. En þá sem endranær sýndi Oddný, hvílík hetja hún var í lund, og var þó skapið heitt og næmar tilfinningarnar. En trúartraust átti hún flestum styrkara, og brást henni aldrei Reyndi þó oftar harla mikið á þrek hennar, þar sem hún varð einnig á bak að sjá syni sínum, Þorkeli símstöðvarstjóra Teits- syni, er lézt rösklega hálfsextug- ur snemma vetrar 1949, og er þó ekki allt talið, er hún mátti missa. Mun það allra samkvæði, er til þekktu, að æðruleysi og þrek sýndi hún írábært í öllum raunum sínum. Oddný var höfðingi í lund og sýndi það með mörgu móti. — Glæsileg kona, fríð sýnum og tíguleg í öllu fasi, háttvís og einörð í senn. Hún hafði skarpa greind og óbilandi minni fram í andlátið, og fylgdist af áhuga með öllu, sem fram fór. Þó virt- ist mér tryggðin vera einna sterkastur þáttur í skapgerð hennar. Vinátta hennar brást aldrei né umhyggja hennar fyrir heill þeirra, er hún taldi sig á einhvern hátt vandabundna. Og gleði hennar við að hitta gamla vini var einlæg og björt. Og það var eins og alltaf væri til henn- ar styrk að sækja, jafnvel eftir að hún var lögzt á banabeðinn og mátti sjálfri sér litla björg veita. Með Oddnýju Jónsdóttur er gengin ein af þeim styrkustu per- sónum, sem vér eigum völ á að kynnast. Þakklæti verður ríkasta tilfinningin, er vér kveðjum hana. Björn Magnússon. Asíuinflúenzan stingur sér niður í Svíþjéð GAUTABORG, 8. okt. — Asíu- veikin svokallaða er nú tek- in að stinga sér niður fyrir al- vöru í Svíþjóð. Allt virðist benda til að um þessa veiki sé að ræða, en vegna þess að mikill fjöldi bakteríusýnishorna hefir streymt til Rannsóknarstofu ríkisins hvað anæva að af landinu, hefir ekki verið unnt að skera úr þessu ennþá. Herbúðir og skólar hafa mest orðið fyrir barðinu á sjúkdómn- um enn sem komið er. Kom til mála að setja herbúðirnar í sótt- kví en horfið var frá því ráði, því að læknar álíta að ekki sé unnt að hindra útbreiðslu veik- innar úr því sem komið er. Við einn skóla í Gautaborg eru um 500 nemendur fjarverandi vegna veikinnar svo og margir kennarar skólans. Veldur þetta skiljanlega miklum erfiðleikum. Veikin mun vera mjög smit- andi og sem dæmi um það má nefna að í skóla, sem liggur að- eins nokkur hundruð metra frá hinum fyrrnefnda, hefur heilsu- farið aldrei verið betra en ein- mitt nú. Læknarnir vara fólk við að .fara mikið á mannafundi og her- mönnum er bannað að fara á bíó og leikhús. —Þór. Frförik Ólafsson fefldi á Akranesi AKRANESI, 14. okt. — Skák- meistarinn Friðrik Ólafsson kom hingað á sunnudaginn á vegum Taflfélags Akraness og tefldi hér fjöltefli i hótelinu við skákmenn héðan úr bænum. Komu 27 bæj- armenn til fjölteflisins. Friðrik Ólafsson vann á 24 borð um, gerði eitt jafntefli, við Skúla Ketilsson, en tapaði fyrir þeim Vigfúsi Runólfssyni og Víglundi Elíssyni. Áhorfendur voru milli 60 og 70. Héðan fylgdu Friðriki góðar kveðjur og skákmennirnir voru honum mjög þakklátir fyr- ir komuna. — Oddur. Atvinna Viljum bæta við nú þegar nokkrum laghentum stúlkum og karlmönnum. Nýja Skóverksmiðjan - Bræðraborgarstíg 7. 2ja herbergja íbúÖ Tveggja herbergja ný standsett íbúðarhæð í Norð- urmýri til sölu eða í skiptum fyrir þriggja herbergja íbúð. Ingólfsstræti 9 B — Opið 1—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.