Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 6
« MORGU1SBLAÐ1Ð Laugardagur lð. nóv. 1957 r I Frímerkjasýning Reykjavík nœsta sumar ANNAR fundur frímerkjasafn- ara var haldinn í Tjarnarcafé mánudaginn 11. þ. m. og var furidurinn mjög fjölsóttur. Frímerkjasýning Formaður félagsins, Guido Bernhöft stórkaupm., skýrði félögunum frá því, að stjórn Félags frímerkjasafnara hefði að undanförnu rætt, hvort hægt væri að koma á fót frímerkja sýningu í Reykjavík á næsta sumri og er það í fyrsta skipti, sem slík sýning yrði haldin hér- lendis, en frímerkjasýningar eru mjög algengar erlendis og eru ávallt til ánægju og fróðleiks fyr- ir sýningargesti og fjölsóttar. Kjörin var nefnd til að kanna möguleika fyrir þessu áformi félagsins og til undirbún- ings þessarar fyrstu íslenzku frímerkjasýningar en í nefndinni eiga sæti Jónas Hallgrímsson, Guðmundur Árnason stórkaupm. og Leifur Kaldal gullsmiður. — Ennþá er óráðið hvenær sumars- ins sýningin gæti orðið og ekki hefir henni heldur verið valið nafn, en venja er að skíra ffí- merkjasýningar einhverjum sér- stökum heitum, en þess er vænzt að félaginu megi takast að hrinda þessu áhugamáli sínu í fram- kvæmd. Frímerkjablokk Þá upplýsti meðstjórnandi félagsins, Jónas Hallgrímsson, að póst- og símamálastjórnin hafi fúslega tekið upp samvinnu við félagið um þetta mál og hefir það verið fært í tal við Gunnlaug Briem póst- og símamálastjóra, hvort póstgtjórnin væri fáanleg til að gefa út sérstaka frímerkja- blokk eins og mjög oft tíðkast við erlendar frímerkjasýningar og nú síðast TABIL-blokkin, sem gefin var út í Israel í tilefni af opnun frímerkjasýningar þar í september s. 1. Þessari málaleitan félagsins var mjög vel tekið af Fjörugl skáklíf hjá Hreyfilsmönnum HINN 22. okt. sl. hélt Taflfélag sf Hreyfiis aðalfund sinn. Helztu atriði úr starfsemi félagsins á liðnu starfsári voru, auk venju- legra innanfélagsmáila, skák- keppnir við ýmis taflfélög og starfshópa. Þá sendi félagið 4 menn á Norðurlandamót Spor- vagnastjóra í Helsingfors á sl. vori. Til þeirrar farar naut fé- lagið drengilegs stuðnings ýmissa aðila, svo sem Samvinnufélags ins Ifreyfils, Skáksambands ís- lands, Bæjarráðs Reykjavíkur og síðast en ekki sízt bifreiðastjóra á Hreyfli, og vill félagið færa þessum aðilum sínar beztu þakk ir. Stjórn félagsins var öll endur kjörin, en hana skipa: Þorvaldur Jóhannesson formaður, Þórður Þórðarson ritari, Þorvaldur Magnússon gjaldkeri, Jónas Kr. Jónsson, Vagn Kristjánsson með- stjórnendur. Endurskoðendur: Sigurjón Jónsson og Gunnar Guð mundsson. Vetrarstarfið hefst á hinu ár- lega innanfélagsmóti, sem er ný- byrjað, og eru þátttakendur 26. Teflt er í þremur flokkum, meist- arafiokki, 1. flokki og 2. flokki. í meistaraflokki eru þátttak- endur: Þórður Þórðarson, Magnús Norðdal, Óskar Sigurðsson, Guð- laugur Guðmundsson, Anton Sig- urðsson, Höskuldur Jóhannes- son og Eggert Gilfer, sem teflir sem gestur féiagsins á mótinu. í fyrstu umferð meistaraflokks vann Þórður Þórðarson Magnús Norðdal, Eggert Gilfer vann Ósk- ar Sigurðsson, biðskák varð hjá Antoni Sigurðssyni og Guðlaugi Guðmundssyni. póst- og símamálastjóra og má segja, að langt er síðan íslenzkir frímerkjasafnarar og þeir menn erlendis, sem íslenzkum merkj- um safna, hafa átt slíku láni að fagna, sem blokk þessi gæti orðið. Handbók um islenzk frímerki Þá var annað mál til umræðu á fundinum, þess efnis, að félagið reyndi sem fyrst að gefa út hand- bók um öll íslenzk frímerki sem út hafa komið og yrði bók þessi rituð á íslenzku og ensku og var einnig kjörin nefnd innan félags- ins til að vinna að samnýigu slíkrar bókar og í sæti útgáfu- nefndar eiga sæti þessir menn: Óskar Sæmundsson, Indriði Waage, Alfreð Guðmundsson, Jón Ingimarsson, Sigurður Þorsteinsson og Þórður Guðjohn- sen, sem allir eru reyndir og áhugasamir frímerkjasafnarar og má því vænta góðs árangurs af starfi þeirra til undirbúnings út- gáfu þessarar bókar, sem gæti orðið nauðsynleg upplýsingabók og leiðarvísir þeirra er safna ís- lenzkum frímerkjum. Ýmis önnur mál voru rædd á fundinum, sem var í alla staði hinn ánægjulegasti og fer félög- um í Félagi frímerkjasafnara ört fjölgandi. Skákmót Suðurnesja Keflavíkurflugvelli, 14. nóv. — Nú er lokið fjórum umferðum á Skákþingi Suðurnesja, en í því taka þátt 20 skákmenn og er keppt í tveim flokkum, meistara og 1. flokki. Nú eru þeir efstir Hörður Jóns son og Haukur Magnússon frá Keflavík með 3Vz vinning, þá Ragnar Karlsson, Suðurnesja- meistari, sem á þessu móti mun verja titilinn. Hann er nú með 3 vinninga og biðskák. í þriðja sæti er Páll G. Jónsson með 3 vinninga. Af þessu má sjá að fjórar fyrstu umferðirnar hafa verið tefldar af kappi. Fimmta umferðin verður tefld á sunnu- daginn. — BÞ. Ulfenberg GóSnr gjolir til Hellnakirkju HELLNUM, 12. nóv. — Sunnu- daginn 3. nóv. sl. bárust Hellna- kirkju 2 góðar gjafir. Sóknar- presturinn sr. Þorgrímur Sigurðs son á Staðarstað veitti gjöfunum móttöku að aflokinni messugjörð og færði gefendum þakkir fyrir hönd safnaðar. Gjafirnar voru altarisklæði, gefið af hjónunum Málfríði Ein- arsdóttur og Gunnari Kristófers- syni frá Gíslabæ, nú heima á Leifsgötu 8, Reykjavík og hökull gefinn af safnaðarkonum í Hellnasókn. Altarisklæðið og hök ullinn er hvort tveggja gert af Unni Ólafsdóttur í Rvík, fagrir og vandaðir gripir, og voru í Á ferð umhverfis jörðu FYRIR skemmstu var hér á ferð Svíi einn, sem er á ferð umhverf- is hnöttinn. Ulfenberg heitir hann og er mörgum ís- lendingum að góðu kunn- ur. Lengst af hefur hann stundað organleik heima í Sví- þjóð og sótti þing organleikara, sem haldið hefur verið tvisvar hér á síðustu árum, eignaðist marga góða kunningja hér — og kom hér við á hinni löngu ferð sinni til þess að hitta þá. En Ulfenberg, sem nú hefur lagt organléikinn á hilluna, hafði ekki það eitt er- inda hér, því að nú hefur hann gerzt rithöfundur og skrifar einn ig greinar í Varmalandstidningen stórblað í Suður-Svíþjóð. Þetta er ekki fyrsta langferð Ulfenberg, því að áður hefur hann dvalizt í Afrlku og ferðazt um hana þvera og endilanga — og í Indlandi hefur hann einnig dvalizt um skeið. Næsti áfangi hans í hnattferð- inni er Bandaríkin og þar ætlar Fé beilf aflur í Mikla- holtshreppi BORG, Miklaholtshreppi, 14. nóv. — Fyrir nokkru gerði hér hríðar- kafla. Varð illt til jarðar vegna snjóa og var fé tekið á gjöf. Nú hefur allan snjó tekið upp og er farið að beita fé aftur. Hagar eru góðir. Bílfært er um héraðið sem á sumardegi. —Páll. hann að dveljast um skeið meðal kunningja. Upp úr áramótunum heldur hann til Hawai og til Jap- an kemur hann með vorinu. Það- an fer han* til Síam, Burma, Indlands og síðan heim til Sví- þjóðar um Grikkland, Ítalíu og Frakkland svo eitthvað sé nefnt. Ferðin mun taka hann um eitt ár. Ulfenberg leit upp á ritstjórn Morgunblaðsins áður en hann hélt vestur um haf og bað hann fyrir beztu kveðjur til kunningja sinna hérlendis, því að dvöl hans varð styttri en upphaflega var ráðgert og hafði hann því ekki tækifæri til þess að hitta nema fáa. Fyrsli róðurinn frá Suðureyri SUÐUREYRI, Súgandafirði, 14. nóv. — Bátarnir hafa undanfarið verið að undirbúa róðra og var lagt af stað í fyrsta róðurinn í kvöld. Voru það þrír bátar sem réru en alls verða þeir fimm, sem stunda róðra héðan í vetur. Frétzt hefur að bátar frá Djúpi hafi fengið góðan afla undanfar- ið út af Djúpinu, eða um 4—8 lestir i róðri. Bátarnir héðan munu sækja á svipuð mið, eða norður af Horni á Húnaflóamið. Þeir koma ekki að fyrr en seint annað kvöld, ef veður helzt sæmilegt. —Óskar. sferifar úr daglega lífinu Listaskáldið góða IDAG eru 150 ár liðin, siðan Jónas Hallgrímsson grét í fyrsta sinn undir hraunastalli norður í Öxnadal. Velvakandi átti leið um Hljóm- skálagarðinn fyrir nokkrum dög- úm og staðnæmdist þá litla stund við styttu Jónasar, sem Einar Jónsson gerði fyrir stúdenta í til- efni af 100 ára afmæli skáldsins. Þegar Velvakandi var ungur og herskár vildi hann ólmur láta taka styttuna niður, bræða hana upp og nota málminn í aðra líkn- eskju. Átti að steypa hana eftir annarri mynd sem Einar gerði af Jónasi. í endurminningum sínum segir myndhöggvarinn, að styttan í Hljómskálagarðinum hafi verið gefð eftir forsögn nefndar sem mælti nákvæmlega fyrir um, að Jónas skyldi sýndur eins og hann hefur væntanlega litið út á síð- ustu æviárunum, lágvaxinn, hok- inn og klæddur velktum og léleg- um fötum. Myndhöggvarinn var óánægður með þetta verk sitt, og segir jafnvel, að það muni standa á milli Jónasar og unnenda hans meðal komandi kynslóða. Velvakandi hefur raunar smám saman orðið sáttari við myndina í garðinum, og sér enga ástæðu til að bræða hana upp! Hitt er víst, að seinni mynd Einars af skáldinu er mikið iistaverk. Ætti sem fyrst að steypa hana í eyr og setja á einhvern stað, þar sem auðvelt er að kynnast henni. Yfir myndinni er skáldlegur og ójarðn eksur svipur, skáldið er sveipað í síðan kufl og drjúpir höfði. Er því líkast sem myndhöggvarinn hafi haft í huga orð Jóhanns Sigurjónssonar: „Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hraungjörn lauf í haustskógi. Svo voru þínir dagar, sjúkir en fagrir, þú óskabarn ógæfunnar". Dauði Lincolns „Hr. Velvakandi. S.L. sunnudag birtist í Morgun- blaðinu ágæt trúarleg hug- vekja, sem nefnist Á annarri lcið en ég. í hugvekjunni er minnzt á mik- ilmennið Abraham Lincoln Bandaríkjaforseta og Stanton, andstæðing forsetans, er síðar varð ráðherra í stjórn hans. Segir orðrétt í blaðinu: „Fáum árum siðar stóð Stanton yfir líki Lin- colns í Fordleikhúsinu, þar sem hann var myrtur, og sagði með djúpri geðshræringu: „Hér liggur stærsti stjórnmálamaðurinn, sem heimurinn hefur átt“. Ég er einn af aðdáendum Lin- colns og hefi gert mér nokkurt far um að lesa bækur um ævi hans. Þykir mér því ástæða til að benda á, að í hugvekjunni gætir smámisskilnings. Lík Lincolns var aldrei í Fordleikhúsinu. Hann varð fyrir skotárás þar milli kl. 9 og 10 að kvöldi hins 14. febrú- ar 1865, en var síðan borinn meðvitundarlaus út úr leikhúsinu og yfir í hú« hinum megin göt- unnar, þar sem maður að nafni Peterson bjó. Lincoln komst aldrei til meðvitundar og lézt þarna í húsinu að morgni 15. febrúar kl. 7,22. Stanton var meðal þeirra, er stóðu þar yfir honum á dauðastundinni. Sagði hann þá hin frægu orð: „Now he belongs to the ages“. Virðingarfyllst G. P.“ □- -□ AKRANESI, 14. nóv. — Síðustu daga hefur verið unnið að gatna gerð á Akranesi. Hefur verið bor in möl ofan í Laugarbraut og stóran hluta Vesturgötunnar sem er léngsta gata bæjarins. Að sögn bæjarverkfræðingsins hér, er ákveðið í framtíðinni að steypa götur í grennd við höfn- ina og Silfurtorg, en að aðrar göt ur bæjarins verði malbikaðar. — Oddur. fyrsta sinn notaðir við guðsþjóiw ustu þennan dag. Milt veðurfar Veðurfar er nú hér milt og gott. Fé hafði víða verið tekið á hús i harðindakafla um mánaðamótin, en sleppt aftur þegar hlýnaði á ný. Inflúenza Inflúenza er nú hér, fer mikinn á sumum heimilum og leggur alla í rúmið nær samtímis. Ungt fólk og. börn virðast næmari fyrir veikinni, a.m.k. enn sem komið er. Magnús frá Knerri látinn Þann 3. nóv. sl. lézt í Akranes- spítala, Magnús Árnason frá Knerri í Breiðavík 80 ára gam- all. Hann átti heima lengi í Ólaf* vík, en bjó lengst að Knerri. Magnús var orðlagður atorku- maður og stundaði löngum sjó- mennsku ásamt landbúskapnum. Hann verður jarðsettur í dag 1 Ólafsvík. — K. K. Tómslundanámskeið í Hafnarfirði HAFNARFIRÐ.I — Tómstunda- námskeið fyrir unglinga á aldria um 12—16 ára, eru nú að hefj- ast á vegum Áfengisvarnarnefnd ar Hafnarfjarðar. Námskeiðin verða tvö, annað fyrir pilta og hitt fyrir stúlkur. Hefst það fyrir pilta í kvöld kl. 8, og þurfa þeir, sem ætla að taka þátt í því, að mæta þá í Góðtemplarahúsinu. • Kennari verður Svavar Jóhann- esson og verður kennd flugmódel smíði. — Námskeiðið fyrir stúlk- ur hefst þriðjudaginn 19. þ.m. á sama stað og tíma, og þurfa þær einnig að mæta þá. Kennari verð ur Margrét Sigþórsdóttir og kenn ir að vinna úr basti, tágum og fleira. Þetta er þriðji veturinn, sem nefndin heldur slík námskeið, og hafa þau ávallt verið fullsetin. Vegleg gjöf til Reyni valiakirkju □- -□ VALDASTÖÐUM, 4. nóvember. SUNNUDAGINN 3. þ.m. barzt sóknarnefnd Reynivallasóknar, eftirfarandi bréf, ásamt veglegri gjöf: „Við systurnar, Guðbjörg, Ingi björg og Fríða, dætur Guðmund ar Guðmundssonar fyrrum bónda í Hvammsvík og konu hans Jak- obínu Jakobsdóttur frá Valda- stöðum, afhendum hér með Reynivallakirkju meðfylgjandi 2 raflýstar súlur til minningar um það, að 3. nóv. í ár eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu móð ur okkar, og einnig til minningar um nýlátna systur okkar Guð- ríði. Gjöf þessari fylgja fyrirbæn- ir okkar um blessun Guðs Reyni vallasöfnuði til handa. Fyrir hönd systranna. Guðbjörg G. Kolka“. Fyrir hönd sóknarnefndar og safnaðarfólks, færi ég inmlegar þakkir, fyrir einlæga vinsemd og kærkomna gjöf. Ég óska geí- endum og þeirra nánasta skyldu- liði allrar blessunar um ókomin æviár. Steinl Guðmundsson. Makarios til Kýpur fyrir jól? NICOSIA, 13. nóv. — Dagblað griskumælandi Kýpurbúa skýrir svo frá, að samkvæmt áreiðan- legum heimildum muni Makarioa erkibiskup verða hehnilað a* hverfa til Kýpur innan skamms. Segir blaðið, að líklegt sé, að Bretar munu veita biskupi heiot fararleyfi fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.