Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNfíT 4 Ð1Ð Miðvikudagur 16. okt. 1957 Otg.: H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsia: Aðaistræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. VERÐHÆKKANIRNAR HALDA ÁFRAM UTAN UR HEIMI Úr annálum S.Þ. IIIN aðalnýjung V-stjórnar- | innar í verðlagsmálum Á átti að vera sú að fá hjálp almennings til að halda okri niðri með því að kæra jafn- skjótt þá, sem um það yrðu sek- ir. Um þetta hélt verðlagsmála- ráðherrann, Hannibal Valdimars- son, fjálglegar ræður, og Þjóð- viljinn ítrekaði það í grein eftir grein. Forsenda þessa hlaut að vera sú, að almenningur fengi að fylgjast með hinu rétta verðlagi. En á því hefur orðið mikill mis- brestur. 1 sumar varð Þjóðviljinn að viðurkenna, að þá væru að koma í ljós ýmsar verðhækkanir um- fram það, sem ráðgert hefði ver- ið. Þetta hefur síðan mjög ágerzt. Að vísu er reynt að halda sfað- reyndunum leyndum, eða a. m. k. að þegja um þær í stjórnarblöð- unum í lengstu lög. Sú viðleitni hefur endurtekið sig þessa dag- ana með broslegum hætti, að því er í fljótu bragði virðist. Enn í gær, þriðjudag, þögðu öll stjórnarblöðin hér í bæ um brauðverðshækkunina, er varð s.l. Iaugardag. Jafnvel Tírninn, sem staðinn hefur verið að því að stunda fréttaöflun sína á þann veg að tina gagnrýnislaust upp það, er stóð í Morgunblaðinu dag inn áður, gekk í gær þegjandi fram hjá því, sem Morgunblaðið sagði um brauðverðið á sunnu- dag. Hér er aðeins um að ræða eitt dæmi af mörgum. Stjórnarvöld- in hafa misst úr höndum sér tökin á þessum málum og í stað þess að kannast við það fyrir sjálfum sér og öðrum, er tekinn upp sá háttur að þegja um það, er allir hljóta þó að vita. Eða halda stjórnarherrarnir, að hús- mæðurnar, sem þurfa að borga brauðin daglega af heimilispen- ingum sínum, verði þess ekki varar, að t. d. rúgbrauðin hafa nú hækkað um nær 8%? ★ Jafnvel áður en þetta síðasta atvik bar að, var laumuspilið farið að ganga svo fram af mönn- um, að Þjóðviljinn, málgagn sjálfs verðlagsmálaráðherrans, gat t. d. ekki orða bundizt. A laugardaginn, sagði hann í Bæj- arpóstinum, einmitt þar sem raddir almennings eiga helzt að heyrast: „Og nú vil ég beina eftirfarandi spurningum til verðlagsyfirvald- anna: Hvers vegna er ekki tilkynnt opinberlega um slíkar verðhækkanir? — — — Mér finnst að það megi ekki minna vera en að fólk fái að fylgjast með þessum málum...........“. Vissulega er þetta ekki sagt að ástæðulausu. Mennirnir, sem hétu á almenning til samstarfs um að halda verðlaginu niðri, kunna nú það eitt ráð að reyna að láta þögnina geyma hinar raunverulegu verðlagshækkanir. Sú aðferð kemur ekki aðeins fram í þessum kjánalega felu- leik, heldur og í sívaxandi nið- urgreiðslum á ýmsum vörum. ★ Vel getur staðið þannig á, að hyggilegt sé að greiða niður verð á tilteknum vörum, a. m. k. um sinn. Þá er sjálfsagt að skýra almenningi hiklaust frá því, svo hið raunverlega verð er, því að sjálft verðið lækkar ekki hætishót, þó að ríkissjóður borgi það, en ekki sjálfur kaupandi vörunnar. Og þó að ríkið borgi hluta verðsins í bili, þá lendir sú greiðsla áður en yfir lýkur á almenningi. Þaðan verða allar ríkistekjurnar að koma. Ein af ástæðunum til þess, að nú vantar hundruð milljóna í ríkissjóð, er sú, að ríkisstjórn- in hefur á þessu ári látlaust hald- ið áfram að auka við niður- greiðslur á vöruverði. Um þetta hefur verið þagað eftir föngum og má m. a. s. vel vera, að ein- hverjar vörur séu greiddar nið- ur án þess, að nokkurn tíma hafi verið frá því sagt. Það var t. d. nánast af tilviljun, að upp komst, þegar ríkisstjórnin hækkaði verðið á mjólkurlítra á s.l. vetri um 7 aura og tók greiðslurnar til þess úr ríkissjóði. Þar var um að ræða greiðslu, sem stjórnin hafði skömmu áður látið lið sitt fella heimild til á Alþingi, en treysti sér síðan ekki til að standa gegn. En manndóminn skorti til þess að segja almenn- ingi frá framkvæmdinni og hinu sanna samhengi. ★ Þvílíkar aðfarir lýsa ekki að- eins manndómsskorti og hafa í för með sér síaukna skattabyrði. Hið alvarlegasta er, að með felu- leiknum er verið að hindra lækn- ingu á meinsemdum efnahags- lífsins. Þar er eina haldgóða ráð- ið að skýra staðreyndirnar og orsakasamhengið fyrir öllum al- almenningi. Ef alþjóð áttaði sig i raun og veru á, hverjar orsakir verðbólgunnar eru, þá mundi smám saman takast að grafast fyrir rætur meinsins. Án skiln- ings og atbeina alls almennings er það gersamlega vonlaust. Gortið um „að vísitala hafi sáralítið breytzt í tíð núverandi stjórnar" stoðar lítt. Því að breyting nú á nokkrum mánuð- um er meiri en varð um 2Vz árs bil á undan verkfallinu mikla 1955. Og allir vita, að breyting- in væri miklu meiri, ef vísitalan gæfi ekki alranga mynd af hin- um raunverulegu verðlagsbreyt- ingum. ★ Stjórnarflokkarnir létu svo í fyrstu sem lækning efnahagslífs- ins væri auðveld. Sjálfstæðism. vöruðu við því og sögðu að eng- in töframeðul í þessum efnum væri til. Talið um „varanlegu úrræðin" væri blekking eins og á stæði. Þetta hefur nú komið á daginn. Því miður. Sannarlega hefði hitt verið æskilegra, að lækningin hefði tekizt. En skottu- læknarnir halda áfram iðju sinni. Enn tala þeir eins og ekkert hefði í skorizt og segja að varan- legu úrræðin séu aðeins rétt ókomin! Með öllu því hjali halda þeir aðeins áfram að auka vandann. Hver tilraun þeirra til að þegja um staðreyndirnar og dylja hið sanna samhengi, er olía á þann eld, sem þeir þykjast vera að slökkva. Þess vegna er þögnin um brauðverðhækkunina, þegar nánar er skoðað ekki brosleg heldur sorglegt vitni þess, að enn hafa valdhafarnir ekkert Erfitt að bólusetia ffegn Asíu tínflúenzunni Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna og alþjóðainflú- enzustofnanirnar — í Banda- ríkjunum og Bretlandi — hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að mjög erfitt sé að bólusetja gegn inflúenzu þeirri, sem nú géng- ur víða um lönd undir nafninu- Asíu-inflúenzan. Bóluefnin, sem til þessa hafa verið framleidd, veita svo tiltölu- lega litla mótstöðu gegn veikinni, að maragir læknar efast um að það sé ómaksins vert að bólu- setja. Farsóttin er ennþá mjög væg. Sem stendur herjar hún hvað mest á Norðurlöndunum, í Vestur-Þýzkalandi og í Frakk- landi. í þeim löndum, sem flenz- an herjaði fyrst, koma enn fyrir einstök ný veikindatilfelli, en þeim fækkar stöðugt. Dauðsföll hafa verið fá af völd um veikinnar, þar sem hún hefur gengið. Dauðsföllin má í flestum tilfellum rekja til lungnaveiki, er komið hefir í kjölfar sjálfrar in- fúenzunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef ir staðfest, að það sé nýr inflú- enzu-vírus, sem Asíu-inflúenz- unni veldur. í því sambandi er bent á, að það sé hið mikils- verðasta atriði fyrir læknavísind in, að fá úr því skorið, hvort, og þá að hve miklu leyti, infú- enzuvírusar geta leynzt í húsdýr um og borizt frá þeim til manna. í spænsku veikinni 1918 kom t. d. upp infúenzufaraldur í svínum í Bandaríkjunum. Hafa margir haldið því fram, að þar hafi ver- ið á ferðinni sama veikin, sem svo illa lék mannkynið eftir fyrri heimsstyr j öldina. Vírusinn leynist í ormum Nýjustu rannsóknir hafa sýnt, að inflúenzuvírus getur leynzt og lifað í ormum þótt énginn far- aldur sé á ferðinni. En ef t.d. svín eta þessa orma getur svo farið, að vírusinn dafni í skrokk svín- anna og komist þannig til manna. Dýralæknar í ýmsum löndum hafa nú verið hvattir til sam- virtnu um rannsóknir í þessum efnum svo að hægt verði að ganga úr skugga um, og það sem fyrst, hvaða smithætta kunni að stafa frá dýrum. Hvað bólusetningu gegn infú- enzu snertir slær WHO því föstu, að ekki sé á þann hátt hægt að stöðva útbreiðslu veikinnar, en hitt sé rétt, að í mörgum tilfell- um verði veikin vægari hjá þeim, sem bólusettir hafa verið, en hinum, sem engar ráð- stafanir hafa gert. MómslroííS í vörnum "po'n hættulesrum kiarnorku- ^eislum Námskeið í vörnum gegn geisla vírkri kjarnorku verður haldið í Mol í Belgiu á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar í þess- um mánuði. í námskeiðinu taka þátt 20 manns frá Evrópulönd- um og frá löndunum við botn Miðjarðarhafsins. Sérfræðingar frá mörgum lönd um munu flytja fyrirlestra á nám skeiðinu. Stálframleiðslan í Evrónu evkst stöðu«t Stálframleiðslan í Evrópulönd- um eykst stöðugt og hefur aldrei verið meiri en einmitt nú, segir í skýrslu frá Efnahagsnefnd Sam- einuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Miðað við framleiðsluna á öðr- um fjórðungi ársins sem leið, hef ur stálframleiðslan í ár aukizt að jafnaði um 7%. í einstökum lönd um hefir aukningin numið sem hér segir: í Vestur-Þýzkalandi 8%, Bret- landi 7%; Frakklandi 3%; Italíu 10%; Póllandi 5% og í Saar-hér- aðinu 7%. í Bandaríkjunum reyndist stál- framleiðslan hins vegar 6% mmni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra og stafar það af verkfalli, sem varð í stál- iðnaði Bandaríkjanna. í Japan hefir stálframleiðslan aukizt til muna á þessu ári. Drykkíarvatn úr Mið- jarðarhafinu Víða ríkir áhugi á því að breyta sjó í neyzluvatn með því að hreinsa hann svo að hægt sé að nota vatnið til drykkjar, mat- ' argerðar og áveitu. Þetta hefur nú verið gert í Líbýu, segir í frétt frá UNESCO. í haust fær bærinn Tobruk, sem svo mjög kom við sögu í eyði merkurhernaðinum í síðustu styrjöld, neyzluvatn úr Miðjarð- arhafinu. Er langt komið bygg- ingu stöðvar, sem á að eima sjó- inn fyrir Tobrukbúa. Það er bú- izt við að stöðin taki til starfa í þessum mánuði. Gróðurmoldarupn- dráttur Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna er að láta gera uppdrátt, sem sýnir gróðurmold og mismunandi gæði hennar og eiginleika víðs vegar um Evrópu. Mun þessi uppdrátt- ur koma út innan skamms. Það er talið, að uppdrátturinn hafi þýðingu fyrir bændur, sem hyggja á ræktunarframkvæmdir. Sefgras til pappírs- framleiðslu Venjulegt sefgras, sem vex votlendi og við tjarnir, hefir reynzt prýðilegt hráefni til papp írsframleiðslu, segir í frétt frá UNESCO — Menntunar-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Tilraunir með pappírsgerð úr sefi hafa verið gerðar í Þýzka- landi með góðum árangri. Áhugi á þessari pappírsframleiðslu fer vaxandi, þar sem víða vex mikið af sefi, sem ekki notast. Það er einkum Max Planckstofn- unin í Þýzkalandi, sem hefur lát- ið vinna að rannsóknum á papp- írsframleiðslu úr sefi. Finnar og Svíar, sem eins og kunnugt er framleiða mikið af pappír úr trjá j viði, hafa sent sérfræðinga til Þýzkalands til að kynna sér þessa nýju framleiðslu. Önnur nytsöm seftegund, scir- pus lacustris, sem vex á strönd- um suðvesturhluta Afríku, hefur reynzt einkar hentug til varnar uppblæstri. Kakó-neyzlan vaxandi Kakó framleiðsla, dreifing vör- unnar og neyzla hennar var aðal efni fundar, sem nýlega var hald- inn í Nígeríu. Á fundinum voru samankomnir helztu kókóbauna framleiðendur heimsins. En það var Matvæla og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fyrir fundinum gekkst. Það hefur þótt heldur dauft yfir sölumöguleikum á kókó á heimsmarkaðinum undanfarin 2 ár, en nú er að sjá, sem neyzlan sé að glæðast á ný. Gert er ráð fyrir að kókóframleiðslan í öllum heiminum (1956—1957) muni nema 925.000 smálesta á móti 848.000 smál. árið sem leið. Aðalframleiðsluaukningin hef- ur átt sér stað í Nígeríu, Ghana og Brazilíu. Áætlað er að neyzlu- þörfin í heiminum muni á þessu ári nema 880.000 smálestum, en það er 20% meira en í fyrra. Það eru fyrst og fremst Evrópu þjóðirnar, sem aukið hafa kakó- neyzlu sína. Er reiknað með að Evrópuþjóðir muni kaupa 446.000 smólestir af kakó í ár á móti í 376.000 smálestum í fyrra. að ekki sé um að villast, hvert ’ lært. Sem kunnugt er liafa mjög umrædd málaferli átt sér stað í Hollywood að undanförnu. Eru það forráðamenn sorp- og slúð- ursögublaðsins Confidential, sem dregnir hafa verið fyrir rétt og látnir svara til saka. Hér sést eitt aðalvitnið í málinu, hin 41 árs Ronnie Quillan, sem hefur verið leynilegur fréttamaður, eða öllu heldur njósnari blaðsins — og sögð eiga margt óhreint í pokahorninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.