Morgunblaðið - 09.11.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 09.11.1957, Síða 1
16 síður og Lesbók 44. árgangur. 255. tbl. — Laugardagur 9. nóvember. 1957- Prentsmiðja Morgunblaðsins* ^ ií* Bandaríkjaher heimilað að reyna við gervitungl WASHINGTON, 8. nóv. — Bandaríkjastjórn hefur nú ákveðið að hraða vísindalegu og tæknilegu starfi í sambandi við bandaríska gervihnöttinn. — í dag tilkynnti landvarnarráðuneytið í Washing- ton, að herinn myndi afhenda flugskeyti af tegundinni Júpíter, til afnota við tilraunir með að skjóta gervitungli upp í loftið. Með þessu fær áætlunin um gervihnött miklu öflugri tegund eldflaugar en henni hefur áður verið heimil. Fram til þessa hefur verið áætlað að nota flugskeytið Vanguard við tilraunir þessar, en það er tiltölulega lítið skeyti og hafði almennum borgurum verið falið að framkvæma áætlanirnar um gervihnöttinn. Maðurinn sem gleymdist á 40 ára afmæii byltingarinnar. — (Teikning úr Tarantel). Bandaríkjamenn hafa leysf það vandamál, hvernig eldflaug á að falla óskemmd gegnum gufuhvolfið Eisenhower telur hernaðarstyrk Vestur- * veldanna í heild enn meiri en styrk Rússa í SJÓNVARPSRÆÐU þeirri, sem Eisenhower forseti flutti í fyrra- kvöld og skýrt var frá stuttlega hér í blaðinu í gær, sýndi hann bandarískum sjónvarpsskoðendum merkilegan hlut, það var spegil- fægður oddur af bandarísku flugskeyti. Eisenhower mælti á þessa leið: —- Vísindamönnum okkar og verkfræðingum hefur tekizt að leysa mikið vandamál. Þessi hlutur, sem þið sjáið þarna, oddur af flugskeyti hefur farið mörg hundruð mílur út í geiminn. Hann hefur fallið aftur til jarðar gegnum gufuhvolfið og er óskemmdur, hann hefur ekki brunnið upp. Þýðingarmiklar upplýsingar Þannig sagði forseti að banda- rískir vísindamenn væru búnir að leysa eitt erfiðasta vandamál- ið í sambandi við geimferðir. Loftsteinar og aðrir hlutir sem koma utan úr geimnum brenna og eyðast upp til agna, þegar þeir snerta gufuhvolf jarðar. Hið sama gera eldflaugar, sem skot- ið er út fyrir gufuhvolfið, þegar þær falla til baka, ef ekki væri búið að leysa þennan mikla vanda. Eisenhower ræddi mikið um eldflaugatilraunir Bandaríkj- anna. Hann gaf m.a. eftirfarandi upplýsingar: Við höfum þegar sýnt að við getum skotið stórum eldflaugum með nákvæmni um 1600 km vega lengd. Við höfum skotið eldflaug sem fór jafnvel 5600 km. Við höf- um þegar komizt langt með að smíða flugskeyti, sem hægt er að skjóta milli heimsálfa, en þar sem við höfum margar framvarðar- bækistöðvar þá eru meðallang- dræg flugskeyti eins notadrjúg fyrir okkur og hin langdrægu skeyti. Engin kyrrstaða Enn ein tegund flugskeyta, hið stórkostlega „Snark“ flugskeyti hefur farið eftir 8000 km braut og náði áfangastað af mikilli ná- kvæmni. Við höfum skotið þremur eld- flaugum upp í 3200 til 6400 km hæð og fengið frá þeim mikils- verð skeyti um eðli geimsins. Eisehower kvaðst gefa þessar upplýsingar, aðeins til að sýna mönnum, að það væri ekki kyrr- staða í vísindalegum tilraunum Bandaríkjanna. Styrkleiki Banda ríkjanna færi og vaxandi með hinum vísindalegu uppfinning- um. Tákn fullkominnar tækni Það að Rússar hafa skotið fyrstu gervihnöttunum er stór- felldur árangur og vísindamenn Rússa, sem hafa gert það eiga skilið mikla viðurkenningu. Upp lýsingar um vísindalegar mæling ar í háloftunum streyma nú til jarðar og enn munu þær aukast með nýjum gervitunglum. Gervihnettir munu í sjálfu sér ekki hafa nein bein áhrif á öryggi Bandaríkjanna. Hins vegar eru þeir tákn þess, að tækninni hefur fleygt fram. Þeir sýna að not- aðar hafa verið eldflaugar, sem eru ákaflega öflugar. Það er það sem hefur hernaðarþýðingu í sambandi við þá. Árásarógnanir Rússa Rússar leggja enn sem fyrr megináherzluna á árásarvopn og iðnað sem þarf til að framleiða þau. j3ú staðreynd ásamt stjórn- málastefnu þeirra í alþjóðamál- um ætti að verða okkur aðvör- un, um að útþenslustefna þeirra hefur ekkert breytzt. Heimurinn hefur heldur ekki gleymt rúss- nesku hernaðarárásunum á lönd eins og Finnland og Pólland, stuðn ingur þeirra við árásina í Kóreu eða valdbeiting þeirra í hinni vægðarlausu kúgun ungversku byltingarinnar. Eina svarið við hinum rúss- nesku ógnunum er stöðug árveki og efling herstyrks hins frjálsa heims. Þess verður að gæta þang- að til rússnesku leiðtogarnir hætta að eyða orku þjóðar sinn- ar til hernaðarþarfa og beita henni heldur til að bæta kjör þjóðar sinnar. Við viðurkennum einlæglega, að Rússar eru nú að koma sér Framh. á bls. 2 Er ný stjórn að fœðast í Finnlandi? HELSINGFORS, 8. nóv. — Held- ur virðist nú vera farið að rofa til í finnskum stjórnmálum og þykjast menn sjá fyrir endann á hinni löngu stjórnarkreppu. Hef- ur nú náðst samkomulag stjórna Bændaflokksins og Jafnaðar- mannaflokksins um meginefni nýs stjórnarsáttmála. Samninga- umleitunum verður haldið á- fram eftir helgina, og þá mun m.a. verða Ieitað endanlegs sam- þykkis í þingflokkum beggja um myndun samsteypustjórnar. Enn hefur Kekkonen forseti ekki fal- ið neinum einstökum. manni stjórnarmyndun og nrun hann ekki gera það fyrr en þingflokk- arnir hafa hvor í sínu lagi sam- þykkt myndun slíkrar samsteypu stjórnar. — NTB. Brezk vetnisspreng- ing LONDON, 8. nóv. — Bretar framkvæmdu í dag mikla kjarnorkusprengingu yfir Kyrrahafi. Sprengingin fór fram í mikilli hæð. Það er tal- ið fullvíst, að hér hafi verið á ferðinni vetnissprengja. — Sprengjunni var varpað út úr hraðfleygri sprengjuþotu. — Reuter. Norðmenn æskja lækkaðra freðfisktolla í Svíþjóð Fiskimálaráðherra þeirra staddur í Stokk hólmi til að vinna sænska markaðinn, STOKKHÓLMI, 8. nóv. — Einkaskeyti frá NTB NILS LYSÖ, fiskimálaráðherra Norðmanna, er nú í heimsókn i Svíþjóð og er það ætlun hans að vinna að aukinni fisksölu til þessa nágrannalands Norðmanna. Ráðherrann hefur átt tal við fjölda manns um innflutning á norskum fiski og í tvo daga hefur hann rætt við sænska landbúnaðarráðherrann Gösta Netzen um hina háu sænsku tolla á fiski. Það er ekki vitað nákvæmlega hvað þeim ráðherrunum fór á milli, en það þykir víst, að Lysö fiskimálaráðherra hafi bent hin- um sænska ráðherra á þá stað- reynd, að sænskum almenningi finnist það öldungis óeðlilegt, að greiða þurfi háa tolla af norsk- um fiski. Noregur sé grannríki, er hafi mikil viðskipti við Sví- þjóð. Þeir kaupi mikið af iðn- aðarvörum í Svíþjóð og því ættu þeir að njóta hlunninda við fisk- sölur sínar. Sýnt er nú að norski sjávar- útvegurinn leggur megináherzlu á það að vinna hinn ört vaxandi markað fyrir frystan fisk í Sví- þjóð. Er heimsókn norska fiski- málaráðherrans til Svíþjóðar s:ð- asta sönnunin fyrir þeim fyrir- ætlunum. Nú hefur ákvörðun verið tekin um það, að tæknisérfræðingar hersins skuli hefja starf við undir búning gervimánans, svo að hin risastóra Júpiter eldflaug, sem Bandaríkjaher hefur smíðað og gert tilraunir með að undanförnu verði notuð við verkið. Hingað til hefur verið útilokað að slíkar eldflaugar fengjust notaðar vegna þeirra öryggisreglna sem gilt hafa um meðferð þeirra. í sambandi við þessa ákvörðun er rétt að minna á það að tals- menn bandaríska hersins hafa bent á það að undanförnu, að ef tæknideild hersins hefði verið falið að koma gervitungli á loft, hefði hún getað framkvæmt verkið fyrir þremur árum, eða löngu áður en Rússar urðu til þess. Með því að banna hernum að hefja aðgerðir í þessu máli hafi Bandaríkin orðið fyrir mikl- um álitshnekki. Er Sovéttíkin dauð! LONDON, 8. nóv. — Tass-frétta- stofan rússneska gaf enn í dag út tilkynningu um að gervihnött- urinn Spútnik II héldi áfram för sinni kringum jörðina. Það vakti hins vegar athygli að í tilkynningunni í dag var ekki minnzt einu orði á líðan Sovét- tikarinnar. Er það álit sumra, að hún muni nú vera dáin. Á miðvikudaginn tilkynnti Tass-fréttastofan, að líðan tíkar- innar væri góð. Á fimmtudaginn var tilkynnt að haldið væri áfram að mæla líðan hennar en í dag er ekki minnzt orði á sovéttíkina í tilkynningu Tass-fréttastofunnar. Telja menn það ólíklegt að ekki hefði verið minnzt á tíkina í til- kynningunni ef hún hefði verið lifandi. — Reuter. Ronnsókn fari fram ó geislun íondrúmsloftinu NEW YORK 8. nóv. — f dag lögðu átta ríki fram tillögu í stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna, um að alþjóðanefnd yrði sett á fót til að rannsaka geislavirkni í andrúmsloftinu og hvort hún hefði áhrif á líf og heilsu manna. Ríki þau, sem bera fram tillög- una eru Bretland, Bandaríkin, Ástralia, Brasilía, Frakkland, Belgía, Argentína og Svíþjóð. ER MBL. fór í prentun í nótt höfðu engar nýjar fregnir borizt frá skákmótinu í Wageningen, enda er sæsím- inn slitinn og skilyrði tíl skeytaskipta erfið. %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.