Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. nóv. 1957 MORCIJIVBT 4Ð1Ð 9 Á 150 ára afmæli Jónasar í D A G minnist íslenzka þjóðin 150 ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar — þess manns, sem með mest- um rétti hefur á íslandi verið kallaður þjóðskáld. í kvæðum sínum fjallar hann um líf bóndans og sjómannsins, náttúruna og söguna, en þess í milli kannar hann örlög ein- staklingsins og yrkir feg- urstu ástarkvæði, sem tung- an geymir. — Jónas kom á umbrotatímum í íslenzku þjóðlífi. Það var vor í lofti og hann var einn af fyrstu vorboðunum. í kvæðum hans fléttast saman stjórn- mál og menning á þann hátt, að frelsi lands og þjóð- ar er borgið. Jónas er að vísu aðeins einn af mörg- um. En hann var sá, sem bezt gat höfðað til hjartans, og þegar stundir liðu, fann íslenzka þjóðin, að í kvæði hans var sál hennar greypt. Þar finnur hún til, grætur og hlær eða fyllist af gáska- fullri kímni. Þess vegna lif- ir Jónas enn. Þess vegna mun Jónas ætíð lifa með þjóð sinni. Jónas Hallgrímsson var afdalabarn, en drakk í sig erlenda menningu, ekki til þess að eyðileggja sinn eig- in arf, heldur bæta hann, fága hann. Þegar Jónas Hallgrímsson kemur til fs- lands 1837, eftir fimm ára dvöl í Höfn, er hann betri íslendingur en þegar hann fór. Hann yrkir Gunnars- hólma, fegursta ættjarðar- ljóð íslenzkrar tungu. Hann. les Njálu. Hann talar við landið, «einn — í hálfum hljóðum. Og hann fyllist af íslandi, íslenzkri fegurð. Fer út á meðal fólksins og boðar því þessa fegurð. Fegurð í starfi. Fegurð í frjálsu landi — en umfram allt fegurð, því hann veit, að hún ein á götur til þess, sem er gott og lífvænlegt. Jón á Bægisá hefur verið kallaður Jóhannes skírari íslenzkrar bókmenntasögu. Jónas Hallgrímsson var hennar Messías. ★ Blaðið minnist Jónasar í dag með því að birta grein Konráðs Gíslasonar um hann, sem prentuð var í 9. árgangi Fjölnis, 1846. Einnig er birt minningarkvæði um Jónas, sem prentað er í sama árgangi Fjölnis. Það hefur verið eignað sr. Gísla Thorarensen, en dr. Sigurður Nordal hefur íeitt að því sterk rök, að kvæðið sé eftir Konráð Gíslason. KONRÁÐ GlSLASON: Jónas Hallgrímsson ÞÓ OSS komi ekki til hugar, að bjóða mönnum hjer neitt, sem kalla megi æfisögu Jónasar heit- ins, getum vjer þó ekki leitt fram hjá oss, að minnast í fám orðum á þau atriði æfi hans, sem vant er að tilgreina í sjerhverri æfiminningu. Líka ætti vel við að sýna, hvaða hlut hann hefur átt í riti þessu, allt í frá upp- hafi, en þá yrði jafnframt að segja alla æfisögu Fjölnis, og látum vjer það hjá líða að sinni. Eptir skólavitnisburði (testi- monio) Jónasar, er hann borinn og barnfæddur á Hrauni í öxna- dal í Vaðlaþingi, 16. dag nóvem- ber^mánaðar 1807. Faðir hans var Hallgrímur Þorsteinsson, kapilán sjera Jóns Þorlákssonar. Sjera Hallgrímur drukknaði, með an Jónas var í bernsku, og get- ur Jónas þess, þar sem hann segir: Þá var eg ungur, er unnir luku föður augum fyrir mjer saman. Móðir Jónasar var Rannveig, sem enn er á lífi, dóttir Jónasar bónda á Hvassa-felli, skálds, þess er Jónas var heitinn eptir. Hún kom syni sínum í heimaskóla hjá sjera Einari Thorlacius, sem þá var í Goðdölum og nú er í Saur- bæ, og þar var Jónas tvo vetur, þangað til hann fjekk hálfa ölm- usu og komst í Bessastaða-skóla 1823. Árið eptir var honum veitt öll ölmusa, og má fullyrða, að fáir hafi verið þess verðari, bæði fyrir siðprýðis sakir og náms. Að sönnu er þess við getið í skólavitnisburðinum, að hann hafi heldur verið hyskinn, fyrstu árin sín í skóla; en þeir, sem þá voru honum samtíða, munu flest- ir verða við að kannast, að hyskni hans hafi verið eins affaragóð, og ástundun þeirra, bæði að því leyti, sem honum veitti ljettara námið, og líka hins vegna, að hann hafði alla jafna eitthvað fallegt fyrir stafni, sem átti við eðli hans, og að minnsta kosti seinni árin sín í skóla kynnti hann sjer margt annað, enn skólalærdóm. Það má t. a. m. fullyrða, að hann hafi nærri því kunnað utanbókar kvæði hins forna skálds Ossíans, snúin á dönsku af sjera Steini Blicher. Um þetta leyti samdi hann líka smá-ritgjörðir og orti smá-kvæði, og er sumt af því enn þá óglat- að. 1829 var hann útskrifaður úr skóla, og var skrifari hjá Ulstrup, fógeta í Reykjavík, þangað til 1832. Nú þó líkur væru til, að Jónas hefði heldur ryðgað í skóla lærdómi þessi árin, og hann væri hins vegar ekki mjög byrgur af peningum, rjeðst hann í að sigla sumarið 1832, leysti af hendi examen artium sama haust með góðum vitnisburði (laudabilis), og sömuleiðis examen philologic- um ^t philosophicum árið eptir. Þá býrjaði hann að stunda lög- vísi, og er óhætt að segja, að hvorki sú vísindagrein, eða nokk- ur önnur, var honum ógeðfelld; en þó var hann hneigðari fyrir annað, og var það ríkara, svo hann dróst algjörlega frá lög- vísinni; las hann þá einkanlega skáldskaparrit, og stundaði með- fram náttúrufræði, sjer í lagi náttúrusÖgu; ljek honum mest hugur á, að kynna sjer eðli og ásigkomulag ættjarðar sinnar, og gat hann fengið af rentukammer- inu nokkurn styrk til að ferðast um fsland 1837, fór um vorið heim til Vestmannaeyja með Gísla kaupmanni Símonarsyni, og kom aptur um haustið. Aðra ferð fór hann heim 1839 og var heima þangað til 1842, var í Reykja- vík á veturna, en ferðaðist á sumrin, og komst nærri því yfir allt landið; hafði honum nú far- ið svo fram í kunnugleika til landsins, að varla mun neinn mað ur, síðan Eggert Ólafsson var á dögum, hafa haft eins jafna og margháttaða þekkingu á íslandi. En á þessum árum breyttist heilsufar hans svo til hins lak- ara, að hann beið þess aldrei bætur, og hefur það sjálfsagt, að miklu leyti, dregið hann til dauða. Hann kom aptur til Kaup- mannahafnar 1842, eptir undir- lagi hins íslenzka bókmenntafje- lags, til að semja einn part af íslands lýsingu, sem hann hafði fyr meir, áður enn hann fór heim í seinna skiptið, stungið upp á, að fjelagið reyndi til að koma á stofn. Úr þessari ferð hafði hann með sjer marga náttúru- gripi, sjer í lagi steina og jarð- tegundir, í náttúrugripasöfn konungs og háskólans. Sumt af því mun að vísu hafa verið ó- kunnugt áður; að minnsta kosti höfum vjer heyrt getið um nýja kristallstegund, sem Jónas hafði fyrstur fundið, og kom með frá íslandi, og skírður hefur verið Christianit af nafni konungs vors. Þenna vetur var Jónas í Kaup- mannahöfn, og varði miklu af þeim tíma til að kynna sjer betur það sem hann hafði með sjer að heiman, og svo til að koma því fyrir. Um vorið fór hann til Sorð (sem hann hjelt, að hefði heitið Saurar í fornöld), og var þar hjer um bil ár hjá Steenstrup, sem þá var þar Lector, en nú er Professor við háskólann í Kaup- mannahöfn. Voyið 1844 kom Jón- as aptur til Kaupmannahafnar, og var hjer upp frá því að fást við íslands lýsingu, þá sem fyr var um getið, en orti jafnframt meira að tiltölu, enn nokkurn tíma áður; en það átti ekki að haldast lengi; 15. maí seint um kveldið, þegar hann gekk upp stigann hjá sér (St. Pederstræde 140, 3. sal) skruppu honum fætur, og gekk sá hinn hægri í sundur fyrir ofan ökla; komst hann þó á fætur og inn til sín, lagðist niður í fötunum og beið svo morguns. Þegar inn var kom- ið til hans um morguninn, og hann var spurður, því hann hefði ekki kallað á neinn sjer til hjálp- ar, sagði hann, að sjer hefði þótt óþarfi að gjöra neinum ónæði um nóttina, af því hann vissi, hvort sem væri, að hann gæti ekki lifað. Því næst ljet hann flytja sig í Friðriksspítala, en rit- aði fyrst til etazráðs Finns Magnúss-sonar, til að fá hann til ábyrgðarmanns um borgun til spítalans. Þegar Jónas var kom- inn þangað og lagður í sæng, var fóturinn skoðaður, og stóðu út úr beinin; en á meðan því var kom- ið í lag, og bundið um, lá hann grafkyr, og var að lesa í bók, en brá sjer alls ekki. Þar lá hann fjóra daga, vel málhress og líf- vænlegur yfirlitum; en fjórða daginn að kvöldi, þegar yfir- læknirinn gekk um stofurnar, sagði hann við aðstoðarmenn sína, þegar hann var genginn frá rúmi Jónasar: „tækin verða að bíta í fyrra-málið, við þurfum að taka af lim“; hafði læknirinn sjeð, að drep var komið í fótinn, en hins varði hann ekki, að það mundi dreifast eins fljótt um all- an iíkamann, og raun varð á. Jónas bað, að Ijós væri látið loga hjá sjer um nóttina; síðan vakti hann alla þá nótt, og var að lesa skemmtunar-sögu, sem heitir Jacob Ærlig, eptir enskan mann, Marryat að nafni, þangað til að aflíðandi miðjum-morgni; þá bað HRAUN t ÖXNADAL — fæð- ingarstaður Jónasar Hallgríms- sonar, og Drangurinn, sent gnæfir yfir stórbrotinn fjall- garðinn. hann um te, *g drakk það, fjekk síðan sinardrátt rjett á eptir, og var þegar liðinn; það var hjer um bil jöfnu báðu miðsmorguns og dagmála, hálfri stundu áður, enn taka átti af honum fótinn. Hann var grafinn í hjástoðar-kirkju- garði, sem kallaður er, í þeim hluta hans, er liggur til þrenn- ingar-kirkju, Ltr. S, Nr. 198. Það var 31. maí, í góðu veðri og blíða sólskini. Allir þeir íslendingar, sem þá voru hjer í Kaupmanna- höfn, og nokkuð þekktu hann til muna, fylgdu honum og báru kistuna frá líkvagninum til graf- arinnar; hörmuðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest, sem honum var kunnugastur, og bezt vissi, hvað í hann var varið. Það sem eptir hann liggur, mun lengi halda uppi nafni hans á íslandi, og bera hönum vitni, betur enn vjer erum færir um; en svo ágætt sem margt af því er, má þó full- yrða, að flest af því komist í eng- an samjöfnuð við það, sem í hon- um bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar, hvílíkur hann var sjálf- Framh. á bls. 15. „Euginn grætur fslending" — með eiginhandarskrift Jónasar. (JJónaS .^JJaílc ^nmóóoa Því, sem að ísland ekki meta kunni, er ísland svipt; því skáldið hné og dó, skáldið, sem því af öllu hjarta unni, sem elskaði þess fjöll og dali og sjó og .vakti fornan vætt í hverjum runni. Þegar hann hrærði hörpustrenginn sæta, hlýddum vér til, en eftirtektarlaust, vesælir menn, er gleymdum þess að gæta, að guð er sá, sem talar skáldsins raust, hvort sem hann vill oss gleðja eða græta. Nú hlustum vér og hlusta munum löngum, en heyrum ei — því drottinn vizkuhár vill ekki skapa skáldin handa öngum; nú skiljum vér, hvað missirinn er sár; í allra dísa óvild nú vér göngum. En þeir, sem fylgdu þér í lífsins glaumi og þekktu andann, sem þér drottinn gaf, fylgja þér ennþá fram í lífsins straumi og fúsir berast út á dauðans haf; því hér er allt svo dauft og sem í draumi. Gott er þér, vinur! guðs í dýrð að vakna; þig gladdi löngum himininn að sjá. Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna samvista þinna; en oss skal huggun ljá: vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.