Morgunblaðið - 01.12.1957, Side 3

Morgunblaðið - 01.12.1957, Side 3
Sunnudagur 1. des. 1957 MORGVHBLAÐIÐ Ú r verinu Eftir Einar Sigurðsson Togararnii Fyrri hluta vikunnar var sunn an og suðvestan átt, hvasst á köfl um. Eru þetta yfirleitt beztu átt- irnar fyrir vestan, þar sem skip- in eru aðallega að fiska. Er þarna ekki eins hvasst í þessum áttum og hér syðra. En það eru ekki að sama skapi góðar fiskiáttir, eink- um vestlæga áttin Þessa viku hefur verið is yfir öllum djúpmiðum út af Vest- fjörðum, allt frá Austur-Halan- um og austur fyrir Horn. Er þarna mikill ís á stóru svæði, og hefur einstaka ísspangir og ísjaka rekið alla leið upp undir land. Ef breytir til austanáttar, er lík- legt, að ísinn lóni frá aftur. Aflabrögð hafa verið mjög lé- leg, einkum vegna þess að togar- arnir hafa ekki komizt á feng- saelustu miðin. Hafa þeir verið að skaka til og frá á grunnmiðum. 2—3 togarar hafa farið austur fyrir land, og frétzt hefur um eitt skip fyrir vestan Grænland, Jón Þorláksson, en um afla er ókunnugt. Það hefur ekki verið jafnfisk- laust og nú síðan fyrir stríð. Fisksölur erlendis. Svalbakur 127 tn. DM. 80562 Norðlend. 127 tn. DM. 68905 Ól. Jóh. 125 tn. £ 8210 Sk. Magn. 107 tn. £ 5664 Egill Sk. 162 tn. £ 9900 Skúli Magnússon fékk sinn afla í Hvítahafinu, og virðist þar vera sízt betra til fanga en á heima- miðum. Fisklandanir innanlands Þ. Ing. saltf. 93 tn. 20 d. Úranus ísfisk 163 tn. 12 d. J. forseti ísfisk 43 tn. 7 d. ReykjavíL í þorska- og ýsunet hafa afla- brögð verið mjög léleg þessa viku þó fékk einn bátur, Kári Sólmund arson, einn daginn tæpar 13 lest- ir af stútung og ýsu eftir nóttina. Aflinn hjá hinum netjabátun- um hefur verið %—2 lestir í róðri. Hjá línubátum var reytingsafli, 2—3 lestir í róðri, en seinni hluta vikunnar var aflinn rýr. Handfærabátar hafa ekki róið þessa viku vegna óstilltrar veðr- áttu. Keflavík Gæftir hafa verið góðar þessa viku, þegar tillit er tekið til árs- tíðar, hafátt var og milt veður, ekki stormur, en stundum bræla. Veðurspáin hefur oft bent til verra veðurs en varð, og hafa menn jafnvel setið í landi fyrir að taka of mikið tillit til spárinn- ar. Hjá reknetjabátum hafa afla- brögð verið sæmileg, 40—100 tn. á bát og komizt upp í 215 tn. Var það Heimir, sem fékk þann afla einn daginn. Síldveiðarnar byrjuðu yfirleitt upp á nýtt 21. þ.m. Hæsti bátur- inn síðan er Von II, með 770 tn., annar er Hilmir með 725 tn. og þriðji er Heimir með 620 tn. ( í 6 lögnum). Bátarnir eru yfirleitt djúpt í Miðnessjónum og alla leið út á Skerjadýpi. Veiðin er álíka mikil í Grindavíkursjónuin og í Miðnes sjónum, og virðist síldin þar öllu stærri og fallegri. Áherzla er lögð á að frysta sem mest af síldinni, hitt er saltað. Hjá reknetjabátum er lélegur afli, en er þó heldur að glæðast, er nú allt upp í 3 lestir í umvitj- un. Akranes Reknetjabátarnir voru á sjó 4 daga vikunnar, en þó ekki al- mennt nema 3. Afli hefur verið 30—240 tn. í róðri og mjög misjafn. Hæstu bátarnir síðan síldin tók að veið- ast, eru Keilir með 1060 tn. (10 sj.f.) og Höfrungur með tæplega 1000 tn., en þessir bátar voru báð ir að veiðum þegar síldin kom. Einn bátur, Svanur hefur fengið 525 tn. í 3 lögnum. Síldin er fryst og söltuð jöfn- um höndum og þó meira fryst. Togarinn Bjarni Ólafsson er í viðgerð í Þýzkalandi og verður þar fram undir jól. Akurey er á útleið með rúm 100 tn. af ísfiski. Nokkrar trillur, sem róa með línu, afla sáralítið. Er það áhyggjuefni manna, hve lítið afl- ast nú orðið á línu í Faxflóa allan ársins hring. Vestmannaeyjar Hvað skyldi k>essi bjarmi boða ? fyrir nokkrum árum fyrir lítið Séra Þorsteinn Jóhannesson fyrrv. prófastur fé, er nú verið að kaupa þangað aftur fyrir tvöfalt verð. Nú er ekki ófróðlegt að gera sér nokkra grein fyrir mikilvægi þessara veiða. í göngufiski á vetr arvertíð er ekki óalgengt, að mað urinn dragi allt upp í 2 lestir af fiski yfir daginn. Hér hefur afl- inn tíðast verið við 1 lest á mann. Að vísu er tröppugangur á þessu eins og gerist og gengur. 5, 6 og 7 lestir yfir daginn er góður afli á bát, þó ufsi sé, sem hér veiðist mest. Aflinn er mun minni á línuna og í netin. Og hvað er aflinn á mann á togur- unum. Vart meira en 300—400 kg yfir sólarhringinn eins og afla- brögðin hafa verið undanfarið. Gott hefur þótt, ef náðst hafa 10 lestir yfir sólarhringinn. Á togurunum eru 30 menn. En svo er önnur hlið á þessu máli sem er ekki' síður athyglis- verð, og það er kostnaðarhliðin. Þar er tvennu ólíku saman að jafna, að gera út á handfæraveið I vikunni var tíð rysjott og oft ( ar Qg SVQ jjnu_ netja- eða tog- hvasst á sunnan og suðaustan. veiðar_ Þá er hl.áefnið; fiskurinn, ekki amalegt til hvers sem er. Það er ekki verið að vekja hér athygli á handfæraveiðunum, til þess að kastað sé frá sér í einni svipan því, sem fyrir er, en vafa- lítið væri mörgum manninum hagkvæmt að gefa þessum veiði- skap meiri gaum en gert hefur verið. Það skyldi þó aldrei vera, að verulegur hluti af vélbátaflot anum ætti innan tíðar eftir að stunda meira og minna hand- færaveiðar. Alla daga vikunnar voru samt einhverjir af línubátunum á sjó. Afli hjá þeim var 4—5 lestir (ósl.) í róðri. Mestan afla yfir vikuna hafði Týr, 23 lestir í 5 róðrum. 11 bátar stunda nú reknetja- veiði í Faxaflóa: Ársæll, Fjalar, Frigg, Freyja, Hannes lóðs, Hilm- ir, Leó, Ófeigur II. Sídon, Sjö- stjarnan og Sæfari. Mikill áhugi er hjá mörgum sjómönnum á að stunda handfæra veiðar á komandi vertíð Er þegar fullráðið á flesta handfærabát- ana, en á aðra báta vantar menn meira og minna. Nú síðustu daga hafa verið keyptir 2 litlir bátar, Víkingur, sem þeir eiga Eiríkur Sigurðsson og Haukur Gíslason, og Unnur, sem Jón Markússon á. Báðir þess ir bátar voru seldir úr Eyjum fyrir nokkrum árum, af því að þeir þóttu þá of litlir. Nú er þetta eftirsótt bátastærð, 15—25 lestir, til handfæraveiða. Einn bátur hefur verið seldur í burtu, Reynir, er bræðurnir Páll og Júlíus Ingibergssynir hafa átt. Eru þeir nú að láta byggja stærri bát í Danmörku. Hinn nýi eigandi Reynis er Páll Þorláks- son, Reykjavík. Akureyri 10—12 bátar stunda nú smá- síldarveiði í firðinum með herpi nót. Hefur Krossanesverksmiðj- an tekið á móti við 8000 málum af þessari síld til bræðslu, og um L.I.Ú. og Fiskveiðasjóður Það er ánægjulegt að heyra þann hlýhug og velvilja, sem gætti í garð Fiskveiðasjóðs ís- lands á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands íslenzkra útvegs manna. Menn vildu efla hann á allar lundir, til þess að hann væri sem færastur um að gegna hinu mikilvæga hlutverki sínu í ís- lenzku atvinnulifi. M.a. komu fram uppástungur um, að sjóður- inn fengi verulegan hluta af er- lendum lónum, ef þau yrðu tekin á næstunni. Þá að atvinnubóta- féð kr. 15 millj., sem árlega eru á fjárlögum, rynni til sjóðsms. Ennfremur að atvinnuleysistrygg ingasjóður yrði ávaxraður að verulegu leyti í Fiskveiðasjóði. Fleiri en íslendingar Það eru fleiri en íslendingar, sem kvarta undan aflaleysi. Bret ar segja miklu minni afla á norð- HVERSU yndislegir eru á fjöll- unum fætur fagnaðarboðans, sem friðinn kunngjörir, gleðitíðindin flytur, hjálpræðið boðar og segir við Zion: Guð þinn er seztur að völdum. (Jes. 52,7). Árið 390 f. Krist var háð ein frækilegasta orrusta, sem verald- ar sagan kann frá að greina. Mesta stórveldi þeirra tíma hafði ráðizt á fámenna og fátæka þjóð, sem átti einskis annars úr- kosti en að reyna að verja föður- land sitt og frelsi. Hvért manns- barn stóð á öndinni af eftirvænt- ingu og ótta. Átti hin goðborna menning og frelsisþrá þjóðarinn- ar að hneppast í fjötra, átti hinn fræknj kynstofn að sogast inn í hringiðu þjóðahafsins og þurrk- ast út um aldur og ævi? En undrið mikla gerðist í orr- ustunni við Maraþon. Hið fjöl- menna persneska herlið beið al- geran ósigur fyrir hinu harð- fenga liði Aþenuborgarmanna. Sagnir herma, að jafnskjótt og sigur var unninn hafi ungur full- hugi tekið á rás og runnið hið nafnfræga Maraþonskeið til þess að flytja gleðitíðindin, sigurfrétt irnar heim til Aþenu, sem beið milli vonar og ótta, hvort hlut- skipti hennar yrði frelsi eða fjötr ar. Hversu yndislegir voru þá fæt ur fagnaðarboðans, sem flutti gleðitíðindin og sigurfréttirnar. Lárviðarsveigur ófölnandi frægð ar ljómaði um enni hans, er hann hneig örendur niður að leiðarlok um. — Það er niðadimm skammdegis- nótt og mjöllinni kyngir niður í íslenzkri byggð. Á lágreistu býli í þröngri baðstofu liggur hús- freyjan, móðir margra barna, fár sjúk. En læknirinn er á leiðinni yfir fjallið. HugsaÖu þér hve biðin er löng 300 tn. af henni hafa verið fryst- | lægari miðum en áður, svo sem ar. Síldin er talin 14% feit, og fara við 22 sildar í kg. Akureyrartogararnir 5 eru all- ir að veiðum nema einn, sem er i viðgerð í Þýzkalandi og verður þar enn um Vz mánuð. — Afli hef ur verið mjög tregur, eitthvað hefur hann þó glæðzt á Halanum alveg síðustu daga. Togararnir hafa verið með 120—130 lestir í túr. Hafa þeir siglt með aflann. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. sér um útgerð togarans Norðlend við ísland, Bjarnarey og í Hvíta- hafinu. í september í ár var aflinn hjá Hull- og Grimsbytogurum af fjar lægum miðum 13% minni en I september í fyrra. Hafrannsóknarskip Norðmanna G. O. Sars er nýkomið úr leið- angri í Barentshafið og varð þar lítið vart við fisk. Sjávarhiti reyndist fyrir neðan meðallag eins og í fyrra. Helzta skýringin á minnkandi ings, sem bæirnir Sauðárkrókur, afla hér við land er, að um of- Ólafsfjörður og Húsavík eiga, og leggur hann afla sinn á land til skiptis í þessum bæjum. Frystihúsið er búið að frysta 27.000 kassa af flökum frá því það tók til starfa í sumar. Handfæraveiðar Hlutarhæsti báturinn í Vest- mannaeyjum á síðustu vetrarver- tíð var handfærabátur, 22 lestir að stærð, skipstjóri Ástgeir Ólafs- son (rithöfundurinn Ási í bæ). Hluturinn var við 50 þúsund krón ur. Það er athyglisvert, hversu mikið má afla með hinum nýju nælonhandfærum með 7 krókum eða fleiri. Segja má, að þetta færi hafi valdið byltingu í þessum veiðiskap, sem hefur verið stund aður af landsmönnum með litlum breytingum öldum saman. Handfæraveiðar eru einna mest veiði sé að ræða. Fiskifræðingarn ir leggja þó eins og kunnugt er mest upp úr því hvernig hrygning in tekst það og það árið og byggja spár sínar um aflamagn á því, hve árgangarnir eru sterkir. Nú hafa þeir undanfarið spáð auknu fiskimagni, þótt það hafi ekki verið gert fyrir síðustu vertíð. Það er athyglisvert, hversu Rússar auka fiskiskipaflota sinn og ekki ósennilegt að hinar miklu fiskveiðar þeirra í norðurhöfum kunni að hafa einhver áhrif á aflamagnið hér, þótt fjarlægt sé, ef fiskigöngurnar eru þannig. All ir vita, hversu veiðarnar hafa gjörsamlega burgðizt við Lofóten nú a. m.k. tvö undanfarin ár. Það er líka ekki ótrúlegt, að stóraukin veiði við Grænland geti haft sitt að segja um fiskimagnið á fslandsmiðum. Allt styður þetta að því að stundaðar í Vestmannaeyjum, og stækka friðunarsvæðið sem fyrst, fjölgar stöðugt þeim bátum, sem svo að sá fiskur, sem leitar hing- eingöngu leggja stund á handfæra að, fái hér nokkurt friðland. en sé veiðar. Bátar af stærðinni 15—301 ekki eltur upp í landsteina af lestir, sem seldir voru úr Eyjum! þeim urmul erlendra botnvörpu- og óttinn ásækinn, að hann, sem bjargað getur verði of seinn, komist ekki leiðar sinnar, nái ekki í tæka tíð. Hversu blessuð er sú stund þeg ar rjálað er við hurðarlokuna hve yndislegt er að heyra fóta- tak læknisins, þegar hann gengur inn köld og klökug göngin. Það fylgir ávallt unaður fót- sporum þeirra sem færa frið og líkn. Grátandi barnið sefast um leið og það heyrir álengdar fóta tak elskandi móður. Sérðu ekki þessa daga bjarm- ann, sem logar í austn? Það er árdegisbirta, sem ljómar við yzta sjónhring yfir Austur- skipa, sem hér eru stöðugt við land. Minnkandi afli er eitt ískyggi- legasta vandamál þjóðarinnar. „Þornar“ Norðursjórinn af síld? Það er ekki eingöngu minnk- andi þorsk- ýsu- og flatfiskafli í Norðursjónum, sem veldur mönnum áhyggjum, sem stunda þar fiskveiðar, heldur hvernig fer með síldveiðina. Síldarmagn- ið minnkar nú árlega í Norður- sjónum og það til muna. Sjómenn halda að friðun síldarinnar, á meðan hún er að hrygna, gæti bætt hér mikið úr. Nýir spánskir togarar eru nú í smíðum í Portugal. Eru þeir 33 fetum lengri en venju legir brezkir togarar. Á þeim verður 96 manna áhöfn. Ganghrað inn verður 10V2 míla. Þeir verða með frystirúmi. Það er athyglis- vert, að togararnir verða með 11 „doríur“ til þess »ð fiska á með línu, og eiga tveir björgunarbátar að draga þær á veiðisvæðin og flytja aflann aftur i móðurskipið, sem er í þessu falli togarinn, en hann er á meðan að venjulegum togveiðum. fjöllum og boðar dagrenn- ingu, þótt skammdegið grúfi yfir. Heyrirðu ekki einnig hljóðlátt, ljúft fótatak, sem nálgast jafnt og þétt? Það er hið nýja kirkjuár, það er aðventan, jólafastan, sena er að vitja vor. Hve fagrir eru á fjöllunum fæt- ur fagnaðarboðans, sem í Guðs orði kunngjörir frið, flytur gleði tíðindi og boðar hjálpræðið í krafti himneskrar elsku. En þessi fagnaðarboði, aðvent- an, er aðeins kallari, sem boðar komu hans, sem vér mætum — á heilögum jólum, hans, sem gjörð ist fátækur vor vegna svo að vér auðguðumst af fátækt hans. Hann er hinn sanni íagnaðarboði. Hann flytur mannlífinu þær sigurfregn ir er mestu máli skipta, því hann er sigurvegarinn yfir synd og döprum dauða. Hann birtist jafnt í hreysi og höll til að líkna og svala, því hann er lækninnn lífs ins meina. Hann er ljósið og hjálpræðið sem vér þuríum að veita viðtöku. Án nálægðar hans, stöndum vér á hjarni, áveðra eins og kalviðir, í næðingum lífsins og hörmum. Og þessi himneski bjarmi sem vér eygjum á þessum fyrsta degi jólaföstunnar, er blik jólabarns- ins, sem fellur eins og geislastafir á vegu vora, ef vér í einlægni leitum að ljósi og sannleika. Kirkjuárið er eins og sólbraut in, það hvelfist umhverfis oss eins og bjartur himinn. Það er eins og baugurinn, táknmynd þess eilífa og óendanlega. Það gengur ársins fagra hring eins og sólin sjálf. Hugsaðu þér að þú sitjir við glugga og sjáir kirkjuárið líða framhjá þér. Eins og á tjaldi birt- ast þér nýjar myndir ný opin- berun á hverjum helgidegi árs- ins. Þú heyrir rödd sem flytur þér lífsins mál því það er Guð sjálfur sem talar við þig í orði sínu, og fyrir kraft þess verður þú skyggn á leynda lífsins skrift, svo himnarnir opnast þér ,eins og á heilögum jólum.. — Gleymum ekki þeim tækifærum, sem nýtt kirkjuár færir oss. Sitjum ekki fyrir lokuðum gluggum. Leyfum sól kærleiks og náðar að skína inn til vor, svo að hún megi lækna lífga og græða. Blessum komu fagnaðarboðans, sem friðinn kunngjörir, gleðiboðskapinn flytur og hjálpræðið boðar fyrir himneska elsku og náð. Guð gefi að komandi kirkjuár megi verða sannkallað náðarár meðal allra manna og þjóða og að mannlífinu auðnist að leita friðar og réttlætis í hlýðni við hinn eilífa mátt kærleikans. Þá væri Guðsríkið á sigurför. Þá gætum vér í fögnuði sagt með spámanninum og sjáandanum: Guð vor er seztur að völdum. Lokomotive vann Norrköping SOFFÍA, 27. nóv. — í knattspyrnu kappleik er fram fór í Soffía í dag sigraði Lokomotive sænska liðið Norrköping með 1 marki gegn engu. 230 eru sagðir fallnir RABAT, 29. nóv. — Spánskar hersveitir urðu 230 Marokkóbú- um að bana á fimmtudagsmorg- un, segir í fréttum frá Rabat. Segir í fregninni að Spánverjar hafi ráðizt inn á markokkanskt •land. Segir að landher og flug- vélar hafi gert árásir á upp- reisnarmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.