Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
Allhváss suðvestan, skúrir.
Dagur í Berlín
Sjá blaðsíðu 11.
1 gær — 15. okt. — var friðun rjúpunnar lokið að þessu sinni.
Rjúpan mun hafa fundið þetta á sér, því að þegar nálgast tók
daginn hvarf hún úr byggð og hélt til fjalla. — Þessi mynd er
tekin í síðustu viku. Sést þar rjúpa á gangi yfir götu á Húsa-
vík — og gengur hún þvert yfir götuna í fullu trausti þess að
ökumenn virði fyrirmæli lögreglunnar. Ljósm. S. P. Björnsson.
15-20 ný mæðiveikitilfelli
komu í Ijós í gær ú Lækjurskógi
Athuganir standa yfir á að girða
hið nýja mæðiveikisvæði af
Voru þeir Lúðvík og
Einar ekki sýndir?
„Þjóðviljanrí' vantar upplýsingar um
„leiðtoga" íslendinga
Þ E G A R TÍMINN skýrði í gær frá blaðamannafundinum með
bandaríska öldungadeildarþingmanninum Theodore Francis Green,
stm er nú á ferðalagi um NATO-löndin og kom hingað til íslands
um síðustu helgi, hefur blaðið m. a. þessi ummæli eftir honum:
BÚÐARDAL, 15. okt. — 1 morg-
un var hafinn niðurskurður fjár-
ins á bæjunum, sem mæðiveikin
hefur komið upp á í Haukadal.
En það eru bæirnir Þorbergsstað-
ir og Lækjarskógur. Alls mun
vera um 600 fjár á báðum bæj-
unum. Skorið var niður frá Lækj
arskógi í dag 150 fjár. Fundust
milli 15 og 20 mæðiveikiíilfelli í
fénu.
Féð gengið meðal þúsunda
f jár á afrétt
Haldið verður áfram næstu
daga að slátra fénu og verða
lungu þess rannsökuð jafnóð-
um. Fé þetta hefur gengið á
afrétti í sumar og undanfarin
ár meðal þúsunda annars fjár
úr Haukadal.
Athuganir með girðingu
Sæmundur Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri sauðfjárveiki-
varna, er hér fyrir vestan. 1 dag
hefur hann verið að athuga mögu
leika á að girða af bæina, sem
veikin er á, og pá sem líkur eru
til að hún hafi borizt á. Hann
telur möguleika á að girða eftir
Haukadalnum, fram Haukadals-
skarð og í varnargirðinguna á
Fullfrúaráð SjáHslæð
isfélaganna í
Keflavík
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé-
laganna í Keflavík heldur fund
nk. föstudag 18. þ. m. kl. 8,30 í
Sjálfstæðishúsinu í Keflavík.
Rætt verður um bæjarmál og
bæjarstjórnarkosningarnar. Þess
er fastlega vænst að fulltrúar
mæti vel og stundvíslega.
Holtavörðuheiði. Sú girðing yrði
látin ná til sjávar niður með
Haukadalsá. Ekkert hefur þó end
anlega verið ákveðið um girðing-
arstæðið. — Elís.
Þorsteinn Valdimars-
son íormaður Rithöí-
undafélagsins
AÐALFUNDUR Rithöfundafé-
lags íslands var haldinn miðviku-
daginn 9. október. Formaður fé-
lagsins var kjörinn Þorstemn
Valdimarsson, ritari Jóns Arna-
son, gjaldkeri Jóhann Kúld og
meðstjórnendur Ragnheiður Jóns
dóttir og Jón Dan.
Á fundinum voru kjörnir þrír
menn í stjórn Rithöfundasam-
bands íslands. Þessir hlutu kosn-
ingu: Jón úr Vör, Friðjón Stef-
ánsson og Gils Guðmundsson.
Eiiii tekinn
laiidhelgisbrjótur
SNEMMA í gærmorgun um það
bil 48 klst. eftir að varðskipið
Þór kom til Seyðisfjarðar með
brezkan landhelgisbrjót, vai'ð ann
ar á vegi varðskipsins. Er þetta
10. erlendi togarinn sem íslenzku
varðskipin taka á þessu ári.
Ilér var um að ræða mjög lít-
inn beígiskan togara sem heitir
Ancre D’Esperance og er frá
Ostende. Kom varðskipið að tog-
aranum innan fiskveiðimarkanna
út af Mýrnatanga við Ingólfs-
höfða.
I dag mun mái hins belgiska
skipstjóra verða tekið fyrir af
bæjarfógetanum í Vestmanna-
eyjum.
Harður árekstur
MJÖG harður árekstur varð við
Miklatorg um klukkan 8,30 í
gærkvöldi, en ekkert slys varð
á mönnum.
Annars vegar var það stór
amerískur bíll, en hins vegar lítill
rússneskur Moskwitch, og -tór-
skemmdist hann. Virtist hægri
hliðin gjörónýt. Ameríski bílinn
skemmdist miklu minna. Stúlka
ók öðrum bílnum og voru þeir að
mætast, annar að koma að torg-
inu en hinn að aka frá því á
Haf narf j ar ðar veg.
Mjög slæmt skyggni var í gær-
kvöldi vegna rigningar sem var
mikil framan af kvöldinu.
íslendingur
til niðurrifs
„ÍSLENDINGUR", aldursforseti
íslenzkra skipa, sem um daginn
var bjargað af botni Reykjavíkur
hafnar, var í gærmorgun seld-
ur á opinberu uppboði er fram
fór um borð í skipinu sjálfu, þar
sem það liggur í vesturhöfninni.
Á skipinu hvíldu rúmlega 111.000
krónur. Þeir félagar Baldur Guð
mundsson útgerðarmaður og
Arthur Tómasson útgerðarmaður
keyptu hið gamla skip í félagi
á 82.000 krónur.
Þeir félagar ætla sér næsta vor
að fylla skipið af brotajárni og
láta síðan draga það út til nið-
urrifs.
Fyrirlestur
dr. Hul Kochs
í DAG kl. 10 f. h. flytur dr. Hal
Koch síðasta fyrirlestur sinn í
háskólanum. Nefnist hann: Úr
kirkjusögu Danmerkur eftir 1900.
Fyrirlesturinn verður fluttur í 5.
kennslustofu skólans og er öllum
heimill aðgangur.
MYKJUNESI, Holtum, 15. okt. —
Rétt fyrir klukkan 4 í gærdag
kom upp eldur í íbúðarhúsinu að
Læk í Holtum. Brann húsið til
kaldra kola á skömmum tíma og
varð ekki nema litlu af innbúinu
bjargað.
Ekki við neitt ráðið
Fljótlega eftir að eldsins varð
vart dreif að mikill fjöldi manna
úr Holtunum og af Landinu til
hjálpar. Var unnið jöfnum hönd-
um að því að slökkva eldinn og
bjarga innbúi úr húsinu. Hvasst
var af suðaustri og magnaðist
eldurinn mjög skjótt vegna vinds
ins. Varð ekki ráðið við neitt og
brann húsið til grunna á tæpum
tveimur tímum.
Fjós og hiöðu tókst að verja
Slökkviliðið frá Selfössi kom i
vettvang, en er það kom á stað-
inn var húsið, sem var timbur-
hús, kjallari með steyptum veggj
um, hæð og ris, að mestu fallið.
Var þá dælt vatni í rústirnar og
síðan mokað út úr rústunum. —
Stórt fjós og hlaða eru nokkuð
frá húsinu, en það tókst að verja
þótt vindurinn stæði af eldhaf-
inu á þær byggingar.
Gífurlegt tjón
Eldurinn kom upp 1 rishæð
hússins, en ekki er vitað til fulls
hvað honum olli. Hús og innbú
var brunatryggt, en mjög lágt.
„Þurfa ekki á neinni hvatningu
að halda“
„Ég hef rætt við íslenzk stjórn-
arvöld síðan ég kom hingað til
Iands“, sagði Green, „og er í
fyllsta máta ánægður, vegna þess
að ég veit, að íslenzkir ráðamenn
skilja vel þörfina á samstarfi lýð-
ræðisþjóðanna og taka þátt í þvi
samstarfi af heilum huga. Ferða-
lag mitt er öðrum þræði farið til
þess að stuðla að auknum áhuga
fyrir samtökum lýðræðisþjóð-
anna“, sagði þingmaðurinn, „en
íslenzkir valdhafa þurfi ekki á
neinni hvatningu að halda í þeim
efnum“.
Við hvaða leiðtoga var rætt?
Stjórnarblaðið „Þjóðviljinn“
getur einnig hins góða gests og
kemst m. a. að orði á þessa leið
um viðræður blaðamanna við
hann: „Hér sagðist hann hafa
rætt við „leiðtoga íslendinga" og
komizt að því að þeir „teldu enga
nauðsyn á sérstökum ráðstöfun
um til að auka áhugann á Atlants '
hafsbandalaginu á íslandi“. Ekki
tókst að fá vitneskju um, hverj-
ir þessir „leiðtogar“ hefðu verið“
segir „Þjóðviljinn“ að lokum
heldur dapur í bragði.
Voru þeir ekki sýndir?
Við þessar upplýsingar hlýtur
sú spurning að vakna, hvort þeir
Lúðvík Jósefsson ráðherra komm
únista og Einar Olgeirsson þing-
forseti kommúnista hafi e. t. v.
alls ekki verið sýndir hinum
Meðal þess sem varð eldinum að
bráð var næstum allur fatnaður
fjölskyldunnar, góð eldavél, tvær
prjónavélar og mest allur inn-
búnaður. Á Læk býr Sigfús
Davíðsson ásamt fjölskyldu sinni,
en þar á meðal eru bæði börn og
gamalmenni. Fólkið stendur nú
eftir svo að segja alls laust hvað
fatnað og heimilistæki snertir, nú
þegar veturinn er að ganga í
garð. — M. J.
langt að koma og tigna gesti?
Hannibal hefur sennilega verið
látinn mæta honum sem fulltrúi
Sósíalistaflokksins og Alþýðu-
bandalagsins vegna yfirlýsingar
sinnar í danska blaðinu í sumar,
um að það hafi verið „rétt af ís-
lendingum að ganga í Atlantshafs
bandalagið“.
Einstök kurteisi!
Enn er hugsanlegt, að Lúðvík
og Einar hafi þrátt fyrir allt ver-
ið sýndir en þeir hafi verið svo
kurteisir við hinn aldna öldunga-
deildarþingmann, að honum hafi
ekki fundizt þeir eða aðrir „leið-
togar“ íslendinga „þurfa á neinni
hvatningu að halda“ til að auka
áhugann „fyrir samtökum lýð-
ræðisþjóðanna“.
En það er auðvitað skiljanlegt,
að „Þjóðviljanum” leiðist að hafa
ekki fengið fullkomnar og ná-
kvæmar upplýsingar um hina
áhugasömu „leiðtoga“, er ræddu
við öldungadeildarþingmanninn
með fyrrgreindum árangri!!
Fundur Sjálfsfæðis-
kvenna í Keflavík
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ „Sókn“ i Keflavík heldur
fund í Sjálfstæðishúsinu fimmtu-
daginn 17. þ. m. kl. 9.
Spiluð verður félagsvist — Góð
verðlaun. Sjálfstæðiskonur eru
hvattar til að fjölmenna á fund-
inn.
Skipstjórinn
dænidur
SEYÐISFIRÐI, 15. okt. — Seint
í gærkvöldi gekk dómur í máli
Jennings skipstjóra ó brezka tog-
aranum, er Þór tók á sunnudags-
kvöld. Var skipstjórinn sekur
fundinn um að hafa verið að veið
um innan fiskveiðimarkanna Var
hann dæmdur í 74.000 kr. sekt og
afli skipsins, en hann var rétt
nýbyrjaður veiðar er hann var
tekinn, var upptækur gerður svo
og veiðarfærin. — Benedikt.
Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld, er ior-
setahjónin komu úr utanför sinni. Komu þau með Sögu, flug-
vél Loftleiða, frá Kaupmannahöfn. Flugstjóri var Kristinn OI-
sen og sýnir myndin forsetann þakka honum fyrir ferðina.
íbúðarhúsið að Læk
brann til kald ra kola
Fólkið missti Jbar fatnað sinn og innbú