Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVISBL 4ÐJÐ Tiaugardagur 18. nóv. 1957 * ■t K Rannsókn á vísitölunni ÓLAFUR BJÖRNSSON flytur eftirfarandi tillögu til þingsályktunar lun rannsókn á vísitölufyrirkomulagi og vísitöluútreikningi: Alþingi ályktar að skipa 5 manna nefnd til þess að athuga áhrif vísitölufyrirkomulagsins í launagreiðslum á fjárhagskerfið, ennfremur grundvöll þann, er visitöluútreikningurinn nú er byggð- ur á, og áhrif þau á kaupgjaldsgreiðslur, er það mundi hafa, ef hann yrði færður i rétt horf. Af nefndarmönnum séu 3 tilnefndir al sameinuðu Alþingi með hlutfallskosningu, einn af Alþýðusam- bandi fslands og einn af Vinnuveitendasambandi fslands. Vísitalan er byggð á gömlum búreikningum í greinargerðinni segir: Tilgangur þess að láta kaup- gjald breytast til samræmis við breytingar á vísitölu framfærslu- kostnaðar er sá að tryggja kaup- mátt launa, þótt dýrtíð vaxi. Grundvöllur núverandi útreikn ings vísitölu framfærslukostnað- ar er byggður á búreikningum, er nokkrar fjölskyldur í Reykja- vík, aðallega verkamannafjöl- skyldur, voru fengnar til að halda á tímabilinu 1. júlí 1939 til 30. júní 1940. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að geysi- miklar breytingar hafa orðið á neyzluvenjum fólks á þeim 18 árum, sem síðan eru liðin, m. a. vegna bættrar efnahagsafkomu. Er sú ástæða ein næg sönnun þess, að grundvöllur visitöluút- reikningsins hlýtur að vera úr- eltur. Vísitalan sýnir ekki vöxt dýrtíðarinnar En þar að auki er nú hverju mannsbarni ljóst, að markvisst hefur verið unnið að því með ráðstöfunum í verðlagsmálum af hálfu stjórnarvaldanna, að vísi- talan gefi alranga mynd af raun- verulegri þróun verðlagsins. Hef- ur þó fyrst keyrt um þverbak í þeim efnum með ráðstöfunum þeim í efnahagsmálum, sem gerð- ar voru um s. 1. áramót af nú- verandi stjórnarflokkum. En þess ar ráðstafanir og aðrar, sem gerðar hafa verið af núverandi ríkisstjórn, hafa m. a. verið í því eftir því sem kæra og fram- töl frá viðkomandi einstakl- ingi kunna að gefa tilefni til. í ljós kann að koma, að sumt af því fólki, sem skráð er pannig fólgnar að dulbúa vöxt dýrtíðar- innar með því að halda niðri verði á þeim vörutegundum, sem veigamestar eru í vísitölunni, með auknum álögum á aðrar vörutegundir, sem almenningur kaupir og neytir, en ekki hafa verulegt gildi í grundvelli vísi- töluútreikningsins. Endurskoðun nauðsynleg Vísitalan er því orðin með öllu ónothæfur mælikvarði á verðlagið, en af því leiðir, að vísitölufyrirkomulagið í launa greiðslum nær ekki þeim til- gangi sínum að tryggja kaup- mátt launanna. Það má telja með öllu óvið- unandi, að enginn nothæfur mælikvarði á þróun verðlags- ins sé til. En jafnframt því, að vísitöluútreikningurinn yrði færður í réttara horf, er óhjákvæmilegt, að rannsökuð séu áhrif vísitölufyrirkomu- lagsins í launagreiðslum á fjárhagskerfið, og leitað sé úrræða, er veiti launþegum betri tryggringu fyrir óskert- um kaupmætti launa en vísi- tölufyrirkomulagið gerir nú, án þess að stofnað sé til upp- lausnar fjárhagskerfisins. Nauðsyn ber því til þess, að vísitölufyrirkomulagið og vísi- töluútreikningurinn sé tekið til athugunar og endurskoð- unar af fulltrúum Alþingis og samtaka þeirra, er hér eiga mestra hagsmuna að gæta, og því er tillaga þessi fram bor- in. annað, sem fram kemur úr þeirri átt, t. d. eins og þegar Samband ísl. samvinnufélaga náði því að vera útsvarslaust í bænum fyrir heilt ár! Páll Ásgeir Tryggvason Nýr hæslaréllar lögmaður PÁLL Ásgeir Tryggvason, deild- arstjóri í utanríkisráðuneytinu, hefur nú lokið prófmálum sínum fyrir Hæstarétti, en þau eru þrjú, og þar með öðlast réttindi til að flytja mál fyrir réttinum, sem hæstaréttarlögmaður. Páll Ásgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1942 og settist þá í lagadeild Háskóla íslands, en þar lauk hann embættisprófi vorið 1948 með mjög hárri fyrstu einkunn. Gerðist hann þá þegar fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, en síðan haustið 1948 hefir hann verið í utanríkisráðuneytinu og deildar- stjóri alþjóðadeildar ráðuneytis- ins nú í rúmlega eitt ár. Páll Ásgeir hefur alla tíð síðan hann varð stúdent tekið virkan þátt í félagsmálum þeirra, svo sem t.d. í stjórn stúdentaráðs á háskólaárum sínum og var form. < Stúdentafélags Reykjavíkur ár- ið 1951—52. Páll Ásgeir er sonur hins þjóð- kunna útgerðarmanns Tryggva Ófeigssonar og konu hans Herdís- ar Ásgeirsdóttur. Páll er nú 35 ára að aldri og kona hans er frú Björg Ásgeirsdóttir, Ásgeirsson- ar, forseta fslands. Leiðrétting VILLA varð í frásögn þeirri, sem birtist í gær af fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisfélaganna. A fundinum ritaði blaðamaður Mbl. niður eftir Ólafi Thors, að á árunum 1954—1956 hefði báta- flotinn aukizt um 4416 tonn, en á stjórnarári Lúðvíks Jósefsson- ar um rúm 1200 tonn. Þetta er að sjálfsögðu rétt. Við samningu greinarinnar tók blaðamaðurinn upp til skýringar svofelld ummæli úr Þjóðviljan- um: „Fiskiflotinn hefur verið aukinn meira á einu ári en á 3 árum í tíð íhaldsins“. Þetta tákn- ar að sjálfsögðu, að Þjóðviljinn heldur því fram, að ,aukningin á stjórnarári Lúðvíks hafi verið meira en 4416 tonn en ekki 1200 tonn, eins og rétt er. Hitt er mis- skilningur hjá blaðamanni Mbl., að Þjóðviljinn segi, að aukning flotans á stjórnarári Lúðvíks sé 13.000 (þ. e. þrisvar sinnum aukn ingin 1954—56). Blekkingarnar hjá kommúnistablaðinu eru nógu jniklar samt! Firmakeppni í badminton TENNIS- og badmintonfélag Reykjavíkur, hefur ákveðið að efna til firmakeppni í tvíliðaleik í badminton og hefjast undanrás- ir í dag klukkan 4 í KR-hús- inu. Félagið hyggst nú fá hingað danskan kennara til þess að veita félagsmönnum tilsögn og er efnt til firmakeppninnar í því skyni að félagið fái staðið undir nauð- synlegum kostnaði af komu hins danska þjálfara. Um 60 fyrirtæki hafa ákveðið þátttöku sina í keppninni, sem búizt er við að verði skemmtileg og spennandi. Til úrslita verður keppt um verð- launagrip. Aukaniðuriöfnun útsvara hefur farið fram eins og lögboðið er Kærufrestur til 22. þessa mánaðar EINS og fyrirskipað er í út- svarslögunum hefur svonefnd aukaniðurjöfnun útsvara far- ið fram hér í bæ. Kærufrestur er til 22. nóv. n. k. Einstaklingar, sem hér koma til greina eru þeir, sem skv. Þjóðskrá Hagstofu ís- lands, hafa haft aðsetur hér í bæ í meira en ár áður en álagning fer fram. Hins veg- ar telja þessir einstaklingar sér lögheimili annars staðar, þó þeir hafi atvinnu og aðset- ur hér í bæ. — Áætlunarútsvör Eins og áður er sagt er Þjóð- skrá Hagstofu íslands lögð hér til grundvallar. En með því að þessir einstaklingar hafa ekkert framtal sent og ekki gert grein fyrir sér á annan hátt, er þeim áætlað útsvar, sem þeir síðan fá breytt eða jafnvel fellt niður, í Þjóðskránni sé skólafólk eða aðrir slíkir einstaklingar, sem að jafnaði bera ekki útsvar en úr því þeir höfðu haft hér aðsetur skv. Þjóðskránni en hafa ekki gert grein fyrir högum sínum, var ekki um annað að ræða, en áætla öllum einstaklingum út- svar, sem svo stendur á um, sem getið er hér á undan. Þetta er í samræmi við það sem ver- ið hefur og lögmælt er. „Tíminn“ er að dylgja um það í gær, að Niðurjöfnunar- nefnd hafi, í sambandi við þessa útsvarsálagningu, „far- ið mun lengra en venjulegt er“ og að kærufrestur. sé á- kveðinn „stuttur". Þetta er gersamlega út í loftið, álagn- ingaraðferð er hin sama og kærufrestur skv. lögum. Framsóknarklækir. I sambandi við æsingagrein Tímans má rifja upp að það orð hefur lengi legið á að ýmsir Framsóknarmenn, sem flytjast cil Reykjavíkur og hafa þar atvinnu, reyni sem lengst að telja sér lög- heimili utanbæjar til að losna við að greiða útsvar til Reykjavíkur- bæjar. Er þetta í samræmi við Stóraukin samvinna Atlantshafsríkjanna er tyrsta boðorð þingmannaráðsfefnunnar PARÍS, 15. nóv. — Frá Reuter STJÓRNMÁLANEFND þing mannafundar Atlantshafsríkj- anna lagði áherzlu á það í dag, að ráðherrar Atlantshafsrikjanna yrðu að koma oftar og reglulegar saman en verið hefði. Siðustu at- burðir sýndu, hve hættuleg á- hrif óeining á stjórnmálasviðinu gæti haft á samheldni Atlants- liafsríkjanna. Skoraði nefndin á ríkisstjórnir aðildarrikjanna að hafa eins náið samstarf í einstök um málum og mögulegt væri. Tvær tillögur Ráðstefnan samþykkti tvær til- lögur varðandi framtíðarsam- heldni ríkjanna. Önnur var um að sett skyldi upp æfingastöð fyr- ir eldflauga- og kjarnorkuvopna- sérfræðinga. í áætluninni er kveðið á um námsstyrki og marg- víslegan stuðning við slíka vís- indamenn. í hinni tillögunni, sem er í 7 lið um, er fjallað um stefnu NATO- landanna. Þar er m.a. kveðið á um að leggja beri mjög aukna áherzlu á smíði atomvopna, nána samvinnu milli stjórnmála- og hermálaleiðtoga þjóðanna, og af öllum kröftum skuli unnið að stóraukinni samvinnu landanna á hernaðarsviðinu. Moo Tse-Tung ó í erfiðum viðræðum VOROSHILOV, forseti Sovét- ríkjanna, heimsótti Mao Tse- Tung i gær, en Kínverjinn er núna í Moskvu í sambandi við 40 ára byltingarafmælið. Tass- fréttastofan skýrði frá heimsókn Voroshilovs, og er það í fyrsta sinn í nær viku, sem minnzt er á Mao. Stjórnmálafréttamenn segja að þögnin í kringum Mao eigi rót sina að rekja til þess, að hann á nú í erfiðum viðræðum við yfirmenn í Kreml um rúss- neska hjálp til handa Kína. Erfiðleikar Hjálparbeiðnin er sögð standa Slakað á ....eða hætt? WASHINGTON, 15. nóv. — Utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna til- kynnti í dag að Bandaríkin hefðu stungið upp á því við Rússa að tilskipanirnar um svokölluð bannsvæði fyrir Bandaríkjamenn í Rússlandi og Rússa í Bandaríkj- unum yrðu ógiltar. Samtímis var tilkynnt að Bandaríkin hefðu slakað á reglum þeim er giltu um ferðir Rússa í Bandaríkjun- um eftir að Rússar höfðu slakað á reglum um ferðir Bandaríkja- manna í Rússlandi. —Reuter. í sambandi við nýja fimm ára áætlun í Kína, og er hún svo um- fangsmikil að ógerningur er að framkvæma hana, nema til komi stórkostleg fjárhagsleg aðstoð frá Rússlandi. 1 þessu sambandi minna menn á orð Maos til æðsta ráðsins þar sem hann lagði mikla áherzlu á hlutverk Sovétríkjanna sem leiðtoga kommúnistar ík j anna. Viðræðurnar um hjálpina eru sagðar erfiðar vegna breyttrar afstöðu Rússa til Fólverja og Ungverja. Ofan á það bætist að Rússar hafa veitt ýmsum arabísk um þjóðum og öðrum þjóðum mikla aðstoð og telja sumir fréttamanna, að af þeim sökum muni Rússar endurskoða stuðn- ingsstefnu sín við önnur komm- únistalönd. Krúsjeff á þessa dag- ana í miklum viðræðum við leið- toga kommúnista í ýmsum lönd- um, m. a. Gomulka í Póllandi og Ulbricht í A-Þýzkalandi. Oliueinkasala TVEIR af þingmönnum komm- únista, Alfreð Gíslason og Björn Jónsson, flytja tillögu til þings- ályktunar um að ríkisstjórninni skuli falið að undirbúa Iög um olíueinkasölu ríkisins. — Vilja flutningsmenn láta athuga sér- staklega í því sambandi, hvort heppilegt myndi verða, að ríkið hefði fyrst í stað aðeins heild- sölu olíunnar með höndum, en tæki síðar að sér olíuverzlunina alla. Málverkafalsanir PARÍS — Franska lögreglan á sem stendur í miklum eltinga- leik við hóp alþjóðlegra glæpa- manna, sem hafa leikið þann leik að falsa evrópsk listaverk og selt falsanirnar auðtrúa Bandaríkja- mönnum. Fyrir nokkru fann lögreglan við húsrannsókn hjá Hollending einum 5 málverkafalsanir. Holl- endingurinn sagði, að þessi verk væru þegar seld til Texas. Hann neitaði að upplýsa hverjir hefðu málað, en verkin voru eftirlík- ingar af verkum eftir Renoir, Gauguin, Utrillo, Daumier og Cezanne. Hver er mesti f riðarsinni ? NEW YORK. — Samkv. skoðun- arkönnun, sem fram hefur farið í 13 löndum um það, hvaða mað ur hafi unnið ötulast að því að varðveita heimsfriðinn á undan- förnum mánuðum, hefur Eisen- hower Bandaríkjaforseti verið þar fremstur í flokki, en Nehru kemur honum næstur. Næstir þeim voru Hammarskjöld, Páf- inn, Adenauer og Macmillan. PILNIK, stórmeistari, teflir fjöltefli við Heimdellinga í VaL höll á morgun, sunnudag, kl. 2 siðdegis. Að vanda eru þátttak- endur beðnir sjálfir að leggja til töfl ef þeir mögúlega geta. Fjölteflið hefst stundvíslega. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.