Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1957, Blaðsíða 14
14 MORGVNBIAÐIÐ Sunnudagur 17. nðv. 1951. Guðmundur G. Hagalín STÓRBROTIN SKÁLDSAGA Eftir 12 ára þögn — kemur skáldsaga frá Hagalín, óviðjafnanleg í byggingu, stíl og frásögn. Persónurnar koma fram skír- ar og ógleymanlegar. Sögusviðið er lífið sjálft — með öllum sínum áætlunum. — Einn verður ríkur í dag, en tapar um leið rótfestunni, annar biður og missir af vagn- inum, en stendur eftir sterkari á eigin fótum. Bókin talar máli unga fólksins sem á að erfa landið og sannar, að það muni standast strauma lífsins. SÓL Á NATTMALBM mun veita Hagalín æðsta sess á skáldabekk þjóðarinnar. Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson Gu«51aug;ur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðaistræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. Hurðarnafnspjöld Bréfalokur Skiltagerðin, Skólavörðustíg 8. BEZT AB AVGVtSA t MOKGUNBLAÐliMl 4 Hinar vönduðu Köhler Sonmavélar komnar aftur. Innbyggðar í traustan eikarskáp. Verð kr. 4.625,00. Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst Búsáhaldadeilcf Skólavörðustíg 23 — Sími 1-12-48 NÝTT NÝTT GEVAFOTO-JÖLAKORT JÓLIN NÁLGAST Sendið vinum og kunningjum innan- lands og utan jólakort fjölskyldunnar. GEVAFOTO-JÓLAKORT PERSÓNULEGAR JÓLAKVEÐJUR. — YÐAR EIGIN MYNDIR. — KOMIÐ MEÐ FILMUR m YÐAR í TÍMA. VÉR ÚTBÚUM JÓLAKORTIN. , Munið Gevafoto-jólakortin GEVAFOTO LÆKJARTORGI Mmning Francisku Olsen FRÚ FRANCISKA OLSEN and- aðist 23. f.m. Hún var í tölu elztu borgara þessa bæjar og komin af ætt, sem um langa tíð hefur verið mikils háttar í bæjarfélagi Reykjavíkur og er það enn. Frú Franciska Olsen fæddist í Reykja vík 20. maí 1870 og var dóttir þeirra Vilhelms Bernhöft, bak- arameistara og Jóhönnu Lovísu Bernhöft, konu hans. Frú Franc- iska var ung að aldri, þegar fað- ir hennar andaðist en móðir hennar rak hið alþekkta Bern- höftsbakarí, þar til Daníel son- ur hennar tók við rekstri þess. Annar bróðir Francisku var Vil- helm Bernhöft, tannlæknir, sem var alkunnur borgari í Reykja- vík á sínum tíma. Árið 1896 gift- ist Fanciska Guðmundi Olsen, kaupmanni, sem síðar var slökkvi liðsstjóri hér í bænum. Var Guð- mundur merkur borgari og vel þekktur hér í bæ en er nú látinn fyrir alllöngu síðan. Þau hjón Guðmundur og frú Franciska eignuðust 2 dætur Lenu, konu Kampmanns fyrrum lyfsala í Hafnarfirði en nú búsett í Lyng- by í Danmörku og Hönnu, sem var gift Bjarna Þorsteinssyni, vél fræðingi. Franciska Olsen var fríð kona og hélt hún lengi æskufríðleik sínum. Hún var gædd góðum hæfileikum og þeir, sem bezt þekktu hana, róma mjög vináttu hennar, tryggð og Ijúfmennsku. Frú Franciska var jafnlynd og góðlynd, hún kom mörgum til hjálpar, þeim sem andstreymt áttu og leituðu til hennar og hafði lífgandi áhrif á umhverfi sitt vegna glaðlyndis og jafnvæg- is í skapgerð. Frú Franciska var mjög starfandi í Thorvaldsenfé- laginu og um skeið formaður þess. Frú Franciska var innborinn Reykvíkingur. Hún mundi langt aftur. Hún skýrði einu sinni frá því í blaðaviðtali, þegar hún 4ra ára gömul hafði fengið að klæða sig í nýjan kjól og sjá Kristján konung 9. ganga í land í Reykja- vík. Það hýrnaði yfir hinni aldur- hnignu konu, þegar hún minntist hinna gömlu daga í hinni litlu Reykjavík, sem engan óraði þá fyrir að yrði á hennar dögum að stórri og nýrri borg. Með frú Francisku Olsen er hnigin í valinn góð og mæt kona, gamall Reykvíkingur, ein af þeirn sem „setti svip á bæinn“ og vinir hennar munu lengi minnast. BoM til aukafundar í Roröurlandaráðinu! KAUPMANNAHÖFN. — Enda þótt hinum reglulega fundi Norð urlandaráðsins, sem vera átti eftir nýárið, hafi verið skotið á frest og ákveðið að halda hann ekki fyrr en í október, er ekki talið ólíklegt að Norðurlandaráð- ið verði kvatt saman til auka- fundar seinni hluta vetrar. Eitt aðalverkefni slíks fundar yrði að fjalla um hinn fyrirhugaða nor- ræna markað og verður boðað til aukafundarins með hliðsjón af árangri umræðnanna í París um fríverzlunarsvæði Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.