Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. okt. 1957 MORCVNBl AÐIÐ 9 Fiskibátur í Aden. Algengasta stærð. Harrod opnar, allar upplýsingar velkomnar. Hann hafði getið sér mikinn orðstír í heimsstyrjöld- inni og fengið heiðursmerki af hendi hans hátignar Bretakon- ungs. Við olíuhreinsunarstöðina starfa — eða í sambandi við hana .— um 9 þús. manns. Hefur verið byggt yfir þá flesta í nágrenni stöðvarinnar. Þar hefur myndazt 4 fáum árum nýtt bæjarfélag og nefnist það Litla-Aden. Ég sá þar skóla, sjúkrahús, kirkju mót- mælenda auk annars. Til stöðv- arinnar er flutt olía frá höfnum við Persaflóa. Eftir hreinsun er olían flutt út og er hægt um vik, þar sem Aden er ein helzta sigl- ingamiðstöð Asíu, Afríku og einn- ig Evrópu síðan 1869 að Súez- skurður var fullgerður. Það kemur fyrir að olíu er dælt í fjögur 32ja þús. tonna tankskip samtímis í Litlu-Aden. Stórt og skrautlegt skemmti- ferðaskip, ítalskt, lagðist inn á höfnina í Aden, daginn eftir að ég kom þangað, Skammt frá því var flutningaskip, miklu stærra en Tröllafoss okkar. Á framdekki þess stóðu sem þéttast úlfaldar — okkur virtist þeir myndu vera 1—2 hundruð en á afturdekki geitfjárhjörð. Hvernig á þessum búfjárflutningi stóð vissum við ekki. Vera má að bedúinahöfð- ingjar taki samgöngutækni nútím ans í þjónustu sína, flytji hjarðir sínar milli beitarsvæða auðnar- innar á skipum og bílum. Ég veit það ekki. — Fiskibátar litlir lágu á vogi út af fyrir sig og nokkrar gamlar skútur, sem nefndar eru á ensku máli dow. Þær líta alveg eins út og þegar þær voru í siglingum fyrir 3—4 öldum milli hafna í Austur-Af- ríku og Asíu. Jafnaðarlega komu nú 14—16 skip inn á Adenshöfn hvern sól- arhring eða yfir 5000 skip á ári. Forstjóri upplýsingaþjónustu Breta í Aden, Mr. Watt, sagði mér, að þar væri stærsta höfn brezka samveldisins, næst eftir London, í hlutfalli við burðar- magn skipa. Ekki veit ég hvort þá eru með talin öll þau her- skip sem koma til Aden. Ég sá aðeins eitt, kvöldið sem ég kom, og var það egypzkt, sjálfsagt enginn aufúsugestur, ekki vel séð að Egyptar auglýsi hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Fáar og lélegar hafnir eru við strendur Arabíuskaga, engin höfn góð nema í Aden. Hún hefur því alltaf mikilvæg verið, og þá fyrst og fremst vegna legu sinnar á Syðstutá Vestur-Asíu, á siglinga- leið milli Suður-Asíu og Austur- Afríku. Því er næsta eðlilegt að oft hafa orðið átök um yfirráð þessarar einu hafnar á Suður- strönd Arabíuskaga. Uppi í klettunum, fyrir ofan bæinn, voru ævaforn virki á 16. öld, þegar Portúgalsmenn tóku höfnina. Tyrkir héldu þar yfir- ráðum um langa hríð. Jemen byggir nú kröfur sínar til Aden á því, að höfnin var innan landa- mæranna allt að því heila öld. Breíar komu ekki við sögu fyrr en 1838, að þeir töldu nauðsyn bera til að hafa þar kolabirgða- stöð vegna síaukinna siglinga til nýlendnanna og þeim til verndar. Nú hafa þeir auk kola, olíubirgð- ir nógar, bæði handa skipum og aprílmánuði síðastliðnum með ( lagasetningu. Síðan hefur þar staðið styrr um „bannlögin". Eþíópsk stjórnarvöld hafa mót- mælt. Þegar það ekki stoðaði var málinu vísað til Sameinuðu þjóð- anna. Rétt eitt vandamálið, sem þingi þeirra er ætlað að leysa. flugvélum sínum — og margra annarra þjóða. Aden varð mikilvægari en nokkru sinni áður — frá sjónar- miði viðskipta og hervalds — eftir að siglingar hófust um Súez- skurð 1869. Bretar höfðu nokkr- um árum áður (1857) lagt undir sig Perimey, í mynni Rauðahafs, eða í Bab el Mandeb sundi — nafnið merkir Tárahlið. Þar hafa oft farizt skip sökum storms og strauma. Síðan hafa þeir hald- ið þar vörð við suðurtakmörk hinnar miklu siglingaleiðar um Rauðahaf og Miðjarðarhaf allt vestur að Njörvasundi — en þar hitta þeir sjálfa sig fyrir. Ég var gestur Mr. Harrods og konu hans eina kvöldstund á heimili þeirra uppi í gígnum. Þau voru mjög samhuga eftir ný- fengna reynslu á móti M.R.A., höfðu með sér kyrrláta stund, kl. 5—6 að morgni hvers dags og gerðu sér far um að miðla öðr um af þeirri blessun, sem þeim hafði hlotnazt. Ég stend í mikilli þakklætisskuld við þau góðu hjón, meðal annars fyrir það að þau óku mér í vagni sínum um — að ég held — allar götur borgarinnar. í Aden er mikið um ágæt íbúð arhús og vönduð stórhýsi, aðal- lega næst hafnarsvæðinu, en miklu meira þó af ófögrum smá- komast af án þess, kæra sig koll- ótta yfirleitt um það, sem átt er við með mannsæmandi líf, enda líklega aldrei átt þess kost að fá hlutdeild í því. Fæði þeirra mundi enginn íslendingur leggja sér til munns. Menntunarsnauðir, húsnæðislausir, óhreinir, klæð- litlir eru þeir, ekki aðeins nokkr- ir tugir manna heldur þúsundir. Þeir sofa á gangstéttum í húsa- sundum eða grjóthreysum, sem ekki komast í samjöfnuð við lélegasta skepnuhús á íslandi, — en hafa þann höfuðkost að á þeim eru ótal göt og glufur. Næturhiti í Aden er aldrei undir 20 stig C, ársúrkoma ekki yfir 50 mm, og er skýring á því að menn — heilar fjölskyldur — geta lifað í Aden þótt að þeim sé búið líkt og útigönguhrossum í Skagafivði norður. Það er ekki farið í felur með hreysi heimilisleysingja í Aden. Þar er lausagrjót nóg í ótal hreysi niðri við sjó og uppi í urðunum fyrir ofan borgina. En í kletta- Sökum hita, þurrka og gróður- skorts eru lífsskilyrði fyrir dauð- Iega menn í Aden nálega engin önnur en þau, að þar er hægt að leggja skipi að landi, að staður- inn liggur frábærlega vel við samgöngum á sjó og í lofti. Hins vegar eru samgöngur á landi erf- iðleikum bundnar. Allar vörur eru innfluttar og því yfirleitt frekar dýrar, enda þótt í Aden sé fríhöfn. Þang- að eru fluttar til útskipunar ýms- 1 ar afurðir frá Jemen, frjósam- asta og hálendasta landi Arabíu- skaga, og frá brezku verndar- svæðunum á suðurströnd Arabíu, er nefnast Eystra- og Vestra Aden-svæði. Þau eru nálega þre- falt stærri en ísland, en íbúar ekki yfir 750 þús., enda að miklu leyti eyðimerkur. Ein er sú innflutningsvara, sem er ekki vel séð af brezkum yfir- völdum í nýlendunni Aden, sem sé hafnarborginni, en það er sjatt — oftast ritað khat eða gat — eins konar eiturnautnalyf. Það er trjáblöð, sem mikið er um í Eþíópiu. Svo mikið er flutt það- an af sjatt-blöðum til nágranna- landa, svo sem Kenya, Tanga- nyka, Somalilands, Aden og víð- ar, að fyrir þau fær Eþíópia allverulegan hluta gjaldeyris- tekna sinna. Sjatts er einkum þannig neytt, að blöðin eru tugg- in. En þau verða að vera fersk. Sölni þau eða visni eru þau lítt áfeng. Eftir að flugsamgöngur hófust var unnt orðið að koma þeim ferskum á markað fjarlægra staða. Síðastliðið ár voru 2 tonn af sjatt flutt flugleiðis á degi hverjum til Aden, til neyzlu þar og i Jemen. Útflutningur þessi nam að verðmæti 2% millj. sterl- ingspunda. Dágóður hagnaður fyrir eþíópska ríkið og eþópska flugfélagið. Það eru einkum Arabar, sem neyta sjatts. Áhrif þess og afleið- ingar eru í alla staði háskalegri en nautn áfengra drykkja, sem múhameðska lögmálið meinar þeim að neyta. Yfirvöldin í Aden tóku fyrir innflutning á sjatt í við í stráskýlum meðfram vegum og í fjörugrótinu. Til skamms tíma hafa aðallega kristniboðar látið örlög um- komulausasta fólks mannkynsins — en það er skelfilega margt — til sín taka, menn snortnir af Honum, sem sagt er um að „er hann sá mannfjöldann. kenndi hann í brjósti um þá, því að þeir j voru hrjáðir og tvístraðir eins og . sauðir, er engan hirði hafa“. Það er ekki sízt starfi Alberts Schweitzer í Afríku að þakka að nauðsyn og gangsemi slíks hugar- fars er nú meira metið en oft áður af þeim, sem við allsnægtir búa. Mér hafði verið útvegað gisting í ágætu hóteli — en fannst þó líðan mín ekki nema í meðallagi góð. Vegna góðrar loftkælingar í svefnherberginu var næturhiti þar ekki nema 22—24 stig C, en í baðherberginu inn af því 36 stig C. í þessu ágæta gistihúsi hefur sjálfsagt margur maður hins hvíta kynstofns bylt sér svefnlaus í góðu bóli, meðan þel- dökkir heimilisleysihgjar sváfu vært á gangstéttunum eða í hreysum sínum. Vatnsból í eyðimörkinni. hýsum og kofaskriflum, í úthverf um, á bak við hina glæstu fram- hlið borgarinnar. Þar ægir sam- an á götum úti alls konar austur- lenzkum varningi, húsmunum, matvöru og áhöldum — úlföldum, geitfé og sauðfé — og innan um allt þetta manngrúa ákaflega mis litum. Arabar eru í miklum meiri hluta í Aden, eða nokkuð á 2 hundrað þúsund. Lítið orð fer að iðjusemi og hreinlæti þeirra eins og séð verður. En verði skart- búinn auðmaður á vegi manns er viðbúið að hann sé Arabi. — Ind- verjar eru um 16 þús. Margir þeirra fást við verzlun og skrif- stofustörf. Vandaðir indverskir kvenbúningar eru afburða fagr- ir. — Sómalir innflytjendur frá Afríku, eru um 11 þús. Þeir þykja verkmenn góðir en ekki allir „sómamenn“, eins og búast má við í ekki hollara umhverfi, — Gyðingar eru innan við þúsund, en hvítir menn, flestir frá Evr- ópu, eru 4.400. Mr. Watt sagði mér að engan hemil væri hægt að hafa á inn- flytjendum til nýlendunnar. Auð- vitað eru takmörk fyrir því, hverjir njóta fullra borgarlegra réttinda. Furðumargir virðast DODGE fólksbifreið T I L S Ö L U Hefir ávallt verið í einkaeign og er í ágætu standi. Til sýnis í dag klukkan 3—6 á „Planinu“ Pósthússtr. við Verzl. Ellingsen. beltunum hafa hellar og skútar og holur verið teknar til manna- bústaða. Síðustu mánuðina hefur mikill fjöldi pílagríma á leið til Mekka orðið innligsa í Aden af því að þaðan fengu þeir ekki að koma til Jemen. Múhameðskir pílagrímar hafa aldrei mikinn farareyri á sér. Þeir treysta for- lögunum og helgri skyldu trú- bræðra sinna, ölmusugjöfum. Það voru einkum þeir, sem höfðust Hvað um framtíð brezku ný- lendunnar Aden, sem Jemen ger- ir kröfur til, og verndarsvæð- anna, sem Saudi-Arabía telur sig réttan eiganda að? Hér, eins og í öðrum nýlendum sínum, stefna Bretar markvisst að innlendri sjálfstjórn — en í tengslum við samveldið. Aden sameinað verndarsvæðunum með þeirra 20 smákonunga eða ættar- höfðingja — gæti orðið allöfl- ugó ríki undir sterkri, innlendri stjórn. Bretar láta innlenda menn komast að við hvers konar fram- kvæmdir, en þær eru nú miklar og örar, reyna að koma því inn hjá þeim að flest, sem að fram- förum lýtur sé í þeirra þágu og jafnvel að veruiegu leyti á þeirra vegum. Addis Abeba, 26/9 1957 Ætlo nð kæm NEW YORK, 14. okt. — Það upp- lýstist í dag, að sýrlenzka sendi- nefndin hjá Sameinuðu þjóðun- um er að leita eftir stuðningi annarra ríkja við kæru á hend- ui Tyrkjum fyrir það að þeir hafi safnað herliði við sýrlenzku landamærin. Talsmaður bandarisku sendi- nefndarinnar var spurður, hvort hann hefði heyrt um þessa kæru. Hann kvaðst hafa heyrt um hana. Hins vegar hefðu Sýrlendingar ekki enn óskað eftir stuðningi bandarísku sendinef ndarinnar. Heyrzt hefur hins vegar, að ind- verska sendinefndin sé hlynnt kæru þessari. —Reuter. Piltur eða stúlka óskast strax. BíjötverzluRiin Hrísateig 14. Afgreiðslumaður — verkstjóri Innflutningsfyrirtæki vill ráða til sín afgreiðslumann og verkstjóra. Viðkomandl leggi nafn sitt inn á afgr. Morgbl. fyrir annað kvöld merkt: „Traustur —3017“. Stúlka óskast til heimilisstarfa suður í Njarðvík. Öll heimilistæki fyrir hendi. Gott kaup í boði. Uppl. í síma 12931 og 18485.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.