Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 13
JVTiðvikudagur 16. okt. 1957
MORCUNBTAÐIÐ
13
Fórnaríömb Framsóknar
eftir Jón Pálmason, alþingismann
í ÞEIM trúarbrögðum sem á
tímabili giltu um öll Norðurlönd
og landnemarnir fluttu með sér
til íslands, þ.e. „Ásatrúnni" var
eitt megin atriði í dýrkuninni
það, að við og við þyrfti að blíðka
goðin. Þetta var gert með hin-
um svonefnda fórnfæringum. Oft-
ast voru það einhver varnalaus
dýr, sem goðunum var fórnað.
Stundum kom fyrir að menn voru
teknir og fórnað í hinum göfuga
tilgangi, en frekar mun það hafa
verið sjaldgæft.
Síðan kristin trú var í lög tek-
in á íslandi hefir svona guðrækni
verið hætt. En fórnar aðferðin er
ekki úr sögunni. öfgastefnum og
öfgamönnum víðs vegar um heim
eru færðar fórnir smáar og stór-
ar og allt eru það einhver verð-
mæti og oftast frá öðrum tekin.
Venjulega hagsmunir eða hags-
munamál einstakra manna, eða
heilla stétta. Öfgafullir stjórnar
herrar beita aðferðinni óspart.
Hér á landi er einn flokkur
gírugri í völd, en allir aðrir, svo
sem reynslan hefir sannað. Þetta
er Framsóknarflokkurinn. Hann
þykist annað slagið vera bænda-
flokkur og segist vera að vinna
fyrir bændastéttina. Furðu marg-
ir bændur trúa þeirri sögusögn.
En hvað eftir annað hefir þessi
flokkur gengið í bandalag við þá
aðila, sem andstæðastir eru frjáls
um landbúnaði, þ. e. ríkisrekstrar
dýrkendurna. Og um leið eru
samningar gerðir um það, að
fórna hagsmunum bændastéttar-
innar. Leggja þá á fórnastall til
að blíðka hina Sócialistisku kröfu
menn.
Bændurnir og sveita hagsmun-
irnir eru fórnarlömbin, sem Fram
sókn gamla leggur með sér í bú-
ið. Á árunum 1934—’39 var þetta
gert svo rækilega, að við gjald-
þroti lá hjá fjölda bænda. Og ef
alltaf hefði verið „vinstri stjórn“
síðan, þá væri allur einkarekstur
í landbúnaði úr sögunni. Náttúr-
lega væri landbúnaður stundaður
á fslandi eigi að síður. En af ein-
hverjum opinberum aðilum, svo
sem himr sósialistisku menn vilja
vera láta.
En á árinu 1956 var annað
stökkið tekið. Annað fórnar tíma-
bilið í sögu bændastéttarinnar
var hafið. Og þar gengur allt í
svipaða átt og á hinn fyrra, þann-
ig að útlitið fyrir fórnalömbin
í sveitum landsins er ekki mikið
glæsilegra en var á hinu fyrra
fórnartímabili V.-stjórnarinnar.
Núverandi ríkisstjórn lofaði,
þá er hún tók völd, að stöðva
alla dýrtíð, lækka skatta o. s. frv.
Var því vel tekið almennt og
hefði verið góðra gjalda vert, ef
við hefði verið staðið og heiðar-
lega að unnið. Byrjunin var líka
engan veginn fráleit er bundið
var kaupgjald og verðlag frá 1.
september 1956. En það var
fljótt að skipta um útlit á
þessu þegar lögin voru felld
úr gildi um síðustu áramót.
Þá var stöðvunin ekki lengri
fyrir allar launastéttir og útgerð.
En hún átti að gilda áfram fyrir
söluverð þeirra afurða, sem bænd
ur framleiða. Þar átti festingin
að gilda til 15. sept. þessa árs,
enda þó tekin hefði verið af bænd
um með festingarlögunum öll upp
bót vegna skatta og verðhækkun-
ar á árinu 1956.
Það var því augljóst um leið og
lögin féllu úr gildi, að þarna voru
hagsmumr bændanna færðir á
fórnarstall goðanna þ.e. hinna
yfirlýstu sósíalisku flokka sem
Framsókn gamla hafði nú enn á
ný gengið undir og lagt trúnað á.
Þar með var svo um hnúta búið,
að þrátt fyrir alla skattahækkun
tveggja ára og þar með alla hækk
un á tilkostnaði við starfrækslu
búanna, þá skyldu tekjur bænda
ekkert hækka til þess að mæta
hinum aukna tilkostnaði. Síðan á
áramótum hafa flestar vörur
hækkað mikið og margar stór-
kostlega. Samið hefir verið um
miklar launahækkanir við fjöl-
margar stéttir og menn, og allt
annað stefnt í eina átt.
Bændur og allir aðrir, sem
þekkja til sveitalífs töldu því víst,
að hinn 15. sept. þ. árs. hlytu
afurðir sveitanna, að hækka
mjög verulega, því ella var engin
von um jöfnuð á tekjum og gjöld
um búanna eða jöfnuð bændum
til handa miðað við aðrar stéttir
þjóðarinnar. En goðin þurfti að
blíðka, og þess vegna eru hags-
munir bændanna færðir á fórn-
arstallinn. Og nú í ríkari mæli
en áður hefir þekkst. Tekjur
bænda skyldu hækka um 1,8%.
Meiri löðrungur hefir bændum
aldrei verið réttur. En þeir sem
völdin hafa í hinu svokallaða
Stéttasambandi bænda beigja sig
í duftið og krjúpa á kné frammi
fyrir valdinu. Þeir sýna eins og
oft áður, að þeir eru trúaðir
„Framsóknarmenn" en það þýðir,
að þeir eru ófrjálsir menn, sem
láta bjóða sér allt, sem forstjór-
unum dettur í hug að finna upp
á, til að tryggja sér blíðu hinna
nýju goða og þar með framhald-
andi völd.
Afsakanir og tyllirök
Eins og við mátti búast er
reynt að færa fram ýmsar af-
sakanir og tyllirök fyrir því
furðulega atferli, sem hér að
framan er lýst. Það gera menn
oftast þegar þeir vinna verk, sem
innri vitund og eðlileg löngun
sýnir þeim fram á að séu röng,
séu óhappaverk. •
Nú er aðal afsökunin sú, að
framleiðsla bændanna hafi auk-
ist svo mikið frá því sem áður
var. Nú séu búin stærri o. s. frv.
Þau ein rök eru fyrir þessu fræð,
að innvegið mjólkurmagn hafi
hjá mjólkurbúunum aukist um
4,2 millj. lítra, og að kjötfram-
leiðsla hafi einnig aukist mjög
verulega sl. ár.
Skulu þær heildartölur eigi
véfengdar hér. En þær sanna eng
an veginn það, sem þeim er ætl-
að, sem er, að þau meðalbú, sem
verðið er miðað við hafi stækk-
að í nokkru hlutfalli við heild-
ar aukninguna. í fyrsta lagi er
stórvaxandi framleiðsla landbún-
aðarafurða í kaupstöðum og kaup
túnum um land allt, svo sem
eðlilegt er. Þar er fólksfjöldinn
saman kominn. En bændur eru
flestir að verða einyrkjar og hafa
litla möguleika til mikið auk-
innar framleiðslu.
í öðru lagi hafa bændur í mörg
um héruðum nýlega gengið í gegn
um eldraun Karakúlpesta og
fjárskipta, sem þýðir, að þeir
menn hafa losnað úr neyðará-
standi búskaparlega séð og kom-
ið starfsemi sinni á eðlilegan
grundvöll. Eðlilega fylgir því
meiri kjötframleiðsla yfir land-
ið allt. En það voru ekki bú þess-
ara manna, sem áður átti að miða
við. Ekki heldur við þá fram-
leiðsluaukningu sem orðið hefir
við það að þeir eru komnir gegn
um eldraunina. Það átti að miða
við eðlilegan búrekstur og svo
er enn.
Þegar meðaltal búa er reiknað
út, ber því að draga frá:
1. Alla framleiðslu í kaupstöð-
um, kauptúnum og þorpum.
2. Alla framleiðslu á ríkisbú-
um , tilraunastöðvum og fl.
3. Þá framleiðsluaukningu, sem
stafar beint af lokum fjárskipt-
anna, sem ekki áttu og ekki eiga
að hafa áhrif á hið almenna verð-
lag.
Hafi þeir menn, sem um þessi
mál hafa fjallað vitað um allt,
sem þarna kemur til greina, þá
vita þeir mikið meira en mig
grunar. En ef þeir vita um það,
þá eiga þeir að gefa það upp
hvermg þær upplýsingar eru og
hvernig þær eru fengnar.
Það er líka ljóst, að þær upp-
lýsingar, sem hafðar eru eftir
formanni „Stéttasamb. bænda“,
eru í algerri mótsögn við þá nið-
urstöðu, sem Verðlagsdómurinn
byggir á. Af um 6000 bændum
telur formaður á 5. þúsund með
svo lítil bú, að þau þoli enga
fjárfestingu. Það mundi þýða
minni þú, en áður var miðað við.
Einir 149 bændur eru taldir hafa
meira en 13,3 kýr 5,3 geldneyti og
121 kind.
Samtímis þessum upplýsingum
er svo samþykkt og með því
reiknað, að meðalbú hjá öllum
bændum á landinu sé: 6,5 kýr og
kvígur með kálfi, 2,3 aðrir naut-
gripir og 120 kindur. Manni dett-
ur í hug Egilsstaðasamþykktin
fræga. því víst er það, að þetta
getur ekki samrýmst.
En setjum nú svo, að eitthvað
sé rétt í því, að meðalbúið sem
reikna ber með hafi stækkað.
Mundi þá nokkur vissa fyrir þvi,
að reksturskostnaðurinn við þá
stækkun, sem um væri að ræða
væri þá nokkuð minni, en við
búið sem fyrir var ef hlutfalls-
lega er reiknað? I því sambandi
kemur fram hjá þessum mönn-
um eitt einkennilegt atriði. Þeir
komast ekki hjá, að viðurkenna,
að slátrunarkostnaður, vinnslu-
kostnaður mjólkurbúanna o. fl.
hafi hækkað vegna hækkaðs
kaupgjalds og verðlags. En þetta
sama viðurkenna þeir ekki um
framleiðslukostnaðinn sjálfan
heima á heimilunum. Og það lít-
ur út fyrir, að þeir haldi, að auk-
in framleiðsla hafi engan aukinn
framleiðslukostnað í för með sér.
Slik rök standast eðlilega ekki,
því öll aukin framleiðsla hefir í
för með sér aukinn kostnað í
starfrækslu. Um þetta vita bænd
ur sjálfir betur heldur en þeir.
sem gerazt þjónustumenn ríkis-
valdsins á þann hátt sem hér hef-
ir verið lýst. Það þýðir ekki neitt,
að reyna til þess, að telja bænd-
um trú um að kaupgaldið og vöru
verðið sé nú eins og það var fyrir
einu og hálfu ári. Þeir vita, að
öll neyzluvara, eldsneyti, áburð-
ur, byggingarefni, benzín o. fl.
hefir hækkað mörgum sinnum
meira en um er talað. Bændum
er ætluð hækkun um 1,8%. Þeir
eru fórnarlömb Framsóknar.
- Eitt er þó rétt hjá þessum mönn
um, það er þetta:
Að hækka alltaf vöruverðið á
innlenda markaðinum er þýðing-
arlaust. Það þýðir minni sölu.
Það samsvarar því, að eigi þýðir,
að hækka alltaf söluverð á síld
inni utanlands. Þess vegna gefur
Útflutningssjóður 85 krónur með
hverri síldartunnu og 22 krónur
með hverju síldarmáli og það eins
hve mikið sem veiðist.
Ég hefi lengi haldið því fram,
að sú dýrtíðarráðstöfun, sem á
mestan rétt á sér, sé að greiða
til muna niður verð á mjólk og
kjöti á innlenda markaðinum. Ég
hefi lagt þetta til í frumvörpum á
Alþingi 1940 og aftur 1955. Eng-
ir hafa þar verið harðari í mót-
stöðunni, en sumir forvígismenn
Framsóknar. Þeim þótti 2 millj.
kr. ægilegar öfgar 1940 þegar um
þetta var að ræða. í það væru
engir peningar til. Þetta hefði
þó þá og alltaf síðan verið bezta
aðferðin til að örfa söluna og
halda vísitölunni í skefjum, þar
sem þessar vörur vega þar mest.
Enn er þetta svo. Hitt að þrengja
alltaf kosti bændastéttarinnar er
heimska, sem hefir haft og mun
hafa alvarlegar afleiðingar.
En þeir vita það Tímamenn,
að bændur geta ekki gert verk-
fall. Ekki annað, en það, sem
margir þeirra hafa gert og gerðu
flestir 1934—’39 að flytja burt úr
sveitunum í kauptúnin og kaup-
staðina.
Þess vegna eru aðeins 13% af
öllu landsfólkinu eftir í sveitun-
um. Og þau 13% fara brátt niður
í 10, ef sama stefna á að ráða,
eins og sú er nú hefir verið upp
tekin.
En það er fleira en sjálfur verð
lagsgrundvöllur landbúnaðaraf-
urða, sem sýnir risið á „Stétta-
sambandi bænda“.
Sumt er nýtt og sumt er ekki
nýtt. Það er t.d. nýtt, að allir
nýju „stjórnar skattarnir“ falla
með öllum þunga á allar umbúð-
ir, sem nota þarf um landbúnað-
arafurðir.. Kjötpokar og fleira,
jafnvel merkjaspjöld er hátollað.
Gildir það tugi þúsunda fyrir
fremur lítil afurðasölufélög. En
allar umbúðir um vörur sjáfar-
útvegsins eru tollfrjálsar, af
þessu. Hitt er gamalt, og líka nýtt,
en vitlaust þó, að borga smjör-
líki svo mikið niður með ríkis-
fé, að bezta vara bændanna,
smjörið, sé lítt seljanlegt á eðli-
legu verði. Og önnur bezta vara
sveitanna þ. e. mörinn, sé óselj-
anleg.
En fjármálastjórnin lætur sig
ekki án vitnisspurðar í þessu sem
öðru.
Það kann að vera, að mönnum
finnist þýðingarlítið, að gera at-
hugasemdir við það framferði,
sem hér hefir verið gert að um-
talsefni, vegna þess: að Framsókn
hefir valdið. Vegna þess, að
bændurnir sem trúa á Framsókn-
arvaldið láti bjóða sér allt.
En þrátt fyrir þetta þykir mér
ástæða til, að skýra mitt sjónar-
mið og aðvara bændastéttina.
Það verður hvort sem er að sann-
reynast hvort eigi er enn svo
mikil taug í meiri hluta hennar,
að hugsanlegt sé, að fórnfæring
Framsóknar verði að lokum mót-
mælt á viðeigandi hátt.
Að ræða nánar um hina ein-
stöku liði í hinum nýja verð-
grundvelli læt ég bíða í þetta
sinn. Til þess mun gefast færi
síðar.
Akri, 20. sept. 1957.
Fjölbreyft vefrarstarf-
semi IR er hafin
VETRARSTARFSEMI Iþróttafé-
lags Reykjavíkur hófst í þessari
viku. Félagið hefur sex íþrótta-
greinar á stefnuskrá sinm, þ.e.
fimleika, frjálsar íþróttir, skíða-
íþróttir, körfuknattleik, hand-
knattleik og sund. Kennarar eru
í hverri íþróttagrein, en í mörgum
"Kvernig er hægt að
stökkva svo langt”
GAUTABORG, 8. okt. — Þetta
mælti Svíinn Roger Norman, sem
var annar í þrístökki í keppn-
inni milli Balkanlandanna og
Norðurlandanna í Aþenu. Nor-
man sagði þetta, er hann sá Vil-
hjálm Einarsson sigra í greininni
með því að stökkva 15,95.
-— Það er ævintýri líkast að
stökkva svona langt, hélt Nor-
man áfram. Vilhjálmur hlýtur að
vera í gíiurlegri æfingu, því
brautin var fyrir neðan allar hell-
ur. Hörð neðst, en mjög laus í
sér efst. Vilhjálmur Einarsson
er skínandi keppnismaður, sem
vann sig upp til stórdáðar.
— Hann var meira að segja
órólegur yfir því að ég myndi
sigra hann, heldur Norman
áfram, og ég átti erfitt með að
fullvissa hann um að möguleik-
arnir til þess væru ákaflega litl-
ir.
— Vilhjálmur var „á toppn-
um“ í næstum öllum stökkunum.
Að undanteknu einu, sem var
rúmir 14 metrar og einu sem
hann stökk ekki vegna meiðsla,
hin voru öll yfir 15,50 — Þór.
íþróttagreinum er félagið í
fremstu röð, sérstaklega frjáls-
íþróttum, körfuknattleik, skíða-
íþróttum og sundi, einnig á félag-
ið mjög efnilega handknattleiks-
flokka og úrvalsfimleikaflokk
kvenna.
Kennarar ÍR.
Á þessu hausti byrjar nýr þjálf
ari hjá félaginu, en það er Valdi-
mar Örnólfsson, sem kennir
skíðamönnum og fimleikamönn-
um, en mjög erfiðlega gengur að
koma upp fimleikaflokkum
karla, það er eins og unga fólkið
vilji ekki æfa þessa fögru íþrótt.
Stjórn ÍR gerir sér voriir um
aukinn áhuga á fimleikum karla,
þar sem Valdimar er fyrsta flokks
kennari og mjög góður fimiejka-
maður sjálfur.
Guðmundur Þórarinsson þjálf-
ar frjálsíþróttamenn félagsins, en
í þeirri íþróttagrein á ÍR mjög
sterka sveit. Félagið vann tuilinn
„Bezta frjálsíþróttafélag Reykja-
vikur“ átti flesta liðsmenn i
landsliðinu, ÍR-ingar settu meira
en helming íslandsmeta, sem
sett voru á árinu o.s.frv.
Hinn gamli sundkappi Jónas
Halldórsson er sundþjálfari ÍR,
en innan félagsins er m.a. fjöl-
hæfasti og einn bezti sundmaður
landsins, Guðmundur Gíslason,
auk fjölmargra annarra góðra
sundmanna og kvenna.
Körfuknattleikur er vaxandi
íþrótt hér á landi og þar stendur
ÍR fremst, því að á íslandsmótinu
hlaut félagið sigur í þrem flokk-
um af fjórum, báðum meistara-
flokkum og 3. flokki. Hrefna Ingj
marsdóttir þjálfar kveunaflokk.
Frú Sigríður Valgeirsdóttir tók
að sér kvennaflokk i fimleikum
fyrir tveim árum og hefur nú
komið upp úrvalsflokki, sem fór
í ágæta sýningarför til London í
sumar. Einnig er frúaflokkur, og
nú er ákveðið að stofna II. flokk
og telpnaflokk.
Handknattleiksflokkar ÍR eru
í mikilli fe-amför, sérstaklega
yngri flokkarnir. Á Meistaramóti
íslands var ÍR í úrslitum bæði í
2. og 3. flokki og meistaraflokkur
í 3ja sæti.
Þeir, sem ætla að æfa hjá ÍR
í vetur, bæði þeir sem æft hafa
undanfarið og eins nýir félagar,
ættu að láta innrita sig sem fyrst
í skrifstofu ÍR í ÍR-húsinu eða
í æfingatimum. — (Frá ÍR).
KSK vann knatt-
spyrnumól Suður-
nesja
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 14.
okt.: — Reykjanesmótinu í knatt-
spyrnu lauk á knattspyrnuvellin-
um í Keflavík sl. sunnudag. KSK
vann Reynir með 6:1, IKF vairn
Umf. K 3:1.
KSK vann mótið, og urðu end-
anleg úrslit þessi:
KSK 3 3 0 0 13:4 6
ÍKF 3 111 5:5 3
UMFK 3 1 0 2 5:10 2
Reynir 3 0 1 2 5:11 1
Keppt var um stóran silfurbik-
ar, sem fólksbílastöðin í Keflavík
gaf. — B.