Morgunblaðið - 28.11.1957, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.11.1957, Qupperneq 20
VEÐRIt AUhvass austan, rigning síðdegis 271. tbl. — Fimmtudagur 28. nóvember 1957 Hvassviðri í kirkjum Sjá grein á bls. 11. Þessi mynd er aí einu málverka Kristjáns heitins Magnússonar, listmálara, er verið hafa til sýnis undanfarið á vegum listkynningar Mbl. Heitir það „Ófullgerð hugmynd". Prófkosning Sjálf- stæðismanna hafin KJÖRNEFND Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem vinnur að því að gera tillögur um frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar, hefur ákveðið að láta fara fram almenna prófkosningu um val manna á listann. Tii undirbúnings þessarar almennu prófkosningar voru með- limir Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna fyrst beðnir um að benda á menn, sem þeir teldu æskilegt, að kæmu til greina við uppstill- ingu listans. Á grundvelli þeirra ábendinga var svo gerður listi með 50 nöfnum til leiðbeiningar fyrir þátttakendur í prófkosning- unni. Þrátt fyrir það, er hin almenna prófkosning algjörlega ó- bvndin, þannig að menn geta kosið hvern sem er. Rétt til að taka þátt í prófkosningunni hafa allir skráðir með- limir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og einnig aðrir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins, sem eru á kjörskrá í Reykjavík. Með- limir Sjálfstæðisfélaganna fá send kjörgögn, en aðrir kjósendur greiða atkvæði í kjörklefum í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu. Hafi kjörgögn ekki komizt til skila til félags- bundinna manna geta þeir kosið í Sjálfstæðishúsinu. Prófkosningin hefst í dag og lýkur þriðjudaginn 3. desember kl. 10 e. h. Hægt er að kjósa í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins dag- lega frá kl. 9—12 og 1.30—7. A sunnudaginn verður skrifstofan opin frá kl. 2—4 og á mánudags- og þriðjudagskvöld til kl. 10 e. h. ísspangir á siglingaleið— borgarísjakar strandaðir Nokkrir tugir létust hér í bœ INFLÚENZAN er nú verulega í rénun hér í Reykjavík. Allmikið Séð verði fyrir bílastæðum BÆJARRÁÐ hefur lagt fyrir for ráðamenn tveggja stórhýsa sem í ráði er að reisa hér í bænum, að aðilar taki þátt í kaupum á lóð- um undir bílastæði í nágrenni þessara bygginga. Það var skipulagsnefnd bæj- arins sem gerði um þetta tillögu til bæjárráðs. Byggingar þær sem um ræðir eru Iðnaðarbankinn, sem nú á óbyggða lóð í Lækjar- götu 10B og eigendur Laugavegs 18, Vegamót hf., en hús það sem þar stendur nú, timburhús, hafa eigendur auglýst til brottflutn- ings. izt hærra verð fyrir togarafarm í fisk og gerðist það 1946. Þessi brezki togari er af mjög líkri gerð og íslenzku nýsköpun- artogararnir. Hann er 742 rúm- lestir. — Skipstjóri hans heitir George Argumont, ættaður frá Hull og er 39 ára. Mestallur afl- inn fékkst undan Hvarfi á Græn- landi. Það var mestallt tómur þorskur og engin ýsa. Skipstj. hefði veitt meira, ef ekki væru hinar sérstöku reglur um há- marksafla togara. Samkvæmt þeim skal verð alls þess afla sem er framyfir 3800 kit fara til ehknasjóðs togaramanna. Skipstjórinn sagði, að þetta hefur þó á því borið, að hinir sjúku hafi verið lengi að ná sér til fullnustu og verið í þeim limpa. Hefur þetta t. d. nokkuð látið á sér bera hjá börnum. ★ í þessum inflúenzufaraldri hef- ur nokkuð dáið af fullorðnu fólki, sem vegna aldurs hafði ekki nægan viðnámsþrótt og lækn- ar hafa rakið dánarorsakir til inflúenzunnar. Mun hið aldraða fólk hér í Reykjavík skipta nokkr um tugum, sem látizt hefur af völdum inflúenzunnar, ★ Eins og nú er háttað heilsu- fari bæjarbúa almennt, þá er það ekki tiltakanlega slæmt, miðað við hve stutt er síðan inflúenzan var hér á háu farsóttarstigi. væri mesti afli, sem hann hefði fengið. Togað var í sjö daga í frekar slæmu veðri. Á heimleið inni fengu þeir storm. Ástæðan til hins háa verðs var ekki nein sérstök gæði fisksins, heldur að- eins fiskskorturinn á markaðn- um. Afli þessa eina togara var fjórðungur af öllum fiski á mark aðnum í Hull þennan dag. Tveimur dögum eftir þessa sölu brezka togarans St. Brit- wins seldi íslenzki togarinn Jón forseti í Hull 2617 kits fyr ir 9.969 sterlingspund, sem er hlutfallslega nokkru lægra verð en hinn brezki togari hlaut. Gullfoss í jólaferð- inni fil Hafnat GULLFOSS fór héðan í gær- kvöldi, með vörur og slangur af farþegum til Færeyja, Hamborg- ar og Kaupmannahafnar. Varð skipið síðbúið og fresta varð brottför til kl. 8, þar eð ekki var lokið að setja í skipið allar vörur á hinum áætlaða brottfarartíma. Þetta er síðasta ferð Gullfoss til Kaupmannahafnar fyrir jól. Hing að kemur hann kringum miðjan desember. Að venju fer hann svo „jólaferðina" vestur og norður til Akureyrar 17. des. Vín í opinberum veizlum Á FUNDI sameinaðs þings í gær var haldið áfram umræðum um tillögu þá, sem flutt er af 3 þing- mönnum um að hætta skuli vín- veitingum á kostnað ríkis og rík- isstofnana. Tillaga þessi hefur áð- ur verið rædd og í gær voru enn nokkrir menn á mælendaskrá, er fundartími var úti. Höfðu þá þeir Pétur Ottesen og Bernharð Stef- ánsson flutt ræður, og varð all- hörð orðasenna milli þeirra. Við upphaflegu tillöguna eru komnar fram 2 breytingatillögur eins og frá var skýrt í Mbl. sl. föstudag. Lömb bólusett gegn garnaveiki BÆ, Höfðaströnd, 27. nóv. — Til sveita hér um slóðir stingur flenzan sér enn niður á bæ og bæ. Tíðarfar hefur verið hér gott und anfarið, snjólaust og fénaði beitt. Hér er nú hafin bólusetning lamba gegn garnaveiki í Hofs- hreppi, alls munu kringum 800 lömb verða bólusett. Stefán Sigmundsson á Hlíðarenda, ferð- ast milli bæja þessara erinda, en hann lærði af starfsmanni frá Keldna-stöðinni. Fé bænda í vestanverðum Eyjafirði, en þar kom líka upp garnaveiki, mun einnig verða bólusett »ú á næst- unni. — B. ER lesnar voru veðurfregnir í gær, fylgdu þeim þrennar til- kynningar um hinn forna fjanda, hafísinn. — í gærkvöldi hringdi fréttaritari Mbl., Björn í Bæ á Höfðaströnd, og sagði að þaðan blasti við mönnum óvenjuleg sjón, því stóreflis ísjaki virtist strandaður út af Drangey. í gærkvöldi klukkan að ganga 7, sendi vitavörðurinn á Látra- vík skeyti til veðurstofunnar um að þar væri skammt undan landi og á venjulegri siglingaleið tveggja mílna löng ísspöng austan við Horn. Suðaustur af vitanum var allstór hafísjaki strandaður. Björn Pálsson flugmaður var á flugi við Gjögur um klukkan 2 í gærdag og sá þar strandaðan stór an borgarísjaka, þrjár mílur und- an landi fyrir utan vitann. í gærmorgun hafði Siglufjarð- artogarinn Hafliði siglt hjá haf- ísspöng 6 mílur norðaustur af Horni, og jakar voru á siglinga- leið frá Horni að Dragál. Séð frá Bæ á Höfðastr. er borg- arísjakinn stóri út við Drangey, líkastur herskipi, sem er á sigl- Vöruskiplajöfnuður- inn óhaqslæður SAMKVÆMT skýrslu Hagstof- unnar hefir vöruskiptajöfnuður- inn orðið óhagstæður um 246,2 millj. kr. fyrstu tíu mánuði árs- ins. Út hefir verið flutt fyrir 774,2 milljónir en inn fyrir 1020,4 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 254,7 millj. kr. í október var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 31,4 millj. kr. Innflutningurinn nam 104,9 millj., en útflutningurinn 73,5 millj. kr. í fyrra var jöfn- uðurinn óhagstæður um 13 millj. kr. í október. NÆSTI fundur verður á föstu- dagskvöldið kl. 8,30 í Valhöll. Þá verður málfundur og verða á- fengismálin á dagskrá. Framsögu menn verða Grétar Kristjánsson, stud. jur. og Gunnar Tómasson, Verzlunarskólanemi. ingu „til þeirra á Sauðárkróki“, sagði Björn í Bæ. Það er mjög sjaldgæf sjón á síðari árum að sjá stóran hafísjaka sem þennan. Kvöldvaka á Akranesi í KVÖLD kl. 8,30 efna Sjálfstæð- iskonur á Akranesi til kvöldvöku á Hótel Akranesi. Spiluð verður félagsvist og sýnd kvikmynd. Frú Auður Auðuns, forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur, og frú Ragnhildur Helgadóttir, alþing- ismaður, flytja ávörp. — Allar Sjálfstæðiskonur eru velkomnar. F ullveldisf agnað- ur Heimdallar HEIMDALLUR, F.U.S., efnir til fullveldisfagnaðar í Sjálfstæðis- húsinu 1. desember n.k. og hefst hún kl. 8,30 e.h. Dagskrá: Ávarp, einsöngur, upplestur, gamanvísur og eftir- hermur og dansað til kl. 1. Eins og sjá má hér að ofan er Baldvin Tryggvason. mjög vandað til dagskrárliða, og er dagskráin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þar koma fram m.a. Baldvin Tryggvason, lögfr., varaform. Heimdallar, sem mun flytja ávarp, og minnast fullveld- isins, Kristinn Hallsson, óperu- söngvari, Karl Guðmundsson leik ari o. fl. Verði aðgöngumiða er stillt mjög í hóf og því vissara að tryggja sér miða í tíma. Aðgöngu miðapantanir í síma 17103. Af- hending miðanna verður í Sjálf- stæðishúsinu á sunnudag frá kl. 2 e.h. Togari af Grænlandsmiðum sefur sölumef í Huli St. Britwin seldi afla sinn fyrir 16,388 £ HULL-TOGARINN St. Britwin seldi afla sinn af Grænlandsmiðun: nýlega í heimaborg sinni, Hull, og fékk fyrir hann verð, sem ekkí hefur áður þekkzt þar. Aflinn var 4127 kit og fékk togarinn fyrii það 16.388 sterlingspund, en það jafngildir um 810 þús. kr. (skv binu skráða gengi krónunnar). Aðeins einu sinni áður hefur feng- Hull, en það var fyrir hausaðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.