Morgunblaðið - 28.11.1957, Side 6

Morgunblaðið - 28.11.1957, Side 6
6 MORCUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 28. nóv. 1957 Kristmann Cuðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Ferðafélag íslands hyggst hyggja hús fyrir starfsemina í Reyhjavík Félagið á nú áHa sæiuhús í óbyggðum lansins Hrekkvísi örlaganna. Eftir Braga Sigurjónsson. Þetta er safn af smásögum, tólf sögur nánar tiltekið. Höf. hefur sæmilega frásagnargáfu, en list— brögðin vefjast fyrir honum og honum lætur ekki vel að byggja smásögur. En hann hefur ýmsar hugdettur allgóðar og þær, ásamt sprettum í frásögn, gera bók þessa læsilega. Bezt er fyrsta sag Bragi Sigurjónsson an: „Misskilningurinn er ljóti skilningurinn". Hugmyndin er góð, uppistaðan ágæt — og eftir þessa byrjun býst maður við góðu. En það er oftst svona mitt á milli húsgangs og bjargálna. „Verndari smælingjanna í Suð- urdölum" er nánast þjóðsaga, án skáldlegrar upplyftinga. „Sælir eru hjartahreinir" er heiðarleg tilraun til ádeilu á „snobbisma" í litlu þorpi, sem vill vera stórt. Það er dálítið gaman að frú Jóels, sem „ vill líkna á sem mynd arlegastan hátt hinum miklu menningarþjóðum á meginland- inu“. í „Bjarna stórhríð“ er tals- vert timbur, en vinnubrögðin sljó. Aftur á móti er „Sjóhetjan“ dável gerð, en hún er aðeins end- urvarp af snilldarsögu Jóns Trausta: „Þegar ég var á freigát- unni“. „Gamlir refir og nýir“ er lélegt riss. í „Galdrakarlinum DESEMBER er enn ekki geng- inn í garð, en þó mátti um síðustu helgi sjá þess nokkur merki, að verzlunarfólkið er tek- ið að hugsa til jólanna. í stöku glugga voru komnar stórar mynd ir af jólakertum bjöllum og greni sveigum, að gleymdum jólasvein- unum, en miklu víðar bíður þessi dýrð inni í vörugeymslu, þó að gluggaskreytingar hafi verið vandaðar sérstaklega á annan hátt. Um helgina voru gluggaþilj ur teknar niður í nokkrum verzl- unum í miðbænum, þar sem þær byrgja alla sýn in* í afgreiðslu- salina, og því, er bezt var á boð- stólum, hafði síðan verið raðað á gólf og borð. — Nú í vikunni Mike“ er hugmyndin góð og út- færslan sæmileg. „Endurlausn hefndarinnar“ er reyfari, er hefði átt að birtast í „Satt“ eða ein- hverju slíku riti. Skárri er „Óveðursboðinn á Ófæruhillu", þar bjargar þjóðsögublærinn, og frásögnin er góð. Þá kemur ein af betri sögunum, er nefnist „Móði söngur". Hugmyndin góð, frásögn heiðarleg, vantar aðeins herzlumun skáldlegs innblásturs. Hið sama gildir um „Söguna af Sunnevu fögru“. Það er efnis- mikil saga, sem hefði getað orðið gott listaverk í meðferð betri höfundar, en þarna er hún að- eins athyglivert uppkast. Að lok- um er dágóð skemmtisaga: „Hrekkvísi örlaganna", sem sýnir frásagnargáfu höf. Bókih er ekki leiðinleg aflestr- ar, en það vantar í hana allflest það, er krefjast verður af því, sem kallazt getur skáldskapur. Höf. er of sljór í átökum, lætur sér of lítið nægja. Forspár og fyrirbæri. Eftir Elinborgu Lárus- dóttur. Norðri. Sannar sagnir úr lífi Kristínar Kristjánsson, er aukatitill þess- arar bókar. Sigurður Þórðarson skrifar formálsorð og Elinborg Lárusdóttir inngang. Síðan koma níutíu og níu frásagnir um dular- fulla hluti svo sem forspár og sýnir, sálfarir og dulheyrn. Þarna er allmargt athyglisvert, dular- gáfa frú Kristínar er bersýni- lega mjög merkileg og hefði átt skilið vísindalegri athugun en orðið hefur. Bókin er skemmtileg fyrir þá, sem áhuga hafa á anda- trú og þess háttar, en hún er á engan hátt stórfengleg, heldur fjallar um hluti, sem flestir full- orðnir menn kunna skil á, þeir sem nokkuð annars hugsa eða vita. Flogið um álfur allar. Eftir Kristínu og Arthur Gook. Bókaforlag Odds Björnssonar. Þetta er ferðasaga trúboða, sem fer um heiminn og prédikar. má sjá skreytingarlið önnum kaf ið á kvöldin allvíða við verzlun- argöturnar, og um næstu helgi verður maður vafalítið minntur á jólin í hverjum búðarglugga, sem í er litið. Jólabækur EKKI hefur Velvakandi orðið þess var, að vöruúrvalið hafi aukizt að ráði ennþá, og kann þó að vera, að hann hafi ekki kunn- ugleika til að dæma um það. Bóka verzlanir eru þó í sérflokki að þessu leyti. Jólabækurnar eru fyrir nokkru teknar að streyma á markaðinn, og mun því flóði ekki linna næstu vikurnar. Það er farið að teljast til undantekninga, að bók sé ekki jólabók hérlendis. Er það skaði, og ber því að fagna þeim tíðindum, er hinn ötuli út- gáfustjóri Almenna bókafélags- ins, Eyjólfur Konráð Jónsson héraðsdómslögmaður, flutti í út- várpsþætti á sunnudaginn, og þetta mál snerta. Sagði Eyjólfur, að félagið myndi frá næstu ára- mótum gefa út „bók mánaðarins", — eina bók í mánuði eða þar um bil, en hætta að senda bækur sín ar út í „búntavís" eins og það og önnur hérlend bókafélög hafa tíðkað um of. Hér eftir borga menn árgjald sitt til Almenna bókafélagsins og taka fyrir það 4 af þessum mánaðarbókum eftir eigin vali. Vilji menn fá fleiri, geta þeir fengið þær keyptar með hóflegu verði. Velvakanda lízt vel á þessar fyrirætlanir. Bókin er tvö hundruð síður og kemur geysivíða við, en er, því miður, fremur lítilsverð. Höf. er bersýnilega góður og gegn mað- ur, og hann hefur séð fjölmargt merkilegt, en kann ekki að segja frá, svo fróðlegt og skemmtilegt geti talizt. Bezt segir hann frá landinu helga, en þó hvergi vel. Þetta er mest upptalning staða, en það, sem um þá er sagt, stend- ur í hverju leiðsöguriti ferða- manna. Höf. hefur komizt bless- unarlega frá því að sjá nokkurn skapaðan hlut, sem ekki er áður nefndur í fimmtíu ferðabókum. Dágóðar myndir prýða bókina og hefur höf. tekið þær sjálfur. 8 bátar með 600 tunnur til Akrauess AKRANESI, 26. nóv. — Atta bát- ar komu í dag með 600 tunnur síldar, Aflahæstir voru Reynir með 240 tunnur og Svanur með 132 tunnur. Tíu bátar höfðu svo lítið, að þeim þótti ekki taka þvi að koma inn. Síldin er góð. Fullt samkomulag KAIRO 25. nóvember — Tals- maður egypzka fjármálaráðuneyt isins skýrði svo frá í dag, að Bretar og Egyptar hefðu náð fullu samkomulagi í viðræðum, sem að undanförnu hafa farið fram í Rómaborg. Voru viðræður þessar fjármálalegs eðlis og fjöll- uðu um innstæður Egypta í Bret- landi, sem voru „frystar" í fyrra haust, er 'Súezstríðið brauzt út. ÞAR SEM ráðizt hefir verið á mig og vélsmiðju mína í tiltekn- um blöðum á mjög óvenjulegan og rætinn hátt, vegna smíði 12 bílskýla fyrir S.V.R, þá þykir mér rétt að gera hérmeð grein fyrir þvi, hver hlutur fyrirtæk- is míns raunverulega er fyrir þessa smíði. Geta þá allir sann- gjarnir og hugsandi menn sann- Hátíð barnanna ÓLIN eru kölluð hátíð barn- anna. Ástæðan til þeirrar nafngiftar vafðist nokkuð fyrir Velvakanda hér fyrr á árum. Það er auðvitað satt og rétt, að mikið er gert til að gleðja börnin á jól- unum. Þeim eru gefnar gjafir eft- ir því sem við þykir eiga, skraut sett í stofur og ganga og þess gætt að þau klæði ekki jólakött- inn. En ýmislegt er nú líka gert til að gleðja fullorðna fólkið — bæði af því sjálfu og þess nán- ustu. Því fylgir e.t.v. minna stima brak, en hins ber einnig að minn- ast, að þeir, sem vaxnir eru úr grasi, ættu að hafa meiri þroska til að gleðjast á þessari helgu há tíð án stórfengilegs ytra um- stangs. / Það skyldi þó aldrei vera, að menn kalli jólin hátíð barnanna, af þvi að fullorðna fólkið hefur blátt áfram fengið nóg af undir- búningnum, fyrirhöfninni og út- gjöldunum, þegar sjálf jólahátíð- in kemur? Velvakandi er ein- dregið á þeirra skoðun, að það sé gott að hafa mikil hátíðahöld um jólin. Það hristir af mönnum skammdegis- og hversdagsdrung ann og minnir á margt, sem ella vill gleymast í önn dagsins. En ástæða er hins vegar til að óttast, að fullmikið sé fyrir þessum há- tíðahöldum haft — og þó einkum, að of miklu sé til þeirra kostað. En nóg um það að sinni. SL. SUNNUDAG, bauð Ferðafé- lag fslands, fréttamönnum og fleiri gestum til hinnar árlega „sviðaveizlu“ félagsins í Skíða- skálanum í Hveradölum. Hefur félagið haft þann hátt á undan- farin ár, og skýrt um leið frá starfsemi félagsins og fram- kvæmdum. Var þetta hinn bezti fágnaður og rausnarlegar veit- ingar. Ríkti almenn ánægja með- al manna í hófinu. Lagt var af stað frá Reykjavík kl. rúmlega 11 f.h. og komið í Skálann um hádegisbilið. 27 ár síðan fyrsta sæluhúsið var reist Framkvæmdastjóri félagsins Lárus Ottesen, bauð gesti vel- komna í Skíðaskálann og síðan var sezt að snæðingi. Undir borð- um skýrði Jón Eyþórsson, veð- urfræðingur, í forföllum forseta félagsins Geir Zoega frá starfsemi félagsins á árinu. Jón gat þess, að 27 ár væru nú liðin frá því fé- lagið hefði látið reisa fyrsta sælu húsið í Hvítárnesi. Fyrirhugað væri að bæta fleiri húsum við á næstunni en félagið á nú alls 8 sæluhús í óbyggðum. Mikil verk- efni væru framundan og hefðu félagsmenn mikinn áhuga á að byggja yfir starfsemi félagsins í bænum. Félagið opnaði á síðasta ári skrifstofu í Túngötu, þar sem áður var til húsa firmað Kristján Ó. Skagfjörð. Hefur þar síðan færzt um, að hér er síður en svo um „fjárbruðl" að ræða og vona ég að allir þeir sem ekki eru starblindir af pólitísk i ofstæki og hatri á öllum atvinnu rekstri einstaklinga, sjái að hér er allt með felldu og engu þarf að leyna. Það mun óvenjulegt, að jafnódrengilega sé ráðizt að mönnum og fyrirtækjum, sem starfað hafa í þágu atvinnuveg- anna um land allt í samfelld 20 ár, sem hér er gert. Sögumaður Mánudagsblaðsins og Þjóðvilj- ans mun einhvern tíma verða sviptur grímunni, þótt nú vegi hann úr launsátri. Munu og þá þau óhreinu vopn, sem hann beinir gegn mér og forstjóra S. V. R., súnast gegn honum sjálf- um, og hann falla á eigin bragði, eins og títt er um slíka mann- tegund. Sundurliðun á kostnaði við smíði biðskýlis af þeirri gerð, sem um hefir verið rætt, lítur þannig ú Efni ............. kr. 5.692.75 Rafsuða, gas, véla- vinna, málmhúðun — 3.750.00 Greidd vinnulaun — 5.800.00 Kostnaður við rekst- ur fyrirtækisins .. — 3.619.20 kr. 18.861.95 Verkfræðileg störf, teikning og hagn- aður fyrirtækisins kr. 1.596.77 Samtals krónur 20.458.72 Reikningsliður sá, sem nefnd- ur er „kostnaður við rekstur fyr- irtækisins", er heildarsamtala eftirtalinna gjalda: Orlofs, greiðslu vegna helgi- daga, slysatryggingariðgj alda, atvinnuleysistryggingariðgjalda, lífeyrissjóðstillaga, brunatrygg- ingariðgjalda, skatta, útsvara, fé- lagsgjalda, sjúkragjalda og læknishjálpar, rafmagns til ljósa, húsaleigu, símakostnaðar, skrif- stofukostnaðar, viðhalds véla og áhalda, lóðarleigu, endurskoðun- ar, auglýsinga, aksturs. Björgvin Frederiksen. starfað skrifstofa félagsins. Hann minntist á störf Kristjáns Ó. Skagfjörðs fyrir félagið sem hefðu verið ómetanleg og vel unnin. Heiðursfélagi Jón Eyþórsson bauð sérstak- lega velkomna til hófsins, Þor- stein Þorsteinsson fyrrv. sýslu- mann, sem er heiðursfélagi Ferðafélagsins og Sigurð Eggerts- son formann deildar Ferðafélags- ins á Húsavík. 63 ferðir í sumar Þá tók til máls Lárus Ottesen. Hann skýrði frá rekstri félags- ins. Ræddi hann um skrifstofu þess og hve þýðingarmikil hún væri fyrir félagið að ýmsu leyti, til dæmis til upplýsinga- þjónustu. í sumar voru farnar 63 ferðir á vegum félagsins og þátttakendur í þeim ferðum voru rúm 1700. Þá skýrði hann frá því, að gróðursettar hefðu verið 6000 trjáplöntur á vegum félagsins í sumar í Heiðmörk. Hefðu þá alis verið gróðursettar 46 þús. trjáplöntur á vegum félagsins frá upphafi, en það er meira en 20. hluti alls þess sem gróðursett hefur verið í Heiðmörk. Árbækur Þá skýrði Lárus Ottesen frá þvi, að nýlega væri komin út 30. árbók Ferðafélagsins. Er hún um Austfirði austan Gerpis og skrif- uð af dr. Stefáni Einarssyni í Baltimore. Þá eru í undirbúningi næstu árbækur, bók um Húna- vatnssýslu, sem Jón Eyþórsson er að skrifa, bók um Barðastrandar- sýslu eftir Jóhann Skaftason, sýslumann og Suðurjöklar eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Þá gat Lárus þess að félagið ætti nú fimm hringsjár, (útsýnis- skífur). Kortaútgáfa félagsins hefur verið mjög vinsæl. Fjórar kvöldvökur hafa verið haldnar í haust og vetur. Á þessum kvöld- vökum eru sýndar íslenzkár kvik myndir, haldnir fróðlegir fyrir- lestrar og ýmislegt fleira er til skemmtunar. Félagatala Ferðafé- lagsins er nú tæp 5 þúsund, en það er nokkru færra en verið hefur. Fjórar deildir frá félaginu eru starfandi utan Reykjavíkur, á Akureyri, Húsavík, ísafirði og í Vestmannaeyjum. Lárus Ottesen, þakkaði blöð- um bæjarins fyrir gott samstarf við félagið. Hann kvað það hafa eignazt marga velunnara og vini, sem hefðu stutt það og gerðu enn. Ræðuhöld Margir tóku til máls eftir ræðu framkvæmdastjórans. Jón Bjarna son, blaðamaður, þakkaði fyrir hönd fréttamanna, Sigurður Eg- ilsson tók einnig til máls og skýrði frá veginum í Hólmatung- ur. Deild Ferðafélagsins á Akur- eyri hefur lagt fram talsverða fjárhæð til þess að endurbæta veg í Herðubreiðarlindir og deild in á Húsavík einnig lagt fram fé til að endurbæta veginn í Hólma tungur. Þá tóku til máls Helgi Jónasson frá Brennu, Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. sýslumaður, og fleiri. Haldið var til Reykjavíkur er áliðið var orðið dags. Voru allir sammála um að mannfagnaður þessi hefði verið hinn ágætasti og rómuðu mjög móttökur allar. PARÍS 25. nóvember — Meðan þeir Macmillan og Gaillard rædd ust við í kvöld var efnt til mik- illar mótmælagöngu um götur Parísar. Hrópaði mannfjöldinn ókvæðisorð í garð Breta og Banda ríkjamanna — og, að Macmillan skyldi fara lieim hið skjótasta. shrif*ar úr ) daglega lífinu , Verzlanir í jólaskrúða Sundurliðun kostna&ar við smíði biðskýla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.