Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Suðaust n og sunnan kaidi, þoku- loft, lítils háttar súld eða rigning með köflum Á 150 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar Sjá bls. 9. Þessi mynd er af einu af listaverkum Nínu Xryggvadóttur listmálara, sem verið hafa til sýnis undanfarið á vegum list- kynningar Morgunblaðsins. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Ölvaður maður felur sig hafa verið rœndan Sýslunefnd Kjósarsýslu mótmælir þjóðnýtingu UM klukkan 3.30 aðfaranótt fimmtudagsins ók einn af bílum lögreglunnar fram á mann einn við gatnamót Kringlumýrarveg- ar og Suðurlandsbrautar. Maður- inn var talsvert ölvaður, föt hans óhrein, en að öðru leyti var ekkert á honum að sjá. Hann sagði lögreglumönnunum þá sögu, að hann hefði þá um nótt- ina verið rændur peningaveski sínu, en í því hefðu verið um 8000 krónur í peningum. Þegar þessa nótt var hafin leit að ræn- ingjunum, en hún varð árangurs- laus. Rannsóknarlögreglan tók mál- ið síðan í sínar hendur. Það kom þegar í upphafi fram að hinn rændi veit mjög lítið um ferðir sínar þetta kvöld. Það er þó staðreynd að hann var með fyrrgreinda fjárhæð á sér, og hann hefur lýst því er hann var rændur. Umrætt kvöld var hann ásamt öðrum manni í bíl inni í Höfða- borg. A meðan vinur hans var þar hjá kunningja sínum, beið rændi maðurinn í bílnum. Hann segist næst muna það að eftir að hafa ekið í bílnum nokkra leið, hafi hann verið staddur, einhvers staðar, sennilega í Höfðaborg, að því er hann telur. Þar hafi fjórir ungir menn verið. Hafi þeir sagt við sig, að fyrir það að hafa neit- að þeim fyrr um kvöldið um vín, muni þeir ná í það sjálfir. Segir hann mennina síðan hafa þjarm- að að sér og haft sig undir, tekið peningaveskið úr jakkavasa hans og hlaupið á brott. Við rannsókn, sem enn stend- ur yfir, hefur bílstjórinn á leigu- bílnum borið að rændi maðurinn hafi farið úr bílnum á Laugavegi og hafi hann séð á eftii honum niður Vatnsstíginn. Vinur hans var það ölvaður að á framburði hans eða frásögn af atburðarás kvöldsins er ekkert að græða. Hann var í bílnum er rændi maðurinn fór úr honum við Vatnsstíginn. Eins og málið stóð í gær var rannsóknarlögreglan ekki búin að komast að því hvar sennilegt væri að maðurinn hefði verið rændur. Ekki hafði tekizt að finna ræningjana í gærkvöldi. — Maðurinn telur sjálfur að hann hafi verið rændur inni í Höfða- borg, lögreglan finnur hann á Kringlumýrarvegi, og síðast veit bílstjórinn, sem honum ók þetta kvöld, um ferðir hans á Vatns- stígnum. Pillar stela áfengi AÐFARANÓTT fimmtudagsins var brotizt inn í Tjarnarkaffi og lögðu þjófarnir leið sína í vín- stúkuna. Þar tóku þeir 10 flöskur af léttum og sterkum vínum. Á fimmtudaginn handtók lög- reglan tvo unga menn ölvaða, þeir munu jafnaldrar vera, 17 ára. Þeir höfðu verið að verki í vínstúkunni og voru búnir með allt vínið að tveim líkjörsflösk- um undanskildum. Friðrik jafn Larsen í 2.-3. sæti FRIÐRIK Ólafsson vann báðar biðskákirnar sem hann átti. Var það skák við Troianescu úr 9. umferð og skák við Kolarov úr 10. umferð. Úrslit annarra bið- skáka urðu: Donner vann Ivkov. Stáhlberg vann Alster. Niephaus vann Orbaan. Ivkov og Alster jafntefli. Röðin er þá þannig: 1. Szabo 10 vinninga. 2.—3. Friðrik og Larsen 8%. 4.—6. Uhlmann, Donner og Trifunovic 7%. 7. Stáhlberg 7. .—10. Diickstein, Teschner og Ivkov 5. .—12. Kolarov og Troianescu 414 og biðskák. 13. Niephaus 414. 14. Alster 4. 15.—16. Hanninen og Clarke 314. 17.—18. Lindblom og Orbaan 1. Bygging Kennaraskóls EINS óg áður hefur verið sagt frá í Mbl. flytja þrír Sjálfstæðis- menn tillögu á Alþingi um að haldið verði áfram byggingu húss fyrir Kennaraskólann, en til þeirrar framkvæmdar hefur ver- ið veitt allmikið fé og hófst grunngröftur á sínum tíma. Nú hefur Gísli Guðmundsson, þing- maður Norður-Þingeyinga, lagt fram breytingatillögu um að hefja skuli byggingu nýs kenn- araskólahúss, og því valinn stað- ur á Norður-, Austur- eða Vest- urlandi. Líflegt í Skerjadjúpi FRÉTTARITARI Mbl. í Sand- gerði símaði í gær, að sú síld, sem í gær hafi borizt þar á land, alls nær 240 tunnur, sé talin fallegasta síld, sem þar hefur sézt og veidd hefur verið hér við Faxaflóa. Þessi góða síld er öll fryst til beitu fyrir vetrar- vertíðina. Hæsti bátur i Sandgerði í gær var Muninn II. og var hann með 100 tunnur. Formaðurinn á bátn- um, Guðni á Flankastöðum, einn mesti aflamaður bátaflotans, sagði að úti í Skerjadjúpi sé nú illlíflegt um að litast. Bátum fjölgar lítils háttar dag frá degi. Því verður ekki á móti mælt, að nokkur von hefur vakn- að meðal útgerðarmanna og sjó- manna um það að síldin kunni nú að vera að ganga á miðin aftur. REYKJUM, Mosfellisveit. — Frumvarp það á Alþingi,’ sem miðar að því að tekinn verði af bændum umráðaréttur þeirra yfir jarðhita í löndum þeirra, virðist ætla að mæta mikilli mót spyrnu út um sveitir landsins. En nú í vikunni var um þetta þjóð- nýtingarfrumvarp rætt á sýslu- fundi Kjósarsýslu og því þar mótmælt. Frumvarp það *em hér um ræðir gerir ráð fyrir því, að bændur á jarðhitajörðum skuli fá umráð yfir því vatni sem er í minna en 100 m dýpi. Jarðhitinn á meira dýpi í löndum þeirra skuli verða þjóðnýttur og af bændum tekinn og þeim eigi greiddar bætur fyrir. Ýmsar sýslunefndir hafa fjall- að um málið, og sent Alþingi áskorun um að fella það úr laga- frumvarpi þessu sem að því mið- ar að takmarka eignarrétt bænda Friðrik Friðriksson predikar í Neskirkju HINN aldni kirkjuhöfðingi dr. theol Friðrik Friðriksson mun á sunnudaginn flytja prédikun við guðsþjónustu í Neskirkju sem hefst klukkan 2 síðd. Séra Friðrik Friðriksson, hefur verið blindur maður á þriðja ár. Eigi að síður hefur hann í haust flutt prédikanir víða um land í kirkjum, og enn er hann áhuga- samur leiðtogi hins merka félags- skapar KFUM, sem hann stofnaði og hefur stýrt í meira en hálfa öld. Það mun vafalaust marga fýsa að hlýða á prédikun hans í Nes- kirkju á sunnudaginn, en sóknar- presturinn séra Jón Thorarensen þjónar fyrir altari. MYNDIN sýnir biðskýli, sem Strætisvagnar Reykjavíkur eiga spölkorn frá landsspítalanum. Er það. eitt af 13 skýlum, sem sett hafa verið upp á þessu ári. Þetta skýli hefur nýlega orðið fyrir miklum spjöllum af völdum skemmdarvarga. Sést á myndinni, að brotnar hafa verið í því 2 stór- ar rúður, og þarf þó töluvert til, því þær eru úr sveigjugleri, sem ekki verður unnið á nema með sleggjum eða hnullungssteinum. Hitt sést ekki á myndinni sem betur fer, að á veggi skýlisins hafa verið krotuð ýmis sóðaorð og um það á annan hátt gengið á þann veg, að ekki er viðeigandi að segja frá því á prenti. Það mun kosta um 1500 kr. að setja yfir jarðhita í löndum þeirra. 1 áskorun sýslunefndar Kjós- arsýslu til Alþingis kom þetta sjónarmið glöggt fram. Á það er bent í greinargerð að með slíkri lagasetningu sé um tvímælalausa skerðingu á eignarrétti íslenzkra bænda yfir jörðum sínum að ræða. Mjög er am þetta mál rætt í hinum ýmsu sýslum þar sem jarðhiti er og er það almenat svo, að bændur eru mótfallnir slíku lagaboði. M. a. sem sent hafa Alþingi mjög harðorð mótmæli ern Árnesingar. Ný löfl við kvæði Jónasar ÚTVARPSSTJÓRI, Vilhjálmur Þ. Gíslason, skýrði frá því í gær- kvöldi í útvarpinu að „Afmælis- sjóður útvarpsins" hefði ákveðið í tilefni af 150 ára afmæli Jónas- ar Hallgrímssonar, að efna til samkeppni milli tónskálda þjóð- arinnar. Verkefnið er að semja ný lög við kvæði Jónasar: eitt lag við eitthvert hinna styttri kvæða. Yrði það einsöngslag með píanó- undirleik. Hitt lagið yrði öllu meira verk, fyrir einsöng, kóra eða hljómsveitarverk, við eitt- hvert hinna stærri kvæða Jónas- ar. Verðlaun verða veitt, 1500 kr. 1. verðlaun fyrir einsöngslag, en fyrir stærra verkið 5000 kr. 1. verðlaun. Sagði útvarpsstjóri að samkeppni þessari myndi ljúka 1. marz næsta ár. í dómnefnd, sem þegar er skipuð eiga sæti, auk útvarpsstjóra, Páll fsólfsson, Viktor Urbancic, Fritz Weishap- pel og Guðmundur Jónsson óperu söngvari. nýjar rúður í gluggana, og í sama kostnað hefur orðið að leggja þessa dagana vegna tveggja annarra skýla, sem álíka með- ferð hafa hlotið. Er því fullkom- in ástæða til að hvetja fólk til að reyna að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. (Ljósm. Tryggvi Samúelsson). Varðarkaffi í Valhöll i dag kl. 3-5 s.d. YKvatarkafii í Sjólf- stæðishúsinu ó morgun SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ HVÖT hefur kaffisölu í Sjálf- stæðishúsinu á morgun. Verða Hvatarkonur með heitt á könnunni frá því kl. 2 og fram undir kvöld. Félagið hefur hvatt meðlimi sína til að senda brauð og kökur í Sjálfstæðishúsið í fyrramáiíð. Fara fregnir af því, að því kalli verði hlýtt á myndarlegan hátt og ei því þess að vænta, að fjölmenni verði í Sjálfstæðishúsinu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.