Morgunblaðið - 25.10.1957, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.10.1957, Qupperneq 1
Feikileg flóð urðu nýlega í borginni Valeneia á austurströnd Spánar. 60 manns drukknuðu þús- undir manna urðu heimilislausar. Mynd þessi sýnir heimilislaust fólk í borginni sem stendur í biðröð og bíður eftir brauðskammti sínum. Og enn rignir. Bandaríski flugherinn skaut eldflaug hærra en Spufnik WASHINGTON, 24. okt. — Bandaríski flugherinn tilkynnti í dag, að hann hefði skotið á loft flugskeyti, sem náð hafi mikilli hæS. Þar sem ekki er enn búið að ráða dulmálsskeyti sem eldflaugim sendi frá sér, er ekki vitað nákvæmlega í hve mikla hæð flug- skeytið komst, en það mun vera einhvers staðar á milli 1600 o* 6400 kílómetra hæð. Til samanburðar má geta þess að rússnesk* gervitunglið komst upp í 900 km hæð. Það þykir því víst að hið banda ríska flugskeyti hafi komizt hærra en nokkur önnur tæki gerð af mannahöndum. Eldflaug þessari var skotið frá loftbelg, sem fyrst hafði borið hana upp í 30 þúsund metta hæð. Hér var um að ræða fjög- urra-þrepa eldflaug. Var búizt við, að hún næði 27 þúsund kíló- metra hraða á klukkustund. í nefinu bar hún fjölda nákvæmra mælitækja, sem munu veita mik- ilvægar upplýsingar um geim- geisla, segulsvið jarðar og önnur eðliseinkenni háloftanna. Tilraun þessi fór fram yfir Eniwetok eyjaklasa í kyrrahafi. Flugskeytinu var ekki skotið á þann veg, að það færi inn á braut umhverfis hnöttinn eins og hið rússneska gervitungl. Stjórnarmyndunin í F i n n I a n d i mistókst Bændaflokkurinn hafnar Sœnska stjórnin fallin Miðflokkurinn rýfur stjórnarsamstarfib vegna ágrein. um almennan ellilífeyri Stokkhólmur, 24. okt. — Einkaskeyti frá NTB SÆNSKI Bændaflokkurinn, sem nýlega tók sér nýtt nafn og kallar sig nú Miðflokkinn. ákvað í dag að slíta stjórnar- samstarfi. — í samræmi við það hefur Tage Erlander for- sætisráðherra ákveðið að beíðast lausnar. Mun núverandi ríkisstjórn formlega segja af sér á lauggrdaginn. Stjórnarslitin eru rökstudd með djúptækum skoðanaágrein- ingi Jafnaðarmanna og Mið- Gunnar Hcdlund foringi Miðflokksins sleit stjórn samstarfinu flokksins einkum þó I ellilauna- málinu. Miðflokkurinn ákvað stjórnarslitin á sameiginlegum fundi flokksstjórnarinnar, stjórn ar þingflokksins og stjórna Orðsending frá Morgunblaðinu VEGNA inflúenzufaraldurs vantar börn til blaðburðar. Meðan þannig stendur á þarf blaðið að fá börn og unglinga til að hlaupa í skarðið og taka að sér blaðburð- Börn þau, sem vilja hjálpa til eru vinsamlegast beðin að hringja til afgreiðslu Morgun- blaðsins, sími 22480, eða koma og tala við afgreiðsluna Aðal- stræti 6. kvennasamtaka og æskulýðssam- taka flokksins, er haldinn var í dag. Er það álit manna að full- komin eining hafi ríkt í flokkn- um um að slíta stjórnarsamstarf- inu. Þegar að ftundi þessum lokn- um gekk foringi Miðflokks- ins, Gunnar Hedlund innan- ríkisráðherra á fund Erland- ers forsætisráðherra og til- kynnti honum ákvörðun Mið- flokksins. Erlander hefir neitað að láta hafa eftir sér önnur ummæli um stjórnarslit þessi en þau, að stjórnin muni formlega fara frá á laugardaginn. Á morgun, föstu dag verður haldi'nn fundur í rík- isráðinu og því næst mun verða haldinn fundur i flokksstjórn J afnaðarmannaf lokksins. Búizt er við því að Gústav VI Adolf Sviakonungur muni biðja Erlander um að mynda minnililutastjórn Jafnaðar- NORSKI Verkamannaflokkurinn sendi rússneska kommúnista- flokknum í dag svar við bréfi því sem Krúsjeff skrifaði honum eins og öðrum jafnaðarmanna- flokkum Vestur-Evrópu. Þar er , bent á það, að allir lýðræðis- flokkar Noregs standi sameinað- ir um utanríkisstefnu landsins. Einnig eru Rússar beðnir um að stuðla að friði í nálægum Austur- löndum. — Bréfið frá Norðmönn- um er svohljóðandi: Lýðræðisflokkarnir í norska Stórþinginu hafa um margra ára skeið staðið sameinaðir um utan- manna, sem verði eins konar bráðabirgðastjórn, sem fcr með vÖld þar til efnt verður til nýrra kosninga, að líkind- um í janúar. Samstarf Jafnaðarmanna og Bændaflokksins hefir staðið í 6 ár. í fyrstu hafði Jafnaðarmanna flokkurinn meirihluta á þingi, en styrkti hann með samstarfi við hinn flokkinn. Við kosningarnar í fyrra misstu Jafnaðarmenn meirihlutann og varð samstarf við Bændaflokkinn þá nauðsyn- legt til að skapa stjórninni meiri hluta á þingi. Erlander Myndar hann minnihlutastjórn ríkisstefnu landsins. Norski Verkamannaflokkurinn óskar ekki að taka upp aðra utanríkis- stefnu utan við það samstarf. Það er satt, að norsku þjóð- , inni er það lífsnauðsyn að tryggja og viðhalda friði í ná- lægum Austurlöndum og í allri veröldinni. Þegar vandamál nálægra Aust- urlanda hafa nú verið lögð fyrir Sameinuðu þjóðirnar er það von okkar, að þátttökuríki S. Þ. geri sitt til þess að leysa nú verandi deilur og spennu á þessu svæði, svo að friður megi ríkja Norðmenn svara Rússum: Vonandi að allir stuðli að friði í nál. Austurl. samstarfi við Tanner HELSINGFORS, 24. okt. — Stjórnarmyndunartilraun Vainö Tanners, foringja finnska jafnaðarmannaflokks- ins hefur nú runnið út í sand- inn, þar sem Bændaflokkurinn hefur tilkynnt að hann muni ekki taka þátt í stjórn, sem sá maður myndar. Þegar Bændaflokkurinn gaf út tilkynningu sína hafði Tann er rætt við foringja allra stjórnmálaflokka nema komm únista um samstarfið. í tilkynningu Bændaflokks- ins segir: — Bændaflokkur- inn er reiðubúinn að ræða við jafnaðarmannaflokkinn um þátttöku í ríkisstjórn, sem jafnaðarmaður veiti forsæti. Hins vegar vill Bændaflokk- urinn ekki taka þátt í ríkis- stjórn undir forsæti Vainö Tanners. Mollel reynir stjórnarmyndun í miðri verkfnllsöldnnni PARÍS, 24. okt. — Einn verkamaður lét lífið og 12 verkamenn og 15 lögreglumenn særðust í átökum sem urðu við skrifstofur Atlantic-skipasmíðastöðvarinnar í St. Nasaire á vesturströnd Frakk- lands. Þetta er versti atburðurinn sem gerzt hefur í mikilli verk- fallsöldu sem nú gengur yfir Frakkland. Á meðan er Guy Mollet foringi Jafnaðarmannaflokksins að reyna stjórnarmyndun. Enn er alls óvíst, hvort það muni takast, þar sem hægri flokkarnir tveir, íhaldsflokkurinn og Þjóð-republikan- arnir eru farnir að setja fram skilyrði í efnahagsmálunum. Á mánudag mun Mollet beiðast trausts þingsins. Stjórnmálafréttaritarar segja ð erfiðasti hjallinn fyrir Mollet /ið stjórnarmyndunina séu efna- lagsmálin. Er talið að Mollet etli sér að taka upp skömmtun á innfluttum neyzluvörum. Ann- ar sé ekki úrkosti, því að vara- sjóður Frakka af erlendum gjald- eyri verði þrotinn upp úr nýjár- inu. Þá er ætlunin að leggja á nýja skatta að upphæð 100 millj- arða franka og draga úr ríkisút- gjöldum. fommúnistar skildu við fjár* hag San Marino í rústum 3AN MARINO 24. okt. — Það er nú að koma í ljós, að þegar kommúnistar létu af völdum fyr- ir nokkru í smáríkinu San Mar- ino, skildu þeir við fjárhag rík- isins í rústum. Reikningar ríkis ins voru allir í óreiðu og fékk hin nýja stjórn löggiltan endur- skoðanda til að ganga í gegnum þá og gera rannsókn á fjárhag San Marino. Margt furðulegt hefir komið í ljós við þessa athugun. Það er nú t.d. ljóst að ríkisskuldirnar nema nærri 20 milljónum króna, sem er mjög mikil upphæð fyrir ríki með aðeins 13 þúsund íbúa. Þó er álitið að frekari rannsóknir leiði í ljós enn meiri skuldir. Þá hafa kommúnistar þegar eytt öllum tekjum ríkisins af tekjuskatti þrjú ár fram í tím- ann og þeir hafa stórskemmt tvær helztu tekjulindir San Mar- ino með ofnotkun, það er frí- merkjaútgáfan og veiting aðals- tignar. Hafa þeir notað sér þess- ar leiðir í svo ríkum mæli, að mjög hefir t.d. dregið úr eftir- spurn eftir frímerkjum frá San Marino. Enn furðulegri eru upplýsing- arnar um hvernig þessu fé hefir verið sóað. Okurvextir hafa verið greiddir af ríkislánum og fjöl- skyldur embættismanna og starfs manna kommúnista hafa notið stórkostlegra hlunninda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.