Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. nóv. 1957 í dag er 320. dagur ársins. • I.augardagur 16. nóvember. 4. vika velrar. Árdegisflæði kl. 00,00. Síðdegisflæði kl. 12,30. Slysavarðstofa Hey1'javíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 24047. Lyfjabúðin Ið- unn, Laugavegs-apótek og Reykja- víkur-apótek eru opin daglega til kL 7, nema á laugardögum til kl. 4. — Ennfremur eru Holts-apó- tek, Apótek Austurbæjar og Vest urbæjar-apótek opin daglega til kl. 8, nema á laugardögum til kl. 4. Þrjú síðast talin apótek eru öll opin á sunnudögum milli kl_ 1 og 4 Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 18—16. Sími 34006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl 13—16 — Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla NOKKRIR DUGLEGIR inenn vanir línulagníngum, óskast. Uppl. í síma 17848 og 14780. Vefnaðarvörubúð Óskum eftir góðu verzlunarplássi til leigu, helzt við Laugaveg. Tilboð merkt: Verzlun —3300, sendist fyrir 21. nóv. Moskviteh — 402 Höfum verið beðnir að selja nýlegan Moskvitch, sem orðið hefur fyrir tjóni. Bifreiðin er til sýnis í vöruskemmu vorri í Fífuhvammi (Hraðfrystihúsið) Kópavogi. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora fyrir laugardaginn 16. nóvember nk. Tilboðin miðist við það ástand, er bifreiðin er í og stað- gretðslu. Gísli Jónsson & Co. hf. Ægisgötu 10 — Reykjavík. Auglýsing Athygli er vakin á því, að óheimilt er að hefja rekstur matvinnslustaða, matvöruverzlana, veitingahúsa, brauðgerð- arhúsa, snyrtistofa og annarra þeirrar starfsemi, er fellur undir XIII., XV., XVI., og XVIII. kafla Heilbrigðissam- þykktar fyrir Reykjavík, fyrr en leyfi heilbrigðisnefndar er fengið til starfseminnar. Ennfremur skal bent á, að leyfi til slíkrar starfsemi er bundið við nafn þess aðila, er leyfið fær. Þurfa því nýir eigendur að fá endurnýjuð eldri leyfi, sem veitt kunna að hafa verið til starfseminnar. Þess má vænta að rekstur þeirra fyrirtækja, sem eigi er leyfi fyrir, skv. framanrituðu, verði stöðvaður. Reykjavík, 12. nóvember 1957. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. virka daga kl. 9—21, laugardaga kl. 9—16 og helga daga frá 13— 16 — Næturlæknir er Bjarni Sig- urðsson. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Kristján Jóhanness., sími 50056 Akureyri: — Næturvörður er í Stjörnuapóteki sími 1718. Næt- urlæknir er Stefán Guðnason. □ MÍMIR 595711187 — 1 Atkv. ESMessur Á MORGUN: Hallgrímskirkja: — Messa kl. 11 f.h. Séra Jakob Jónsson. Ræðu efni: „Gildir einu hvort þú fyr- irgefur? — Kl. 1,30 barnaguðs- þjónusta, séra Jakob Jónsson. Kl. 5 e.h. messa (altarisganga), séra Sigurjón Þ. Árnason. Bústaðaprestakall: — Messa í Kópavogsskóla kl. 11. — Barna- samkoma á sama stað kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Neskirkja: — Messa kl. 2. Dr. theol. séra Friðrik Friðriksson, stígur í stólinn. Séra Jón Thorar- ensen. — Kaþólska kirkjan: — Lágmessa kl. 8 árdegis. Hámessa og pré- dikun kl. 10 árdegis. Dómkirkjan: — Messa kl. 11 árdegis, séra Óskar J. Þorláksson. Síðdegismessa kl. 5, séra Jón Auð uns. — Barnasamkoma í Tjarnar- bíói kl. 11 árdegis, séra Jón Auð- uns. Reynivallaprestakall: — Messa að Reynivöllum kl. 2. — Sóknar- prestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messa kl. 2 e.h. — Kristinn Stefánsson. Óháði söfnuðurinn. — Kveðju- messa í Aðventkirkjunni kl, 2 e.h. Samskot að lokinni messu til kaupa á gjöf til kirkjunnar. Em- il Pjörnsson. Fríkirkjan: — Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. Laugarneskirkja: — Messa kl. 2 e.h. — Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f.h. Séra Garðar Svavarss. Langholtsprestakall: — Barna- guðsþjónusta í Laugarásbíói ki. 10,30 f.h. — Messað í Laugarnes- kirkju kl. 5. Séra Árelíus Níels- son. —• Elliheimilið: — Guðsþjónusta kl. 2. Sígvrb. Á. Gíslason. Keflavíkurkirkja: — Barna- guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Ytri-Njarðvík: — Barnaguðs- þjónusta í samkomuhúsinu kl. 2 síðdegis. Innri-Njarðvíkurkirkja: Messa k ■. 5 síðdegis. Björn Jónsson. Kálfatjörn: — Messa kl. 2. — Garðar Þorsteinsson. Háteigssókn: — Messa í hátíða- sal Sjómannaskólans kl. 2, séra Bragi Friðriksson prédikar. — Barnasamkoma á sama stað kl. 10,30. Jón Þorvarðs9on. Útskálaprestakall: — Barna- guðsþjónusta í Sandgerði kl. 11. Barnaguðsþjónusta að Útskálum kl. 2. — Sóknarprestur. IB^Brúókaup 1 dag verða gefin saman í hjóna band ungfrú Jóna Jónasdóttir, — Tjarnargötu 3 og Kristinn Jóns- son, vélvirki, Laugateigi 36. Heim ili ungu hjónanna verður á Lauga teigi 36. Séra Garðar Svavarsson, framkvæmir hjónavígsluna. o AFMÆLI * Gulibrúðkaup eiga í dag frú Friðrika Sæmundsdóttir og Jón Brynjólfsson, bóksali, Eskifirði. Hér birtist mynd af yngsta „lesanda" Morgunblaðsins. Þessi litla stúlka er aðeins á öðru ári og á heima uppi í sveit. Hún virðist ánægð með blaðið sitt, en lítur þó upp úr því á meðan myud- ín er tekin. — Ymislegt Orð lífsins: — Fyrst af öllu á- minni ég þá um, að fram fari á- kall, bænir, fyrirbænir og þakkar- gjörðir fyrir öllum mönnum. (1. Tím. 1, 1). Ný frímerki í dag — í dag kemur út hið nýja Jónasar Hall- grímssonar frímerki, svo sem skýrt hefur verið frá í blöðunum. Leiðrétting: — í gjafalista til Hrafnistu, sem birtur var í blað- inu í fyrradag, misritaðist nafn eins gefandans, Hjalta Gunnlaugs sonar, er gaf tvær skipsklukkur til heimilisins. Var hann sagður Björnsson. Leiðréttist þetta hér með. Félag Djúpmanna heldur skemmtifund í kvöld að Tjarnar- kaffi, niðri. Barnasamkoma í Tjarnarbíói sunnudag kl. 11 f.h. séra Jón Auð- uns. — Á Lögbergi. — Kaffidrykkjan á I ögbergi, að lokinni útför Guð- mundar, á fimmtudaginn, var í boði þeirra Guðfinnu Karlsdóttur, bústýru og Svavars Guðmunds- sonar. Steingrímur í Skíðaskálan- um annaðist þessar veitingar fyr- ir þau. Séra Fri'Srik Fridriksson er elzti goodtemplar á íslandi. Hann er hiö sanna og góða fordæmið. — Umdæmisstúkan. Hrútasýningu halda fjáreigenda félög Reykjavíkur og Kópavogs, n. k. sunnudag kl. 10 árdegis, í skemmu á Reykjavíkurflugvelli, (t.v. við lögregiuvarðskýiið). j Félagsstörf Hvöt, sjálfstæðiskvennafélagið hefur kaffisölu í Sjálfstæðishús- inu á sunnudaginn, 17. nóv. Fé- lagskonur, gerið svo vel að senda tertur, pönnukökur, kleinur, flat- brauð og annað góðgæti, sem þið gefið til að gera kaffisöluna sem glæsilegasta, niður í Sjálfstæðis- hús, milli kl. 9 og 11 fyrir hádegd á sunnudaginn. Allar upplýsingar um kaffisöluna gefa eftirtaldar konur: Gróa Pétursdóttir, síma 14374, Jónína Loftsdóttir, síma 12191, María Maack, síma 14015, Ásta Guðjóns, síma 14252 og Ölöf Benediktsdóttir, sími 33074. K.F.U.M.F. heldur fund sunnu- dagskvöldið 17. nóv. kl. 8,30 síð- degis að Lindargötu 50. — Stj. Sumarstarf K.r.U.K., Hafnar- firði. — Fundru verður haldinn í dag kl. 5 í húsi KFUM og K og eru allar þær telpur, sem verið hafa í sumardvalaflokkum í Kald- árseli, velkomnar, Frú Herborg Ólafsson kristniboði talar. —Tek- ið verður á móti gjöfum til kristni boðsins í Konso. Systrafélagið ALFA heltl- ur sinn árlega bazar sunnudaginn 17. nóv. í Félagsheimili verzlunar- manna, Vor.arstræti 4. Verður baz arinn opnaður kl. 2 e.h. stundvín- lega. — Þar verður mikið um hlýjan ullarfatnað barna og einn ig ýmislegt, sem hentugt gæti orð- ið til jólagjafa. — Það, sem inn kemur fyrir bazarvörurnar, verð- ur gefið til bágstaddra fyrir næstu jól. Svohljóðandi bréf barst rit- stjóra blaðs nokkurs: „Kæri rit- stjóri. — Síðastliðinn laugardag auglýsti ég í heiðruðu blaði yðar eftir gullúri sem ég tapaði á föstu dagskvöldið. Úr þetta var ættar- gripur og mjög verðmætt. Þegar ég svo á laugardagskvöldið kom heim til mín, fann ég úrið í vasa á öðrum fötum sem ég hafði verið í á föstudagskvöldið. Færi ég yð- ur og blaði yðar innilegustu þakk ir mínar fyrir hjálpina". FERDINAIMD Blindaður fínnur handklæði I gamla daga, þegar allt var údýrt, hafði maður ekki ráð. Nú er þa3 of dýrt. ★ — Hvers vegna ætlarðu að gift ast þessum lögregluþjóni? — Ja, þú veizt að það er á móti lögunum að fara ekki að óskum lögreglunnar. ★ —■ María ætlar að halda trú- lofuninni leyndri? — Hvernig veiztu það? — Hún sagði mér það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.