Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 12
n MORGVWBLAÐIÐ Laugardagur 16. nóv. 1957 ustan eftir ■|. ■ I John rnftiljS Steinbeck Adam deplaði angunum, hægt eins og froskur. „Heyrirðu til mín, pabbi? Skil- urðu mig?“ Augun hvíldu á hon- vn algerlega hreyfingarlaus. — „Þetta er mér að kenna“, hrópaði Cal. — „Það er mér að kenna að Aron er dáinn og þú veikur. Ég fór með hann í húsið til Kate. Ég eýndi honum móður hans. — Þess vegna fór hann. Mig langar ekki til að gera neitt ljótt, en ég geri það samt“. Hann lagði höfuðið niður á rúm stokkinn, til þess að losna við þessi hræðilegu augu, en hann sá þau samt. Hann vissi að hér eft- ir myndu þau fylgja sér, verða hluti af honum, það sem hann «tti eftir ólifað. O—-----------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □------------------□ Dyrabjöllunni var hringt og svo kom Lee inn í herbergið í fylgd með hjúkrunarkonunni — þrek- legri, herðabreiðri konu, með dökk ar, breiðar augabrúnir. Hún tók þegar til máls í ákveðnum og hressilegum tón, um leið og hún opnaði töskuna sína. „Hvar er sjúklingurinn minii? Nú, þarna er hann. Þér lítið bara ágætlega út, sýnist mér. Ég á víst lítið erindd hingað. Þér gætuð al- Sama Kvor raksturinn er PALMOLIVE veg eins vel risið úr rekkju og hjúkrað mér. Það gengur alls ekk- ert að yður. Svona stór og sterk- ur maður — væruð þér ekki fús til þess að hjúkra mér?“ — Hún smeygði vöðvastæltum handlegg undir herðar Adams og lyfti hon- um léttilega upp, á meðan hún lag- færði koddana með hægri hendinni og lét hann svo leggjast út af aftur. „Komið þið með kalda púða“, sagði hún. — „Er ekki gott að hafa kalda púða undir höfðinu? Og hvar er svo baðið? Getið þið flutt einhvem rúmbálk hingað inn í herbergið, svo að ég geti sof ið þar?“ „Skrifið þér bara á blað, allt sem þér viljið láta gera“, sagði Lee. — „Og ef þér þarfnizt hjálp- ar — með hann —“. „Hvers vegna skyldi ég þarfn- ast einhverrar hjálpar? Okkur tveimur kemur víst áreiðanlega vel saman. Heldurðu það ekki, gamli minn?" veitir yður frábœran rakstur Lee og Cal fóru aftur fram í eldhúsið og Lee sagði: „Ég ætl- aði einmitt að fara að drífa í þig einhvern matarbita, þegar hún kom. Þú veizt að sumir menn álíta matiiin óbrigðult ipeðal við öllu hugsanlegu. Ég er alveg sann- færður um það, að hún er ein af því taginu. Nú skalt þú alveg ráða því sjálfur hvort þú borðar eða borðar ekki“. Cal leit brosandi á Lee. — „Éf þú hefðir reynt að þvinga mig til að borða, þá hefði ekki einn mat- arbiti komizt inn fyrir mínar var- ir. En fyrst þú velur þessa að- ferð, þá er bezt að ég borði eina smurða brauðsneið". „Smurt brauð geturðu ekki fengið“. „Og hvers vegna ekki?“ „Það er allt saman búið“, sagði Lee. — „Það er næstum því gremjulegt, hvað allir kjósa hið húsið. — „Þær líta vel út“, sagði hún og fékk sér eina og lét móðan mása á meðan hún hamaðist að tyggja. — „Get ég hringt í lyfja- búð Kroughs og pantað það sem ég þarfnast? Hvar er síminn. — Hvar geymið þið rúmfatnaðinn. Hvar er rúmið sem ég á að sofa í? Eruð þið búnir að lesa þetta dagblað? Hvar sögðuífþér að sím- inn væri?“ Hún tók aðra köku og fór út úr eldhúsinu. * „Sagði hann nokkuð við þig?“ spurði Lee í hálfum hljóðum. Cal hristi höfuðið lengi, eins og hann gæti ekki hætt. „Þetta verður erfitt", sagði Lee. — „En læknirinn hafði á réttu að standa. Maður getur þol- að allt. Að þvi leyti erum við al- veg furðulegar skepnur". „Ekki ég“, sagði Cal hásum rómi. — „Ég afber þetta ekki. Nei, ég get ekki afborið það. Ég verð að — ég verð að.... “ Lee greip fast um úlnliðinn á honum: — „Þú ert bleyða — skammarlegur hugleysingi. — Þú mætir einungis vinsemd og vel- vilja hjá öllum og samt dirfistu að vera hræddur og huglaus. — Heldurðu kannske að þín sorg sé hreinni en mín?“ „Það er ekki sorg. Ég sagði honum hvað ég hefði gert. Ég er morðingi. Ég hef myrt bróður minn. Hann veit það“. „Sagði hann það? Segðu mér nú alveg satt — sagði hann það?“ „Hann þurfti þess ekki. Ég sá það í augum hans. Hann sagði það með augunum. Ég hef engan stað að flýja til. Ég get ekkert af mér gert. Þetta eltir mig hvar sem ég er“. Lee andvarpaði og sleppti taki sínu á úlnlið Cals: — „Cal“. — Hann talaði rólega og lágt. „Cal, hlustaðu nú vel á það sem ég segi. Heilinn á Adam er lamaður. Það, sem þú þykist sjá í augum hans, getur verið þrýstingur frá þeim hluta heilans, sem stjórnar sjón- inni. Manstu það ekki — að hann gat ekki lesið? Það var ekki sjálf um augunum að kenna. Það var þrýstingurinn á heilann. Þú hef- ur enga ástæðu til þess að halda að hann ásaki þig. Þú veizt ekk- ert um það“. „Hann ásakaði mig. Ég veit það. Hann sagði að ég væri morðingi". „Þá mun hann Hka fyrirgefa þér. Því lofa ég“. Palmolive lather krem Fyrir vandaðan rakstur Palmolive brushless Fyrir fljótan rakstur sama“. „Nú, þá kæri ég mig heldur ekki um smurt brauð“, sagði Cal. „Er nokkuð eftir af tertunum þínum?“ „Já, meira en lítið — þær eru í brauðkassanum. En það getur vel verið að þær séu farnar að slagna og linast“. „Það er bara betra“, sagðd Cal. Svo sótti hann brauðfatið og setti það á borðið fyrir framan sig. Hjúkrunarkonan kom inn í eld- Hjúkrunarkonan birtist í dyrun um: — „Hverju eruð þér nú að lofa, Charley?" sagði hún. „Vor- uo þér ekki búinn að lofa mér bolla af góðu kaffi?“ „Kaffi skuluð þér fá. Hvernig líður honum?“ „Hann sefur eins og barn. Er nokkurt lesimál til hérna í hús- inu?“ „Hvað viljið þér helzt lesa?“ „Bara eitthvað sem heldur mér vakandi". Þér eruð öryggir um að fá reglulega vandaðan rakstur ef þér notið Palmolive. Jafnvel þó að þér notið kalt vatn þá verður raksturinn betri og þægi- legri og blaðið endist betur, ef þér notið Palmolive Shaving Cream. Leyndarmálið er falið í hinni sér- stöku blöndu Palmolive olíu, sem er sérstaklega MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — Markús snýr nú við til tjaldbúðanna með litla snjalla húninn. 2 Á meðan: — Við skulUm setjast hérna í skugga trjáanna. Mig langar til að tala við þig, Sirrí. 3) — Þú veizt það Sirrí, að þetta hefur verið stórkostlegur tími fyrir mig, að fara í leið- angur út í skógana og hitta fyrir jafn dásanri*** stúlku og þig. — Nei, sástu silunginn þarna. Við verðum að reyna að veiða t hann. | I „Ég skal koma með kaffdð inn ’ til yðar. Ég á nokkrar ósiðlegar sögur eftir franska drottningu. En yður kann að þykja þær helzt til...." „Nei, nei. Komið þér bara með þær“, sagði hún. — „Hvers vegna ertu ekki kominn í rúmið ennþá, sonur sæll?“ sagði hún vdð Cal. —■ „Við Charley skulum vaka á verð- inúm, svo að þú þarft engu að kvíða. Gleymdu ekki bókinni, Charley". Lee setti kaffikönnuna á heita plötu vélarinnar. Svo kom hann aftur að borðinu. „Cal“, sagði hann. „Já, hvað viltu?" „Farðu og heimsæktu öbru“. 2. Oal stóð við forstofudyrnar og sfcuddi fingrinum á bjölluhnapp- inn, þangað til ljós var kveikt inni á ganginum. Svo var lykli snúið í skránni innanverðri og mrs. Bacon rak höfuðið út á milU stafs og hurðar. „Ég þarf að tala við öbru“, sagði Cal. Undrunarsvipur kom á andlit konunnar: — „Hvað segirðu?“ „Ég þarf að tala við öbru“, end urtók Cal. „Það er ekki hægt. Abra er hétt uð og sofnuð. Reyndu að koma þér í burtu, strákur“. „Ég sagðist þurfa að tala við Öbru“, hrópaði Cal. -— „Heyrðuð þér það ekki?“ 6 „Ef þú ferð ekki undir eins, þá kalla ég á lögregluna og læt hana taka þig“, sagði konan. „Hvað gengur á?“ kallaði mr. Bacon. — „Hver er kominn?“ „Hugsaðu ekki um það“, kall- aði kona hans á móti. — „Farðu bara aftur í rúmið. Þú ert ekki heilbrigður. Ég skal sjá um þetta". Hún sneri sér aftur að Cal: —■ „Nú er bezt fyrir þig að fara héð- an undir eins, ef þú vilt ekki hljóta illt af. Og ef þú hringir dyrabjöllunni aftur, þá hringi ég í lögregluna. Snautaðu héðan und ir ein.s, segi ég“. Hurðinni var skellt í lás, rétt við nefið á Cal, lykli snúið í skránni innanverðri og ljósið I ganginum slökkt. Cal stóð í söimu sporum, úti í myrkrinu og brosti, þegar hann hugsaði um það, ef Tom Meek kæmi allt í einu skundandi tid hans og segði: — „Nú, nú, Cal. Hvað hefurðu nú gert af þér í þetta skiptið?" Mrs. Bacon hrópaði einhvers sfcaðar inni í húsinu: — „Ég sé þig, þokkapilturinm Snautaðu í burtu. Láttu engan sjá þig hérna í námunda við húsið". Hann gekk hægum skrefum út um garðshliðið og áfram eftir göt- unni, en hafði farið mjög skamm- an spöl, þegar Abra kom hlaup- andi á eftir honum. Hún blés af mæði og varð að hvíla sig stund- arkom, áður en hún gæti komið upp orði. „Ég læddist út um bakdyrnar", sagði hún. „Þau verða vör við það, að þú ert ekki heima". „Þau mega það. Sama er mér“. „Er það satt?“ „Já, alveg satt“. SHlItvarpiö Laugardagur 16. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,Oj „Laugar- dagslögin". 16,00 Veðurfregnir. — Raddir frá Norðurlöndum; III. — 16 30 Endurtekið efni. 17,15 Slcák- þáttur (Baldur Möller), — Tón- leikar. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: — „Ævintýri úr Eyjum" eftir Nonna; VII. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 1 kvöldrökkrinu: Tónleikar af plötum. 20,30 Úr myndabók Jónasar Hallgrímsson- ar (á 150 ára afmæli skáldsins). Halldór Kiljan Laxness valdi textann. Páll ísólfsson samdi músikina, Lárus Pálsson býr verk ið til útvarpsflutnings. 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.