Morgunblaðið - 17.11.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 17.11.1957, Síða 6
e MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 17. nóv. 1957, Skriíannn á Stapa Hann hefir lagt drjúgan skerf til þeirra fjársjóða, sem varðveittir eru í Landsbóka- safninu, segir Finnur Sigmundsson SKRIFARINN á Stapa, sendibréf 1808—1877, nefnist ný bók, sem kom í bókaverzlanir í gær, fyrsta bindið í bókaflokki, sem ber nafnið „íslenzk sendibréf“. En hver var svo skrifarinn á Stapa? Fyrir áttatíu árum, 5. apríl 1877, birtist eftirfarandi smágrein í Þjóðólfi, en Matthías Jochumsson var þá ritstjóri blaðsins: „20. f. m. andaðist hér í bænum Páll stúdent Pálsson (sýslumanns Guðmundssonar frá Krossavík), fæddur 1807, sá er yfir 50 ár var skrifari, aðstoðar- og trúnaðarmaður Bjarna sál. Þorsteinssonar amtmanns. Hann dó ógiftur og barnlaus. Páll sál. Páll stúdent Pálsson. var sannur ágætismaður, þótt hans væri lítið getið opinberlega, með því hann var staklega hóg- vær maður, sundurgjörðarlaus og trúlyndur. Hann var lærdóms- og fræðimaður mikill og kunn- ari íslenzkri bókfræði en nokk- ur maður annar — að menn hyggja — nema ef vera skyldi Jón Sigurðsson forseti. Síðan hann kom hingað suður, endur- bætti hann eða afritaði með mikilli elju og snilld hinn mesta fjölda skemmdra bóka og hand- rita, bæði fyrir bókasöfnin og einstaka menn, og tók aldrei eyrisvirði fyrir. Sjálfur átti hann og mikið safn og dýrmætt, sem ekki er ólíklegt, að Landsbóka- safnið verði látið kaupa". Árið 1894 ritaði dr. Jón Þor- kelsson grein um Pál Pálsson. Þar segir m. a.: „Þó að æfi Páls væri ekki margbrotin og þótt á honum bæri svo lítið, að allur þorri manna hefði naumast hug- mynd um, að hann væri til, var hann samt sannur merkis- og ágætismaður og hefur unnið ís- lenzkum bókmenntum svo mikið gagn, að seint mun fyrnast, og nafns hans mun oft verða getið á ókomnum tímum, þegar þerr eru löngu gleymdir, sem hærra höfðu í lifanda lífi“. Stiftsbókasafnið fékk handrita- safn þeirra biskupanna Hannes- ar og Steingríms eftir lát Stein- gríms. „Það batt Páll allt saman inn, límdi upp, fyllti út skörð Og samdi við efnisyfirlit og ná- kvæmt registur. ______ Eins fór hann með handritasafn Bók- menntafélagsdeildarinnar í Rvik. .... En hann lét ekki þar við sitja", segir dr. Jón Þorkelsson, „því að það var eins og hann gæti ekki vitað af handritum eða fornum bókum án þess að dytta að þeim. Hann leitaði, beinlínis að þeim hjá einstökum mönnum og bauðst til að binda þau og gera við þau og tók aldrei eyris- virði fyrir. Svo var um söfn hinna helztu bóka- og handritamanna í Reykjavík, svo sem Jóns há- yfirdómara Péturssonar, Jóns skólameistara Þorkelssonar, Hall- dórs yfirkennara Friðrikssonar, Jóns bókavarðar Árnasonar o. fl., að ógleymdu safni Bjarna amt- manns“. Páll skrifaði sjálfur upp og safnaði miklu af fróðieik. Mest kveður þar að kvæðasafninu, mestmegnis frá 16., 17., 18. og 19. öld. Er það milli 30 og 40 bindi. Tilgreindir eru alls 618 höfund- ar. Dr. Finnur Sigmundsson, lands bókavörður, hefir búið bókina til prentunar. Hann segir m. a. um Pál stúdent: „Ævi hans var fá- breytt og um hann stóð enginn styr, hvorki lifandi né dauðan. En með fágætri natni, iðjusemi og þrautseigju hefir hann lagt svo drjúgan skerf til þeirra fjár- sjóða, sem varðveittir eru í Lands bókasafninu, að um það mætti skrifa langt mál. Sú bók, sem hér er skráð og kennd við skrifar- ann á Stapa, fjallar þó ekki um fræðistörf Páls né viðleitni hans til verndar og aðhlynningar göml um bókum og handritum, heldur er hér safnað drögum til lýs- ingar á manninum sjálfum eins og mynd hans birtist í bréfum frá honum og þó einkum í bréf- um til hans frá vinum og venzla- fólki“. Bókin er yfir 320 blaðsíður, prýdd fjölda mynda af bréfrit- urum og ýmsum öðrum, er við sögu koma. - Bókfellsútgáfan gefur bókina út og er frágangur allur hinn vandaðasti. Nauðsynlcgt var að taka upp nokkur sæti í flugvélinni, svo að sem minnst færi fyrir perukössunui Musica sacra Á VEGUM „Félags ísl. organleik ara“ verða haldnir Buxtehude- tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju, mánudag 18. nóv. n.k. Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni af 250 ártíð Buxtehude. Páll Kr. Pálsson leikur orgel- verk eftir meistarann, og Krist- inn Hallsson syngur kantötu: „Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð“ með aðstoð strokhljóðfæra og orgels. Á undan tónleikunum flytur dr. Páll ísólfsson stutt erindi um Buxtehude. Tónleikarnir hefjast kl. 9 síð- degis og er aðgangur ókeypis. Ltvarpshljómsveitin leikur í háskólanum i kvold SUNNUDAGINN 3. þ. m. hélt Útvarpshljómsveitin fyrstu tón- leika sína undir stjórn þýzka hljómsveitarstjórans Hans-Joa- chim Wunderlich I hátíðasal Há- skólans. í kvöld leikur hljómsveitin aftur í Háskólanum undir stjórn Wunderlich. Gestir hljómsveit- arinnar að þessu sinni verða tveir rússneskir söngvarar: Elisaveta Tsjavdar, sem syngur aríur eftir Verdi, og Dmitri Gnatjúk, sem syngur Cavatinu Figaros úr Rak- aranum í Sevilla eftir Rossini. Önnur viðfangsefni hljómsveit- arinnar í kvöld eru: Slavneskur dans no. 8 eftir Dvorák, Canzon- etta og menúett eftir Helga Páls- son og Serenade í C-dúr op. 48 fyrir strengjasveit eftir Tscai- kovsky. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 8.15. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en mönnum er bent á að koma tímanlega, því að aðsókn var mjög mikil að síðustu tónleikum og fengu færri sæti en vildu. STYKKISHOLMI, 16. nóv. — Þrír bátar stunda nú sjóróðra Einmuna veðurblíða hefur verið hér undanfarna daga við Breiða- fjörð. Allir bílvegir eru greið- færir og auðir. — Árni. Ferskar perur flugleiðis trá New York 1 GÆRMORGUN kom ein af millilandaflugvélum Loftleiða með nýstárlegan varning hingað til lands. Þetta voru ferskar per- ur, frá New York. Samkaup hf., samtök nokkurra matvörukaup- manna, flytja perurnar inn og áætlað hafði verið að keypt yrði meira magn til landsins, en vegna þess að verðhækkun hef- ur orðið á perum á markaðnum í New York, mun ekki verða flutt inn eins mikið magn og á- ætlað hafði verið. Þessi sending mun væntanlega koma í verzlan- ir um helgina. Vöruflutningar fara nú stöðugt vaxandi hjá Loftleiðum, bæði vestur og austur yfir. hafið og kemur það sér vel fyrir félagið, því að jafnan dregur úr ferða- mannastraumnum að vetrinum. Krist/án Toriason hankaritari - minning KRISTJÁN Torfason, fulltrúi í Landsbanka fslands, andaðist 8. þ.m., eftir langa, erfiða og von- lausa baráttu við dauðann, að- eins 44 ára að aldri. Útför hans fer fram á morgun. Kristján var fæddur í Kaup- mannahöfn 7. júlí 1913 og voru foreldrar hans Kristján Torfason, kaupmaður á Sólbakka við Ön- undarfjörð og Elly Mik-Meyjer, f. Jensen. Bernskuár sín dvaldist hann með móður sinni í Kaupmanna- höfn, en fluttist síðan heim til fslands, til föður síns og ætt- menna í Önundarfirði. Eftir frá- fall föður síns átti Kristján um langt skeið heimili hjá föðurbróð ur sínum Ásgeiri Torfasyni, verk smiðjustjóra á Sólbakka, og konu hans Ragnheiði Eiríksdóttur, er reyndust honum sem beztu for- eldrar. Kristján stundaði nám í Verzl- unarskóla fslands og að loknu shrifar úp 1 daglega lifinu ÞAÐ er dálitið furðulegt svip- mót á Velvakandádálkunum í gær. Þar átti að vera mynd af styttu, sem Einar Jónsson gerði af Jónasi Hallgrímssyni, en Jónas blessaður hélt upp á afmælið sitt með því að tylla sér niður ein- hvers staðar á leiðinni niðt í prentsmiðju, og varð enginn var við, að hann hafði ekki skilað sér á réttum tíma, fyrr en allt var um seinan. En hann gaf sig fram síð- ar — og hér birtist myndin. Svo hefur prentvillupúkinn látið að sér kveða heldur en ekki, og Vel- vakandi er látinn fullyrða, að steypa setti listaskáldið 1 eyr þar sem það drjúpir höfði. Við þetta vill Velvakandi gera þessar at- hugasemdir: 1) Rita skal eir en ekki eyr. 2) Menn drúpa höfði en drjúpa því ekki! Og svo eru laufin í haust- skóginum hrungjörn. Kurteisi í strætis- vögnum FRÁ verzlunarmanni hefur Vel- vakanda borizt eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi. Þú segir frá ökuferð í strætis- vagni í þætti þínum miðvikudag- inn 13. nóvember, og þykir skorta á kurteisi sumra farþega. Allir þekkja, hvernig flestir karlmenn troða sér aftast í vagn ana og reyna að fá þar sæti til að þurfa ekki að standa upp fyrir kvenfólki eða þola illileg augna- got, ímynduð eða raunveruleg. Þessu er öðru vísi farið erlend- is, a.m.k. þar, sem ég þekki til. Þrátt fyrir margumtalaða kurt- eisi Bandaríkjamanna, einkum við kvenfólk, telst það til undan- tekninga í New York, ef staðið er upp fyrir kvenfólki í neðanjarðar lestum eða strætisvögnum borg- arinnar. Kemur slíkt vart fyrir nema um sé að ræða gamlar kon- ur eða konur með börn í fanginu. Þessi siðvenja mun hafa komizt á í Bandaríkjunum, eftir að kon- ur fóru að keppa við karla á vinnumarkaðinum. Mér virðist, að ekki sé mikil ástæða til þess að karlmenn seu að rjúka upp úr sætum sínum, þótt konur standi í strætisvögn- um, enda er mér sagt, að frá sjónarmiði líkamsbyggingar og heilsufræði eigi þær auðveldara með að standa upp á endann en karlmennirnir! Aftur á móti er sjálfsagt, að allir fullfrískir menn standi upp fyrir þeim, sem eru gamlir og lasburða, hvort neldur það eru konur eða karlar*. Gjafakort KONA nokkur hér í bæ hefur hringt til Velvakanda og beðið hann að benda verzlunum á nytsemi gjafakorta.Segir konan réttilega, að oft sé úr vöndu að ráða, þegar velja skal gjafir, og geti verið hentugt að kaupa kort í einhverri verzlun og láta síðan þiggjandann sjálfan velja gjöf- ina. Þetta mun ekki óþekkt hér í Reykjavík, en konan leggur til, að siðurinn verði almennari. prófi þaðan fór hann aftur utan og gerðist starfsmaður í Den danske Landmandsbank í Kaup- mannahöfn. Eftir að hafa starfað þar um árabil snéri hann heim aftur og varð starfsmaður Lands- banka íslands 11. júlí 1940. Eftir það helgaði hann Landsbankan- um starfskrafta sína til dauða- dags. Hann var um tíma bókari við útibú bankans á ísafirði, en lengst af í aðalbankanum I Reykjavík. Þar starfaði hann meðan kraftar entust og var síð- ast fulltrúi í hlaupareiknings- deild bankans. Hann var kvæntur Sesselju Jósafatsdóttur Ottesen og lifir hún mann sinn ásamt tveim ung um sonum þeirra hjóna. Fráfall Kristjáns Torfasonar kom okkur, starfsfélögum hans, ekki óvænt. Þó er það svo, að við eigum erfitt með að gera okkur ljósa grein fyrir því, að þessi lífsglaði og góði félagi okkar skuli nú vera horfinn okkur með öllu. Hann var einn af okkar beztu félögum og sem starfsmað- ur í hópi þeirra fremstu. Við mun um lengi minnast hans með þakk læti og virðingu, vegna einstakr ar prúðmennsku hans, hins glaða og hlýja viðmóts og drengilegrar framkomu. Um leið og við kveðjum hann nú, með þakklæti fyrir samver- una og samstarfið vottum við konu hans og sonum og fjöL skyldu hans allri innilega sam- úð. Við höfum öll misst mikið, en við eigum eitt sameiginlegt eft- ir. Minningin ar björt og hrein. K. H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.