Morgunblaðið - 28.11.1957, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.11.1957, Qupperneq 18
18 MORCT’NfíT 4Ð1Ð Fimmtudagur 28. nóv. 1957 Hið sigursæla lið Hreyfilsmanna. Bílstjórar á HreyiSi sigursæiir í knatt- spyrnu ÞEIM, sem leiða eiga um Hring- brautina á sumrin verður stund- um litið heim að Valsheimilinu við Hlíðarenda. Úr því að klukk- an fer að nálgast 5 má þar títt sjá fjölda spegilfagurra bifreiða lagt heima við hús í skipulegri fylkingu. Vegfarandanum flýgur sitthvað í hug. Skyldu Valsmenn eiga svona margar og fagrar bif- reiðir, eða er hér um bifreiða- sýningu að ræða. Nei, hvorug þessara tilgátna er rétt. Heldur stendur þannig á þarveru bifreið- anna að bifreiðastjórar úr Knatt- spyrnufélagi bifreiðastöðvarinn- ar Hreyfils eru staddir á Valsvelli og þjálfa sig í knattspyrnu. Síðastliðið sumar þjálfuðu bifreiðastjórarnir tvisvar í viku i hverri allt frá því síðast í maí mánuði og til septemberloka. Þjálfari þeirra var Englending- urinn Alexander Weir, sem dvald ist hérlendis á vegum Vals. Alls eru um 300 bifreiðastjórar sem aka frá stöð Hreyfils og eru 60 þeirra meðlimir í knattspyrnu- félaginu, en milli 20 og 30 stunda æfingarnar að staðaldri. ar til Reykjavíkur og sigruðu þeir Hreyfilsmenn með 3 mörk- um gegn 2. í þessari ferð var einnig háð skákkeppni og þar sigruðu Hreyfilsmenn glæsilega, en mjög góðir skákmenn eru í röðum Hreyfilsmanna og hafa þeir sérstakt taflfélag starfandi innan stöðvarinnar. ‘ , ★ A hverju sumri fer fram sér- stök knattspyrnukeppni milli bif- reiðastöðvanna í Reykjavík. Hreyfilsmenn hafa mörg undan- farin ár sigrað í þessari keppni og gerðu það einnig í sumar og unnu þar með bikarinn sem í umferð var til eignar. Þeir sigr- uðu B. S. R. og Bæjarleiðir með 3:0 og Borgarbílstöðina með 3:1. Starfsemi knattspyrnufélags- ins hefir aldrei staðið með meiri blóma en síðastliðið sumar og jafnmarga kappleiki á einu leik- tímabili hefir félagið ekki háð áður. Nú þegar veturinn er geng- inn í garð flytja Hreyfilsmenn sig inn í hús með íþróttastarfsemi sína og iðka handknattleik. Hand knattleiksmót með þátttöku bif- reiðastöðvanna hefir einnig far- ið fram, og gengu Hreyf- ilsmenn með sigur af hólmi í ár. ★ í stjórn knattspyrnufélagsins eru nú Ólafur Jakobsson, for- maður Karl Fillipusson, vara- formaður, Jón Sigurðsson gjald- keri, Brynleifur Sigurjónsson rit- ari og Helgi Ágústsson meðstjórn andi. Sinióníutónleikar í Þlóðleikhúsinn TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm-. sveitar íslands í Þjóðleikhúsinu j í fyrrakvöld voru mjög ánægju- legir. Efnisskráin var í senn fög- ur og ;,aðgengileg“, sem kallað er. Tónleikarnir hófust með „Frei schútz“-forleiknum eftir Weber. Þetta undurfagra rómantíska verk fannst mér nokkuð dauft í meðferð hljómsveitarinnar, og skorta innri „spennu“. Stjórnand inn, Wilhelm Schleuning, gerði þó sitt bezta, en sveitin naut sín betur síðar á tónleikunum, Næsti liður var þrjár óperuaríur eftir Mozart, sungnar af Guðrúnu Á. Símonar með miklum yfirburð um, þrátt fyrir stuttan tíma til undirbúnings. Varð hún að syngja aukaaríu (úr Tosca eftir Puccini). Fögnuðu áheyrendur henni ákaft, enda var söngur hennar mjög glæsilegur. Svo kom aðalverkið eftir hlé- ið: C-dúr sinfónían eftir Schu- bert, sem ýmist er talin vera nr. 7 eða 9. Talan skiptir hér minnstu máli, þó mun 9 vera rétt ara, því verkið er samið 6 mán- uðum fyrir dauða tónskáldsins. Hann dó 1828, 31 árs að aldri. Hvílíkt afrek að semja slíkt verk í sumar léku Hreyfilsmenn 16 kappleiki, sigruðu í 7, gerðu 5 jafntefli og töpuðu 4 leikum. Skoruðu samtals 41 mark gegri 27. Þeir sem leikið var gegn voru ýmsir starfsmannahópar, svo sem múrarar, prentarar, Starfsmanna félag Keflavíkurvallar og starfs- mannalið beggja flugfélaganna. Auk þess léku Hreyfilsmenn 2 leiki við sjóliða af brezka eftir- litsskipinu Hound og varð jafn- tefli í bæði skiptin. Þá var og leikið gegn liðum íþróttafélaga í Hafnarfirði og Sandgerði. Bifreiðastjórar Hreyfils hafa og um margra ára skeið haft sam starf við bændaskólann á Hvann- eyri og keppt við þá Hvanneyr- inga í knattspyrnu ýmist hér í Reykjavík eða á Hvanneyri. Síð- astliðið vor komu Hvanneyring- „Einvígi" milli Gnðm. Gíslosonnr og Pótnrs í 100 m. skriðsundi Auk þess sundknattleikur á móti í kvöld I K V Ö L D fer fram í Sundhöllinni Reykjavíkurmeistaramótið í sundi og sér Sundráð Reykjavíkur um það. Keppt er í sex sund- gieinum karla og kvenna og auk þess fer fram leikur í sundknatt- ieiksmeistaramóti Reykjavíkur milli Ármanns og Ægis, en þau íélög berjast um meistaratitilinn. á tæpum mánuði. Og hvílíkt hneyksli er ekki sagan um það, hversu illa gekk að koma þessu himneska verki á framfæri lengi vel. En svo bregðast krosstré, sem önnur tré, og þeir „músík- ölsku“ gera einnig sínar hosur grænar þegar því er að skipta. Þetta er saga sem sífellt endur- tekur sig. Sinfónían hefur áður verið flutt hér ágætlega undir stjórn Ro- berts A. Ottóssonar. Það var því óblandin ánægja að heyra hana nú aftur ágætlega flutta, því yf- irleitt tókst uppfærslan mjög vel. Schleuning stjórnaði verkinu af mikilli innlífun og nákvæmni og hljómsveitin fylgdi honum prýði lega í einu og öllu. Hefi ég sjald an heyrt fegurri og samstilltari hljóm hjá sveitinni en nú í þessu verki. Það er elcki vansalaust, að ekki skuli vera útselt í hvert sinn sem Sinfóníuhljómsveitin leikur. En mikið vantaði nú á að svo væri. Ég hygg að eina úrræðið til umbóta sé að safna „áskrif- endum“. Er slíkt fyrirkomulag víðast tíðkað og þykir gefast bezt. Væri ekki rétt að athuga það? _ P. f. Nýjor bækur Röðulsútgófunnur Keppnisgreinar og keppendur Keppnisgreinarnar eru 100 m skriðsund karla, 100 m skriðsund kvenna, 400 m skriðsund karla, Englund vunn Frukklund 4:0 LUNDÚNUM, 27. nóv. — Eng- land vann landsleik í knatt- spyrnu gegn Frökkum í dag, með ! 4 mörkum gegn engu. í hálfleik var staðan 3:0. Leikurinn fór fram á Wembley-leikvanginum. Englendingar náðu frábærum leik og þegar á 3. mín. skoraði Tommy Taylor. Frakkar voru með ungt og óreynt lið og í síð- ari hálfleik náðu þeir að sýna svolítið af þeim leik sem þeim hafði verið ætlað. Sýndu þeir þá nákvæman samleik, sem þó bar ekki árangur í mörkum. Markvörður Frakka, nýliði, Abbe að nafni, vakti stórkost- lega athygli. Varði hann æ of- an í æ hnitmiðuð skot. Síðast léku Englendingar og Frakkar fyrir 2 árum. Þá unnu Frakkar með 2:0. ISLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ Kvöldfagnaöur Íslenzk-ameríska félagið efnir til kvöldfagnaðar í Sjálfstæðishúsinu, föstudaginn 29. nóvember kl. 8,30 e.h. Til skemmtunar verður: Ávarp: Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra Einsöngur: Kristinn Hallsson, óperusöngvari. Þjóðdansar: Flokkur úr Þjóðdansafél. Rvíkur. D a n s . Aðgöngumiðar að kvöldfagnaðinum verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Nefndin. 200 m bringusund karla, 100 m baksund karla og 200 m bringu- sund kvenna. Vegna þátttökuleys is fellur niður keppni í 100 m flugsundi. Þetta er annað tveggja sund- móta á árinu þar sem keppt er eingöngu í hinum kassísku sundgreinum — sleppt öllu gamni með 50 m spretti, en grein- arnar krefjast góðrar þjálfunar og að þessu sinni eru allir beztu sundmenn landsins meðal kepp- enda t. d. Ágústa Þorsteinsdóttir, Guðmundur Gíslason, Pétur Kristjónsson, Valgarð Egilsson og Ólafur Guðmundsson svo ein- hverjir séu nefndir. Keppnin verður áreiðan- lega hörð t. d. milli Guðm. Gíslasonar og Péturs í 100 m skriðsundi. Þá verður ekki síður skemmtilegt að sjá sundknattleikinn. L V. liefur vetrarstarfsemina LEIKFÉLAG Vestmannaeyja er um þessar mundir að hefja vetr- arstarfsemi sína — og er þetta 47. starfsár félagsins. Höskuldur Skagfjörð, leikari úr Reykjavík, hefur að undanförnu dvalizt i Eyjum og stjórnað æfingum á stuttum norskum söngleik, „Upp til selja“, sem var vel þekktur hér fyrr á árum. í lok næstu viku munu sýningar síðan hefj- ast, en jafnframt söngleiknum verða skemmtikraftar fengnir úr Reykjavík til þess að auka á fjölbreytnina — og má segja, að um eins konar kabarett verði að ræða. Höskuldur Skagfjörð mun og hafa á hendi stjórn næsta leik rits, sem Leikfélag Vestmanna- eyja setur á svið, en það ar „Lykill að leyndarmáli". Æfing- ar eru hafnar, en vegna flenz- unnar hafa þær orðið færri en ella svo að sennilega verður leik- ritið ekki sýnt fyrr en eftir ára- mót. BÓKAÚTGÁFAN Röðull í Hafn- arfirði, hefur nú sent frá sér all- ar bækur sínar á þessu ári, fyrir j eldri lesendur og hina yngri, alls 10 bækur. Oliver Steinn sem fyr- ir nokkrum árum var verzlun- arstjóri ísafoldarbókabúðar veit- ir nú bókaútgáfu þessari for- stöðu. Meðal þessara bóka er t.d. bók j eftir Peter Freuchen „f hrein- skilni sagt“, í þýðingu Jóns Helga sonar ritstjóra. — Er hún nær 300 bls. að stærð. Þar er sagt frá ævi þessa merka manns og fræga landkönnuðar, sem gisti ísland í fyrravor, en lézt á síðast- liðnu hausti. Bókin hefst á því að Freuchen segir frá bernsku- árum sínum, síðan námsárum í Kaupmannahöfn. Hann segir frá Grænlandsferðum sínum, kynn- um af eskimóum, hjónabandi sínu og eskimóakonunnar, er var fyrri kona hans, frá ýmsum ævintýr- um og mannraunum í Grænlands ferðum sínum og leiðangrum. Virðist manni þessi kempulegi maður tala beint til manns af síðum bókarinnar, í mikilli hrein skilni. Bókin er prentuð í Leiftri. Þá er mikið skáldverk eftir Erich Maria Remarque, hinn heimskunna höfund skáldverk- anna frægu, Tíðindalaust á Vest- urvígstöðvunum, Vinirnir og Sig- urboginn. Heitir þessi bók hans, sem kom út í Danmörku og Þýzka landi í fyrra: „Fallandi gengi“. Höfundur segir m. a. í formála: „Ásakið mig því ekki þó ég líti um öxl til hinna söguríku ára, þegar vonin sveif yfir okk- ur eins og fáni, og við trúðum á svo varhugaverða hluti sem mannkærleika, réttlæti og um- burðarlyndi, trúðum því einnig að ein heimsstyrjöld hlyti að vera hverri kynslóð nægileg til kenningar". „Fallandi gengi", fjallar um þýzkan hermann, sem kominn er heim og ungur glataði æsku sinni í heimsstyrjöldinni fyrri og er m. a. i skáldaklúbb bæjarins. Sagan gerist þá er þýzka markið • „brann upp“ á skömmum tíma og segir fró áhrifum gengishruns- ins á daglegt líf fólks. Þessi bók kemur á þessu ári út víða, t. d. í Svíþjóð, Bretlandi og Ameríku. Hún heitir á þýzku „Der Schwarze Obelisk" og hef- ur Andrés Kristjánsson blaða- maður þýtt hana, en bókin er rúmlega 350 blaðsíður. Hún er prentuð í Rún. Þá er sveitaróman eftir Margit Sönderholm: Bræðurnir. — Er þetta skáldverk um bræður tvo, annan sem er í utanríkisþjónustu suður í Vínarborg, en hinn er liðsforingi og kvennagull. Sönd- erholm er kunn hér á landi. Þetta er 270 bls. bók og hefur Skúli Jensen þýtt hana. Hún er einnig prentuð í Rún. Loks er svo sjómannasaga: „Svalt er á seltu“. Er þar greint frá sannsögulegum atburðum í ler Freuchen skerjagarði Noregs, er skip eitt fórst þar og lýst lífi eyjaskeggja sem við sögu koma. Orti norska skáldið Överland mikið kvæði um þá atburði er greinir frá í bókinni, en hún kom út í fyrra í Noregi. Höfundurinn er Oddm Ljone. Loftur Guðmunds- son blaðamaður, þýddi þessa bók og heitir hún á frummálinu: „Menn fra Havet“. Hún er tæp- lega 240 bls. að stærð. Frá Alþingi FUNDIR verða í báðum deildum kl. 1,30 í dag. í efri deild verður 2. umr. um frumv. um fyrningar- afskriftir. í neðri deild 3. umr. um frumv. um búfjárrækt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.