Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVISBJ 4 Ð1Ð Laugardagur 16. nóv. 1957 JKrogiit!fritafrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjaid kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÓHEILINDI KOMMÚNISTA GAGNVART SJÁVARÚTVEGINUM KOMMÚNISTAR leggja nú ofurkapp á að sanna þjóðinni að þeir séu hin- ir einu og sönnu stuðningsmenn og bjargvættir íslenzks sjávar- útvegs. Á þessari fáránlegu stað- hæfingu hamrar sjávarútvegs- málaráðherra þeirra mánuð eftir mánuð. Hann hefur m. a, haldið því fram að fiskiskipaflotinn hafi verið aukinn meira á því rúmlega eina ári, sem vinstri stjórnin hef- ur setið við völd, en á 3 árum þar á undan, þegar Sjálfstæðis- menn fóru með forustu sjávarút- vegsmála. Ólafur Thors formaður Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra svar- aði þessari staðhæfingu Lúðvíks Jósefssonar í ræðu, sem hann flutti á fundi fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í fyrrakvöld. — Skýrði hann frá sannleikanum í þessum málum með þeim tölum, sem fyrir liggja um aukningu bátaflotans. Á árinu 1954 jókst bátaflotinn um 26 báta, samtals 854 smálestir, 1955 um 35 báta, samtals 1377 smálestir og 1956 um 39 báta, samtals 2185 smá- lestir. Samtals hefur því báta- flotinn aukizt á þessum þremur árum meðan Sjálfstæðismenn höfðu forystu sjávarútvegsmál- anna um 100 báta, alls 4416 smá- lestir. Ólafur Thors benti hins vegar á að ef sú frásögn kommúnista- ráðherrans væri sönn, að fiski- skipafiotinn hefði í valdatíð kommúnista, aukizt meira en á s.l. þremur árum, þá ætti aukn- ingin á fyrsta valdaári vinstri stjórnarinnar að nema hvorki meira né minna en 4—5 þús. smálestum. Sannleikurinn væri hins vegar sá að hún næmi ekki 4 þús. smálestum, heldur rúmum 1200 smálestum. Þetta er aðeins eitt dæmi um þær stórfelldu blekkingar, sem sjávarútvegs- málaráðherra kommúnista leyfir sér að fara með um mál sjávar- útvegsins. Úrræðalevsi um togara- kaupin. Þegar kommúnistar tóku við forystu sjávarútvegsmálanna í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, var það helzta loforð þeirra að byggðir skyldu 15 nýir togarar til éflingar atvinnulífinu í öllum landshlutum. Lögin um togara- kaupin og heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að taka 150 millj. kr. lán til þeirra, voru sam- þykkt á Alþingi um miðjan des- ember árið 1956. Kommúnistar létu þá sem þessi lög myndu tafarlaust verða framkvæmd og smíði hinna nýju togara hafin. En allt hefur þetta orðið á annan veg. Sjálfstæðismenn báru fram fyrirspurn á Alþingi um daginn um hvað togarakaupun- um liði, hvar byggja ætti skipin, hvar lán hefðu fengizt og hvaða staðir ættu að vera útgerðarstað- ir skipanna. Sjávarútvegsmálaráðherra kommúnista gat engum af þessum spurningum svarað á jákvæðan hátt. Hann neyddist til þess að lýsa því yfir að enginn kaupsamningur hefði verið gerður um einn einasta togara. Ekkert lán hefði held- ur fengizt til skipakaupanna og engin ákvörðun hefði verið tekin um útgerðarstaði hinna væntanlegu nýju togara. Þáttur Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismönnum getur verið það gleðiefni að flokkui þeirra hefur unnið að uppbyggingu sjávarútvegsins og þá ekki hvað sízt fiskiskipaflotans af festu og raunsæi undanfarin ár. Undir þeirra forystu var hinn gamli og úrrelti togarafloti endurnýj- aður á árunum eftir síðustu heimsstyrjöld. Þá voru keyptir til landsins 42 r.ýir togarar og eru þeir í dag langsamlega stór- virkustu framleiðslutæki þjóðar- innar. 1 skjóli þessa togaraflota og mikillar aukningar bátaflot- ans hefur hraðfrystiiðnaðurinn í landinu stóraukizt og framleiðir nú 50—60 þús. tonn af flökum á ári. Þessi uppbygging fiskiskipa- stólsins undir forystu Sjálfstæð- ismanna og efling hraðfrystiiðn- aðarins hefur gerbreytt öllu á- standinu í velflestum sjávarþorp- um landsins til hins betra. Sjáv- arafli þjóðarinnar er nú unninn betur en áður og vinnuaflið hag- nýtt skynsamlegar. Böl hallarekstrarins Jafnhliða því, sem Sjálfstæðis- menn hafa beitt sér fyrir því að sjávarútvegurinn fengi ný, af- kastameiri og fullkomnari tæki, hefur hann stöðugt varað þjóð- ina við því að auka framleiðslu- kostnað atvinnutækjanna úr hófi fram og gera til þeirra kröfur, sem bersýnilegt er að útflutn- ingsframleiðslan fengi ekki risið undir. En þessum aðvörunarorð- um hefur því miður ekki verið sinnt. Þvert á móti hefur Ólafur Thors, sem mörg undanfarin ár hefur verið sjávarútvegsmálaráð- herra, verið svívirtur fyrir það af kommúnistum og fylgifiskum þeirra, að hafa varað við halla- rekstrinum og of miklum kröfum á hendur sjávarútveginum. Það er staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að kommún- istar hafa haft forgöngu um það að gera kröfur, sem útflutnings- framleiðslan hefur ekki getað fullnægt. Of stór hluti þjóðar- innar hefur tekið undir þessar kröfur og haldið að hægt væri að bæta kjör sín á því að leggja byrðar á útflutningsframleiðsl- una, sem hún hefur ekki getað risið undir. Þessa gáleysis geldur bæði sjávarútvegurinn og allur almenningur í landinu í dag. Forysta sjávarútvegsmála- ráðherra kommúnista í útvegs málunum er ekki byggð á raunhæfum úrræðum til þess að leysa vanda þessa undir- stöðuatvinnuvegar þjóðarinn- ar. Hún er þvert á móti byggð á skrumi og einstæðri yfir- borðsmennsku og blekking- um. Það sannar sú saga, sem rakin hefur verið hér að fram an. — UTAN UR HEIMI rmimmm' . í Smyrna í Tyrklandi munaði litlu að stórslys yrði á dögunum. — Langferðabíll þéttsetinn fólki rakst á annan bíl á brú einni. Við áreksturinn kastaðist langferðabíllinn á handrið brúarinnar, braut það, en stöðvaðist, er hann var kominn nær hálfur fram af brúnni — og vó þar salt. Kona nðkkur, sem sat framarlega í bílnum stökk út utn dyrnar örvita af hræðslu — með barn sitt í fanginu. Beið hún bana, en barnið sakaði ekki. Aðra farþega sakaði heldur ekki. Ur ýmsum áftum FYRIR skömmu héldu kven- tízkufrömuðir þing í Rómaborg. Margir merkir menn voru fengn- ir til þess að halda ræður á þinginu — og öllum til undrunar kom sjálfur Píus pófi og ávarpaði þingheim. í ræðu sinni var páfi mjög hreinskilinn í dómum um Píus páfi tízkuna. Hann sagði að sumir tízkufrömuðir væru ófyrirleitnir í sköpun sinnj og hrein skömm væri að mörgum kvenklæðnaðin- um. Hins vegar sagðist hann alls ekki vera á móti tízkunni sem slíkri. Unga fólkið girntist alltaf eitthvað nýtt og glæsilegt, það væri æskunni eðlilegt og bæri sízt að lasta það. Hann kvað tízku frömuði hafa mikil áhrif á dag- legt líf manna, því að klæðaburð- ur fólks hefði ekki svo lítið að segja. Hins vegar mætti ekki misnota það vald og þau áhrif, sem tízkufrömuðir hefðu í sínum hötidum. Marilyn í vax. Á dögunum bættist enn ein vax brúðan við í safni Madame Tussaud í London. Það var Mari- lyn Monroe —- og skartaði hún þar í sínu fegursta. Þegar fregnin barst út fylltist safnið á skömm- um tíma. Vissi hvað hún átti að segja. Á dögunum hafði Elísabeth Englandsdrottning móttöku fyrir ýmsa gesti. Meðal þeirra var leik- an Jayne Mansfield. „Ó, yðar há- tign, þér eruð svo laglegar“ — sagði Mansfield, þegar hún tók í hönd drottningar. Meira mun þeim ekki hafa farið á milli. Skemmdarverk? Bandaríska leynilögreglan hef- ur hafið rannsókn á hvarfi far- þegaflup-vélarinnar frá PAA yfir Kyrrahafi á dögunum skammt frá Hawai eyjum. Sem kunnugt er var flugvél þessi með 44 menn innanborðs og var leitað árangurs laust að flugvélinni í marga daga. Ekkert hefur fundizt fyrr en í fyrrakvöld, að flugvélar sáu all- mörg lík á reki í sjónum á þess- um slóðum. Flugstjórn Honolulu og San Francisco heyrði til flugvélarinnar, er hún gaf síðast upp staðarákvörðun. Fjórum stundum síðar heyrðu leitarflug- vélar neyðarskeyti, en engin vissa er fyrir því að skeyti þau hafi verið frá áhöfn flugvélar- innar. Ef svo hefur verið hefur flugvélin ekki sokkið strax eftir að hún féll í sjóinn og a.m.k. ein- hverjir haldið lífi, eða þá að áhöfnin hefur komizt í björgunar báta. Hins vegar er allt á huldu um slysið. Sams konar flugvél frá sama flugfélagi varð að nauð- lenda í fyrra á svipuðum slóðum, en allir björguðust þá. Hvað kom fyrir? — spyrja menn. Skemmd- arverk? Zhukov í stofufangelsi. Frá Moskvu berast þær fréttir, að Zhukov sé nú í stofufangelsi í sveitasetri sínu. Segir og, að áreiðanlegar heimildir séu fyrir Zhukov því, að hann hafi ekki játað synd ir sínar og beðizt afsökunar á fundi miðstjórnarinnar, eins og segir í Pravda. Þá segir, að árós- argreinin í Pravda á Zhukov, sem birt var undir nafni Konjevs marskálks hafi ekki verið rituð af honum sjálfum, heldur af Alexei Zheltov hershöfðingja, gallhörðum stalinista og svörn- um fjandmanni Zhukovs. Er al- mennt búizt við því að Zheltov eigi frama í vændum.Hann hefur að undanförnu verið yfirmaður stjórnmáladeildar Rauða hersins en nú mun hann sennilega verða útnefndur marskálkur. Engin slagsmál. Joe Louis, fyrrum hnefaleika- kappi, hefur nú skilið við eigin- konu sína Rose Morgan. Louis er nú 43 ára, en hún 44. Þetta var annað hjónaband hans og stóð það í tvö ár. Segir í .fréttum, Joe Louis að þau hafi komið sér saman um að skilja í vináttu, því að sam- búðin hafi verið „allt of erfið“. Louis lét blaðamönnum í té þær upplýsingar, að ekki mætti skilja þetta svo, að þau hefðu slegizt mikið. Hins vegar hefur hann að undanförnu unnið hjá einhverju kúabúi í Chicago, en eiginkonan hefur unnið í New York. „Nú getum við bæði notið sálarfriðs“ — sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.