Morgunblaðið - 28.11.1957, Page 13

Morgunblaðið - 28.11.1957, Page 13
Fimmtiiíín wr 28 nóv. 1857 MORniHMRT 4 Ð l Ð 13 Frá Stromboli til Sfrandgötu fjár, enda er hann gæddur þeim góða kosti bíóstjórans að vera menntamaður og bissnessmaður í senn. En hann býr einnig yfir sér- gáfu, sem aldrei verður ofmetin í þessum „bransa“: mjög næmt auga fyrir því sem hefur hvort- tveggja listagildi og peninga- gildi. Þótt allir viti, að viðgang- ur bíósins sé honum ekki sízt að þakka, „afspísar“ hann fregn- ritarann með einu molto grazie, ef á það er minnzt, og spyr held- ur hvernig honum hafi fundizt Carusella Neapolitana. KVIKMYNDIR * 'v „Borghesegarðinum“. OFTLEGA heyrum við Hafnfirð- inga berja lóm og kvarta yfir því, hve allt menningarlíf suður þar eigi erfitt uppdráttar og visni hver sproti fyrir menningarsólum höfuðstaðarins, enda sæki þeir þangað andlegt fóður sitt. Hitt gera þeir sér ef til vill síður ljóst, að Reykvíkingar sækja Hafnfirðinga heim oft og tíðum sömu erinda, þar sem er Bæjarbíó, sem dregur til sín tug- þúsundir Reykvíkinga ár hvert, og það ekki ófyrirsynju, því að jafnbetri kvikmyndir í einu og sama kvikmyndahúsi eru ekki á hverju strái. En til að fyrirbyggja allan misskilning, skal það fram tekið og undirstrikað, að hér er verið að lofa einn án þess að lasta annan. En með leyfi! Bæj- arbíó í Hafnarfirði er sannarlega snar þáttur í reykvísku kvik- myndahúslífi og vert að því sé gaumur gefinn. Evrópskt gestaboð Það var árið, sem hafnargarð- urinn í Hafnarfirði seig tvo metra, eða 1945, sem Bæjarbíó var stofnað, en Reykvíkingum var harla lítið kunnugt um til- veru þess, utan það væri hús, fyrr en 1954, er nafn þess hljóm- aði allt í einu af hvers manns vörum. Og spöruðu menn sann- arlega hvorki við sig tíma né strætisvagnapeninga, því að þeir ætluðu í Bæjarbíó. Hitt var þó sínu athyglisverðara, að það sem réði ferðinni var blýföst trúa manna og reyndar vissa, að suður með sjó væri risið upp kvik- myndahús, sem hefði nær ein- vörðungu til sýnis listagóðar myndir eftir dáða meistara meg- inlandsins. Og sjá! Hér sátu me- gestaboð heimsins snillinga sem Fredrico Fellini, V .torio Sica, Luchino Visconti, Marcel Carné, Luis Bunuel, Carl Dreyer, Alberto Lattuada, Claude Autant- Lara, Henri-Georges Clauzot, Luciano Emmer og annarra ó- dauðlegra. maður lætur einskis ófreistað í leit sinni að einhverjum lista- verkum úti í Evrópu kvikmynda- húsgestum til augnayndis og menntunar og Hafnfirðingum til Spurt og svarað um Bæjarbíó Sp. Hvenær og hvernig hófst viðgangur bíósins? Sv. Um 1950, er við hófum sjálf stæðan innflutning á kvikmynd- um. Áður höfðum við leigt mynd- ir frá kvikmyndahúsunum í Reykjavík, en margir Hafnfirð- ingar höfðu þegar séð myndirn- ar í Reykjavík, svo að oft var sýnt fyrir tómu húsi áhorfenda og talið úr tómum kössum. Kvik- myndahúsinu var í upphafi ætlað að afla fjár til byggingar elli- heimilis í Hafnarfirði. Eitthvað ■ varð að gera. ! Sp. Hvernig fór með elliheim- ilið? Sv. Sérðu stóra húsið þarna upp með læknum, Sólvang? Sp. Mæltist ekki sjálfstæðis- brölt ykkar illa fyrir? Sv. Við erum ekki lengur í Félagi kvikmyndahúseigenda. Sp. Hvers vegna fóruð þið inn á Evrópumarkaðinn? Sv. Sumpart vegna þess að við áttum ekki annars úrkosti, þar ?or” T'miosarrétt'”' :• bandarísk- IJr „Laun óttans“. Reknetaacork fyrirliggjandi. Maðurinn bak við tjaldiu Helgi Jónsson heitir maðurinn, sem hafið hefur Bæjarbíó Hafn- arfjarðar til vegs og auðs. Stýrt hefur hann bíóinu frá upphafi, og er hann því orðinn æði „for- filmaður“ eða forframaður í film- verkinu. Þessi sívakandi elju- Borgartúni 7 SÍMI 22235. um myndum er í höndum ann- arra, en auk þess álitum við, að Evrópumyndirnar ættu erindi til íslendinga. Sp. Sýnir Bæjarbíó þá ein- göngu Evrópumyndir? Sv. Nærri því — 90%. Sp. Hvaða mynd olli straum- hvörfum í sögu Bæjarbíós? Sv. Tvímælalaust „Anna“, sem sýnd var árið 1954 og yfir 30 þús- und manns sáu. Sp. Hefurðu nokkra skýringu á vinsældum „önnu“? Sv Fyrst og fremst Silvana Mangano sjálf, í öðru lagi tón- iistin í myndinnt, en síðast en ekki sízt: myndin skírskotaði til tárakirtlanna og íslendingar eru viðkvæmir fyrir sorg og gleði. Sp. Hvaða myndir hafa verið bezt sóttar? Sv. „Anna“, „Vanþakklátt hjarta“, „La Strada“, „Glötuð æska“, „Carusella Neapolitana“, „Lokaðir gluggar", „Morfín", „Fanfan“, „Laun óttans“...... Sp. Hvaða mynd hefur verið verst sótt og óverðskuldað? Sv. „Orðið“ eftir leikriti Kaj Munks, undir stjórn Carl Drey- ers. Sp. Er nokkur „uppskrift" að þeim myndum, sem íslendingum geðjast einkanlega að og telja „góðar“? Sv. Því er ekki auðsvarað, en þeir hrífast mjög af snöggum umskiptum sorgar og gleði — og svo „happy-end“. En þetta er ekki einhlítt. Sp. Hver er helzti ókosturinn við að standa fyrir bíói, sem er eign hins opinbera? Sv. Að allir hafa meira vit á rekstri þess en ég. Sp. Áttu sem bíóstjóri nokkra sérstaka ósk þér til handa? Sv. Sanngjarna kvikmynda- gagnrýni, sem byggð er á þekk- ingu. — ★ — Það er dálítill tími liðinn síð- an viðtal þetta við Helga Jóns- son bíóstjóra var skráð. En hann hefur bersýnilega verið venju sinni trúr, þar sem að undanförnu hefur hver Evrópumyndin rekið aðra, hver annarri betri. Nú upp á síðkastið „Sumarævintýri" og „Norskar hetjur“. Alter Ego. Fremsögn 09 dansstjórn STUTT námskeið verður haldið á vegum Landssambandsins gegn áfengisbölinu um næstu helgi. Verður þar kennd framsögn og dansstjórn. Námsskeiðið hefst í Edduhúsinu kl. 8 á föstudags- kvöldið. Þátttökugjald er ekkert. Karl Guðmundsson leikari og Sig ríður Valgeirsdóttir leiðbeina á námskeiðinu. Rú&ugler 2 mm, 3 mm, 4 min í heilum kössum og skorið eftir máli. •4% Stúdentafélag Reykjavíkur Fullveldisfagnaður félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu 30. nóv. 1957 og hefst með borðhaldi kl. 18.30 stundvíslega. D a g s k r á : 1. Hófið sett: formaður Stúdentafélags Reykja víkur, Sverrir Hermannsson. 2. Ræða. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. 3. Gamanþáttur: Lárus Pálsson, leikari. 4. Glúntasöngur: Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. 5. D a n s . Almennur söngur meðan á borðhaldinu stendur. Brýnt fyrir fólki að koma stundvíslega. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðisúsinu fimmtudaginn 28. nóvember kl. 5—7 síðdegis og föstudaginn 29. nóv. Allur ágóði rennur í Sáttmálasjóð. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.